Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 17
Skipulag og framkvæmd legháls- og brjóstakrabbameinsleitar Starfsemi Leit- arstöðvar Krabba- meinsfélagsins (LKÍ) hefur verið til umræðu í fjölmiðlum (RÚV: Kveikur 24.04.2018) vegna minnkandi þátt- tökuhlutfalls kvenna til leitar og deilna um þá þróun. Almennt má segja að árangur krabbameinsleitar byggist á skipulagi leitarstarfsins og þátttökuhlutfalli kvenna og eru áhrif leitar metin út frá síðari breytingum á dánartíðni og nýgengi þessara sjúkdóma. Áður hefur verið gerð grein fyrir jákvæðum áhrifum leitar á dánartíðni og nýgengi og beinast þessi skrif því að skipulagi og fram- kvæmd leitar og þátttökuhlutfalli kvenna. Skipulag leitar byggist í meg- indráttum á (a) tölvukeyrðu boð- unar- og eftirlitskerfi þar sem fylgst er með mætingum til skipulegrar og óskipulegrar leitar og eftirlit haft með konum sem greinast með af- brigðilegar leitarniðurstöður, (b) verklegri framkvæmd leitarinnar sem er byggð á töku frumustroka, brjóstamynda og vefjasýna í og utan skipulegrar leitar. Þó þessir tveir þættir séu nátengdir eðli málsins samkvæmt geta þeir verið í hönd- um aðskilinna aðila. Hér á landi hefur heild- arskipulag leitarinnar allt frá 1964 verið á hendi Krabbameins- félagsins (KÍ) og lang- oftast í góðri sátt við heilsugæslulækna, sér- fræðinga, heilbrigðisyf- irvöld og stjórn KÍ. Í Reykjavík hafa heilsugæslulæknar tekið að sér skoðanir á Leitarstöð þar sem yfirlæknar stöðvanna hafa til þessa talið óraunhæft að þessar skoðanir færðust til heilsugæslu- stöðvanna. Eftir tilkomu leitar með brjósta- röntgenmyndatöku og allt fram til 2013 var konum boðið upp á þessar tvær leitir við sömu komu, á Leit- arstöð og á heilsugæslustöðvar utan Reykjavíkur, í þeim tilgangi að spara konunni tíma og fyrirhöfn. Frá 2014 voru leitirnar þó aðskildar, legháls- skoðanir færðar frá læknum yfir til ljósmæðra og boðun til leghálsleitar færð úr tveimur árum í þrjú ár. Áhrif þessara breytinga á mætingar kvenna eru óljósar þar sem eldri kannanir hafa ekki staðfest vilja kvenna til slíkra breytinga. Úrlestur frumustroksins hefur ætíð verið á hendi frumurannsóknarstofu LKÍ og úrlestur hópskoðanamynda á hendi röntgenlækna LKÍ. Góð samvinna var ávallt við kvennadeild Landspít- ala um læknamönnun leghálsskoð- ana en aðrar deildir spítalans höfn- uðu slíku samstarfi. Nýlega tókust þó samningar um að Landspítali tæki að sér sérskoðanaeiningu brjóstadeildar LKÍ í húsnæði KÍ en í fjölmiðlum hefur komið fram að við þá breytingu hafi biðtími í sérskoðun lengst úr hófi sem lofar ekki góðu hvað varðar frekari yfirtöku Land- spítala á starfsemi LKÍ. Þátttökuhlutfall kvenna Hér á landi hefur mæting til leitar að leghálskrabbameini lengst af tek- ið mið af 3. ára mætingu í aldurs- hópnum 25-69 ára. Mæting var lág fyrir 1982 en á því ári var leitin tölvu- vædd sem gaf möguleika til skilvirk- ari stjórnunar sem leiddi til að 3. ára mæting fór úr 47% á tímabilinu 1975- 79 í 81% á tímabilinu 1989-1993. Mætingin lækkaði síðan niður í 74% á tímabilinu 2004-2008 sem er á mörkum ásættanlegrar mætingar. Ástæður þessarar lækkunar má rekja til ýmissa samfélagslegra breytinga sem of langt mál er að rekja í þessari grein. Eftir banka- hrunið 2008 lækkaði mætingin í 67% á tímabilinu 2009-2012 og má m.a. rekja þá lækkun til almenns sam- dráttar í fjárveitingum sem leiddi til aðhaldsaðgerða sem m.a. komu niður á auglýsingastarfi tengdu leitarstarf- inu (Skýrsla Leitarstöðvar fyrir 2012). Samkvæmt upplýsingum Kveiks mun mætingin hafa minnkað enn frekar eftir 2013 þrátt fyrir batn- andi hag félagsins sem bendir til að þær skipulagsbreytingar sem gerðar voru á leitinni eftir 2013 hafi ekki skilað bættri mætingu. Til samanburðar við hin norrænu löndin er best að miða mætingu til brjóstakrabbameinsleitar við 2 til 3. ára mætingu í aldurshópnum 50-69 ára. Hér á landi hefur 2 ára mæting verið 62-64% og 3 ára mæting 70- 73% sem er mun lægri en mæting í sama aldurshópi í Finnlandi. Ástæð- ur lágrar mætingar hér á landi hafa verið kannaðar og kom þar m.a. fram að konurnar sögðust frekar treysta brjóstaþreifingu læknis en mynda- töku og má vafalaust að hluta rekja þessa afstöðu þeirra til langvarandi deilna hér á landi um gagnsemi leitar með brjóstaröntgenmyndatöku. Þrátt fyrir þessa lágu 2 ára mætingu hafa rannsóknir staðfest að leitin hefur marktækt lækkað dánartíðni af völdum sjúkdómsins. Samkvæmt Kveik mun mæting til brjósta- krabbameinsleitar hafa minnkað enn frekar eftir 2013. Niðurstaða: (1) Ljóst er að minnk- andi mæting til leitar er áhyggjuefni og þarfnast nánari úttektar. (2) Kanna ber hvort niðurfelling skoð- unargjalda til skipulegrar leitar geti aukið mætingarhlutfallið. (3) Óráð- legt er að færa heildarskipulag og framkvæmd leitarinnar til Landspít- ala og varasamt að dreifa öllum leg- hálsskoðunum til heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. (4) Kanna ber hvort aðskilja beri fram- kvæmdar- og eftirlitsþátt leitarinnar með því að færa boðunar-, eftirlits- og úrvinnsluhlutverkið til Krabba- meinsskrár en Leitarstöðin hafi áfram umsjón með framkvæmd leit- arstafsins undir stjórn óháðrar skim- unarnefndar þar sem Krabbameins- félagið, Landspítali, landlæknir og velferðarráðuneytið eigi hver sinn fulltrúa. Eftir Kristján Sigurðsson »Minnkandi mæting til leitar er áhyggju- efni og þarfnast nánari úttektar. Kristján Sigurðsson Höfundur er fv. yfirlæknir og sviðs- stjóri leitarsviðs 1982-2013. kiddos@simnet.is 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Ástfangnir kranar í Kópavogi Ástin á sér engin takmörk og hún nær yfir stokka og steina. Vegir hennar liggja til allra átta og í Kópavogi leynir hún sér ekki, sé horft til himins. Ómar Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.