Morgunblaðið - 15.05.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018
Álið verður
aftur nýtt
2018 | Ársfundur Samáls
Dagskrá:
8:00 Morgunverður
8:30 Ársfundur
Ragnar Guðmundsson,
stjórnarformaður Samáls
Staða og framtíð íslensks
áliðnaðar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
iðnaðarráðherra
Ávarp
Justin Hughes frá alþjóðlega
greiningarfyrirtækinu CRU
Horfur í áliðnaði á heimsvísu
Líf Lárusdóttir, verkefnastjóri
hjá Gámaþjónustunni
Tækifæri í endurvinnslu-
málum á Íslandi
Olga Ósk Ellertsdóttir
og Studio Portland
Nytjahlutir verða til úr áli
í sprittkertum
Kerti verður til
Nemendahópur úr
Verzlunarskóla Íslands
Pétur Blöndal,
framkvæmdastjóri Samáls
Ál og fiskur
10:00
Kaffispjall að loknum fundi
Ársfundur Samáls verður haldinn í Kaldalóni
í Hörpu 16. maí undir yfirskriftinni Álið verður
aftur nýtt. Fjallað verður um stöðu og horfur
í áliðnaði á Íslandi og á heimsvísu. Rýnt er
í tækifæri til að gera betur í söfnun, flokkun
og endurvinnslu áls. Sýningin #Endurvinnumálið
verður sett upp og fulltrúar hönnunarteyma segja
frá gerð nytjahluta úr áli í tilefni af endurvinnslu-
átaki áls í sprittkertum.
Boðið verður upp á morgunverð og að fundi
loknum verður kaffi og veitingar.
Fundarstjóri er Bjarni Már Gylfason.
Skráning fer fram á vefsvæði Samáls:
www.samal.is.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta gerir okkur kleift að pakka
laxinum í kassa við einnar gráðu
frost árið um kring. Með því tryggj-
um við mestu mögulegu gæði og
fiskurinn fær 3-5 daga auka-
geymsluþol,“ segir Guðmundur
Gíslason, stjórnarformaður Fisk-
eldis Austfjarða. Búlandstindur á
Djúpavogi sem slátrar og pakkar
laxinum fyrir fyrirtækið hefur tekið
í notkun nýtt kerfi, svokallað ofur-
kælikerfi, við slátrun á laxi.
Kerfið er hannað af fyrirtækinu
Skaginn 3X. Það afkastar allt að 13
tonnum á sólarhring. Ekki þarf að
setja nema lítið af ís í kassana til
kælingar við útflutning. Það sparar
flutningskostnað og umbúðirnar
nýtast betur. Þá er það mikilvægt að
ofurkælingin lengir geymsluþol
fisksins. Guðmundur segir að það
komi sér vel vegna þess að Ísland er
lengra frá mörkuðum en helstu sam-
keppnislönd.
Slátra fyrir bæði fyrirtækin
Laxar fiskeldi sem er að byggja
upp laxeldi í Reyðarfirði og víðar á
Austfjörðum hefur keypt þriðjungs-
hlut í Búlandstindi á móti Fiskeldi
Austfjarða og hlutafélagi heima-
manna. Búlandstindur mun slátra
fyrir bæði fyrirtækin og mun nýja
kerfið auðvelda það.
„Þetta gengur mjög vel. Við erum
að slátra um 100 tonnum á viku.
Markaðir eru einstaklega góðir, hátt
verð og mikil eftirspurn,“ segir Guð-
mundur.
Fiskeldið hefur mikil áhrif í
Djúpavogshreppi. Um 40 starfs-
menn eru hjá Búlandstindi og 20 við
sjókvíaeldi Fiskeldis Austfjarða
þannig að bein störf við eldið eru 60 í
um 460 manna sveitarfélagi.
Bæði fiskeldisfyrirtækin eru í
stækkunarferli og bíða eftir nýjum
leyfum. Fiskeldi Austfjarða hefur
leyfi fyrir eldi á 11 þúsund tonnum í
Berufirði og Fáskrúðsfirði og hefur
sótt um stækkun í báðum fjörðunum
og nýtt eldissvæði í Stöðvarfirði.
Ofurkæling á laxi við
slátrun á Djúpavogi
60 starfa við fiskeldi, slátrun og pökkun á Djúpavogi
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Búlandstindur Unnið við snyrtingu á regnbogasilungi í frystihúsi Búlands-
tinds á síðasta ári. Nýja kerfið nýtist við laxaslátrun sem nú er í gangi.
Maður, sem ákærður hefur verið
fyrir kynferðisbrot í starfi sínu sem
botsíaþjálfari á Akureyri neitaði al-
farið sök þegar mál hans var þing-
fest í Héraðsdómi Norðurlands
eystra í gærmorgun.
Maðurinn er ákærður fyrir að
hafa haft samræði og önnur kyn-
ferðismök við þroskaskerta konu í
fjölda skipta á tímabilinu frá því í
júní 2014 og fram í júní 2015.
Nýtti sér yfirburði sína
Dómstóllinn hefur gert hluta
ákærunnar aðgengilegan en réttar-
hald í málinu er lokað. Er maðurinn
sagður hafa nýtt sér yfirburði sína
og aðstöðumun gagnvart konunni,
sem er með þroskahömlun og „gat
því ekki skilið þýðingu verknaðar-
ins“, að því er fram kemur í ákæru.
Segir í ákærunni að manninum
hafi verið kunnugt um fötlun kon-
unnar vegna tengsla sinnar við
hana sem þjálfari.
Þá hafi hann útvegað henni hús-
næði og bíl í janúar 2015 og hafi
nýtt sér trúnað hennar í sinn garð.
Aukinheldur hafi hann gerst per-
sónulegur talsmaður hennar í maí
2015.
Er þess krafist að maðurinn verði
dæmdur til refsingar og greiðslu
alls sakarkostnaðar, en einnig er
lögð fram einkaréttarkrafa fyrir
hönd konunnar. Er þess krafist þar
að hann greiði henni tvær milljónir
króna í miskabætur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þingfesting Maðurinn, sem er ákærður, kemur í Héraðsdóm Norðurlands
eystra á Akureyri. Hann neitar sök í málinu, sem þingfest var í gær.
Ákærður fyrir brot
í starfi þjálfara
Neitaði sök fyrir héraðsdómi í gær