Morgunblaðið - 30.04.2018, Page 32
„Hjartað slær enn í Færeyjum“ er
yfirskrift viðburðar sem fram fer í
Borgarbókasafninu í Spönginni í dag
kl. 17.15. Þar mun Sif Gunnarsdóttir
reyna að útskýra hvers vegna hluti af
hjarta hennar varð eftir í Færeyjum
og af hverju henni finnst að allir verði
betri menn af því að skreppa þangað
í heimsókn.
Sif er nýflutt heim eftir fimm ára
dvöl í Færeyjum en þar stýrði hún
Norræna húsinu í
Færeyjum undan-
farin ár en húsið
er stærsta
menningar-
stofnun Færeyja
og sinnir öllum
tegundum
lista og
menningar.
Hluti af hjartanu
varð eftir í Færeyjum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Mest ræktum við af rósum enda
eru þær fallegar og standa fyrir sínu
hvert sem tilefnið er. Hins vegar er
vandasamt að rækta rósir og plönt-
urnar eru frekar bæði á ljós og
vatn,“ segir Axel Sæland, garð-
yrkjubóndi á Espiflöt í Biskups-
tungum. „Annars krefst öll ræktun
natni og stöðugrar yfirlegu og þú
þarft að fylgjast vel með nýjum
stefnum og straumum því tískan í
blómarækt breytist eins og í öðru.
Mest seljum við frá janúar og fram í
júní, og núna eru framundan
mæðradagurinn og stúdentsút-
skriftir sem eru miklir blómadagar.“
Í 150 litum
Á morgun er opið hús í Espiflöt í
tilefni af 70 ára afmæli garðyrkju-
stöðvarinnar þar. Það var einmitt á
þeim degi sem hjónin Eiríkur Sæ-
land og Hulda kona hans fluttu aust-
ur og komu þá til starfa á ræktunar-
stöðinni á Stóra-Fljóti. Jafnhliða
hófu þau undirbúning að eigin
rekstri og settu sprota í mold, ef svo
mætti segja. Þau stunduðu svo
grænmetisrækt áratugum saman,
en áherslubreytingar urðu þegar
Sveinn og Stígur synir þeirra komu
inn í reksturinn árið 1977. Sveinn og
Áslaug Sveinbjarnardóttir kona
hans tóku reksturinn svo alfarið yfir
nokkrum árum síðar. Þau seldu
meirihlutann svo til Axels sonar síns
og Heiðu Pálrúnar Leifsdóttur konu
hans fyrir fáum árum, en starfa
áfram við stöðina.
„Svigrúmið var í blómabúskapn-
um sem við veðjuðum á. Það reynd-
ist rétt ákvörðun og í dag erum við
með 7.000 fermetra undir gleri,“
segir Sveinn um blómabúskapinn á
Espiflöt og fjölbreytta flóruna þar.
Á stöðinni eru ræktaðar ellefu teg-
undir og má þar nefna auk rósanna
gerberu, sólliljur, liljur í ýmsum af-
ir minn byrjaði að rækta fallega
blómstrandi plöntu og Jón Bjarna-
son garðyrkjubóndi á Reykjum í
Mosfellssveit að bjástra við það
sama. Eitthvað varð afkvæmið að
heita og Jón kom með tillögu um
nafnið Ásta Sóllilja með vísan til
sögupersónu í Sjálfstæðu fólki,
skáldsögu Halldórs Laxness. Þetta
styttist og plantan var einfaldlega
kölluð sóllilja sem er bara ágætt,“
segir Sveinn og að lokum:
Fallega blómstrandi
„Aðferðir í ræktun hafa breyst á
undanförnum árum, til dæmis er
orðið mjög hverfandi að nota varn-
arefni á plönturnar gegn til dæmis
sjúkdómum og meindýrum. Núna
stólum við á náttúrulegar varnir og
þær gefast vel. Í garðyrkjunni er
mikil framþróun eins og vel sést til
dæmis á fagsýningum og víðar.“
Í heimkynnum sólliljunnar
Ræktað á Espi-
flöt í Biskups-
tungum í 70 ár
Ljósmynd/Ívar Sæland
Blómafólk Í gróðurhúsinu á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum. Frá vinstri: Sveinn Sæland og Áslaug Sveinbjarn-
ardóttir og svo Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir en þau eiga nú meirihlutann í þessari gamalgrónu stöð.
brigðum og chrysur. Litaafbrigðin
eru um 150 og í dag nýtur blágræni
liturinn nokkurra vinsælda meðal
blómaunnenda. „Við höfum verið
brautryðjendur í ýmsu hér á Espi-
flöt. Það var í kringum 1970 sem fað-
MÁNUDAGUR 30. APRÍL 120. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Hjón ættu að gera samning um …
2. Eyjamenn eru úr leik
3. Gögnin styrkja frásögn …
4. Ökumaðurinn er í lífshættu
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hinn árlegi alþjóðlegi dagur djass-
ins er í dag og af því tilefni mun Jazz-
deild FÍH ásamt Jazzklúbbnum Múl-
anum, Kex hosteli, Húrra og
Bryggjunni brugghúsi standa fyrir
tónlistardagskrá í Hörpu og á fleiri
stöðum víða um höfuðborgina og þá
stöðum sem bjóða upp á reglulega
djasstónleika. Á Bryggjunni brugg-
húsi mun Helgi Björns koma fram
með djasskvartetti kl. 20 og á Kex
hosteli kl. 20.30 mun Latínjazz-
kvintett Tómasar R. Einarssonar leika
fyrir gesti. Kl. 21 verða haldnir tón-
leikar á Björtuloftum í Hörpu sem
Jazzklúbburinn Múlinn stendur fyrir
og kemur þar fram ASA tríó og á
sama tíma hefst á Húrra við Tryggva-
götu Mánudjass.
Haldið upp á alþjóð-
legan dag djassins
Á þriðjudag Vestlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s og dálítil él, en
suðaustan 10-15 og rigning eða slydda á austanverðu landinu fram
eftir degi. Hiti 1 til 6 stig, en víða næturfrost.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur úr vindi og úrkomu, kólnar heldur og
styttir víða upp, fyrst vestast. Stöku él vestantil í kvöld en áfram
rigning suðaustanlands.
VEÐUR
„Þetta er draumur að verða
að veruleika, að spila úr-
slitaleik í Meistaradeild-
inni,“ sagði Sara Björk
Gunnarsdóttir í viðtali við
Morgunblaðið, en hún verð-
ur að öllum líkindum fyrst
íslensks knattspyrnufólks
til að spila úrslitaleik Meist-
aradeildar Evrópu þegar
Wolfsburg mætir Lyon í úr-
slitaleik 24. maí. Wolfsburg
sló Chelsea út af miklu ör-
yggi. »1
Draumurinn
að veruleika
Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði tvö
mörk fyrir Breiðablik sem byrjaði Ís-
landsmótið í knattspyrnu afar vel um
helgina með því að vinna ÍBV, 4:1.
Víkingur R. vann 1:0-
sigur á Fylki í
Reykjavíkurslag, FH
vann einnig 1:0
gegn Grindavík
suður með sjó
en Fjölnir og
KA gerðu
2:2-jafntefli
í Egilshöll.
»4 og 5
Sveinn Aron byrjaði
mótið með látum
„Ekki bætti úr skák að allir vafadóm-
ar féllu með heimamönnum. Segja
má að annað árið í röð hafi dómarar
fallið á prófinu í Turda. Norskir
frændur okkar stóðu ekki í lappirnar
á lokakaflanum,“ segir Ívar Bene-
diktsson meðal annars í grein frá
Turda í Rúmeníu, þar sem ÍBV féll
naumlega úr leik í Áskorendakeppni
Evrópu í handbolta. »2
Annað árið í röð féllu
dómararnir á prófinu
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Biskupstungur í Bláskógabyggð eru sveit
blómanna og framleiðsla Espiflatarbænda fæst
í söluskálum sveitarinnar og í flestum blóma-
búðum landsins. Blómin þaðan prýða einnig
gisti- og ferðaþjónustustaði um landið allt.
„Svona spilar allt saman, hver atvinnugrein hér
styður við aðra og úr verður blómstrandi sveit,“
segir Axel Sæland. Þannig er blómaræktin í
Biskupstungum nokkuð umsvifamikil, á meðan
til dæmis grænmetisrækt er í aðalhlutverki á
Flúðum, sem eru í næstu sveit.
Blómstrandi Biskupstungur
GARÐYRKJUBÚSKAPUR VÍÐA Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU
Blóm Sóllilja er falleg eins
og nafnið ber með sér.