Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 18

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rúmir tveirmánuðireru nú liðn- ir frá því að kosið var til ítalska þingsins, en nið- urstöður kosning- anna gáfu engum flokki nægan þingstyrk til þess að mynda ríkisstjórn. Kosningabandalag hægri flokkanna fékk sam- anlagt flesta þingmenn, en af einstökum flokkum fékk Fimmstjörnuhreyfingin flesta þingmenn. Demókrataflokk- urinn, sem var við völd, tapaði hins vegar miklu fylgi. Þessi niðurstaða benti til þess að erfitt gæti reynst að mynda ríkisstjórn og má segja að flestallir möguleikar hafi verið reyndir þegar Sergio Mattarella, forseti Ítalíu, ákvað að veifa möguleikanum á utanþingsstjórn framan í stjórnmálaflokkana. Slík stjórn hefði aðallega beitt sér að því að fá fjárlög samþykkt og að breyta kosningalöggjöf landsins, en ljóst var einnig að slík stjórn hefði ekki notið stuðnings meirihluta þingsins. Útspil forsetans virðist þó hafa virkað að einhverju leyti, því að á fimmtudag tilkynntu leiðtogar Fimmstjörnuhreyf- ingarinnar og Bandalagsins, þess hægriflokks sem fékk flest atkvæði, að viðræður flokkanna um stjórnarmynd- un, sem hófust á miðvikudag- inn, væru komnar vel á veg og að grundvöllur að mál- efnasamningi lægi fyrir. Munu flokkarnir nú vera komnir vel á veg með myndun ríkisstjórn- arinnar, þó að enn sé óvíst hvenær hún tekur við störfum. Þessi niðurstaða er enn eitt áfallið fyrir Evr- ópusambandið sem hefur þurft að horfa upp á það að hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar sem byggðu upp evrópskt samstarf hafa gefið mikið eftir til flokka sem taldir eru óhefðbundnari eða „utar“ á hægri-vinstri ásnum. Í tilfelli Ítalíu eru flokkarnir taldir vera nánast á andstæðum pól- um en ná þó saman um að vinna úr þeirri snúnu stöðu sem komin var upp, þrátt fyrir að eiga fátt sameiginlegt ann- að en andúð á stefnu Evrópu- sambandsins, bæði hvað varð- ar stefnu sambandsins í ríkisfjármálum og viðbrögð í flóttamannamálum. Miðað við fyrstu fregnir af væntanlegum stjórnarsáttmála hafa flokk- arnir tveir samþykkt að þeir muni lækka skatta og einfalda skattkerfið en um leið auka út- gjöld ríkisins til velferðarkerf- isins. Ólíklegt er að stefna nýrrar ríkisstjórnar Ítalíu falli í kramið hjá Evrópusambandinu sem gæti tekið upp á því að reyna að bregða fæti fyrir stjórnina eins og það gerir gjarnan ef ríkisstjórnir ganga ekki í takt við Brussel-valdið. Það verður þó ólíkt snúnara í þessu tilviki en gagnvart ýms- um minni ríkjum og fróðlegt verður að sjá hversu langt Evrópusambandið mun ganga. En svo er ekki útilokað að ný stjórnvöld á Ítalíu reyni þrátt fyrir allt að þóknast Evrópu- sambandinu. Fari svo er þó vissara fyrir stjórnarflokkana að þurfa ekki að mæta kjós- endum alveg á næstunni. Ekki er líklegt að ný ríkisstjórn Ítalíu njóti velþóknunar Evrópusambandsins} Útlit fyrir ríkisstjórn Rúmlega þrjú áreru liðin síðan borgarastríðið í Jemen braust út, með tilheyrandi hörmungum fyrir almenna borgara þar. Engu að síður hafa átökin þar ekki beint verið í sviðsljósi fjölmiðla á Vesturlöndum og illa hefur gengið að stilla þar til friðar. Átökin eru að ýmsu leyti orðin að hálfgerðu „skuggastr- íði“ á milli Sádi-Araba og Ír- ana, sem hvorir um sig styðja sinn aðila með ýmsum hætti. Átökin hafa ekki síst bitnað á þeim sem minnst mega sín, en áætlað er að um 11,3 milljón börn í Jemen þurfi á aðstoð að halda vegna átakanna. Þar af eru nærri því tvær milljónir barna sem þjást af vannær- ingu, auk þess sem fjöldi barna þarf að glíma við hræðilega sjúkdóma sem engin aðstaða er til að takast á við í Jemen vegna átak- anna. UNICEF á Ís- landi hefur nú haf- ið sérstaka söfnun fyrir stríðshrjáð börn í Jemen undir yfirskrift- inni „Má ég segja þér soldið?“ en átakinu er ætlað að vekja at- hygli á þeim hörmungum sem fylgt hafa borgarastríðinu, með áherslu á börnin. Framlögin sem safnast fara í ýmis bráðnauðsynleg verkefni eins og að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma, bæði með að- gangi að hreinlætisaðstöðu og með bólusetningum og að reyna að tryggja það að börnin hljóti menntun þrátt fyrir skelfilegar aðstæður í landinu. Um er að ræða þarft verkefni sem vonandi verður til að lina þjáningar saklausra borgara í Jemen. Borgarastríðið í Jemen hefur valdið ómældum þjáningum} Þarft framtak Þ að er ekki langt síðan undurfallegt grenitré stóð úti í skógi. Grenitréð litla var bráðlátt: „Ó, að ég væri nú orðið stórvaxið tré,“ sagði það og stundi við. Tréð gat ekki hugs- að sér neitt betra en að vera höggvið niður eins og stóru og fallegu trén. Þegar það spurði fuglana hvað yrði um tré sem væru höggvin svöruðu þeir að þau væru sett á mitt gólf í heitri stofu; prýdd með feg- urstu hlutum, gylltum eplum, glitrandi engl- um og mörgum hundruðum ljósa. „Og svo?“ spurði grenitréð með titringi í öll- um sínum greinum; „og svo? Hvað verður svo?“ En það vissu fuglarnir ekki. „En skyldi nú þessi ljómandi lífsbraut liggja fyrir mér?“ spurði tréð. Og svo var það höggv- ið einn veturinn, flutt til Reykjavíkur, sett inn í stofu og varð skínandi fallegt. Börnin dönsuðu kringum tréð og tóku upp hverja jóla- gjöfina á fætur annarri. Eldra fólkið ræddi um hvílík kynstur af pappír og umbúðum fylgdu leikföngunum. Gráskeggjaður maður sagði: „Þetta fyllir hjá okkur sorptunnurnar. Nú eru þær bara sóttar á hálfs mánaðar fresti eftir að borgin ákvað að bæta þjónustuna með því að fá okkur til þess að fara oftar í Sorpu. Einu sinni kom öskubíllinn í hverri viku.“ Jú, sumir mundu eftir því og þrekvaxin kona bætti við: „Og einu sinni sótti borgin jólatrén daginn eftir þrett- ándann.“ En unga fólkið mundi ekki eftir því frekar en jólaeplunum í skólanum. Á þrettándanum var skrautið tínt af jólatrénu, hús- bóndinn snaraði því á öxlina og bar það út. Á leiðinni hrundi mest af barrinu þegar tréð rakst í dyrastafina og húsfreyjan hristi höf- uðið yfir aðförunum. Þá var tréð komið ofan í húsgarðinn og hugsaði: „Nú er vetur úti. Mennirnir geta ekki sett mig niður, þess vegna á ég að standa hér í skjóli til vorsins. Ó, hvað mennirnir eru góðir!“ Gullpappírs-stjarnan sat enn í toppn- um og glitraði í glaðasólskininu. En tréð hafði aldrei heyrt um meirihlutann í Reykjavík sem vildi ekkert með gömul jólatré hafa. Þannig lá það í reiðileysi dögum saman því að fólkið í húsinu hafði gleymt því úti í garðshorni innan um illgresi og netlur. Allt í einu kom fjúk og tréð hófst á loft. Visnar og gular greinarnar voru eins og vængir og tréð hugsaði: „Nú flýg ég eins og fuglarnir,“ og það var frá sér numið af fögnuði og taldi sig hafa upplifað einstaka sælu. Í því lenti það á stofuglugga og mölbraut hann. Hús- eigandinn kippti sér ekki upp við það, stökk út á hjólið sitt, vippaði trénu á bögglaberann og hjólaði á næstu móttökustöð, yppti öxlum og sagði: „Þetta er hluti af því að vera Reykvíkingur.“ Hefði tréð verið borið út eftir að Viðreisn kemst í borg- arstjórn hefði það verið sótt daginn eftir þrettándann, kubbað niður í eldsneyti og endað ævina öllum til gleði. Nútímaútgáfa af dæmisögu H.C. Andersens um Grenitréð. Benedikt Jóhannesson Pistill Dagurinn sem jólatréð fauk Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Búast má við gríðarlegumbreytingum á persónulegrifjármálaþjónustu þegarnýja evrópska tilskipunin um greiðsluþjónustu tekur gildi hér á landi en hún er sögð marka upphafið að opinni bankastarfsemi í Evrópu. Reyna mun mjög á reglur um persónu- vernd og öryggi fjárhagsupplýsinga ekki síst vegna örra tæknibreytinga. Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, fór ítarlega yfir þessi mál á Lagadegi lögfræðinga, lög- manna og dómara á dögunum og vakti máls á fjölmörgum álitaefnum. Hún sagði að með tilkomu nýrrar tækni væri að verða mikil breyting á hefð- bundinni fjármálaþjónustu. Gríðar- gögn (e. BigData), gervigreind og ým- iss konar tækni með skynjurum hefur leitt til nýrra viðskiptamódela og fjár- málatækni. ,,Aðgangur að persónuupplýs- ingum, m.a. frá samfélagsmiðlum, smáforritum og mismunandi skynj- urum, hefur leitt til kapphlaups um að eiga sem mest af upplýsingum um við- skiptavininn. Upplýsingarnar hafa verið nýttar til að greina hegðun, ósk- ir og þarfir viðskiptavina,“ sagði hún m.a. í erindi sínu. Við þessar aðstæður eru tæknirisar eins og Facebook, Google og aðrir á leið inn á fjármála- markaðinn, m.a. til að greina hegð- unarmynstur. ,,Allt þetta hefur ákveðnar áskor- anir í för með sér tengdar persónu- vernd. Hversu langt munu þessi fyrir- tæki og fjármálastofnanir geta gengið í að safna upplýsingum, greina hegð- un, o.s.frv.?“ spurði hún. Veitir betri vernd Nýja persónuverndarlöggjöfin í Evrópu mun veita einstaklingum betri vernd og gegnir lykilhlutverki í þess- ari framtíð því uppfylla þarf kröfur hennar m.a. varðandi söfnun og vinnslu persónuupplýsinga. Fram kom í máli Helgu að þegar nýja til- skipunin um greiðsluþjónustu hefur tekið gildi muni nýir aðilar geta sinnt greiðsluþjónustu við einstaklingana ,,og þeir fá þannig inngöngu inn í upp- lýsingar og innviði banka. Þessi aðilar munu geta haft upplýsingar um inn- komu okkar, greiðslusögu og vinahóp – auk þess að vita um hversdagsrút- ínu, áhugamál og skoðanir – sem sagt, hafa allar upplýsingar til að geta veitt persónulega fjármálaþjónustu,“ sagði hún. Sjálfvirkninni fylgja fjöldamörg álitamál. Fram kom í máli Helgu að notkun gríðargagna og gervigreindar breytir starfsemi á fjármálamarkaði. Allar þær ólíku upplýsingar sem mögulegt er að safna og greina gera það mögulegt að sjá fyrir hegðunar- mynstur. ,,Þetta hefur áhrif á alla þá þjónustu sem undir er á fjármála- markaði, þ.e. hefur áhrif á gerð per- sónusniðs, flokkun viðskiptavina, áhættu- og greiðslumat, markaðs- herferðir, vöruþróun, verðlagningu vöru og þjónustu, aðferðafræði við svik og peningaþvætti, og hefur áhrif á auðkenni og þjónustu fyrir við- skiptavini,“ sagði hún. Með hjálp frá sjálfvirkri ákvarð- anatöku véla væri þannig t.d. fyrir- sjáanlegt að bankar muni sjálf- virknivæða ferla þegar kemur að umsóknum um lán, og eru jafnvel þegar byrjaðir að einhverju leyti. ,,Í fjármálageiranum hafa fyrir- tæki verið að færa sig inn á þetta svið þannig að áhættumat, t.d. á því hvort viðkomandi eigi eftir að greiða reikn- inga, er metið út frá nethegðun. Sem sagt, með því að safna saman og skil- greina hegðun eru búnir til algrímar sem geta fundið út hvort kúnninn sé góður borgunarmaður, eða ekki. Sporin á netinu geta þannig komið upp um hvort um óábyrgan eða ábyrgan neytanda er að ræða. Við er- um sem sagt að fara að lifa þá stað- reynd að ákvörðun um lán gæti verið byggð á nethegðun.“ Tæknirisar á leið inn á fjármálamarkaðinn Tækniþróun Notkun gríðargagna (e. BigData) og gervigreindar breytir starfsemi á fjármálamarkaði, að mati forstjóra Persónuverndar. Í Bandaríkjunum hefur Google verið í samstarfi við fyrirtæki sem getur fylgst með 70% af öllum kaupum í venjulegum búðum, þar sem fólk kemur í eigin persónu. Helga Þóris- dóttir vakti m.a. athygli á þessu í erindinu á Lagadeg- inum og sagði að með þessum upplýsingum gæti Google borið saman gögn um hvaða auglýs- ingar fólk sér við það sem það síðan kaupir. ,,Google getur síðan upplýst búðirnar þegar stafrænar aug- lýsingar þeirra leiða af sér kaup. Samkvæmt persónuverndar- löggjöf í Evrópu væri þessi upplýsingagjöf ólögmæt, nema fólk samþykki slíka vinnslu persónuupplýsinga, en ef Google stofnar hins vegar greiðsluþjónustu sjálft, þá fær fyrirtækið nákvæmlega þessar upplýsingar sjálft og vinnslan væri þá heimil, svo framarlega sem fólk samþykkir þetta og hefur fengið nægilega fræðslu. Er sanngjarnt að fyrirtæki viti svona mikið um okkur? Viljum við það í raun?“ sagði Helga. Fær ítarlegar upplýsingar GOOGLE FYLGIST MEÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.