Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 18

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 18
18 UMRÆÐAN Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 ✝ ÞorsteinnTheodórsson fæddist í Reykjavík 14. apríl 1939. Hann lést á Land- spítalanum 15. apr- íl 2018. Foreldrar Þor- steins voru hjónin Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. í Súg- andafirði 8. júní 1903, d. 14. nóv- ember 1970, og Theodór Krist- inn Guðmundsson, f. í Bolung- arvík 25. júlí 1905, d. 27. maí 1969. Systur Þorsteins eru Sig- rún, f. 18. september 1932, d. 31. janúar 2015, og Kristín, f. 1. desember 1936. Árið 1961 giftist Þorsteinn Maríu Guðbjörgu Snorradóttur, f. í Reykjavík 21. júlí 1941, d. í Kópavogi 30. október 2011. Foreldrar Maríu voru Elín Þor- björnsdóttir, f. í Kjaransvík 20. maí 1916, d. 1. júní 1978, og Snorri Ragnar Jónsson, f. í Stakkadal 27. janúar 1915, d. 12. desember 1995. Þorsteinn og María eign- uðust fjögur börn. 1) Kristín Hlín Þorsteinsdóttir, f. 9. jan- grét Lilja Hjaltadóttir, f. 1991, dóttir þeirra er María Ósk, f. 2012, Andrés Leó, f. 1996, unn- usta hans er Hildur Júl- íusdóttir, f. 1993, og Snorri Þór, f. 2005. 4) Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, f. 2. september 1969, eiginmaður hennar er Ólafur Viggósson, f. 1960, börn þeirra eru Eydís María, f. 1994, unnusti hennar er Sveinn Ævar Sveinsson, f. 1988, og Stefán Bjarki, f. 1998. Fyrir átti Ólafur þau Svein Anton, f. 1980, og Hlín, f. 1986. Þorsteinn og María hófu bú- skap sinn í Kópavogi í húsi fjöl- skyldunnar að Melgerði 1 í Kópavogi sem faðir Þorsteins byggði. Eftir að börnin urðu fjögur fluttu þau í Mosfellsbæ og bjuggu þar í rúm 20 ár. Þorsteinn lærði vélvirkjun og rennismíði og vann fyrstu árin á renniverkstæðum og vél- smiðjum. Þorsteinn varð svo sjálfstæður atvinnurekandi og var með kranabílaþjónustu. Lengst af vann hann sem verk- taki fyrir Landsvirkjun og kom að lögn flestra rafmagnslína úti á landsbyggðinni. Seinni ár var Þorsteinn verktaki þegar Kára- hnjúkavirkjun var reist. Þor- steinn var í mörg ár sjálf- boðaliði í Björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ. Útför hans fer fram í Kópa- vogskirkju í dag, 30. apríl 2018, kl. 13. úar 1960, búsett í Danmörku, eig- inmaður hennar er Morten Praem, f. 1955, börn þeirra eru Theodór Pra- em, f. 1994, unn- usta hans er Ceci- lie Anderberg, f. 1993, og Anna Kol- brún Praem, f. 1996, unnusti henn- ar er Jannik Milling Pedersen, f. 1993. 2) Sigurður Þorsteinsson, f. 28. október 1961, búsettur í Hafn- arfirði, eiginkona hans er Guð- rún Guðbjörnsdóttir, f. 1962, börn þeirra eru Ósvald, f. 1979, dóttir hans er Íris, f. 1999, Þór- unn, f 1980, dóttir hennar er Dagbjört Fjóla Elísdóttir, f. 2008, og Elín, f. 1989, unnusti hennar er Hermann Valdi Val- björnsson, f. 1988. Sonur Elínar og Birgis Bergmann er Matt- hías Bergmann, f. 2013. 3) Kol- brún Guðný Þorsteinsdóttir, f. 19. ágúst 1967, búsett í Mos- fellsbæ, eiginmaður hennar er Sigurður Andrésson, f. 1967, synir þeirra eru Þorsteinn Már, f. 1989, unnusta hans er Mar- Elsku pabbi farinn frá okkur. Hvað það á eftir að vera tómlegt að koma til Íslands og vera ekki að fara til þín. Ég á eftir að sakna þess að sitja með þér og ræða málin. Við töluðum um allt. Um hvernig gekk með að vera orðinn einn, þú saknaðir mömmu svo mikið. Um hvernig stjórnin stjórnaði landinu. Þú vissir oft miklu betur hvernig ætti að gera hlutina. Um hvernig lífið var þeg- ar þú varst barn. Og þér fannst svo gaman að segja frá öllu því sem þú lentir í þegar þú varst að vinna uppi á hálendi. Og allar ferðirnar með björgunarsveit- inni. Þú þekktir hvert einasta fjall og hvern einasta hól. Fæddur 1939 og ólst upp undir og eftir aðra heimsstyrjöld. Á sumrin varstu alltaf sendur í sveit. Flest börn voru send í sveit á þessum tímum. Foreldrarnir þurftu að vinna og mörg börnin voru send í sveit. Oft var ekki mjög gott að vera burtu frá mömmu og pabba og það voru bæði góðar og slæmar minningar frá þessum tímum. Þú og þín fjölskylda voruð ein af frumbyggjum Kópavogs. Eitt sumarið þegar þú komst heim úr sveitinni voru foreldrar þínir ekki heima. Þau voru að vinna við bygginguna í Melgerði. Þannig að þú níu ára gamall labbaðir alla leið frá Hrísateig í Reykjavík til Melgerðis í Kópavogi. Þannig var lífið í gamla daga. Elsku pabbi, þú ert búinn að upplifa svo mikið að það væri hægt að skrifa bók um þig. Þú hefur verið með í að byggja upp landið og lent í ýmsu, lent í mörgu. Ég vildi að ég hefði getað heyrt fleiri sögur um lífið í gamla daga. Þú varst svo góður og svo skemmtilegur og ég á eftir að sakna þín. Kristín Hlín Thorsteinsdottir. Með miklum söknuði kveð ég hann pabba minn. Hann var eng- inn venjulegur maður og fannst mér hann oft gerður úr öðrum efnum en við hin. Það var fátt sem hann gat ekki gert eða mál sem hann gat ekki leyst. Pabbi kenndi okkur systkinunum það að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, eins og hann orðaði það. Það var ævintýralegt að eiga þennan pabba. Hann var óþreyt- andi að fara með okkur systkinin í ferðalög, að veiða eða þeysast um hálendið á vélsleðum. Mér tókst yfirleitt að væla mig með í Þorsteinn Theodórsson ✝ Ólöf ÞórannaHannesdóttir fæddist í Neskaup- stað 25. mars 1932 og ólst þar upp. Hún lést 18. apríl á Líknardeild Land- spítalans. Foreldrar henn- ar voru hjónin Hannes Eðvarð Ív- arsson, f. á Áreyj- um í Reyðarfirði 23.12. 1895, d. 12.12. 1985, og Sigríður Pétursdóttir, f. 13.1. 1907, d. 20.8. 1959. Ólöf var ein þriggja alsystkina; Ívar Pétur, f. 27.9. 1930, d. 11.4. 2011, maki Jóna G. Gísladóttir, f. 1932, og Þórey, f. 5.4. 1938, d. 13.4. 1994, maki Gunnar Pétursson, f. 1930. Hálfsystir Ólafar er Svanhvít Hannesdóttir, f. 17.1. 1928, maki Helgi Valmundsson, f. 1929. Ólöf var gift Jósafat Hinriks- syni, f. 21.6. 1924, d. 7.1. 1997, sonur hjónanna Hinriks Hjalta- sonar og Karitasar Halldórs- dóttur, gengu þau í hjónaband 1950. Þau hófu búskap í Nes- kaupstað en fluttu til Reykjavík- Atli Már, f. 1953, maki Andrea Þormar, f. 1964. Börn þeirra eru þrjú; a) Elísabet, f. 1994. b) Thelma Rós, f. 1996. c) Gunnar Már, f. 1998. Atli átti þrjú börn fyrir. d) Halldóra Eldon, f. 1970, hún á einn son. e) Hinrik Jós- afat, f. 1979, maki Maria Verti- kova, þau eiga einn son. f) Ágúst Ingi, f. 1982. 3) Karl Hinrik, f. 1955, maki Hrafnhildur Linda Steinarsdóttir, f. 1956. Börn þeirra eru þrjú; a) Hlynur Bjarki, f. 1977, maki Ragna Heiðrún Jónsdóttir, samtals eiga þau þrjá syni. b) Áslaug Dögg, f. 1983, maki Haukur Logi Karlsson, börn þeirra eru tvö. c) Berglind Anna, f. 1991, í sambúð með Ásgeiri Sigurðs- syni. 4) Birgir Þór Jósafatsson, f. 1957, maki Jóhanna Harð- ardóttir, f. 1957. Börn þeirra eru fjögur; a) Elín Sigríður, f. 1980, maki Sigurdór Jónsson, þau eiga tvö börn b) Hörður, f. 1982, maki Jóhanna Vilhjálms- dóttir, þau eiga fjögur börn c) Arnar Jósafat, f. 1988, í sambúð með Jenný Mikaelsdóttur. d) Karitas, f. 1999. 5) Smári, f. 1959. Börn hans eru þrjú; a) El- ísabet Tanía, f. 1982, hún á tvær dætur. b) Kristín Björk, f. 1992. í sambúð með Kára Eldjárn Þor- steinssyni. c) Eva Sigríður, f. 1996. 6) Ívar Trausti Jós- afatsson, f. 1961, maki Arna Kristjánsdóttir, f. 1970. Börn þeirra eru þrjú; a) Ólafur Ingi, f. 1999. b) Kjartan Kári, f. 2004. c) Unnur Erla, f. 2005. 7) Friðrik Jósafatsson, f. 1962, í sambúð með Freyju Friðbjarnardóttur, f. 1960. Börn Friðriks eru fjög- ur; a) Ásta Sigrún, f. 1987. b) Hjalti Geir, f. 1992. c) Daníel Freyr, f. 1995. d) Kristín Lísa, f. 1999. Freyja á þrjár dætur og 6 barnabörn. Barnabörn Ollu og Jóa eru 30 talsins og barna- barnabörnin eru 41. Ólöf, eða Olla eins og allir kölluðu hana, kláraði skóla- gönguna í Neskaupstað og fór snemma að vinna í fiskvinnslu og við afgreiðslustörf. Hún lék handknattleik með Þrótti á Nes- kaupstað. Árin 1949 – 50 var hún við nám í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi við Eyja- fjörð. Eftir að börnin fæddust snéri hún sér alfarið að húsmóð- urstörfum. Hún var lengi í Kvenfélagi Laugarneskirkju, í Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík og afgreiddi m.a. í Landspítalabúðinni. Olla var alla tíð virk í Norðfirðingafélag- inu í Reykjavík og sat um tíma í stjórn þess. Handavinna var Ollu afar hjartfólgin og skapaði hún fjölda fallegra muna sem gleðja munu fjölskylduna um ókomna tíð. Útför Ólafar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 30. apr- íl, kl. 13. ur 1953, fyrst í vesturbæinn en síð- ar á Hrísateig 29 í Laugarnesi. Jós- afat var vélstjóri á fiskibátum og tog- urum til ársins 1963 en þá stofn- uðu þau Vélaverk- stæði J. Hinriks- sonar. Síðustu árin bjuggu þau í Forn- astekk 10. Börn Ólafar og Jósafats eru sjö: 1) Hanna Sigríður, f. 1951, maki Hannes Freyr Guðmundsson, f. 1951. Börn þeirra eru sjö; a) Ólöf Þóranna, f. 1972, maki Njáll Ingvason, samtals eiga þau fjórar dætur, b) Guðmundur Ragnar f. 1974, í sambúð með Sóleyju Björk Gunnlaugsdóttur, samtals eiga þau átta börn. c) Sigurbjörg Guðdís, f. 1976, maki Sigurður Villi Stefánsson. Þau eignuðust fjögur börn en eitt er látið. d) Pétur, f. 1978, hann á tvö börn. e) Þórey, f. 1979, hún á eitt barn. f) Sunneva Ósk, f. 1987. g) Sigríður Ósk, f. 1987, í sambúð með Jóni Hjalta Brynj- ólfssyni, þau eiga eitt barn. 2) Komið er að kveðjustund. Ástkær móðir mín er horfin á braut og mun ég sakna hennar mikið. Á undanförnum mánuð- um hrakaði heilsu mömmu mjög hratt. Hún dvaldi um tveggja mánaða skeið á hjartadeild Landspítalans og síðustu vikuna á líknardeild, umvafin hlýju og kærleika. Á uppvaxtarárum okkar systkinanna var ávallt mikið líf í kringum mömmu. Pabbi var á sjó fyrstu árin og sjómannskon- an hafði í nógu að snúast með stóra barnahópinn sinn en eins og með flest annað fórst henni uppeldið vel úr hendi. Svo sem gera má sér í hugarlund var í nógu að snúast með sjö fjörkálfa en allt leysti hún af stöku um- burðarlyndi og ástríki. Ekki spillti fyrir að á tímabili dvaldi Karitas amma mín á heimilinu og var mömmu stoð og stytta. Foreldrar mínir hófu búskap í Neskaupstað en við fluttum þaðan til Reykjavíkur þegar ég var tveggja ára. Á sumrin heim- sóttum við einatt gömlu heima- slóðirnar. Mér er mjög minnis- stæð ferð yfir torfært Oddskarðið áður en göngin komu til. Einnig á ég ómetan- legar minningar um þann tíma þegar við hittum systkini ömmu og afa og fleira frændfólk á Austurlandi. Eftir því sem þess- ir ættingjar okkar og vinir týndu tölunni var þessi tenging við æskuslóðirnar ekki lengur söm í huga mömmu. Þeirri venju að heimsækja Neskaupstað hélt ég áfram og kom þangað í heimsókn mörg sumur með fjölskyldu mína. Elsta dóttir mín og alnafna móður minnar giftist Norðfirð- ingi þannig að þessi sterka tenging við æskuslóðirnar er enn til staðar. Við systkinin vorum uppkom- in þegar foreldrar okkar keyptu sér sumarbústað í Grímsnesi, þar nutu þau þess að komast úr erli borgarinnar. Sumarbústað- urinn varð sælureitur allrar fjölskyldunnar. Á erilsamri ævi pabba sem á mörgum árum byggði upp öfl- ugt fyrirtæki, Vélaverkstæði J. Hinrikssonar, stóð mamma ætíð þétt honum við hlið. Eftir að pabbi andaðist 1997 varð mikið tómarúm í lífi mömmu. Foreldrar okkar voru samrýnd í lífi og starfi og áttu saman óteljandi góðar stundir heima og heiman. Sjóminja- og smiðj- umunasafn Jósafats Hinriks- sonar var hluti af fyrirtækja- rekstri foreldra minna og þeim mjög kærkomið. Við andlát pabba var safnið flutt til Nes- kaupstaðar með samþykki mömmu. Mömmu var annt um alla af- komendur sína og fylgdist með þeim eftir því sem henni var unnt og gladdist við allar sam- vistir með sinni elskuðu fjöl- skyldu sem nú kveður hana með þakklæti og sárum söknuði. Guð blessi minningu móður minnar og veiti okkur styrk á erfiðum tímum. Þín dóttir, Hanna Sigríður. Ólöf Þóranna Hannesdóttir Alþingi Íslend- inga fjallar um fjárveitingar til sameiginlegra verkefna sam- félagsins næstu fimm ár með um- ræðum um fjár- málaáætlun 2019-2023. Árleg útgjöld sem nema 748,8-798,9 milljörðum eru miklir fjár- munir og miklu skiptir að þeir nýtist samfélaginu vel. Við- fangsefnunum er skipt í 34 málefnasvið sem samanstanda af 101 málaflokki. Fyrir sér- hvern málaflokk eru sett markmið og hverju markmiði mælikvarðar, þá eru aðgerðir tengdar við markmiðin eins og sjá má í viðauka um stefnu- mótun málefnasviða við grein- argerð með þingsályktun- artillögunni. Fjármálaáætlun snertir alla Íslendinga með mismiklum hætti. Opinber rekstur er sjaldnast rekinn áfram af hagnaðarsjónarmiði, samfélagslegir hagsmunir skipta máli. Mikilvægt er að ljóst sé hver markmið starf- seminnar eru, svo vitað sé til hvers er unnið, hvers sé vænst að fjárveitingarnar í fjárlögum til framtíðar skili. Það sem er öðru fremur sameiginlegt öll- um þeim sem fá fé af fjár- lögum er þjónusta við atvinnu- líf og samfélag, að leggja af mörkum til þróunar atvinnu- lífs og samfélags þannig að á Íslandi verði velsæld og hag- sæld almenn til framtíðar. Mikilvægt er að fjárveitingar stuðli að framþróun sam- félagsins. Enda koma fjár- munirnir frá fyrirtækjum og einstaklingum sem greiða skatta og opinber gjöld. Fyrir fámenna þjóð í stóru landi skiptir máli að nýta auðlindir og aðföng, svo sem fjármuni, til opinbers rekstrar vel. Rætt er um hvaða verkefni við ætlum að taka okkur sam- an um að inna af hendi á for- sendum almannahagsmuna og hvernig eigi að fjármagna þau. Sem þjóð höfum við ákveðið að viss verkefni viljum við leysa í sameiningu sem sam- félag. Aukinheldur fyrirfinn- ast hugmyndir hér og þar sem endrum og sinnum er stungið upp á að vinna eigi í samein- ingu. Þá eru nokkur verkefni sem við verðum að vinna með opinberri aðkomu, því að ann- að líðst ekki í samfélagi þjóð- anna. Hverjir eru þeir aðilar í op- inberri þjónustu, þjónustu við almannahagsmuni, sem skara fram úr? Hverjir eru færir um að keppa í fremstu röð? Hvaða aðilar eru í raun sambærilegir nú eða samkeppnishæfir í al- þjóðlegu sam- hengi? Hvaða að- ilar standa sig vel í sinni grein dag frá degi? Þótt við af öll- um vilja vildum bæta verulega samgönguæðar samfélagsins í einni hendingu leyfist okkur ekki að láta löggæslu lönd og leið. Við getum trauðla sett alla okkar sameiginlegu fjármuni í vega- kerfið eitt árið. Málefnasviðin 34 eru öll mikilvæg. Vert er að kanna hvort stakar aðgerðir eða útfærslur geti mögulega haft áhrif utan viðkomandi málaflokks eða jafnvel mál- efnasviðs. Huga að því hvort unnt sé að ná fram víðtækum áhrifum með einföldum hætti. Eins og svo skýrt kom fram á ársfundi Samtaka atvinnu- lífsins hafa Íslendingar áorkað miklu síðustu 100 ár með full- veldi. Við eigum þó eftir ónot- uð tækifæri framtíðar til að viðhalda velsæld í landinu. Með viðfangsefnin fyrir fram- an okkur ætti að vera metn- aðarmál að leysa þau á farsæl- an og hagkvæman hátt. Hvernig viljum við stuðla að framförum til næstu fimm ára? Þeir sem koma að op- inberri þjónustu gætu keppst um að gera sem best, að vera sem færastir í sínu fagi. Hvaða aðilar; ríkisaðilar (aðilar með ríkisvald og stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins sem skiptast í A-, B- og C- hluta), opinberir aðilar (aðilar sem fara með ríkis- eða sveitarstjórnarvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri- hluta í eigu ríkis eða sveitarfé- laga) eða einkaaðilar, standa sig best í þjónustu sinni við at- vinnulíf og samfélag á Íslandi? Hvaða ríkisaðilar skipa lands- lið þjónustu við hagvöxt og hagsæld? Hverjir eru færir um að keppa á heimsmeist- aramótinu í sinni grein? Hvernig má þjálfa landsliðið og þar með búa í haginn fyrir að metnaður landsliðsins stuðli að viðvarandi hagvexti næstu fimm ár? Eftir Arnljót Bjarka Bergsson »Hvaða ríkisaðilar skipa landslið þjónustu við hagvöxt og hagsæld? Hverjir eru færir um að keppa á heims- meistaramótinu í sinni grein? Arnljótur Bjarki Bergsson Höfundur er sviðsstjóri inn- leiðingar og áhrifa hjá Matís. arnljotur.b.bergsson@matis.is Framfarir næstu fimm ár? Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir að- sendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morg- unblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.