Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
thorgerdur@mbl.is
Fyrstu sannanir þess að Rússar hafi
reynt að hafa áhrif á úrslit almennra
kosninga í Bretlandi á síðasta ári hafa
litið dagsins ljós. Rannsókn breska
dagblaðsins The Sunday Times, sem
var unnin í samvinnu við Swansea-há-
skóla, afhjúpaði 6.500 rússneska
Twitter-aðganga sem fylktu liði og
studdu við kosningabaráttu Verka-
mannaflokksins og leiðtoga hans, Je-
remy Corbyn. Þar að auki voru að-
gangarnir notaðir til þess að
gagnrýna og koma höggi á Íhalds-
flokkinn, helsta andstæðing Verka-
mannaflokksins.
Í fréttaskýringu Sunday Times í
segir að auðvelt hafi verið að sjá að
Twitter-aðgangarnir hafi verið svo-
kölluð netvélmenni. Aðgangarnir
voru skráður undir enskum kven-
mannsnöfnum og notaðir til þess að
koma skipulögðum pólitískum skila-
boðum til milljóna notenda.
Rannsóknin sýndi yfirgnæfandi
stuðning aðganganna við Corbyn og
Verkamannaflokkinn, en níu af hverj-
um tíu færslum um flokkinn voru já-
kvæðar. Hins vegar voru níu af hverj-
um tíu færslum um Íhaldsflokkinn
fjandsamlegar. 80% aðganganna
höfðu verið stofnaðir aðeins nokkrum
vikum fyrir kosningarnar sem fram
fóru 8. júní í fyrra og náðu færslurnar
hámarki á hápunktum kosningabar-
áttunnar, svo sem daginn sem The-
resa May, leiðtogi Íhaldsflokksins,
kynnti stefnu þeirra og í kjölfar
sprengjuárásarinnar í Manchester
Arena, þegar May var gagnrýnd fyrir
að hafa fækkað lögregluþjónum þeg-
ar hún gegndi stöðu innanríkisráð-
herra. Á kosningadaginn sjálfan, þeg-
ar umfjöllun breskra fjölmiðla er
óheimil, náðu færslurnar svo há-
punkti.
Stuðningur við Verkamannaflokk-
inn með Corbyn í forystu jókst úr
25% í 40% meðan á kosningabarátt-
unni stóð, sem er mesta stuðnings-
aukning sem sést hefur í kringum nú-
tímakosningar í heiminum.
Sérfræðingar segja þessa afhjúpun
aðeins ná yfir toppinn á ísjakanum og
Matt Hancock, ráðherra menningar-
mála í Bretlandi , krafist þess að
Twitter gefi upp raunverulegt um-
fang vandamálsins og komi í veg fyrir
að svona lagað geti gerst aftur. „Það
er algerlega óviðunandi að nokkur
þjóð reyni að hafa afskipti af lýðræð-
islegum kosningum annars lands.
Samfélagsmiðlafyrirtækin verða að
bregðast við til þess að vernda lýð-
ræðislega umræðu og leiða í ljós hvað
þau vita.“
Alls fundu rannsakendur Sunday
Times og Swansea-háskóla 16.000
rússnesk netvélmenni sem höfðu deilt
færslum um stjórnmál í Bretlandi síð-
an í apríl á síðasta ári, en úrtakið var
þrengt og alls voru 20.000 færslur
sem birtar voru innan fjögurra vikna
fyrir kosningarnar skoðaðar. Hundr-
uð aðganga voru stofnaðir samtímis,
og áttu það sameiginlegt að notenda-
nöfn voru samsett úr bók- og tölustöf-
um, nöfnin sem skráð voru ensk kven-
mannsnöfn en móðurmálið
rússneska. Stundum birtu aðgang-
arnir færslur samtímis og voru sumar
þeirra deilingar á færslum annarra.
Í viðbrögðum sínum við umfjöllun
Sunday Times segir Verkamanna-
flokkurinn að rússnesk stjórnvöld
hafi stutt Íhaldsflokkinn í kosningun-
um, enda hafi kosningaloforð Verka-
mannaflokksins stungið í stúf við
íhaldssaman hugsunarhátt May og
Pútín og forríku stuðningsmannanna
þeirra. Flokkurinn þvertekur fyrir að
hafa haft nokkra vitneskju um málið,
hvað þá að hafa borgað fyrir þessar
aðgerðir. Þá efast talsmenn hans um
að stuðningsmenn flokksins hafi gert
slíkt.
Rússar hafa þegar verið sakaðir
um að hafa haft afskipti af forseta-
kosningunum í Bandaríkjunum árið
2016, en þetta eru fyrstu gögn þess
efnis að slíkt hafi verið reynt í kosn-
ingunum í Bretlandi árið 2017. Verka-
mannaflokksleiðtoginn hefur verið
gagnrýndur fyrir tregðu til að for-
dæma Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seta vegna taugagasárásanna í Salis-
bury í síðasta mánuði.
Rússar höfðu afskipti af
þingkosningum í Bretlandi
Rannsókn afhjúpar tugþúsundir Twitter-færslna frá rússneskum netvélmennum
AFP
Inngrip Fylgisaukningin sem flokkur Jeremy Corbyn fékk er áður óþekkt í lýðræðislegum kosningum.
Twitter-vélmenni
» Alls uppgötvuðust 16.000
rússnesk netvélmenni sem
birtu færslur um kosningarnar.
» 20.000 færslur 6.500 Twit-
ter-aðganga voru skoðaðar.
» Stuðningur við Verka-
mannaflokkinn jókst úr 25 í
40% á tímabilinu.
Kjarnorkutilraunasvæði Norður-
Kóreu verður lokað í maí, að því er
fram kemur í tilkynningu frá forseta-
skrifstofu Suður-Kóreu. Talsmaður
skrifstofunnar, Yoon Young-chan,
segir að lokun Punggye-ri-svæðisins
verði opinber og að erlendum sér-
fræðingum frá Suður-Kóreu og
Bandaríkjunum verði boðið að fylgj-
ast með.
Leiðtogar Kóreuríkjanna hittust á
sögulegum fundi á landamærum
ríkjanna tveggja á föstudag. Í yf-
irlýsingu þeirra eftir fundinn sagði
að stefnt væri að samningi um varan-
legan frið og kjarnorkuafvopnun
Kóreuskaga. Leiðtogarnir tveir, Kim
Yong-un og Moon Jae-in, virtust ein-
lægir í yfirlýsingum sínum, en fögur
fyrirheit hafa áður verið gefin í sam-
skiptum ríkjanna sem ekki hafa
gengið eftir. Nú er talið að fundur
Kims og Donalds Trump Banda-
ríkjaforseta muni skera úr um hvort
af efndunum verður. Trump fagnaði
leiðtogafundinum og sagði að sjálfur
myndi hann líklega hitta Kim innan
þriggja eða fjögurra vikna.
Punggye-ri er talið vera helsta
kjarnorkutilraunasvæði Norður-
Kóreu, en tilraunirnar eru fram-
kvæmdar í kerfi neðanjarðarganga
undir fjallinu Mantap. Sex kjarn-
orkutilraunir hafa verið gerðar á
svæðinu frá árinu 2006, en eftir síð-
ustu tilraunina sem framkvæmd var
í september í fyrra urðu eftir-
skjálftar á svæðinu. Jarðskjálfta-
fræðingar halda því fram að skjálft-
arnir hafi valdið því að hluti
neðanjarðarganganna hafi fallið
saman. Því er jafnvel talið að
tilraunasvæðinu hafi verið sjálflokað
og að þetta skref Norður-Kóreu í
sáttaviðræðum sé ekki eins þýðing-
armikið fyrir vikið.
Kim Yong-un segir ekki rétt að
þeir séu að loka óvirkum stöðvum og
að menn muni sjá að svæðið sé í góðu
ásigkomulagi.
AFP
Einlægir Frá fundi leiðtoga Kór-
euríkjanna á föstudag.
Kjarnorkutilrauna-
svæði N-Kóreu lokað
Amber Rudd,
innanríkis-
ráðherra Bret-
lands, hefur sagt
af sér í kjölfar
gagnalekans sem
leiddi í ljós að
hún hefði sagt
breska þinginu
ósatt. Í bréfi sem
lekið var kom fram að hún hefði
gert áætlanir um að senda fleiri
innflytjendur úr landi. Áður hafði
hún greint þingmönnum frá því að
henni væri ekki kunnugt um slík
markmið.
Skrifstofa Theresu May, for-
sætisráðherra landsins, staðfestir
að Rudd hafi sagt af sér, en spjótin
hafa beinst að henni um nokkurt
skeið vegna Windrush-málsins svo-
kallaða. Samkvæmt því máli höfðu
bresk stjónvöld í hyggju að senda
innflytjendur frá ríkjum í Karíba-
hafinu, sem ekki gætu sýnt fram á
að þeir ættu rétt á að búa og starfa í
Bretlandi, úr landi.
Amber Rudd hafði áður greint
frá því í breskum fjölmiðlum að hún
ætlaði ekki að segja af sér vegna
málsins.
BRETLAND
Innanríkisráðherra
segir af sér embætti
Um 500 nem-
endur og kenn-
arar þurftu að
yfirgefa háskóla
í borginni
Melbourne í
Ástralíu vegna
mikillar ólyktar.
Í fyrstu var lykt-
in talin stafa af gasleka, en í skól-
anum eru hættuleg efni geymd á
rannsóknarstofu. Í ljós kom hins
vegar að lyktina lagði frá úldnum
ávexti sem skilinn hafði verið eftir
inni í skáp.
Durian er hitabeltisávöxtur sem
þekktur er fyrir sterka lauk-
kennda lykt. Lyktin barst um all-
an skólann í gegnum loftræstikerf-
ið, en það voru slökkviliðsmenn
sem kvaddir voru á vettvang sem
fundu sökudólg óþefjarins.
ÁSTRALÍA
Háskóli rýmdur
vegna ávaxtar