Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 21

Morgunblaðið - 30.04.2018, Side 21
Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik- fimina. Rútan sækir fyrir leikfimina á Vesturgötu kl. 10.10 og á Afla- granda kl. 10.15. Útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist kl. 13 í matsalnum. Jóga kl. 18. Hlökkum til að sjá ykkur. Árskógar Smíðastofan er lokuð. Ganga um nágrennið kl. 11. Handa- vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Félagsvist kl. 13. Myndlist kl. 13. Bólstaðarhlíð 43 Opin handverksstofa kl. 9-16. Morgunkaffi kl. 10- 10.30. Qigong kl. 10.30. Leikfimi kl. 12.50. Framhaldsþættir kl. 13.40- 14.30. Opið kaffihús 14.30-15.15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks- stofa kl.13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, bókabíllinn á svæðinu kl. 10-10.30, Handaband vinnustofa í handverki með textíl- hönnuðum, ókeypis þátttaka og öllum opin frá kl. 10-12.30, Handa- vinna kl. 13-15, bókband kl. 13-17, söngstund við píanóið kl. 13.30- 14.15, kaffiveitingar kl. 14.30-15.30, handavinnuhópur hittist í hand- verksstofu kl. 15-19. Verið öll velkomin Vitatorg, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Vinnustofa opin frá kl. 12-16. Sitjandi leikfimi og öndun- aræfingar kl. 11. Klukkan 13. er farið í göngu. Helgistund hefst kl. 14. Garðabær Jónshúsi / félags- og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Vatnsleikfimi Sjálandi kl. 7.40/ 8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stólaleikfimi Sjálandi kl. 9.50. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15. Gerðuberg Opin handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Leik- fimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga hjá Carynu kl. 10. hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga kl. 16. hjá Ragnheiði. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, hjá afa kl. 9.30, ganga kl. 10. línudansnámskeið kl. 10. mynd- listarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl.12.30, handavinnu- hornið kl. 13 félagsvist kl. 13.15 síðdegiskaffi kl. 14.30, nánari upplýs- ingar í síma 411-2790, allir velkomnir óháð aldri. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9. gönguhópar kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, félagsvist kl. 13 í Borgum. Skartgripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum og tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586. Seltjarnarnes Gler neðri hæð Félagsheimilis við Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna Skóla- braut kl. 13. Vatnsleikfimi sundlauginni kl. 18.30. Munið skráninguna í ferðina í Stykkishólm / Breiðafjarðareyjar sem farin verður þriðjudag- inn 8. maí. Skráning og uppl. í síma 8939800. Kosning vígslu- biskups í Skálholti Síðari umferð kosningar til vígslubiskups í Skálholti er hafin, en um er að ræða póstkosningu sem fer fram á grundvelli starfsreglna um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa nr. 333/2017. Eftirtaldir eru í kjöri: Séra Eiríkur Jóhannsson, Séra Kristján Björnsson. Vegna mistaka sem urðu hjá Íslandspósti við útsendingu kjörgagna hefur kjörstjórn ákveðið að framlengja áður ákveðin frest sem kjósendur hafa til að skila atkvæði sínu til mánudagsins 14. maí 2018. Kjósandi getur hvort sem er lagt sendiumslag með atkvæði sínu í póst eigi síðar en 14. maí nk. eða afhent það á biskupsstofu fyrir kl. 16:00 sama dag. Allar nánari upplýsingar eru á vefsíðunni kirkjan.is Reykjavík, 27. apríl 2018 f.h. kjörstjórnar þjóðkirkjunnar Hjördís Stefánsdóttir, formaður. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu HITAVEITU- SKELJAR HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnuauglýsingar atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á Smáauglýsingar sími 569 1100 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 ✝ Dagmar SvalaRunólfsdóttir fæddist í Reykjavík 25. júlí 1952. Hún andaðist 17. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Ingunn Svala Jónsdóttir frá Engey í Vest- mannaeyjum, f. 3. febrúar 1926, d. 13. mars 1990, og Run- ólfur Dagbjartsson múr- arameistari frá Vestmanna- eyjum, f. 21. apríl 1923, d. 19. maí 2008. Dagmar var næst- yngst fjögurra systkina. 1) Óm- ar, f. 23. desember 1947, maki Auður Eiríksdóttir. 2) Margrét, f. 14. ágúst 1949, maki Sigurður Jóhannsson. 3) Kristín Helga, f. 17. október 1955, maki Ari Tryggvason. Dagmar ólst upp í foreldra- húsum í Reykjavík til sextán ára aldurs er hún flutti til Vest- mannaeyja. Þar kynntist hún eft- irlifandi eiginmanni sínum, Guð- jóni Sigurbergssyni frá Flatey á Breiðafirði. Þau gengu í hjóna- band 25. júlí 1970. Saman eign- uðust þau þrjá syni. 1) Rúnar Ingi, f. 14 júní 1969 maki María Guðmundsdóttir. Börn þeirra: Guð- jón Rafnar, f. 1995, Svala Björg f. 2000 og Gabríel Snær f. 2001. Fyrir átti María Thelmu Ósk Jóhannesdóttur, f. 1987, sambýlis- maður Jóhannes Birgir Pálmason og eiga þau dótturina Ronju Máneyju, f. 2017. 2) Hjalti, f. 11. desember 1974, d. 31. mars 1996, ókvæntur og barnlaus. 3) Ómar, f. 28. ágúst 1977, sambýliskona Kelli Arenburg. Dagmar starfaði í Garðyrkju- félagi Vestmannaeyja auk þess sem hún var virkur þátttakandi í Junior Chamber Vestmannaeyja (JCV) og varð m.a. forseti þess félags. Söng Dagmar nokkur ár með Samkór Vestmannaeyja og síðustu 23 árin hefur hún sungið með Mosfellskórnum. Þótt Dag- mar hafi ekki verið lang- skólagengin vann hún við bók- haldsstörf í nær 30 ár, þar af síðustu 19 árin hjá Fosshótelum. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 30. apríl 2018, klukkan 13. Á mánudag fer fram útför elsku systur minnar og góðu vin- konu. Það er ótrúlega sárt að kveðja hinstu kveðju þann sem manni er svo kær. Elsku Dagga mín barðist við krabbamein í 11 mánuði, þessir mánuðir voru henni mjög erfiðir. Hún þoldi illa lyfjagjafirnar og þurfti að hætta fyrr en áætlað var. Allan þennan tíma var hún svo jákvæð, bjart- sýn og sérstaklega æðrulaus. Alltaf sagði hún „þetta verður allt í lagi, það hafa það margir verra en ég,“ þó að hún væri virkilega veik þessi elska. Ég er svo þakk- lát að hafa átt hana sem systur, og aldrei man ég eftir að við vær- um eitthvað ósáttar við hvor aðra. Á tímabili sem börn sváfum við saman í sófa og fannst henni svo gott að fá litlu systir til að klóra sér á bakinu en ef ég neitaði þá sagðist hún ætla að bíta í nefið á mér (og það gerðist kannski tvisvar), ekki tók ég nú séns á því. Dagga var aðeins unglingur þeg- ar hún kynnist eftirlifandi eigin- manni sínum (til 50 ára) og eign- aðist sinn fyrsta dreng 1969. Á 18 ára afmælisdegi hennar gengu þau í hjónaband og nokkrum ár- um seinna bættust tveir drengir við, 1974 og 1977. Hún var innan við tvítugt húsmóðir í Hagkaups- slopp með rúllur í hárinu. Það var hræðilegt áfall þegar þau misstu miðdrenginn sinn af slysförum 1996, blessuð sé minning elsku Hjalta míns. Mikill söngur og tónlist hefur alltaf fylgt okkur systrum og fjölskyldunni allri. Sungum öll mikið á heimilinu sem börn, síðar í Samkór Vest- mannaeyja, Sönghóp ÁtVR (Átt- hagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu) og loks í Mosfellskórnum síðastliðin 23 ár. Við elskuðum að syngja og hitt- umst systkinin og makar öðru hvoru til að syngja og njóta sam- verunnar saman. Mín elsku syst- ir sagðist alltaf vera umboðsmað- ur minn og vildi að ég gerði meira af því að syngja opinberlega (dásamleg). Dagga gerði allt vel sem hún gerði, vandvirk, ná- kvæm, blíð og nærgætin. Ég verð henni ævinlega þakklát fyrir að vera hjá mér þegar ég eignast frumburð minn í Vestmannaeyj- um 1980. Hún vék ekki frá mér og sýndi þessu mikinn áhuga. Mikið gladdist hún þegar það kom stúlka (hún átti þrjá drengi) og eignaði sér strax hlut í henni. Svo mikill var áhuginn á barninu að hún gleymdi að tilkynna föð- urnum (sem var á sjó) og ættingj- unum fæðinguna. 1984 og 1990 eignaðist ég tvær stúlkur í viðbót og Dagga sagðist eiga þær allar með mér. Elsku hjartans systir mín, takk fyrir að vera svona yndisleg og góð við litlu systur þína (mig) og dætur mínar og barnabörn. Elsku Dagga, sorg mín og söknuður er mikill en ég hugga mig við góðar og fallegar minningar. Kæri Gutti mágur, Rúnar Ingi, María, Thelma, Guðjón Rafnar, Svala Björg, Gabríel Snær, Ómar og Kellí, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og styrkja á þessum erfiðu tímum. Minningin um yndislega mann- eskju mun lifa. Guð geymi ykkur öll. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Takk fyrir allt, elsku systir mín, ég mun ávallt elska þig. Sjáumst þótt síðar verði. Þín litla systir og vinkona Stína Run. Kristín H. Runólfsdóttir. Dagmar Svala Runólfsdóttir Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.