Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Björt Ólafs-dóttir stýrðií gær þætt- inum Þingvellir á K100 og fékk til sín þá Dag B. Eggerts- son, borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar, og Eyþór Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þó að Dagur sýndi að hann get- ur talað lengur en aðrir menn án málhvíldar kom ýmislegt fram sem sýnir muninn á þess- um tveimur stærstu framboðum í Reykjavík, ef marka má kann- anir. Lítum á eitt þessara mála. Í kosningabaráttu er oft reynt að byggja á frösum og klisjum, auk þess að gera keppinautum upp skoðanir. Dagur leggur sig fram um þetta og túlkaði ekki síður skoðanir keppinautarins en sínar eigin. Og hann lagði áherslu á að hann væri sjálfur nútímalegur en aðrir stæðu fyrir hugmyndir tuttugustu aldarinnar, sem er víst alveg skelfilegt. Þetta kom meðal annars fram hjá borgarstjóra í um- ræðum um skipulags- og um- ferðarmál, þar sem hann taldi bersýnilega að hugmyndir hans um einhvers konar lest, hvort sem hún er á teinum eða þung- lamalegur ofurstrætó á ákveðnum brautum, væri sér- staklega nútímaleg. Stað- reyndin er hins vegar sú að þó að lestarsamgöngur séu ekki hugmynd frá tuttugustu öldinni þá eru þær ekki heldur hug- mynd frá tuttugustu og fyrstu öldinni, heldur frekar frá átjándu eða nítjándu öld. En það er ekki aðalmálið í þessu, heldur það að borgarstjóri ein- blínir á eina þunglamalega og gríðarlega dýra lausn á umferð- arvandanum í borginni, sem að auki er alls óvíst að leysi nokk- urn vanda. Forsendur þess að borgarlínan svo- kallaða virki er að byggð í kringum brautina þéttist verulega, en það er í besta falli óvíst hvort það gerist og tekur þá að minnsta kosti lang- an tíma. Og það verður ekki heldur framhjá því horft að stærstur hluti borgarbúa mun eftir sem áður búa fjarri þess- ari braut. Eyþór taldi réttara að leysa umferðarvandann með raun- hæfari aðgerðum, enda væru þær upphæðir sem þyrfti fyrir borgarlínu ekki til reiðu. Stað- reyndin er sú að það er vel hægt að leysa umferðarvand- ann í Reykjavík enda er hann að mestu heimatilbúinn og af- leiðing þeirrar stefnu borgaryf- irvalda að þrengja að þeim ferðamáta sem flestir velja sér í þeim tilgangi að búa til þörf fyrir stórkarlalega lausn, svo- kallaða borgarlínu. Mikilvægt er að umræðan um umferðar- og samgöngumál í borginni haldi áfram til að borgarbúar geti sett sig inn í þær lausnir sem ólíkir flokkar hafa fram að færa. Þá þarf að horfa framhjá klisjunum og skoða það sem flokkarnir bjóða upp á með gagnrýnum hætti. Lausnin hlýtur að felast í að hverfa frá þrengingarstefn- unni, liðka fyrir umferð og skipuleggja hana betur, auk þess að bæta almennings- samgöngur og aðra ferðamáta sem fólk vill nýta sér, svo sem að deila bílum fyrir þá sem kjósa slíka leið. Þetta er ekki óyfirstíganlegt verkefni fyrir þá sem nálgast það með opnum huga, en sé forsendan sú að þrengja verði að fjölskyldubíln- um verður niðurstaðan aðeins áframhaldandi og vaxandi um- ferðarvandi. Það er ekkert nútímalegt við þunglamalegar samgöngur} Á hraðferð inn í nítjándu öldina Macron Frakk-landsforseti vildi í heimsókn sinni til Wash- ington fá Trump Bandaríkjaforseta ofan af því að draga Bandaríkin út úr sam- komulaginu sem forveri Trumps, Barack Obama, stóð að við Írani. Trump hefur hins vegar gefið út að breytist ekk- ert dragi Bandaríkin sig líklega út hinn 12. maí næstkomandi. Afstaða Trumps er skiljanleg þar sem samkomulagið við Ír- ani er um margt stórgallað, einkum að því leyti að það setur aðeins tímabundnar takmark- anir á kjarnorkubrölt Írana. Á sama tíma hafa þeir fengið mik- ið fjármagn, sem þeir hafa nýtt í að grafa undan friði í Mið- Austurlöndum. Þá hefur sam- komulagið ekki dugað til þess að hemja tilraunir Ír- ana með langdrægar eld- flaugar. Macron vill laga þetta með því að semja við Írani sér- staklega um það sem veldur Bandaríkjamönnum og Ísr- aelum áhyggjum. Skilaboðin frá Teheran hafa verið þau að ekki komi til greina að semja frekar um kjarnorkuáætlun landsins. Sú staðreynd að yfirhöfuð sé rætt um þörfina á öðru sam- komulagi við Írani staðfestir að við gerð fyrri samningsins var aðeins hugsað til skamms tíma. Afleiðingarnar af því gætu reynst dýrkeyptar. Samningurinn við Íran dugar ekki}Hugsað til skemmri tíma Í síðastliðinni viku var útboð jarðvinnu við nýjan meðferðarkjarna auglýst, en meðferðarkjarninn er hluti upp- byggingar nýs Landspítala við Hring- braut. Jarðvegsvinna og framkvæmdir við með- ferðarkjarnann hefjast svo í sumar, en kjarn- inn er stærsta bygging Landspítalaverkefn- isins. Í meðferðarkjarna verða meðal annars bráðamóttaka, myndgreining, skurðstofur, hjartaþræðing, gjörgæsla, apótek, dauð- hreinsun og um 210 legurými, sem öll verða einbýli. Ljóst er að meðferðarkjarninn mun gjörbreyta allri aðstöðu fyrir sjúklinga, starfsfólk, aðstandendur og starfsemi sjúkra- hússins í heild. Hann er því stór og mik- ilvægur áfangi í uppbyggingu þjóðarsjúkra- hússins okkar. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem nú er til um- fjöllunar á Alþingi, er gert ráð fyrir tæplega 75 milljarða króna fjárfestingu í sjúkrahúsþjónustu. Stærstur hluti þess fjármagns rennur til uppbyggingar nýs Landspítala við Hringbraut, en meginþungi framkvæmda við nýjan spítala við Hringbraut mun fara fram á árunum 2020- 2023. Gangi áætlanir eftir lýkur byggingu spítalans svo árið 2024. Fullnaðarhönnun við byggingarnar stendur nú yfir og við þá vinnu hefur aðferðafræði notendastuddrar hönnunar verið nýtt. Það þýðir að hagsmunaaðilar og þeir sem koma munu að þjónustunni taka virkan þátt í hönnunarferlinu. Við uppbyggingu nýs Landspítala er einnig lögð áhersla á þarfir nemenda í heilbrigð- isvísindadeildum og öll hönnun bygginganna er miðuð við þær þarfir. Sú áhersla í hönnun, auk nálægðar spítalans við Háskóla Íslands og þekkingarsamfélagið í Vatnsmýrinni skiptir miklu máli vegna rannsóknar og kennslu, og rímar vel við áherslu mína á auk- ið vísindastarf innan heilbrigðiskerfisins. Nýlega skipaði ég samstarfsráð til að styrkja samvinnu aðila um uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut, efla samráð og miðlun upplýsinga þannig að áætlanagerð, framkvæmdir og forgangsröðun taki sem best mið af áherslum þeirra sem tengjast verkefninu. Samstarfsráðið mun starfa á veg- um velferðarráðuneytisins og vera mér til samráðs og ráðgjafar meðan á uppbygging- unni stendur. Ég er viss um það að með samstarfsráðinu gefst tækifæri til að tryggja betri skilning aðila á verk- efnunum á framkvæmdatímanum, stilla saman strengi og draga fram hugmyndir að lausnum á þeim verkefnum sem framundan eru. Framkvæmdir við meðferðarkjarnann eru því gleði- tíðindi. Ég er sannfærð um það að uppbygging við Hringbraut verður mikið heillaskref fyrir Landspítalann og að Landspítalaverkefnið mun hafa jákvæð áhrif á heilbrigðisþjónustu í landinu öllu. Svandís Svavarsdóttir Pistill Landspítali í sókn Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Tilraunir til að draga úreldsneytiseyðslu nýrraökutækja sem seld eruinnan Evrópusambandsins (ESB) skiluðu engum árangri árið 2017 samanborið við árið á undan. Þannig losuðu fólksbílar sem ný- skráðir voru 2017 að meðaltali 0,4 gr. meira af koltvísýringi fyrir hvern ekinn kílómetra samanborið við nýskráða bíla árið 2016. Kemur þetta fram í nýlegri skýrslu Um- hverfisstofnunar Evrópu (EEA). Samkvæmt skýrslunni var meðaltalslosun á koltvísýringi nýrra fólksbíla í ESB árið 2017 118,5 gr. á hvern ekinn kílómetra. Er þetta 0,4 gr. hærra en árið á undan. Frá árinu 2010, þegar eft- irlit hófst samkvæmt núgildandi löggjöf Evrópusambandsins, hefur meðaltalslosun minnkað um 22 gr. á hvern ekinn kílómetra, eða 16%. „Þörf er á frekari árangri framleið- enda ef ná skal markmiðum ársins 2021 sem kveður á um 95 gr. losun koltvísýrings á kílómetra,“ segir í skýrslu EEA. Eins og óhreinu börn Evu Runólfur Ólafsson er fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB). Hann segir ástæðu aukinnar losunar koltvísýr- ings mega rekja til minni notkunar á dísilbifreiðum að undanförnu. „Dísilbílar eru orðnir eins og óhreinu börnin hennar Evu, fjarri fólki. Fyrir örfáum árum hvöttu ríkisstjórnir Evrópu fólk til að huga frekar að dísilbílum vegna þess að þeir losa minna af koltvísýringi. Nú hefur hins vegar dregið úr sölu á dísilbílum og það eykur hlutfall bensínbíla sem losa meira,“ segir Runólfur, en dísilbílar, og þá sér- staklega eldri gerðir, losa meira af níturoxíði og skilja eftir sig meira sót í umhverfinu. „Þetta eru hvort tveggja óæskileg efni í þéttbýli og það hefur meðal annars átt þátt í því að snúa markaðnum að öðrum orkugjöfum og um leið frá dísil,“ segir Runólfur og heldur áfram: „Inn í þetta koma líka svokall- aðir SUV-bílar (e. Sport utility vehicle) sem eru orðnir mjög vin- sælir meðal neytenda, en þeir eru oft fjórhjóladrifnir og um leið þyngri sem eykur útlosun á koltví- sýringi.“ Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu kemur einnig fram að sala á fólksbílum innan ríkja ESB hafi aukist um 3% árið 2017 samanborið við fyrra ár. Voru alls 15,1 milljón fólksbílar nýskráðir og hefur sú tala ekki verið hærri frá árinu 2007. Einungis Finnland, Írland og Bret- land skáru sig úr hópnum, en þar jukust nýskráningar ekki á milli ára. Bensín tekur fram úr dísil „Í fyrsta skipti frá því að mæl- ingar hófust eru bensínbílar sölu- hæstu ökutækin innan Evrópusam- bandsins, með nærri 53% seldra ökutækja. Dísilbílar eru 45% allra nýskráninga,“ segir í skýrslu EEA. Í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu er einnig bent á að sam- anborið við árið 2016 hafi skráning dísilbíla minnkað í öllum ríkjum Evrópusambandsins nema á Ítalíu, þar sem þeim fjölgaði um 0,6%, og í Danmörku, en þar fjölgaði skrán- ingum um 6,9%. Mest fækkaði skráningum dísilbíla á Grikklandi, 19%, og í Lúxemborg, 17%. Hæsta hlutfall dísilbíla er að finna á Ír- landi, 65%, Portúgal, 61%, og Ítal- íu, 56%. Þá bendir EEA einnig á að meðaleyðsla bensínbíla hafi staðið í stað síðastliðin tvö ár en versnað hjá dísilbílum. Aukin losun samhliða fækkun dísilbifreiða Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Samkvæmt nýlegri skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu var meðaltals losun á koltvísýringi nýrra fólksbíla í ESB meiri 2017 en 2016. Framleiðendur bifreiða um heim allan hafa í auknum mæli lagt áherslu á þróun og sölu á raf- og tvinn- bílum til neyt- enda. Hefur sala á slíkum bílum meðal annars aukist mjög á síðustu árum í Kína, en íbúar þar hafa þurft að þola mikla og viðvarandi loftmengun í langan tíma. Samkvæmt upplýsingum frá FÍB jókst sala á raf- og tvinn- bílum í Kína um 2.000% á ár- unum 2013 til 2017. Er þessi mikla aukning rakin til aðgerða stjórnvalda þar í landi sem hvatt hafa neytendur til að kaupa áðurnefnda bíla. „Það sem dregur neytendur frá þessum bílum er hins vegar drægni og þjónusta, en það er hins vegar líka í hraðri þróun,“ segir Runólfur Ólafsson. Rafmagnið heillar í Kína HRÖÐ ÞRÓUN Á MARKAÐI Runólfur Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.