Morgunblaðið - 15.05.2018, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Þann 30.
mars hófust í
Palestínu mót-
mæli sem verið
hafa mest áber-
andi á Gaza-
svæðinu, frið-
samleg mót-
mæli undir
heitinu Gangan
mikla fyrir
heimkomu flóttafólks. 70 ár
eru liðin frá upphafi hörm-
unganna (Nakba) þegar
helmingur palestínsku þjóð-
arinnar var hrakinn frá
heimkynnum sínum og hef-
ur fólkið og af-
komendur þess
ekki fengið að
snúa heim aft-
ur. Þeir sem
eftir urðu búa
við hernám,
innilokun,
skert ferða-
frelsi, kúgun í
stóru og smáu,
fangelsanir,
meiðingar og
manndráp.
Á hverjum
föstudegi hafa þúsundir
manna safnast saman og
reist tjöld í nokkur hundruð
metra fjarlægð frá landa-
mærunum við Ísrael. Sex
föstudaga í röð hafa tjöldin
færst nær. Viðbrögð Ísr-
aelsstjórnar voru að gefa
100 leyniskyttum Ísraels-
hers frjálst skotleyfi á
óvopnaða mótmælendur og
hafa 50 manns verið drepnir
þar á meðal fimm börn. Þá
hafa nærri níu þúsund
manns verið særð skotsár-
um og eru hundruð þeirra
alvarlega særð. Margir hafa
verið skotnir í fótleggi og
misst fætur. Borist hefur
beiðni til Íslands um að
senda nú meira efni í gervi-
fætur.
Mótmælin gegn hernámi
Palestínu og fyrir heim-
komu flóttfólks munu ná há-
marki á þriðjudaginn 15.
maí og þann dag munu Pa-
lesstínumenn á Íslandi og
þeir sem styðja rétt palest-
ínsku þjóðarinnar til að lifa
við mannréttindi og frið í
sínu landi koma saman á
Austurvelli kl. 17.
Eftir Svein
Rúnar
Hauksson
Sveinn Rúnar Hauksson
» Viðbrögð Ísra-
elsstjórnar voru
að gefa 100 leyni-
skyttum Ísraels-
hers frjálst skot-
leyfi á óvopnaða
mótmælendur.
Höf. er læknir og heiðurs-
borgari í Palestínu
srhauks@gmail.com
Samstaða gegn hernámi og fyrir
rétti flóttafólks til heimkomu
Á fundi
borgarráðs 19.
september
2013 ákváðu
fulltrúar Sam-
fylkingarinnar,
Vinstri grænna
og Besta
flokksins að
úthluta Félagi
múslima á Ís-
landi ókeypis lóð til að
byggja mosku í Sogamýri.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins höfðu ekki kjark til að
greiða atkvæði gegn tillög-
unni og sátu hjá við af-
greiðslu málsins.
Meirihluti Reykvíkinga
var mótfallinn úthlutuninni.
Fulltrúar þeirra stórn-
málaflokka sem stóðu að út-
hlutuninni vísuðu hins vegar
til þess að ekki mætti mis-
muna trúfélögum. Þau yrðu
öll að sitja við sama borð.
Félag múslima á Íslandi var
þess vegna heldur ekki
krafið um nein gjöld af lóð-
inni. Nú hefur komið á dag-
inn að þetta voru aðeins
hentistefnurök því meiri-
hlutinn hefur hafnað því að
Hjálpræðisherinn, sem er
skráð trúfélag, njóti sömu
undanþágu.
Framkvæmdafrestir
eru liðnir
Í lögum er ekki gert ráð
fyrir því að sveitarfélög út-
hluti ókeypis lóðum til allra
trúfélaga. Lög um Kristni-
sjóð gera ráð fyrir að slíkar
úthlutanir séu bundnar við
kirkjur Þjóðkirkjunnar.
Reykjavíkurborg var því
óskylt og reyndar óheimilt
að gefa lóðina. Af þessum
sökum lýsti ég því yfir í að-
draganda síðustu borgar-
stjórnarkosninga að ég teldi
rétt að aftur-
kalla lóðar-
úthlutunina. Af
viðbrögðum full-
trúa þeirra
stjórn-
málaflokka sem
mynduðu nýjan
meirihluta eftir
kosningarnar
var hins vegar
ljóst að tillaga
þess efnis yrði
ekki samþykkt.
Aðrar ástæður
verður því að
færa fram fyrir aftur-
kölluninni. Þegar þetta er
ritað eru tæp fimm ár liðin
frá því lóðinni var úthlutað
án þess að framkvæmdir
séu hafnar á lóðinni. Þeir
framkvæmdafrestir sem
gilda um lóðina samkvæmt
almennum lóða- og fram-
kvæmdaskilmálum Reykja-
víkurborgar eru því liðnir.
Það eitt á því að nægja til
að fallist sé á tillöguna.
Meira kemur hins vegar til.
Ekkert fjármagn
hér á landi
Bygging mosku kostar
mörg hundruð milljónir
króna. Í kjölfar þess að lóð-
inni var úthlutað lýsti for-
maður Félags múslima á Ís-
landi því yfir að félagið
hygðist fara í fjáröflun og
að vonir stæðu til þess að
byrjað yrði á fram-
kvæmdum vorið 2014. Allar
tilraunir félagsins til að
fjármagna moskuna hafa
hins vegar runnið út í sand-
inn. Á árinu 2015 gerði
Ólafur Ragnar Grímsson, þá
forseti Íslands, opinberlega
grein fyrir því að sendi-
herra Sádi-Arabíu hefði tjáð
honum að Sádi-Arabía
hygðist leggja fram fé til
byggingar moskunnar. For-
maður Félags múslima á Ís-
landi bar þær fréttir hins
vegar til baka og kvað enga
fjármuni hafa borist frá
Sádum. Síðan þá hefur fé-
lagið árangurslaust reynt að
leita fjármagns og stóð
meðal annars fyrir opin-
berri söfnun í því skyni.
Alls bárust fjárframlög frá
19 aðilum og nam saman-
lögð fjárhæð þeirra 740
bandaríkjadölum. Tæp fimm
ár eru því liðin frá lóðar-
úthlutuninni án þess að tek-
ist hafi að fjármagna fram-
kvæmdina.
Engin takmörk á er-
lendri fjármögnun
og afskiptum
Af framansögðu leiðir að
moska verður ekki byggð í
Sogamýri nema fyrir erlent
fjármagn. Ég leyfi mér að
fullyrða að borgaryfirvöld
hafi engan áhuga á slíkri
framkvæmd. Í því sambandi
er rétt að minnast orða
Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, fyrrverandi for-
manns Samfylkingarinnar,
sem hún lét falla í viðtali við
Morgunblaðið 5. apríl 2015,
um að við eigum að sporna
við því að róttækur íslam-
ismi berist til okkar með því
að koma í veg fyrir að er-
lendir aðilar fjármagni
byggingu moskunnar. Á
grundvelli þessara sjón-
armiða hafa nágrannalönd
okkar mörg hver sett reglur
til að koma í veg fyrir að
erlent fjármagn, þar á með-
al frá Sádi-Arabíu, sé notað
til að byggja moskur. Er-
lend yfirvöld hafa jafnframt
gripið til aðgerða í því skyni
að takmarka utanaðkomandi
áhrif á stjórn þeirra moska
sem þegar hafa verið
byggðar. Fyrr á þessu ári
bönnuðu belgísk yfirvöld
t.d. afskipti Sádi-Araba af
Stórmoskunni í Brussel.
Þeir flokkar sem nú sitja á
Alþingi hafa því miður ekki
haft dug í sér til að leggja
fram frumvarp sem bannar
hvort tveggja fjármögnun
og afskipti af þessum toga.
Eina ráðið er því að
Reykjavíkurborg afturkalli
lóðarúthlutunina.
Tillaga fyrir
borgarstjórn
Á fundi borgarstjórnar í
dag legg ég fram tillögu um
að borgarstjórn afturkalli
lóðarúthlutunina og hefji í
framhaldinu viðræður við
hagsmunasamtök eldri
borgara um uppbyggingu á
lóðinni. Í fyrsta lagi var lóð-
arúthlutunin ólögmæt, í
öðru lagi eru allir fram-
kvæmdafrestir liðnir og í
þriðja lagi hefur ekki tekist
að fjármagna framkvæmd-
ina hérlendis. Ég tel því að
forsendur fyrir lóðarúthlut-
uninni séu brostnar að
ógleymdum þeim ástæðum
sem ég gat um og tengjast
því að hér á landi gilda eng-
ar reglur sem takmarka er-
lenda fjármögnun og erlend
afskipti. Ég legg því til að
borgarstjórn fylgi eftir
þeirri stefnu sem viðhöfð
hefur verið um að fram-
kvæmdir af þessum toga
verði að hefjast innan tiltek-
inna fresta ella sé lóðar-
úthlutunin afturkölluð. Ég
mun því leggja fram tillögu
þess efnis á borgarstjórnar-
fundi í dag.
Afturkalla ber lóðarúthlutunina
Eftir Svein-
björgu B.
Sveinbjörns-
dóttur
Sveinbjörg B.
Sveinbjörnsdóttir
» Á fundi borgar-
stjórnar í dag
legg ég fram tillögu
um að borgarstjórn
afturkalli lóðar-
úthlutun til Félags
múslima á Íslandi.
Höfundur er oddviti Borgar-
innar okkar – Reykjavíkur.
sveinbjorgbs@reykjavik.is
Þessi pistill er birtur aft-
ur vegna mistaka við
myndbirtingu í gær.
Garður og Sandgerði eru
einu byggðarlögin sem eru
landfræðilega Suðurnes, og
þó svo fleiri kenni sig við
Suðurnes, en búi ekki á
Suðurnesi er það allt í lagi.
En þeir eiga ekki nafnið,
það eru Sandgerði og Garð-
ur sem saman eiga nafnið
Suðurnes samkvæmt
Islandskort.is, Landsbóka-
safni Íslands og Háskóla-
bókasafni. Þar kemur fram
að Suðurnes eru NA-Út-
skálar og SA-Stafnes, mæli-
ár var 1908, endurskoðunar-
ár var 1932 og útgáfuár var
1944. Einnig samkvæmt
fleiri heimildum um að
kennileiti Suðurnesja séu
einungis Garður og Sand-
gerði.
Hvernig getur nafnið
Suðurnes ekki rúmast innan
reglna nefndarinnar?
Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir,
símstöðvarstjóri í Garði í 40 ár.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Garðskagaviti á Suðurnesjum.
Sandgerði og Garður eiga nafnið Suðurnes
✝ Ásgeir Sumar-liðason fæddist
í Reykjavík 26.12.
1939. Hann lést á
Ísafold (Þórsmörk)
28.4. 2018. For-
eldrar Ásgeirs
voru Sumarliði
Gíslason sjómaður,
f. 14.3. 1892, d.
1969, og k.h. Bót-
hildur Jónsdóttir
húsmóðir, f. 18.10.
1897, d. 1989. Ásgeir var yngst-
ur ellefu systkina. Eftirlifandi
eru Gíslína, Sigríður, Stella,
Inga, Gísli og Birgir.
Ásgeir giftist hinn 5.4. 1969
Valgerði M. Guðmundsdóttur
snyrtifræðingi, f. 14.7. 1947.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Ólafsson, skipstjóri og
síðar gjaldheimtustjóri í Hafn-
arfirði, f. 7.11. 1921, d. 1995,
og Arnfríður Kristín Arnórs-
dóttir húsmóðir, f. 23.12. 1923,
d. 2015. Fyrir átti Ásgeir syn-
ina Hilmar, f. 26.3. 1962, giftur
Anne Frandsen og eiga þau tvö
börn, og Þóri, f.
25. 8. 1963, giftur
Bettinu Ásgeirsson
og eiga þau fjögur
börn.
Börn Ásgeirs og
Valgerðar eru:
1) Guðmundur,
f. 8.11. 1968, giftur
Birnu Ívarsdóttur
Sandholt og eiga
þau fjögur börn. 2)
Valur, f. 30.9.
1974, sambýliskona Laufey
Guðmundsdóttir og eiga þau
fjögur börn. 3) Hildur, f. 14.7.
1977, gift Bjarna Friðriki Jó-
hannessyni og eiga þau þrjú
börn.
Ásgeir ólst upp á Hverfis-
götu í Reykjavík. Hann starfaði
fyrst sem símsmiður hjá Síman-
um og svo lengst af sem krana-
bílstjóri. Einnig var Ásgeir
sjálfstætt starfandi vörubíl-
stjóri.
Útför Ásgeirs fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag, 15.
maí 2018, klukkan 13.
Með þessum ljóðlínum langar
mig að kveðja minn ástkæra eig-
inmann Ásgeir (Geira) með
þakklæti efst í huga.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Takk fyrir allt og allt. Hvíl í
friði.
Þín ávallt,
Vala.
Elsku pabbi minn.
Að setjast niður og skrifa
minningargrein um þig er svo
óraunverulegt. Margt brölluðum
við saman í gegnum tíðina og
það eru dýrmætar minningar
sem ylja manni um hjartarætur í
gegnum þessa óbærilegu sorg.
Efst í huga eru samverustund-
irnar okkar í sumarbústaðnum
sem voru ófáar og skemmtilegar
og auðvitað má ekki gleyma ut-
anlandsferðunum með þér og
mömmu sem voru ýmist á sólar-
strönd eða í stórborgum. Ofar-
lega í huga er þegar þú, mamma
og amma komuð að sækja mig til
USA eftir að hafa dvalið þar sem
skiptinemi í eitt ár á mínu 19. ári
og náðum við að ferðast þaðan
líka til Kanada og enn þann dag í
dag eru samskipti við fólkið sem
tók mig að sér. Einnig ber að
nefna fótboltaleikina með þínu
gamla liði Fram, þar sem þú
bæði dæmdir fyrir og spilaðir
með enda mikill fótboltaáhuga-
maður.
Í seinni tíð þegar ég og Bjarni
minn vorum að eignast okkar
fyrsta hús saman varst þú ávallt
fyrstur á staðinn til að hjálpa
sem lýsti best þínum innri manni
og ekki leyndi stoltið sér þegar
við eignuðumst demantana okk-
ar þrjá, þau Valgerði Tinnu,
Þóru Margréti og Jóhannes Ás-
geir. Búa þau að dýrmætum
minningum um yndislegan afa
sem við munum hjálpa þeim að
varðveita. Þrátt fyrir að farið var
að halla undan fæti hjá þér í
seinni tíð sástu alltaf spaugilegu
hliðarnar á öllum málum, enda
með eindæmum mikill húmoristi
og hafðir gaman af því að stríða
fólki, sem þú gerðir óspart þrátt
fyrir að vera orðin mjög veikur
undir það síðasta. Á Ísafold
varstu að sjálfsögðu vel liðinn og
meira að segja gastu strítt bæði
öðrum vistmönnum sem og
starfsfólkinu. Ekki leyndi sér í
þínum veikindum hversu starfs-
fólkinu á Ísafold þótti vænt um
þig.
Elsku pabbi, þú getur vart
ímyndað þér hversu ævinlega ég
er þakklát fyrir það að þú gast
fylgt mér upp að altarinu og
glaðst með okkur í brúðkaupi
okkar í maí í fyrra, hvað þú
naust þín og skemmtir þér vel
var unaðslegt.
Elsku mamma mín, missir
þinn er mikill enda kletturinn í
hans lífi og munum við fjölskyld-
an gera allt í okkar valdi til að
gera ókomin ár bærilegri um leið
og við vottum þér okkar dýpstu
samúð. Minningu um einstakan
mann varðveitum við í hjörtum
okkar um ókomna tíð. Hafðu
þökk fyrir allt og njóttu ferð-
arinnar í sumarlandið og veit ég
að þar verður tekið vel á móti
þér.
Söknuður um æðar rennur,
horfi til baka
á liðnar stundir
sem ekki voru.
Aðeins ósk í mínu hjarta,
ég finn til.
Nú okkar tími
liðinn er,
aðeins minningar
eftir standa.
Þína hönd í mína set,
þakka fyrir
það sem var.
Nú ég veit
en kannski of seint
að mér gafstu allt
sem þér var unnt.
Elsku pabbi
nú tími kominn
til að kveðja,
þakka fyrir
þínar gjafir
sem gafstu mér.
(Höfundur ókunnur.)
Elska þig og sakna!
Þín dóttir,
Hildur Dögg
Ásgeirsdóttir.
Ásgeir
Sumarliðason