Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Mig langar að
minnast kollega
míns, Sigríðar Ein-
arsdóttur, sem fall-
in er frá. Fregnin um andlát
Sigríðar kom eins og þruma úr
heiðskíru lofti, Sigríður geislaði
ávallt af lífsþrótti og gleði, það
er mikill missir að henni.
Framlag Sigríðar til píanó-
kennslu og menntunar píanó-
kennara landsins og þá einlæg-
ur áhugi hennar og stuðningur
Sigríður
Einarsdóttir
✝ Sigríður Ein-arsdóttir fædd-
ist 7. júní 1943. Hún
varð bráðkvödd 29.
apríl 2018.
Sigríður var
jarðsungin 11. maí
2018.
við tónlistarfólk og
störf þess var mik-
ilvægur hlekkur í
þeirri keðju sem
myndar hið þrótt-
mikla tónlistarlíf
sem við státum af á
Íslandi. Ég minnist
Sigríðar með sökn-
uði og þakklæti og
sendi fjölskyldunni
hugheilar kveðjur
á þessum erfiðu
tímum með tilvitnun í bók Árna
Kristjánssonar um Chopin:
„Ekkert tónverk er ein sam-
felld opinberun. Tónverkinu
vindur fram í tímanum. Hið
liðna var, hið ókomna verður,
en ekkert er nema í minni þess
er við tekur.“
Nína Margrét Grímsdóttir.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð
og vináttu við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR BALDVINSSONAR,
Norðurbakka 25b,
Hafnarfirði.
Lizzi Baldvinsson
Kristína Sigurðardóttir
Sjöfn Sigurðardóttir Thomas R. Madsen
Alexandra Kristína Madsen Helena Björk Madsen
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA SIGURBJÖRG
ÞORSTEINSDÓTTIR,
skólastjóri og kennari,
lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli, Hvolsvelli,
laugardaginn 5. maí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu. Viljum við koma á framfæri þakklæti til
starfsfólksins á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, fyrir umhyggju og hlýju.
Jón Þorsteinn Hjartarson
Óskar Aðalsteinn Hjartarson
Sigríður Anna Hjartardóttir
Arna Þöll Bjarnadóttir
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ÞÓRU SÆMUNDSDÓTTUR,
Dalbraut 27, áður Rauðagerði 8,
Reykjavík.
Sæmundur Hafsteinn Þórðarson, Boonluan Aphaiklang
Kristján Sigurður Þórðarson, Edna Yongco Þórðarson
Gunnar Þórðarson, Sigrún Steingrímsdóttir
Árni Þór Þórðarson, Carolyn Bonny Ósk Tómasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, bróðir minn,
faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og
langalangafi,
GÍSLI BÖÐVARSSON,
Mánabraut 10, Þorlákshöfn,
lést laugardaginn 7. apríl.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
á Selfossi fyrir hlýhug og umönnun í veikindum hans.
Guðrún Oddsdóttir
Jónína Böðvarsdóttir Hans Hilaríusson
Guðbjörg Gísladóttir Sigurður Guðjónsson
Böðvar Gíslason María Sigurðardóttir
Rafn Gíslason Sigurlaug B. Gröndal
Jón Ellert Gíslason Kolbrún Viggósdóttir
Gísli Rúnar Gíslason Sylvía Matthíasdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn
✝ Anna Jóhann-esdóttir fædd-
ist á Seyðisfirði 30.
október 1924. Hún
lést á dvalar- og
hjúkrunar-
heimilinu Grund í
Reykjavík 6. maí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhannes
Arngrímsson,
sýsluskrifari á
Seyðisfirði og síðar fulltrúi
fræðslumálastjóra í Reykjavík,
f. 1895, d. 1967, og Guðrún
Soffía Helgadóttir húsmóðir, f.
1890, d. 1974. Systir Önnu var
Agða Vilhelmsdóttir, f. 1916, d.
2012.
Anna giftist 14. júlí 1946
Tómasi Árna Jónassyni lækni, f.
5. október 1923, d. 5. nóvember
2016. Foreldrar Tómasar voru
Jónas Tómasson, bóksali og
organisti á Ísafirði, f. 1881, d.
1967, og Anna Ingvarsdóttir
húsfreyja f. 1900, d. 1943.
Börn þeirra eru: 1) Jónas
tónskáld, f. 21. nóvember 1946,
maki Sigríður Ragnarsdóttir,
fyrrverandi tónlistarskólastjóri,
f. 31. október 1949. Börn þeirra
maki Leon van Mil saxófónleik-
ari, f. 5. júlí 1960.
Anna ólst upp á Seyðisfirði,
stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri og útskrif-
aðist þaðan árið 1945. Hún var
alla tíð heimavinnandi. Þau
Tómas bjuggu í Reykjavík árin
1947 til 1952 og á heimili þeirra
bjuggu á þeim árum einnig
bræður Tómasar sem stunduðu
nám í Reykjavík. Þau bjuggu
síðan á Súðavík til 1953, í
Bandaríkjunum til 1957 meðan
Tómas stundaði þar framhalds-
nám og upp frá því í Reykjavík.
Þau bjuggu heimili sitt í
Hvassaleiti og stóð það jafnan
opið fyrir frændfólki og vinum
fyrir gistingu eða annan viður-
gjörning. Frá árinu 1992
bjuggu þau á Grandavegi og
síðustu árin á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Grund.
Anna og Tómas ferðuðust
mikið bæði innanlands og utan.
Anna var áhugasamur brids-
spilari, las mikið og prjónaði.
Þau Tómas sóttu menningar-
viðburði, ekki síst tónleika,
voru m.a. áskrifendur að tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands og Kammermúsíkklúbbs-
ins frá því þau komu heim frá
Bandaríkjunum, auk þess að
sækja myndlistarsýningar og
leikhús.
Útför Önnu verður gerð frá
Neskirkju í dag, þriðjudaginn
15. maí, klukkan 13.
a) Ragnar Torfi, f.
1973, maki Tinna
Þorsteinsdóttir, f.
1974, börn þeirra
Áshildur Jökla, f.
2009, og Steinunn
Embla, f. 2011. b)
Herdís Anna, f.
1983. c) Tómas
Árni, f. 1985, í sam-
búð með Mary Kay
Hickox, f. 1987. 2)
Jóhannes upplýs-
ingafulltrúi, f. 28. febrúar 1952,
maki Málfríður Finnbogadóttir,
f. 21. janúar 1954. Börn þeirra
a) Helgi, f. 1976, börn hans Jó-
hannes, f. 1997, og Elsa María,
f. 2014. b) Anna, f. 1978, börn
hennar Sara Björk, f. 2003, og
Einar Björn, f. 2005. c) Þórdís,
f. 1979, maki Brynjar Valþórs-
son, f. 1985, sonur þeirra Val-
þór Hrafnkell, f. 2014, fyrir átti
Þórdís Ísar Ágúst, f. 2002, og
Salvöru Móeiði, f. 2010. 3)
Haukur tónskáld, f. 9. janúar
1960, maki Ragnheiður Elís-
dóttir læknir, f. 20. nóvember
1966, dætur þeirra a) Hulda
Kristín, f. 2001, og b) Anna
Soffía, f. 2004. 4) Guðrún Anna
píanókennari, f. 20. mars 1962,
„Síðasti móhíkaninn“ úr
Hvassaleitinu var haft á orði um
Önnu tengdamóður mína í síðustu
jarðarförinni sem hún fór í í lok
nóvember. „Krakkarnir“ heilsuðu
uppá hana og glöddu. Það var
þéttur og kraftmikill hópur fólks í
Hvassaleitinu í Reykjavík sem
byggði saman og ól þar upp stóran
fjörmikinn hóp barna sem settu
svip á umhverfið.
Anna var Seyðfirðingur, fædd
þar og uppalin og flutti nánast að
austan þegar hún fór í MA og út-
skrifaðist 1945. MA-árin voru
skemmtileg og urðu vendipunkt-
ur. Þar eignaðist hún vini til lífs-
tíðar. Í MA kynntist hún líka
skíðamanni og skáta frá Ísafirði,
sem síðar varð lífsförunautur
hennar – en Tómas Árni útskrif-
aðist úr MA 1943. Reykjavík varð
heimili hennar, að undanskildu ári
á Ísafirði sem ráðskona hjá
tengdaföður sínum, kandídatsári
Tómasar í Súðavík og námsdvöl
hans í Bandaríkjunum. Nýlega
sagði hún mér að hún hefði lært að
spila brids á Ísafirði og hefði síðan
spilað í Bandaríkjunum. Eftir
heimkomuna hélt hún áfram að
spila sér til ánægju.
Árin í Bandaríkjunum, með tvo
elstu drengina, voru skemmtileg.
Þar hélt hún sambandi við seyð-
firska vini og kynntist nýjum víða
að úr veröldinni sem þau héldu
sambandi við, með jólabréfunum
og gagnkvæmum heimsóknum.
Síðar bættust dönsku vinirnir í
hópinn.
Þegar fjölskyldan flutti heim
frá Bandaríkjunum voru foreldrar
hennar sest að í Reykjavík. Jóla-
boðin voru fyrst í Mávahlíð, hjá
foreldrum Önnu, en síðar tóku þau
Tómas boðið yfir og buðu uppá
dönskuskotna hlaðborðið hennar
og hressinguna hans Tómasar.
Frá bernskuheimilinu og svarf-
dælskum uppruna föður síns tók
hún upp þann sið að bjóða til
laufabrauðsgerðar á aðventunni.
Eftir að við Jóhannes, sonur
Önnu og Tómasar, stofnuðum
heimili áttum við Anna fjölbreytt
og skemmtileg 44 ár. Ef Anna var
ekki í ferðalagi utanlands eða inn-
an eða með gesti, þá leysti hún
danskar krossgátur, fór í sólbað
með Lísu vinkonu, skoðaði brids-
þáttinn í blöðunum, lagði kapal,
prjónaði, las eða bjó til appelsín-
umarmelaðið sitt.
Fyrri hluta samleiðar okkar
voru það hún og Tómas, sem
studdu, gættu barna, buðu í mat,
Anna prjónaði á börnin og við fór-
um saman í ferðir. Síðar snerist
stuðningurinn við. Jói keyrði þau
vestur, árin okkar á Hólum í
Hjaltadal nutu þau þess að vera
hjá okkur. Þegar Tómas keyrði til
Akureyrar var áð um tíma á Hól-
um í báðum leiðum. Þau hjónin
héldu uppá 60 ára brúðkaupsaf-
mælið sitt þar 2006. Við fórum
saman í Evrópuferð, til Parísar,
Amsterdam, nokkrum sinnum til
Flateyjar á Breiðafirði, Akureyr-
ar, í Fnjóskadalinn og víðar.
Síðustu árin heima komu þau
reglulega í mat til okkar gjarnan
tvisvar í viku og matarboðin
þeirra færðust að hluta til okkar
Jóa og þeirra vinir urðu okkar vin-
ir.
Heimili þeirra síðustu fjögur
árin var á Grund. Þar héldu þau
uppá 70 ára brúðkaupsafmælið
sitt. Fyrir 18 mánuðum missti hún
Tómas og dvaldi ein á Grundinni
eftir það. Það var vel um hana
hugsað og starfsfólkið þolinmótt
og velviljað. Hún sofnaði þaðan
tilbúin að fara og hitta Tómas.
Síðasti „móhíkaninn“ er farinn
– blessuð sé minning Önnu.
Málfríður Finnbogadóttir.
Mig langar að kveðja elskulega
tengdamóður mína, Önnu Jóhann-
esdóttur, fáeinum orðum og
þakka um leið samveru og stuðn-
ing í nær hálfa öld.
Anna var í blóma lífsins er ég
kynntist henni snemma á áttunda
áratugnum og þótti mér strax
mikið til hennar koma, enda var
hún óvenju glæsileg kona. Útlit
hennar var örlítið framandi, stór,
tindrandi augu í fallegu, sólbrúnu
andliti sem var umkringt dökkum,
glansandi hárliðum, og allt fas
hennar og viðmót bar svip heims-
konunnar. Anna var glaðvær og
skemmtileg og hafði oft sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum,
sem hún var óhrædd að láta í ljós.
Hún sá hlutina stundum frá öðru
sjónarhorni en aðrir og mörg til-
svör hennar voru skörp, fyndin og
eftirminnileg. Hún og Tómas
Árni, eða Addi eins og hún kallaði
hann gjarnan, höfðu verið búsett
lengi erlendis og heimilisbragur-
inn bar þess vott. Anna stjórnaði
stóru heimili, þar sem gestrisni og
greiðvikni voru í hávegum höfð.
Gríðarlegur gestagangur var á
heimilinu dags daglega auk fjöl-
breyttra og tíðra veisluhalda og
voru gestirnir erlendir jafnt sem
innlendir. Anna var einstaklega
flink að halda gestaboð og þar
nutu hæfileikar hennar sín til
fullnustu. Mér er minnisstætt að
hún var ævinlega mætt fín og
strokin í kokteilinn þegar gestirn-
ir komu eins og hún hefði ekkert
haft fyrir þeim. En það var öðru
nær, því hún undirbjó veislurnar
af einstökum frumleika og mikilli
vandvirkni svo að aldrei fór neitt
úrskeiðis. Þau Tómas tóku oft á
móti vinum okkar Jónasar og
ógleymanlegt er þegar þau létu
sig ekki muna um að bjóða Sunnu-
kórnum öllum heim í Hvassaleitið.
Anna og Tómas ferðuðust víðs
vegar um heiminn en voru einnig
dugleg að ferðast innanlands og
nutum við, fjölskyldan á Ísafirði,
oft góðs af samvistum við þau þar.
Við gistum jafnan á heimili þeirra
í Hvassaleiti og síðar á Granda-
vegi í heimsóknum okkar suður og
þar var alltaf tekið á móti okkur
með ástríki og hlýju eins og ekk-
ert væri sjálfsagðara. Þau voru
börnum okkar einstaklega ljúf og
góð og ófáir voru Olsenarnir sem
voru lagðir á borðstofuborðinu.
Þau höfðu alltaf mikinn áhuga á
og fylgdust náið með því sem
barnabörnin voru að fást við, bæði
í námi og tómstundum.
Tómas og Anna bjuggu síðustu
árin á heimili aldraðra á Grund, og
tóku þar á móti fjölskyldu og vin-
um með sömu hlýju og notaleg-
heitum og áður. Samband þeirra
var ávallt einstaklega kærleiks-
ríkt og fallegt og sumarið 2016
fögnuðu þau 70 ára brúðkaupsaf-
mæli, en nokkrum mánuðum síðar
lést Tómas. Nú hafa þessi elsku-
legu hjón bæði kvatt þennan heim
eftir farsæla og auðuga ævi og ég
vona að Anna sé búin að finna
hann Adda sinn hinum megin.
Sigríður Ragnarsdóttir.
Mér lærðist snemma að þegar
amma setti upp pókersvipinn og
sagði kæruleysislega: „Óttalega
er þetta eitthvað rytjulegt hjá
mér“, væri réttast að drífa út
tvistana og fækka spilunum áður
en hún lokaði. Amma var flink í
rommí og spilastokkarnir voru
sjaldnast langt undan í Hvassa-
leitinu. Mörgum árum síðar spil-
uðum við saman brids þegar vin-
ahjón mættu í kvöldheimsókn. Afa
var sérkennilega létt þegar ég
leysti hann af hólmi en af bridsaf-
rekum okkar ömmu fara fáar sög-
ur.
Af öðrum minningabrotum má
nefna að viðmót og fas ömmu og
afa var litað hlýju, nærveran góð
og alltaf gáfu þau sér tíma til að
sinna misgáfulegum hugmyndum
ungs manns. Að verja síðdegi til
að fylgja stráksa í 2-3 hringferðir í
leið þrjú með stoppi á endastöð
Seltjarnarness, í þeim eina til-
gangi að skoða Reykjavík úr
strætó – afgreitt orðalaust.
Þá voru margir dásemdar-
morgnar fyrir átta ára gutta að
spássera með ömmunni í sólinni
að Austurveri eftir fersku brauði
sem var svo borið fram með nýlög-
uðu marmelaði að hætti húsmóð-
urinnar. Í kjölfarið fylgdu gjarna
heimsóknir til eða frá nágrönnum
sem alltaf voru til í sprell með
stráksa, morgunkaffi eða kapla-
kennslu.
Hvassaleitið fyrir tíma Kringl-
unnar var líka ævintýraland og
amma sendi mig auðvitað út í mýri
með krökkunum í götunni svo
klukkustundum skipti. Þegar príl-
að var utan á svölum eða uppi á
þaki var amma sallaróleg, tók öllu
af stóískri ró. Já, amma var alveg
sultuslök.
Og hún var líka pottþétt. Restin
af fjölskyldunni var dálítið á ferð-
inni, oft var einhver á leið til út-
landa og þá var amma vöknuð
fyrst allra, klukkan hálffjögur hér
um bil, á morgunsloppnum með
kaffið tilbúið að fletta mogganum,
allt klárt. Líka ristað brauð fyrir
forvitna stráka. Því amma var
áreiðanleg og ávallt undirbúin.
Amma var heimsborgari, ferð-
aðist víða og brá fyrir sig tungu-
málum innfæddra án vandkvæða,
hún var líka mjög töff, sólgleraug-
un yfirleitt í seilingarfjarlægð og
klæddist gjarnan nýjustu tísku.
Hún fylgdist einnig náið með nýj-
ustu tækni og vísindum eins og
ráða mátti af bókakosti heimilisins
og tímaritum. Þegar til sögunnar
komu símtæki sem hægt var að
færa úr stað var amma snögg til
og lét sér ekki duga minna en 10
metra snúru svo hægt væri að
þræða sig á milli herbergja án
þess að gera hlé á máli sínu.
Þá sauð amma hrísgrjón í ör-
bylgjuofni löngu áður en við hin
lærðum að poppa með sömu
tækni. Reyndar var hún sérdeilis
flinkur kokkur og gestrisin með
eindæmum.
Heimili þeirra afa var ávallt op-
ið bæði ættingjum og feiknarstór-
um vinahópi. Raunar varð með
tímanum erfitt að greina þarna á
milli því með árunum mynduðust
órjúfanleg vinatengsl, vinabönd
sem afkomendurnir hafa nú
margir hverjir, mörgum áratug-
um síðar, þegið í arf.
Það er erfitt að gera grein fyrir
því í fáum orðum hversu mikið ég
á ömmu og afa að þakka. Þótt
þessi sómahjón séu bæði horfin
sjónum þá verða þau áfram í hugs-
unum mínum og annarra sem
fengu að kynnast þeim.
Ragnar T. Jónasson.
Gráttu ekki
yfir góðum
liðnum tíma.
Njóttu þess heldur
að ylja þér við minningarnar,
gleðjast yfir þeim
og þakka fyrir þær
með tár í augum,
en hlýju í hjarta
og brosi á vör.
Því brosið
færir birtu bjarta,
og minningarnar
geyma fegurð og yl
þakklætis í hjarta.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elsku yndislega Annamma er dá-
in. Hún var mín helsta fyrirmynd í
lífinu, vissi allt, gat allt og kunni
allt. Hún var góð, skemmtileg, já-
kvæð og hreinskilin. Hún kenndi
mér allt sem ég kann og mun ég
reyna eftir fremsta megni að
miðla því öllu áfram til minna
barna. Fróðleikur um íslenska
náttúru, prjónamennska, tungu-
mál, nýtni, spil og kaplar, elda-
mennska og bakstur eru góð
dæmi. Amma var alltaf áhugasöm
um hagi fjölskyldu og vina. Þótt
heyrn og sjón hafi verið farin að
daprast var hún alltaf skýr í koll-
inum og með á nótunum. Elsku
amma var 93 ára og átti gott líf
þótt ýmis veikindi hafi bankað upp
á hjá henni gegnum tíðina. Núna
líður henni vel. Södd lífdaga. Ég
mun sakna ömmu eins og ég
sakna afa. En ég mun ylja mér við
allar góðu minningarnar og hugga
mig við þá vissu að miklir fagn-
Anna
Jóhannesdóttir