Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Úrval af rafdrifnum hvíldarstólum Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Komið og skoðið úrvalið „Ég tók að mér að verkstýra fundaröð sem snýst um að setja á dagskrá helstu álitaefni um fjár- málakerfi Íslendinga nú þegar áratugur er liðinn frá banka- hruni. Yfirskriftin er Aldrei aftur því engin önnur fjármálakreppa á Íslandi má aft- ur verða jafn altæk og hrun- ið 2008 varð,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Samtök sparifjáreig- enda standa að fundaröðinni en þau hafa lengi átt frum- kvæði að rannsóknum og um- ræðu um fjármál frá sjónarhorni almennings sem þarf að geta ávaxtað sparifé vel og er venju- legir skattgreiðendur. Fyrstu tveir fundirnir hafa þegar verið haldnir og vöktu mikla athygli. Fundaröðin stendur út þetta ár. Kreppur geta alltaf komið „Bankakreppur geta alltaf komið eins og sagan kennir okk- ur. Þessu höfðu fræðin hins vegar gleymt 2008 í kennslu í hag- og fjármálafræðum, þar á meðal við háskóla á Íslandi, þar sem fjár- málakreppur voru ekki hluti af námsefninu,“ segir Kristrún sem haustið 2008 var aðstoðarmaður utanríkisráðherra og hélt slíkum störfum áfram í velferðar- og efnahags- og viðskiptaráðu- neytum í tíð ríkisstjórnarinnar sem tók við 2009. Hún var því ein þeirra sem upplifðu hrunið og úr- lausn þess í innsta hring stjórn- kerfisins þar sem mikið gekk á yfir langan tíma. „Mér fannst ég eiga ólokið að skrifa um aðstæður íslenska rík- isins í hruninu, stöðu að alþjóða- lögum, valdbærni og valdaleysi og Columbia Law School í New York reyndist vilja fá mig í rann- sóknahóp og doktorsnám, felldi niður himinhá skólagjöld sín og veitti mér alvöru styrk. Ég hef unnið þessa rannsókn í krefjandi umhverfi og þarf næst að sann- færa kröfuharða nefnd.“ Það er fátítt að fjármálakrepp- ur valdi allsherjarhruni eins og gerðist hér. Íslensk stjórnvöld stóðu á sínum tíma andspænis einstaklega víðtæku verkefni. Al- mennt er talið að efnahagslega hafi ræst mun fyrr úr á Íslandi en nokkur spáði, en önnur sár eftir hrunið standa enn opin. Þessu fylgdi mikil samfélagsleg ólga sem Kristrún segir að flestu leyti hafa verið skiljanlega. „Ég kynntist sjálf skuldavand- anum í miklu návígi í gegnum vinnu við alls konar úrræði sem ríkið þurfti að finna leiðir til að skipuleggja og það er þáttur af rannsókn minni hversu háskalegt rof samfélagsfriðar og réttlætis- brestur fjáreigna og endur- skipulagning þeirra með inngripi ríkisins er. Hrunið varð líka sam- félagslegt taugaáfall sem náði til allra, líka þeirra sem ekki urðu fyrir meira efnahagstjóni en í öðrum kreppum og viðhorfin urðu þannig að það varð dyggð að mála hlutina í eins dökkum lit- um og mögulegt var,“ segir Kristrún. „Þetta gerði það sem þó var nógu illt enn verra, dró fólk niður í svartnætti sálfræðilega og hefti yfirvegun, umræðu og greiningu eins og virklega þurfti þó. Eftir stöndum við núna með ótrúlega margt enn óákveðið um stefnuna, ógreint og jafnvel algjörlega órætt.“ Verðmæt þekking Íslands Samtök sparifjáreigenda létu nýlega gera rannsókn á ofur- launum og kaupaukum í íslensku atvinnulífi eins og þeir eru í dag í samanburði við framkvæmdina fyrir hrun, sem kunnugir segja hafa aukið áhættuhegðun mikið. „Já, ég tel að við höfum með framtakinu lagt upp gott færi til að taka á ofurbónusum og líka kjararáði af skynsemi á vettvangi þeirra sem stýra málum,“ segir Kristrún. „Fjármálakreppan fyrir tíu árum er í mikilli fræðilegri deiglu. Á enskri tungu hafa kom- ið út yfir 300 bækur um kreppuna og skilningur á atburðum og af- leiðingum hefur dýpkað og þróast mikið á þeim tíma sem lið- inn er. Einn höfuðtilgangur fund- araðarinnar er síðan sá að tengja þessa strauma Íslandi enn betur svo hrunið geti orðið verðmæt þekking Íslands sem framvegis sjáist í verkum og áherslum öll- um.“ Fall fjármálakerfisins var samfélagslegt taugaáfall Morgunblaðið/Kristinn Mótmæli Það varð dyggð að mála hlutina í eins dökkum litum og mögulegt var, segir Kristrún í viðtalinu. Hrunið í deiglu fræða  Kristrún Heimisdóttir er fædd árið 1971. Hún er lög- fræðingur að mennt og stundar doktorsnám í Col- umbia-háskóla í Bandaríkj- unum. Hefur gegnt ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, skrifað fjölda fræðigreina, unnið fyrir fjölmiðla og fleira.  Er í dag gestalektor við Háskólann á Akureyri. Var áður aðstoðarmaður ráðherra og framkvæmdastjóri Sam- taka iðnaðarins auk margs annars. Hver er hún? Kristrún Heimisdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neyti er nú í undirbúningi stofnun fé- lags sem hefur með höndum ýmsar stórframkvæmdir í vegamálum. Um er að ræða nauðsynleg og dýr mann- virki sem eru í biðstöðu og gætu þurft að sitja á hakanum lengi enn nema til komi einkaframkvæmd og notendagjöld. Nákvæm útfærsla á formi félagsins er eftir, en vilji er til þess að lagafrumvarp um þetta verði lagt fram á Alþingi í haust. „Í nýframkvæmdum í vegamálum höfum við gert alltof lítið of lengi. Verkefnin sem nú bíða eru það stór að hefðbundnar fjárveitingar í gegnum fjárlög duga ekki. Ég hef talað fyrir því að við skoðum nýja möguleika við fjármögnun í samgöngumálum og að stofna sér- stakt félag um það er hluti af undir- búningi,“ sagði Sigurður Ingi Jó- hannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í samtali við Morgunblaðið í gær. Ráðherra hefur átt samtal að undanförnu við fulltrúa lífeyrissjóða og fleiri um að koma að þessum verkefnum og þar er áhugi fyrir hendi. Um einstaka framkvæmdir sem þessi fjármögnun gæti náð til nefnir ráðherrann til dæmis nýja Ölfusár- brú ofan við Selfoss, nýjan heilsárs- veg yfir Öxi og nýjan veg um Mýrdal og Sundabraut. Allt eru þetta verk- efni sem eru á framkvæmdaáætlun næstu fimm til sjö ára. Þau gætu þó þurft að bíða lengi enn nema sértæk fjármögnun komi til, enda má áætla að kostnaður við þau sé 100 til 150 milljarðar króna. Má þar nefna að sú framkvæmd ein að tvöfalda stofn- leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut, Suðurlandsveg og Vesturlandsveg um Kjalarnes er metin á um 60 milljarða króna. Eldsneytisskattar veikjast Síðastliðinn föstudag samþykkti ríkisstjórnin að auka fjárveitingar til vegamála á árinu um fjóra milljarða króna. Er það viðbót við þá 20 millj- arða króna fjárheimild til fram- kvæmda og viðhaldsverkefna sem Vegagerðin hafði. Er viðbótarféð í ár meðal annars ætlað til að leggja slit- lag á vegi víða um land auk annarra tilfallandi og brýnna verkefna. Við þetta bætist svo að á næsta ári verð- ur verulega gefið í vegamálin sam- kvæmt ríkisfjármálaáætlun, en þó hvergi nærri nóg að mati Sigurðar Inga sem telur að gjaldtaka fyrir af- not af einstaka mannvirkjum geti verið skynsamleg útfærsla. Á spýt- unni hangir líka að þegar rafknúnum bílum fjölgar veikist sá tekjustofn sem eldsneytisskattar séu. Því sé ekki annar kostur fyrir hendi en leita nýrra leiða. Stofna félag um stórar framkvæmdir  Einkaframkvæmd og notendagjöld  Fjárlög duga ekki í vegamálum  Áhugi hjá lífeyrissjóðunum Sigurður Ingi Jóhannsson Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Hjálpræðisherinn verði und- anþeginn öllum gjöldum til Reykja- víkurborgar vegna úthlutunar lóðar til hans við Suðurlandsbraut 74 var vísað frá borgarráði af fulltrúum meirihlutans. Hún fékk því ekki efnislega afgreiðslu. Kjartan Magnússon, borgarráðs- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, nefnir tvö atriði þegar hann er spurður hvers vegna lagt var til að gjöldin yrðu felld niður. Hann nefnir fyrst að Hjálpræðisherinn hafi starfað hér í rúm 120 ár. Hann hafi stundað mik- ilvægt hjálparstarf, sérstaklega í upphafi þegar bærinn var ekki kom- inn með velferðarskipulag eins og nú og margt fátækt fólk í borginni vegna fólksflutninga úr sveitum landsins. „Þegar þessi samtök eru að flytja sig um set í borginni og byggja nýtt hús sem einnig verður hjálp- armiðstöð finnst okkur sjálfsagt að sýna þakklæti borgarinnar, þótt það sé aðeins táknrænt, með því að láta þau fá lóðina án endurgjalds. Einnig þegar litið er til þess að allt sölu- andvirði eldra hússins er notað í þessa byggingu og dugar ekki til,“ segir Kjartan. Hin röksemdin er að Hjálpræðis- herinn njóti sömu kjara og annað trúfélag sem úthlutað hefur verið lóð við hliðina. Þar er átt við lóð undir mosku sem Félag múslima á Íslandi fékk úthlutaða á árinu 2013 en þar bólar raunar ekki á framkvæmdum. Kjartan bendir á að hvor tveggja samtökin hafi stöðu trúfélags. „Okk- ur finnst skjóta skökku við að Hjálp- ræðisherinn sem er byrjaður að byggja hús sitt njóti ekki sömu kjara.“ Hefði átt að fá afgreiðslu Fulltrúar meirihlutans í borgar- ráði felldu í janúar tillögu sjálfstæð- ismanna um að fella niður gatna- gerðargjöld og byggingarréttar- gjald af byggingu Hjálpræðis- hersins. Tillögu þeirra nú um að fella niður öll gjöld af lóðinni var vísað frá borgarráði á fundi þess í síðustu viku á þeirri forsendu að samhljóða tillaga hefði áður verið afgreidd í borgarráði. Kjartan gerir athugasemdir við þetta. Hann segir augljóst að tillög- urnar hafi ekki verið samhljóða og í þeirri seinni hafi verið gert ráð fyrir niðurfellingu allra gjalda en ekki að- eins tiltekinna gjalda eins og í þeirri fyrri. Telur hann afgreiðslu meiri- hlutans ekki í samræmi við góða stjórnsýslu, tillagan hefði átt að fá viðhlítandi afgreiðslu í borgarkerf- inu. helgi@mbl.is Verði undanþeginn öllum lóðargjöldum  Meirihluti borgarráðs hafnaði tillögu Teikning/Teiknistofan Tröð Sogamýri Framkvæmdir eru hafn- ar við byggingu Hjálpræðishersins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.