Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 22

Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. APRÍL 2018 Nýr stór humar Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Benedikt Valsson fjölmiðlamaður á 30 ára afmæli í dag. Hanntók í byrjun apríl við spurningaþættinum Satt og logið sem ersýndur á Stöð 2. „Þetta er búin að vera skemmtileg vegferð og skemmtilegur þáttur og virkilega gaman að vinna í honum. Það er kominn nýr og ferskur kynnir, annars er þátturinn með frekar hefð- bundnu sniði.“ Benedikt og Fannar Sveinsson sáu um Hraðfréttir á RÚV og unnu síðast saman að þáttunum Hásetar, sem gáfu afar góða innsýn í líf sjó- manna á frystitogurum. „Samband okkar Fannars er gott og við erum alltaf í einhverjum pælingum og erum uppfullir af hugmyndum sem er of snemmt að segja frá núna.“ Annars er Benedikt að skella sér í sumarfrí í tilefni afmælisins og er á leiðinni til Ameríku með kærustunni sinni, Heiðu Björk Ingimars- dóttur danskennara. „Ég fór í vikunni á Liverpool-Roma, það var smá afmælishopp en svo ætlum að skella okkur til Washington og við ætl- um jafnvel að henda okkur eitthvað sunnar, jafnvel til Bahamaeyja. Fá sól í hjartað.“ Benedikt var þó ekki búinn að ákveða hvað hann ætlaði að gera í dag þegar blaðamaður ræddi við hann fyrir helgi. „Ég er enginn brjálaður afmæliskall þannig að ég er ekkert að stressa mig á því hvað ég mun gera og leyfi þessu að ráðast. En ég hlýt að henda í góðan dinner.“ Hvað um áhugamál? „Ég nýt þess að vera í kringum vini mína og fjölskyldu. Við vinirnir úr Verzló hittumst alltaf alla fimmtudaga sem er mikilvægur partur af vikunni, spilum fótbolta og kíkjum í bæinn. Annars finnst mér notalegt að grípa í playstation eða netflix. Þegar sólin hækkar á lofti hendist ég í folf. Gríðarlega gott hobbí sem tekur stuttan tíma, auðvelt að spjalla og jafnvel fá sér einn kaldan drykk með.“ Þáttastjórnandi Benedikt í settinu í spurningaþættinum Satt og logið. Í frí til Washington og í Karíbahafið Benedikt Valsson er þrítugur í dag G uðbrandur Brynjúlfsson fæddist 30. apríl 1948 á Hrafnkelsstöðum á Mýrum og ólst þar upp til átta ára aldurs og síðan á Brúarlandi. Hann var í Barnaskólanum á Varmalandi, lauk landsprófi frá Unglingaskólanum í Borgarnesi, stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri og lauk þaðan prófum sem búfræðingur 1966, stundaði nám við KÍ í einn vetur og lauk síð- an búfræðikandidatsprófi frá Hvanneyri 1971. Guðbrandur stundaði öll almenn sveitastörf á Brúarlandi á unglings- árum, tók þar við búskap ásamt tveimur bræðra sinna 1973, stund- aði félagsbúskap með öðrum þeirra til 1975 og bjó á móti hinum þar til Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi og form. Landgræðslusj. – 70 ára Með sonunum Guðbrandur, Snjólaug, Brynjúlfur, bóndi á Brúarlandi, og Guðmundur Ingi umhverfisráðherra. Skógræktaráhuginn kom með móðurmjólkinni Á Brúarlandi Guðbrandur og Þuríður Yngvadóttir við undirritun samnings milli Landgræðslusjóðs og Skógræktarfélags Mosfellsbæjar um ræktun landgræðsluskógar í Mosfellsdal með stuðningi sjóðsins. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.