Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 13

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 13
hjá dótturfélagi Samskipa þá slóg- um við til,“ segir Aldís sem var þá starfandi framhaldskólakennari í Vestmannaeyjum. Aðlögunin í Noregi gekk ágætlega en það tók á að kunna ekki norskuna. „Þegar ég fór með krakkanna í skólana og skildi ekki hvað var í gangi þá varð ég mjög óörugg. Það þarf að búa í töluverðan tíma í landinu til þess að festa fingur á menningarmuninum,“ segir Aldís sem segir meginmuninn vera hóg- værð Norðmanna. „Áhrif hina óskrifuðu Jante- laga eru mjög sterk í Álasundi en hugmyndafræði þeirra gengur út á það að enginn skuli halda að hann sé betri en annar né merki- legri en annar,“segir Aldís sem fann fyrir áhrifum Jantelaganna á eigin skinni þegar hún tók við rekstri á listagalleríinu Kråke í Álasundi. „Fylkið auglýsti eftir mann- eskju til þess að reka listagallerí fyrir unga óþekkta listamenn. Krafan sem gerð var til umsækj- enda var að hafa eitthvert vit á list. Sjálf er ég listamaður og kláraði nám við Listaskólann í Álasundi. Á þessum tíma var ég í hlutastarfi við lista- og norsku- kennslu fyrir íslensk börn í Ála- sundi. Forsvarsmenn listaskólans höfðu samband og báðu mig að sækja um sem ég gerði og fékk starfið,“ segir Aldís sem fannst nýja starfið skemmtilegt en jafn- framt erfitt vegna áhrifa Jante- laganna. „Til þess að koma galleríinu á framfæri þurfti ég umfjöllun og athygli og ég fékk alveg að heyra það hversu athyglisjúk ég væri. Það var líka erfitt að fá ungt lista- fólk til að sýna. Það var ekki til siðs að trana sér fram svo ég þurfti að leita listamennina uppi. Ég fór heim til efnilegra ungra listamanna og hreinlega sótti þá í galleríið.“ Aldís segir að Norðmenn séu mjög hrifnir af íslenskum fót- boltamönnum. Íslenskir fótbolta- menn trúi á sjálfa sig og nái þess vegna árangri en Norðmenn vanti sjálfstraustið og að trúa því að þeir geti meira en meðalmaðurinn þegar kemur að fótbolta. „Þegar kemur að skíðaíþrótt- um vantar ekki sjálfstraust í Norðmenn sem segja að þeir fæð- ist með skíði á fótunum,“ segir Al- dís sem telur að blanda af Norð- manni og Íslendingi gæti orðið nokkuð góð. „Íslendingurinn er alinn upp við það að verða að vera bestur á meðan Norðmaðurinn er alinn upp við það að hann verði að gera sitt besta,“ segir Aldís. Hún segir að það sé mikill munur á því að vera barn á Íslandi og í Noregi. „Íslensk börn hlaupa á milli húsa þegar þeim hentar og koma jafnvel ekki heim fyrr en þeim er sagt að gera það. Í Noregi hefur Karitas verið svolítið ein. Hún fer ekki heim með neinu barni nema við foreldrarnir séum búin að ræða og undirbúa það. Þegar við bjuggum í Eyjum varð ekki þver- fótað fyrir börnum í eldhúsinu,“ segir Aldís hlæjandi og bætir við að fjölskyldan sé sterk í Noregi. „Í Noregi er ekki spurt við hvað vinnur þú eða ætlar þú í sumarfrí. Nei Norðmenn spyrja hvert ætlar þú í sumarfríinu. Þarna er munur á þjóðunum tveimur og Norðmenn eru að mínu mati ekki eins veraldlega þenkjandi. Þeir eru líka töluvert meira í núinu en Íslendingar. Aldís segir það hollt fyrir alla að prufa að búa öðru landi en þau hafi búið í Noregi töluvert lengur en þau gerðu ráð fyrir í upphafi. Baldvin hafi unnið sig upp í fram- kvæmdastjórastöðu og það hafi frestað heimkomunni. „Með dvölinni okkar í Noregi hef ég kynnst aðstæðum innflytj- enda. Við eignuðumst mjög góða norska vini í gegnum börnin okk- ar og höfum ferðast mikið með þeim á sumrin. Það má segja að þau og fjölskyldur þeirra hafi ætt- leitt okkur í Noregi sem er ómet- anlegt, segir Aldís og bætir við að erfiðleikar þeirra hafi ekkert ver- ið á við það sem innflytjendur og flóttamenn búa við sem flytja frá öðrum menningarheimum. „Ég kynntist í raun að- stæðum innflytjenda á tvo vegu. Með því að vera nýbúi sjálf og kenna börnum innflytjenda norsku. Í því starfi kynntist ég aðstæðum þeirra sem ekki tala tungumálið, líta öðruvísi út og hafa búið við menningu og leik- reglur sem eru allt aðrar en í vestrænum heimi. Meirihluti þeirra innflytjenda og flóttamanna sem koma til Noregs leggur sig allan fram um að aðlagast sam- félaginu að mínu mati,“ segir Al- dís sem er ekki í nokkrum vafa um að vinafjölskyldur myndu hjálpa innflytjendum á Íslandi að aðlagast betur. Aldís mun halda áfram að kenna börnum af erlendu bergi brotnum þegar hún flytur til Ís- lands. „Ég fékk vinnu í Alþjóðaskól- anum og kem til með að kenna börnum sem hafa íslensku sem annað tungumál.Þetta eru börn diplómata, tvítyngd börn og ís- lensk,“ segir Aldís sem hlakkar til að takast á við nýtt starf og ný verkefni. „Það er gott að búa í Noregi en Ísland er best,“ segir Aldís sem ætlar að láta það verða sitt fyrsta verk þegar hún flytur heim í sumar að anda að sér rokinu. „Ég var lengi að átta mig á því að ég saknaði roksins sem ég er alin upp við. Rokið gefur kraft- inn sem býr í Íslendingum að mínu mati.“ Listakona Aldís er listamaður sem lauk námi við Listaskóla Álasunds. Hún stýrði gallerí Kråke sem ætlað er ungum og upprennandi listamönnum. Samrýmd Draupnir Dan, Baldvin Johnsen, Aldís og Karítas lærðu öll mikið af því að flytja til Noregs og kynnast nýju fólki og öðruvísi menningu. Fjölskyldan saknaði ættingja og vina og er full tilhlökkunar að flytja heim í sumar. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Síðustu forvöð eru að sjá sýningu á verkum Guðrúnar Gunnarsdóttur í Borgarbókasafninu í Spönginni í dag. Guðrún hefur bakgrunn í textil. Hún hefur starfað sem myndlist- armaður og hönnuður í yfir 40 ár og unnið og dvalið víðsvegar um heim við listsköpun. Í tilkynningu segir ða verkin á sýn- ingunni séu flest unnin árin 2017 og 2018 eru unnin úr þráðum. Guðrún notar ekki vefstól heldur notar þráð- inn beint, mótar hann í höndum og gerir að skúlptúrum sem hún kallar þrívíddarteikningar. Guðrún notar vír, hrosshár, plast, garn, pappír og þurrkaðar jurtarætur. Útsaumsverk Guðrúnar eru einnig til sýnis. Á sýningunni er öllu skákað saman til að ná fram spennu og því sem svo oft er mikilvægt í upplifun, hrárri feg- urð hins smáa. Óreiða og flækjur sem hægt er að tengja við dulúð og ljóð. Síðasti sýningardagur Ljósmynd/Borgarbókasafnið Listakona Guðrún Gunnarsdóttir við eitt af verkum sínum Rætur og flækjur. Rætur og flækjur hjá listakon- unni Guðrúnu Gunnarsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.