Morgunblaðið - 30.04.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.04.2018, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 ✝ Jakob IngvarMagnússon fæddist í Neskaup- stað 24. ágúst 1963. Hann lést af slysför- um 20. apríl 2018. Móðir hans er Petra Kristín Jak- obsdóttir, f. 12. september 1945 og faðir hans er Magn- ús Stefánsson, f. 6. ágúst 1939. Systkini Jakobs eru: 1) Guðrún f. 25. októ- ber 1965, sambýlismaður Sig- urður Ásgeirsson og synir þeirra Kristján Björn og Kristófer. 2) Stefán Björn f. 11. desember 1966, eiginkona Helga Val- Frosta og Birnu Kristínar Ómars- dóttur er Aðalsteinn Hugi. Sambýliskona Jakobs er Bryn- dís Ósk Sigfúsdóttir, f. 30. desem- ber 1962. Dóttir þeirra Ásta Erla Jakobsdóttir, f. 26. mars 1991, sambýlismaður Þorbjörn Stein- grímsson, f. 10. apríl 1990. Dóttir þeirra Alda Sóley Þorbjarn- ardóttir, f. 15. nóvember 2017. Jakob ólst upp á Fáskrúðsfirði og á Berunesi í Reyðarfirði. Hann stundaði nám í Alþýðuskólanum á Eiðum, Menntaskólanum á Eg- ilsstöðum og lauk námi í fiskeld- isfræði frá Bændaskólanum á Hólum 1988. Árið 1995 lauk hann sveinsprófi í bifvélavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Jakob vann við fiskeldi og viðgerðir á bíla- og bátavélum. Síðustu ár hefur aðalstarf Jakobs verið við- gerðir og viðhald á smábátum. Útför Jakobs fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 30. apríl 2018, klukkan 13. björnsdóttir. Börn þeirra Valbjörn og Auðbjörg Olga. Son- ur Helgu er Auðunn Þór Steinarsson. Fyrri sambýliskona Þóra Kristín Snjólfs- dóttir, synir þeirra Snjólfur Marel og Bergvin Einir. 3) Magnús Þorri Magn- ússon, f. 9. febrúar 1969, sambýliskona Valborg Jónsdóttir. Börn þeirra Valtýr Aron, Dagný Sól og Sólný Petra. 4) Elís Frosti, f. 27. febrúar 1970, eiginkona Eva Camilla Ro- bertsdóttir. Börn þeirra Ronja Snædís og Emil Snær. Sonur Það er svo sárt að horfa á eftir Kobba, þó sambandið hafi ekki verið mikið síðari ár eru fáir sem eru jafn stór partur af lífi mínu og hann. Ein af mínum fyrstu minn- ingum af okkur félögunum er þar sem við erum að leika okkur á Oddstúni. Þú bjóst í Dagsbrún og ég var nýfluttur í Álfholt. Þarna varð til félagsskapur sem var svo náinn að í mörg ár var vitnað til hans í einni setningu, „hvar eru Kobbi og Bjarni, hafið þið séð Kobba og Bjarna?“ Á veturna var innbærinn leiksvæðið okkar og á sumrin vorum við saman í sveit á Berunesi. Við fórum alla leið í því sem við tókum okkur fyrir hendur (nema kannski í náminu) og það átti líka við þegar við slógumst. Slagsmálin voru stundum svo heiftarleg að það þurfti feður okk- ar beggja til að skilja okkur að en það styrkti bara vinskapinn. Af öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur kemur veturinn í herbergi 301 í ME fyrst upp í hugann. Eim- ingartækið sem sprakk fullt af kökudropum svo herbergið angaði eins og bakarí í margar vikur, var reyndar seinna breytt í pylsupott. Bjórkúturinn í fataskápnum, lög- reglan að gera húsleit hjá okkur þar sem einhverjir höfðu verið að skjóta af riffli út um glugga á efstu hæð skólans eða póstlúðurinn sem við blésum í út um glugga og gerð- um nautin á túninu fyrir neðan svo brjáluð að þau ruddu niður girð- ingunni og æddu upp að kirkju. Ekki má gleyma fyrsta bílnum okkar, gulri bjöllu, sem við keypt- um saman og skapaði okkur ótal ævintýri. Svo tókum við að full- orðnast og þá varð minni tími fyrir Kobba og Bjarna, þó eru tvö atvik sem sitja fast í minningunni sem lýsa þér svo vel. Annað var þegar þú bankaðir á glugga hjá mér á brúðkaupsnóttinni minni og spurðir hvort ég kæmi ekki með suður fyrir fjörð að vitja um sil- unganet og hitt er þegar við eitt haustið vorum á leið keyrandi suð- ur og keyrðum fram á sveitunga okkar á biluðum bíl. Þú fórst að aðstoða hann, leist svo á mig og sagðir: „Ég verð eftir.“ Ég horfði á þig og spurði af hverju, þú leist á mig glottandi og sagðir: „Hvað gerir maður ekki fyrir gott ves- en?“ Þessi orð hef ég oft lagt mér í munn síðan. Hvíl í friði, kæri vin- ur. Svíður hjarta, svíður brá, söknuð hef ég mikinn. Enginn tekur okkur frá. æskuskammarstrikin. Þó ofurliði ærslin stundum okkur bæru, vinur minn. Er ég viss að glaðir vildum við gera þau í annað sinn. Bjarni Sigurður Bergsson. Þegar sólin hafði kastað fyrstu geislum sínum á sumardaginn fyrsta og allt leit vel út með veður til siglinga var eins og dimmdi af nóttu – ský fylltu himinhvolfið – þegar fréttist um atburði nætur- innar. Jafnvel fuglarnir – sem við höfðum talað svo oft um hve syngju glaðlega fagnandi sumri á þessum árstíma – þögnuðu. Grásvartur veruleikinn tók völdin í sálum félagsmanna Snarf- ara eftir því sem leið á daginn og fréttir skýrðust. Gamlir menn grétu. Jakob hafði farist af slysförum snemma nætur við prufukeyrslu báts sem hann hafði verið að standsetja fyrir einn okkar fé- lagsmanna sem þegar hafði fundið lyktina af vorinu og hugðist njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta. Jakobi Magnússyni kynntist ég fyrir næstum 20 árum. Jakob var ekki fullkominn – frekar en ég. Við deildum um breyskleika hvor annars. Árin frá 2015 til 2017 voru undirlögð af slíkum deilum. Síðla árs 2017 fyrirgaf ég þér þína bresti og þú mátt vita það nú að ég gladdist mjög þegar ég hringdi til þín frá útlöndum – þá er þú áttir aðeins fjóra daga eftir af þessu jarðlífi – þegar þú gerðir mér það ljóst að þú fyrir löngu hefðir fyrirgefið mér mína. Ég hlakkaði til áranna sem kæmu – með þér í þessum heimi. Þú varst mikill, sterkur og sér- stakur persónuleiki. Þrátt fyrir öldugang í lífinu talaðir þú aldrei illa um nokkurn mann. Þú varst maður sem lagði sig fram við að gera aðra ánægða í kringum sig og fórst yfirleitt alla leið til að ná því markmiði. Þegar markmiðinu var náð – og þessi eða hinn komst á sjó – var eins og það væri það eina sem skipti máli. Það var alltaf erfitt að koma aurum að þér. Um vinnuna segir Kahlil Gi- bran í Spámanninum í þýðingu Gunnars Dal: Þegar þið vinnið, eruð þið hljóðpípa, sem breytir nið daganna í söng. Og hver ykkar vill sitja þögull og hljóður í hinum samstillta kór? Alltaf hefur ykkur verið sagt, að vinnan sé bölvun og erfiðið ógæfa. En ég segi ykkur, að vinna ykkar lætur fegursta draum jarðarinnar rætast – draum, sem ykkur var í öndverðu ætlað að gera að veruleika; því er vinna ykkar ástaróður til lífsins, og að sýna í verki ást. Þú varst á hlaupum allan dag- inn – til að sýna í verki ást. Stund- um komstu ekki yfir allt sem þú ætlaðir þann daginn og stundum ekki heldur hinn. Þú á ferðinni sást vandamál okkar og oft gauk- aðir þú að okkur lausn á vanda- málinu jafnvel þó að við vissum ekki að þú hefðir fest auga á því. Jafnvel kom sérsmíðaður lykill eða verkfæri yfir öxlina á þér á leiðinni framhjá – með leiðbein- ingum. Í hvert sinn er við komum á at- hafnasvæði Snarfara varst þú fyrsti eða annar maður sem við sáum. Annaðhvort við græna skúrinn eða á fullri ferð eftir ein- hverri bryggjunni. Það verður erfið aðkoma til framtíðar að sjá þig ekki þar – í lopapeysunni eða jakkanum. Kobbi – við söknum þín öll. Dagarnir frá sumardeginum fyrsta hafa verið okkur og félag- inu mjög erfiðir. Það er söknuður. Við vonum að eitthvað sé til í því að í fjarska sé ljós. Og við vonum að þú hafir kvatt sársaukalaust – og takir á móti okkur þegar við komum. Því gamlir menn gráta enn. Undirritaður vill færa nánustu fjölskyldu Jakobs Magnússonar, eiginkonu, dóttur og systkinum, innilegustu samúðarkveðjur. Jóhannes Valdemarsson. Við Elliðavoginn í Reykjavík heldur til lítið samfélag sem kallar sig Snarfara, félag skemmtibáta- eigenda. Þar safnast saman dag hvern hópur manna; trillukarlar, skútusiglingamenn, hraðbáta- eigendur, gamlir togarajaxlar. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á sjó og bátum. Þessi hópur varð fyrir miklu áfalli á dögunum þegar það spurðist að Jakob Magnússon væri ekki lengur á meðal okkar. Ekki vegna þess að þessir menn séu því óvanir að sjórinn heimti sitt, heldur hins að í þessum hópi var Jakob í sérstakri stöðu. Hann var miðpunktur þessa litla samfélags. Þegar menn komu inn í félagsheimilið að morgni var í stað þess að segja „Góðan daginn“ jafnalgengt að menn segðu: „Hvar er Jakob?“ Þessa setningu mátti heyra í ýms- um tóntegundum víðs vegar um félagssvæðið það sem eftir lifði dags. Jakob var maðurinn sem gerði við báta félagsmanna, dró báta upp og sjósetti, huggaði þá sem héldu að vélin væri úrbrædd, fann varahluti hvar sem var í heimin- um, var mönnum til ráðuneytis um kaup og sölu. Í stuttu máli leysti Jakob vandræði manna, nokkurn veginn sama hver þau voru. Þetta gerði hann með ljúfu brosi hins velviljaða manns og helst án þess að taka neitt fyrir. Vinir hans lærðu fljótt að ef þeir vildu að Jakob hefði eitthvað fyrir vinnu sína og salt í grautinn urðu þeir að setja upp reikninginn sjálf- ir og koma greiðslunni til skila handvirkt, því að Jakob var lítið fyrir að rukka menn. Þegar það spurðist á sínum tíma um landið að þessi maður hefði tekið sér aðstöðu í Snarfara- höfn tóku að safnast þangað báta- eigendur, sumir að austan, aðrir að vestan eða norðan, jafnvel af Hornströndum. Þessir menn sögðust vera vinir Jakobs og komnir til þess að njóta návista við hann og tóku sér bólfestu þar í höfninni. Af þessu sökum blómg- aðist mjög hagur félagsins og höfnin er nú sennilega sú ríkasta á landinu, a.m.k. miðað við höfða- tölu. Jakob var vel menntaður mað- ur, las erlendar tungur eftir því sem hann þurfti og hafði háskóla- gráðu í fiskeldisfræði. Í þeim fræðum sem hann valdi sér að starfa við, sem voru bátavélar og bátaviðgerðir af ýmsu tagi, var ekki til þess vitað að hann hefði skólapróf, en hins vegar svo mikla þekkingu að hann varð ekki settur á gat þótt mjög væri það reynt. Hann var þó fyrst og fremst nátt- úrubarn. Fáu undi hann betur en að segja sögur af veiðiferðum um heiðar Austurlands eða beina at- hygli manns að hegðun fuglanna í höfninni eða að selnum sem hafði falið sig undir einum bryggju- sporðinum. Þá kom glampi í hans hlýlegu brúnu augu, því að Jakob hafði franskt yfirlit eins og margir góðir Íslendingar og var dökkur á brún og brá. Hann var veiðimaður af Guðs náð, bæði á landi og sjó, og þurfti ekki annað en renna í höfn- ina til þess að einn kæmi á. Nú dugir ekki lengur að kalla „Hvar er Jakob?“ til þess að fá erfið viðfangsefni leyst í Snarfara við Elliðavog. Góður vinur er genginn. Hans verður lengi sakn- að. Dýpsta samúð er vottuð öllum aðstandendum, einkum konu hans og afkomendum. Finnur Torfi Stefánsson. Jakob kynntist ég í þá tíð er svokallað menntaskólanám vort fólst aðallega í samneyti við íbúa heimavistar Menntaskólans á Eg- ilsstöðum. Íbúarnir voru flestir af austanverðu landinu og á Vistinni voru góð vaxtarskilyrði fyrir uppátækjahugmyndir til dægra- styttingar ævintýrahneigðu ungu fólki. Jakob var hið minnsta einu staðalfráviki frá meðaltalinu á vistinni. Þar kom til meira en hans dökka yfirbragð, sem af okkur hinum var talið augljóst að komið væri frá fornum menningar- tengslum Fáskrúðsfirðinga og Frakka. Hann var næmur á um- hverfi sitt og kunni skil á mörgu. Ég þóttist vera þokkalega lesinn en Kobbi kynnti mér fleiri kima bókheima og hann fékk sko hug- myndir. Umhverfisrannsóknir frá Vist- inni voru tíðar, oft komið á Hlíð- argötuna og þegnar góðgerðir af Petru. Minnisstæður er sumar- næturróður á spegilsléttum Fá- skrúðsfirði á jullu sem fengin var að óspurðu láni. Ferðin með þeim bræðrum Jakob og Stefáni um hálfa Evrópu sumarið 1986 var af- ar viðburðarík og skemmtileg, enduðum í Svíþjóð þar sem fyrir var hitt Bryndís, verðandi lífsföru- nautur Kobba. Hjá þeim var mað- ur tíður gestur á námsárum vor- um í höfuðstað landsins. Svo er tímar liðu minnkaði samgangur eins og gengur, þau með sitt syðra, ég með mitt eystra. Kannski eðlileg afleiðing þess að fjölskyldulíf hefur ákveðin ruðningsáhrif. Jakob fornvinur minn var hæfi- leikaríkur, skemmtilegur og afar góður félagi. Ég er þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum samleið. Bryndísi, Ástu Erlu, Petru, Magnúsi, systkinum Kobba og fjölskyldum þeirra og öðrum að- standendum votta ég einlæga samúð vegna þessa mikla missis. En birtan frá minningunni um góðan dreng hlýtur að lýsa þá dimmu daga er fram undan eru. Björn Sveinsson. Þegar ég kom í Snarfarahöfn á sumardaginn fyrsta tók Jakob á móti mér. Venju samkvæmt var hann glaðbeittur og röggsamur. Hann var klár í að koma bátnum í stand fyrir sumarið eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár. Jakob var sjóari og reddari af guðs náð. Hann stökk á milli báta og bryggju, dældi, hífði og lagaði. Jakob leysti það sem leysa þurfti. Engin vandamál voru það stór að Jakob gæti ekki leyst úr þeim. Jakob var úrræðagóður, hjálp- samur og einhver fórnfúsasti mað- ur sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Hann vildi allt fyrir alla gera og því var hann oft með ótal verkefni sem hann þurfti að sinna og klára á sama tíma. Það eina sem Jakob var ekki röggsamur að klára, var að taka saman tímana og rukka fyrir veitta aðstoð. Þá lá ekkert á. Í sannleika sagt, þá þurfti að beita mikilli lagni til að fá að gera upp við Jakob. Í mínum huga var Jakob sálin í Snarfarahöfn og límið í samskipt- um hópsins sem þar hittist í kring- um frístundasjómennskuna. Stór hluti samskiptanna við aðra fé- lagsmenn gekk út á að spyrja: „Veistu hvar Jakob er?“ Og aldrei var hann langt undan: „Hann var hérna rétt áðan“, „bíllinn hans er hérna“ eða „skúrinn er opinn svo hann hlýtur að vera á einhverri bryggjunni“. Alltaf var hann í Snarfarahöfn, yfirleitt að vinna í mörgum bátum á sama tíma en hvar nákvæmlega var ekki gott að segja. Það var mikið reiðarslag að fá þá sorgarfregn að Jakob væri lát- inn langt um aldur fram. Það var í senn fjarlægt og óraunverulegt að eitthvað þvíumlíkt gæti hafa hent Jakob. Það er víst að lífið í Snarfara verður aldrei eins eftir fráfall Jak- obs. Nú vantar sjálfa miðjuna í samfélagið þar. Mér segir svo hugur að þó Jakob sé farinn, þá verði hann áfram aðalumræðuefni Snarfarafélaga í mörg ár enn. Hans verður minnst fyrir hjálp- semi sína og fórnfýsi en líka fyrir drengskap og húmor. Hver á nú að halda öllu gangandi í Snarfara- höfn, redda og laga þær ótal bil- anir sem upp kunna að koma? Við vitum þó hvert Jakob fór í þetta sinn, því fáir eru líklegri til að komast í gott pláss hið efra en hann Jakob vinur okkar. Ég sendi eiginkonu, dóttur og fjölskyldu allri mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Blessuð sé minning Jakobs Magnússonar. Þórður Magnússon. Í dag kveð ég góðan vin, Jakob I. Magnússon, í hinsta sinn. Við kynntumst fyrst 1998. Þá vann hann á vélaverkstæði í Hafnar- firði. Mig vantaði vél í bát sem ég var að gera upp og bar upp vand- ræði mín við hann. Það stóð ekki á því, þremur dögum seinna var hann búinn að grafa upp vél sem reyndist vel. Þannig var Jakob, engin vandræði, bara lausnir. Við Snarfaramenn, og margir fleiri reyndar vítt og breitt um landið, höfum notið þeirra einstöku for- réttinda sem það hefur verið að hafa haft aðgang að jafn lunknum og þjónustuliprum viðgerðar- manni og Jakob var. Nú er skarð fyrir skildi og menn vita vart í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Hvað verður um okkur nú? Jakob var að svo mörgu leyti límið í fé- lagsskap okkar. Alltaf tilbúinn til ráðgjafar eða að veita hjálpar- hönd. „Hvar er Jakob?“, „hafið þið séð Jakob?“ hljómaði daginn út og inn. Menn reyttu hár sitt og skegg í örvinglan ef hann var ekki að finna. Jakob hafði létta lund og fátt var honum óviðkomandi eða óþekkt í því sem hann var að fást við. Menn dáðust að kunnáttu hans og snilli og sóttu í. Ég átti því láni að fagna að fara með honum nokkrar veiðiferðirnar og alltaf var hann boðinn og búinn á sjó þegar hann hafði tök á og vel viðr- aði. Hann var veiðimaður af lífi og sál. Við vorum góðir saman. Jakob var lipur sögumaður og karlarnir við „sérfræðingaborðið“ í klúbb- húsinu biðu og báðu jafnan um sögur að aflokinni veiðiferð. Nokkuð sem Jakob greiddi úr með liprum hætti og húmor og „lítið“ krydduðum. Eitt sinn sem oftar sagði ég honum sögu. Ég fann að hann var ekki með fulla eftirtekt svo ég spurði: „Var ég búinn að segja þér þessa sögu áð- ur?“. „Já, en ég áttaði mig ekki á því fyrr en í síðustu setningunni“. Dálítið lýsandi fyrir Jakob er saga sem ég heyrði af honum og hæld- rifi sem hann var með í viðgerð. Eigandi drifsins sá Jakob við makrílveiðar af bryggjuendanum og kom spánskt fyrir sjónir að hann væri ekki frekar að sinna drifinu. „Hvar er drifið mitt?“, spurði hann Jakob. „Það er þarna, en makríllinn er hérna og hann verður ekki hér á morgun, en það verður drifið,“ var svarið. Ég vona að þið sem þetta lesið séu nokkru nær um góðan dreng sem genginn er. Hver hann var og hvernig hann var. Við hjónin kveðjum kæran vin með miklum söknuði og vottum fjölskyldu og aðstandend- um innilega samúð okkar. Sigvaldi H. Pétursson. Það er með miklum söknuði sem ég minnist nú Jakobs Magn- ússonar sem lést sviplega föstu- daginn 20. þessa mánaðar. Ég eignaðist skemmtibát fyrir 12 árum síðan og gerðist þá félagi í Snarfara (Félagi skemmtibáta- eigenda). Allan þann tíma hefur Jakob verið mér innan handar með allt sem viðkemur bátnum, setja niður á vorin og taka hann upp á haustin auk tæknilegra vandamála sem Jakob leysti alltaf af stakri snilld. Ég veit að ég tala fyrir munn allra félaga minna í klúbbnum þegar ég segi að hann var alltaf boðinn og búinn til þess að gera hvaðeina sem sem viðkom bátaflota okkar Snarfaramanna og er hans nú sárt saknað. Al- gengasta setning sem sögð hefur verið við komu félaganna á kaffi- stofuna ,eftir að hafa skipst á al- mennum kveðjuorðum, „Hvar er Kobbi?“ Þetta segir dálítið um hvers virði hann var þessum fé- lagsskap og verður það skarð seint fyllt. Að lokum vil ég biðja al- mættið að fylgja mínum góða vini yfir öldur eilífðarinnar og fjöl- skyldunni flyt ég mínar dýpstu samúðarkveðjur á þessari erfiðu stundu. Klemenz Gunnlaugsson. Í Snarfara, félagi sportbátaeig- enda sem staðsett er í Naustavogi, eru menn um þessar mundir að undirbúa að setja báta sína á flot fyrir sumarvertíðina. Bátar fara ýmist upp eða niður rampinn, það er skrúbbað og þvegið, skrapað, málað og bónað. Úti á hafnargarð- inum eru sömu grágæsirnar sem hafa átt þar hreiður síðustu árin að undirbúa varp og skvaldur þeirra berst yfir hafnarsvæðið. Tjaldurinn verpir eggjum sínum í mölinni á milli bátanna sem sitja í vöggum sínum og kerrum. Það hneggjar í hrossagauk. Þegar krí- an svo kemur í byrjun maí er kom- ið sumar í huga Snarfarafélaga. Venjulega er galsi og gleði ríkjandi á þessum tíma á athafna- svæði félagsins. Bátaeigendur hjálpast að og gefa hver öðrum góð ráð. Það er drukkið ómælt magn af kaffi, hlegið, spekúlerað og spáð. Það er eftirvæntingin yfir komandi siglingaævintýrum og samverustundum með fjölskyldu og vinum sem ræður ríkjum. En nú hvílir einhver ósýnilegur skuggi og depurð yfir mönnum. Þeir ganga til starfa sinna alvar- legir í bragði og tala saman í hálf- um hljóðum. Á norðanverðu svæð- inu er lítill grænn skúr og af og til líta menn upp frá verkum sínum og horfa þangað þögulir. Skúrinn er lokaður, þar inni er ekkert ljós og fyrir utan eru vélarhlutar sem bíða viðgerðar. Menn sem enn ekki vita og þurfa aðstoð við báta sína spyrja: „Hafið þið séð Jak- ob?“ Þegar þeir eru leiddir í sann- leikann um það hörmulega slys sem átti sér stað hér út á sundum fyrir skemmstu ganga þeir burtu þögulir og niðurlútir. „Þar fór drengur góður, hans verður sárt saknað,“ er viðkvæði allra sem til Jakobs Ingvars Magnússonar þekktu við þessum sorglegu tíð- indum. Við Snarfarafélagar eigum Jakobi svo mikið að þakka. Öll hans góðu verk fyrir félagið og fé- lagsmenn gegnum árin verða seint upptalin. Alltaf var hann reiðubúinn að liðsinna þeim sem þess þurftu og gefa góð ráð. Hans hlýja nærvera, góðvild og hjálp- semi lifir áfram í hugum okkar og hjörtum sem til hans þekktu. Hans er sárt saknað. Við Snarfarafélagar sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Jakobs, ættingja og vina. Fyrir hönd Snarfara, félags sportbátaeigenda, Pétur Einarsson. Jakob Ingvar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.