Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 4

Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 COSTA DEL SOL 20. maí í 12 nætur Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð kr. 79.900. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í íbúð kr. 99.900. 20. maí í 12 nætur. Apartamentos Ronda Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 79.900 Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fyrsta algjörlega sjálfkeyrandi far- artækið sem flutt hefur verið til Ís- lands verður til sýnis í tengslum við ráðstefnuna Snjallborgin, sem fram fer í Hörpu á fimmtudag. Sjálf- rennireiðin mun aka fyrir utan Hörpu og stendur ráðstefnugestum til boða að prófa að taka hring. Farartækið er frá danska fyrirtæk- inu Autonomous Mobility, en er hingað komið á vegum bílaumboðs- ins Heklu, en fyrirtækin tvö eru bæði að hluta í eigu danska bílainn- flytjandans Samler Group. Peter Sorgenfrei, einn stofnenda og framkvæmdastjóri Autonomous Mobility, segir í samtali við Morgun- blaðið að Ísland sé tilvalinn staður fyrir innleiðingu slíkra farartækja þar sem hér sé lögð áhersla á hreina orku. Hann hefur áður haldið kynn- ingu á farartækjunum í Reykjavík og segir fyrirtæki sitt hafa verið í viðræðum við hérlenda aðila um til- raunaverkefni, þó engir samningar hafi enn náðst. Sorgenfrei mun halda erindi á ráðstefnunni á fimmtudaginn um sjálfkeyrandi bíla og framtíðina í samgöngum. „Fyrir nokkrum árum fórum við að hugsa um hvernig bílar framtíð- arinnar myndu líta út og áttuðum okkur á því að bílar framtíðarinnar yrðu rafknúnir, sjálfkeyrandi og sjálfbærari, að því leyti að fleiri myndu deila hverjum bíl,“ segir Sorgenfrei. Hann telur að það stytt- ist í að einkabíllinn heyri sögunni til. Autonomous Mobility flytur inn sjálfkeyrandi bíla til Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og er einnig að vinna að þróun eigin farartækis. Setið allan hringinn Bíllinn sem mun keyra við Hörpu á fimmtudaginn er frá franska fram- leiðandanum Navya og tekur 15 far- þega, ellefu í sæti og fjóra standandi. „Hann er ekki með neinn stýris- búnað og setið er allan hringinn. Ef til vill mætti segja að þetta sé svipað og að sitja í stórri skíðalyftu eða í lestarvagni,“ segir Sorgenfrei, en sjálfrennireiðin getur keyrt á allt að 45 kílómetra hraða á klukkustund og fer allt að 100 kílómetra á rafhlöðu- hleðslunni. Enginn eiginlegur fram- eða afturendi er á farartækinu, þar sem bæði framhjólin og afturhjólin geta beygt. Farartækið notar leysigeisla til að nema umhverfi sitt og skýtur geislum allt að 60 metra í allar áttir, sem taka eftir byggingum, skiltum, trjám, vegfarendum, bílum og öllu öðru í umhverfinu á sekúndubrotum. „Byggt á þeim upplýsingum tekur bíllinn ákvörðun um að halda áfram að keyra eða stoppa,“ segir Sorgen- frei. Bílar af þessari tegund keyra farþega í almennri umferð á nokkr- um stöðum í heiminum og Auto- nomous Mobility hefur um nokkurt skeið prófað þá í tilraunaaðstæðum sem líkja eftir raunverulegri umferð á Norðurlöndum. Nú hefur einnig fengist leyfi til þess að prófa bílana í raunverulegri umferð á afmörkuðu svæði í Gautaborg í Svíþjóð og þær prófanir hefjast á fimmtudag. Sorgenfrei segir að fyrst um sinn verði farartæki sem þessi notuð eins og hefðbundnir strætisvagnar, en til framtíðar verði hægt að nota þá á enn snjallari vegu. Í raun sé innleið- ing þessara farartækja enn á „fyrsta stigi“, þar sem bílarnir aki eftir ákveðnum leiðum og stöðvi á fyrir- fram ákveðnum stoppistöðvum. „Á öðru stiginu munt þú geta not- að snjallsíma til að fá farartækið til þess að taka þig með þar sem þú ert staddur að því gefnu að þú sért á skipulagðri leið farartækisins,“ segir Sorgenfrei. Þannig verði stoppi- stöðvar óþarfar. Þriðja stigið felur síðan í sér að farartækið geti ferðast eftir öllum götum á afmörkuðum svæðum innan borga, allt eftir þörf- um notenda. Einkabíllinn óþarfur í borgum Sjálfkeyrandi bílar af þessari gerð eru fyrst og fremst hugsaðir fyrir notkun í borgum og munu að mati Sorgenfrei útrýma þörf íbúa í flest- um stærri borgum Norðurlanda til þess að eiga og reka sinn eigin bíl. „Þú munt ekki þurfa að eiga þinn eigin bíl, þar sem almennings- samgöngur og sjálfkeyrandi deilibíl- ar eins og okkar muni geta séð um 80-90% samgönguþarfa fólks.“ Hin 10-20% ferðaþarfanna segir Sorgenfrei verða uppfyllt með bíla- leiguþjónustum, fyrir erindi út fyrir borgirnar. Þróunin sé öll í þessa átt. „Í Skandinavíu eru flestar stærri borgirnar að íhuga að takmarka um- ferð ökutækja sem ganga fyrir bens- íni og díselolíu. Í Noregi hefur það þegar verið gert og það er til skoð- unar í Kaupmannahöfn. Svo það er verið að takmarka getu fólks til þess að keyra á sínum venjulegu bílum innan borgarmarkanna. Það verður bannað.“ Þetta telur Peter að muni flýta innleiðingu sjálfkeyrandi sam- göngumáta. Sorgenfrei segir að í Skandinavíu sé líka búið að vera að fjárfesta mik- ið í innviðum almenningssam- gangna, til dæmis í léttlestarkerfum og rafknúnum strætisvögnum. Ein- hverjir hafi þó verið að átta sig á því að sjálfkeyrandi rafdrifnar deili- skutlur séu jafnvel skilvirkari sam- göngulausn en léttlestir og henti betur á ákveðnum stöðum. „Þær eru mun sveigjanlegri varð- andi það hvert þær fara, í saman- burði við hefðbundnar almennings- samgöngur.“ Sjálfkeyrandi skutla flutt inn  Fyrsta ferðin með sjálfkeyrandi ökutæki á Íslandi verður farin á fimmtudag  Ekkert stýri og rými fyrir 15 farþega  Einkabílnum verði úthýst úr borgum Ljósmynd/Autonomous Mobility Rafskutla Farartækið tekur 15 farþega og skýtur leysigeislum í allar áttir til að nema umhverfi sitt. Peter Sorgenfrei Snjallbíll framtíðar » Sjálfkeyrandi ökutæki mun keyra við Hörpu á fimmtudag á ráðstefnunni Snjallborgin. » Rafknúið og fer allt að 100 kílómetra á hleðslunni. » Nær 45 kílómetra hámarks- hraða og beygir á öllum fjórum dekkjum. » Leysigeislar skynja umhverfi ökutækisins. Bláa Lónið hf. vísar fullyrðingum forráðamanna Gray Line um sam- keppnishindranir alfarið á bug. Bendir fyrirtækið á það að Gray Line hafi í krafti stærðar sinnar not- ið þeirrar sérstöðu undanfarin ár að hafa fengið að selja aðgang að Bláa lóninu í gegnum rafræna beinlínu- tengingu við kerfi Bláa Lónsins hf. Með því að fella niður þessa teng- ingu sé verið að jafna stöðu Gray Line og annarra aðila á ferðaþjón- ustumarkaði. Gray Line tilkynnti um helgina ákvörðun sína um að segja upp 15 starfsmönnum fyrir næstu mánaða- mót vegna samdráttar í verkefnum. Ákveðið hafi verið að hætta með áætlunarferðir í Bláa lónið. Tekið var fram í fréttatilkynningu að eig- endur Bláa lónsins hafi sagt upp samkomulagi við Gray Line um sölu á baðgjaldi í lónið og nýtt samkomu- lag væri ekki í boði. Þá segir að það sé áhyggjuefni að eigendasamþjöpp- un af þessu tagi með tilheyrandi samkeppnishindrunum skuli vera að raungerast með svo ógagnsæjum hætti. Í svari Bláa lónsins kemur fram að fjölmargir ferðaþjónustuaðilar hafi, þrátt fyrir sérstöðu Gray Line að þessu leyti, stundað hópferðaakstur til og frá Bláa lóninu, bæði með og án þess að selja aðgang að lóninu sam- hliða. Með því að fella niður rafræna beinlínutengingu Gray Line sé þann- ig verið að jafna stöðu Gray Line og annarra aðila á ferðaþjónustumark- aði sem eru í samkeppni. Bláa Lónið hf. hefur sjálft hafið áætlunarferðir í Bláa lónið. Tilgang- urinn er að bjóða víðtækari þjón- ustu, tryggja samræmi og bæta upp- lifun gesta en jafnframt er ætlunin að jafna flæði gesta og auka sam- þættingu og hagræðingu í rekstri fyrirtækisins, segir enn fremur í til- kynningunni. Öllum sé frjálst að stunda akstur til og frá Bláa lóninu. Jafna stöðu fyrirtækja  Bláa Lónið hf. hafnar fullyrðingum Gray Line um sam- keppnishindranir  Gray Line segir upp 15 starfsmönnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Baðstaður Bláa lónið er vinsæll við- komustaður ferðafólks hér á landi. Bragi Guð- brandsson, fv. forstjóri Barna- verndarstofu, hefur óskað eftir fundi í dag með umboðsmanni Al- þingis og óskar þess að embætt- isfærsla sín á Barnaverndar- stofu í þeim mál- um sem vikið er að í kvörtunum tveggja barnaverndarnefnda sem vísað hefur verið til að undanförnu verði rannsökuð. Bragi óskar eftir flýtimeðferð og leiði niðurstaða í ljós að hann hafi brotið af sér í starfi muni hann axla ábyrgð. Þingmenn Pírata hafa krafist þess að ríkisstjórnin upplýsi hvort Ásmundur Einar Daðason félags- málaráðherra hafi sagt ósatt í þing- sal þegar málefni Braga voru til umræðu á Alþingi. Fundað verður um þetta í velferðarnefnd Alþingis í dag. Bragi er frambjóðandi Íslands til setu í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, skv. ákvörðun ríkisstjórn- ar. Sú ráðstöfnun hefur verið gagn- rýnd á pólitískum vettvangi. Varðandi tilnefningu Braga til setu í nefnd SÞ segir Halldóra Mo- gensen, þingmaður Pírata og for- maður velferðarnefndar, að ríkis- stjórnin þurfi að ákveða hvort tilnefningin verði dregin til baka. Frestur til þess rennur út í dag. Bragi Guðbrandsson Embættis- færsla verði rannsökuð  Bragi leitar til umboðsmanns Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu lýsti í gær enn eftir Richard Oddi Haukssyni, 41 árs. Borist hafa ábendingar um að hann hafi verið á ferðinni á miðborgarsvæð- inu sl. laugardag og föstudag. Þeir sem geta veitt frekari upp- lýsingar um ferðir hans eða vita hvar hann er að finna eru beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112. Richard Oddur er 185 cm á hæð og grannvaxinn. Var hugsanlega á ferðinni í miðborg Reykjavíkur Richard Oddur Hauksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.