Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.2018, Blaðsíða 27
Pálmi Jónasson Halldóra Sigurjónsdóttir skólastj. Húsmæðraskólans á Laugum Halldór Víglundsson smiður og síðar vitavörður Kristín Halldórsdóttir alþm. og húsfreyja Ásta Jónasdóttir kennari í Rvík Jónas Bjarnason efnaverkfr. og næringarfræðingur Kristín Jónsdóttir húsfr. á Litlu-Laugum, systurdóttir Einars Ásmundssonar alþm. í Nesi Björn Jónsson ritstjóri Fróða á Akureyri Arnór Sigurjónsson skólastj. og rithöfundur Ingi Tryggvason fyrrv. form. Stéttarsambands bænda Unnur Sigurjónsdóttir húsfr. á Laugabóli í Reykjadal Bragi Sigurjónsson alþm., ráðherra og ritstj. Dags Halldór Halldórsson fyrrv. yfirlæknir á Kristnesi Svanhildur Halldórsdóttir fyrrv. félagsmálafulltr. BSRB Þóranna Pálmadóttir húsfr. á Akureyri og á Siglufirði Pétur Pétursson kaupm. á Akureyri og á Siglufirði Anna Pétursdóttir bókari í Rvík Kristján Jónasson læknir í Rvík Bjarni Benediktsson kaupm. og útgerðarm. á Húsavíkryndís Bjarnadóttir húsfr. í Rvík BSigtryggur Sigtryggssonritstjórnarfulltr. á Morgunblaðinu Gunnar Bjarnason hrossaræktaráðunautur Halldór Gunnarsson fyrrv. prestur í Holti Hansína Benediktsdóttir húsfr. í Rvík Jónas Kristjánsson læknir og alþm. á Sauðárkróki, stofnandi NLFÍ, systursonur Jóhannesar Nordal íshússtj. afa Jóhannesar Nordal fyrrv. seðlabankastjóra Úr frændgarði Pálma Jónassonar Jónas Kristjánsson fyrrverandi ritstjóri DV Sigurjón Friðjónsson skáld, alþm. og oddviti á Litlu-Laugum í Reykjadal, af Sílalækjar- og Hólmavaðsætt Bjartmar Guðmundsson alþm. Heiðrekur Guðmundsson skáld Guðmundur Friðjónsson skáld og b. á Sandi í Aðaldal Karl Ísfeld ritstjóri og rithöfundur Áslaug Friðjónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Erlingur Friðjónsson kaupfélagsstj. og alþingismaður Svanborg Stefanía Bjönsdóttir húsfr. á Hauksstöðum Víglundur Helgason b. á Hauksstöðum, systursonur Árna í Garði, föður Þuru í Garði og afa Þorgríms Starra hagyrðings í Garði, af Hraunkotsætt skrifaði ég í tvö ár. Vann um tíma við að endurgera ferðabækur fyrir netið en það varð ekki sú framtíð- arvinna sem vonast var eftir. Ég ætlaði alltaf að verða merkilegt skáld en skáldagyðjan hefur ekki alveg birst mér ennþá. Ég hef alltaf verið lífsnautnamað- ur og haft gaman af öllu sem teng- ist matseld. Á hlut í bát og hef gengið um fjöll og firnindi til að skjóta dýrindis fugla. Skrifaði um vín í Krónikkuna og DV á árunum 2007 og 2008. Árið 2006 bjó ég um tíma á veitingahúsinu Hostaria di Cansignorio hjá Sirpu og Tiziano í Castelceriono í Soave á Ítalíu og hjálpaði til í eldhúsinu. Síðast þegar ég vissi var enn boðið upp á „Torta di Palmi“ eftir minni uppskrift.“ Svo hefur þú verið að bæta við þig háskólagráðu fyrir tæpum þremur árum, á miðjum starfs- aldri? „Já. Það er mikilvægt að kanna öðru hverjuu hvort heilasellurnar virki. Ég fór í blaðamannaskólann í Árósum árið 2006 með 16 öðrum fréttamönnum víðs vegar af Norð- urlöndum og við sátum fjölda fyrir- lestra og ferðuðumst saman vítt og breitt um Evrópu. Það jók víðsýni og sjálfsöryggi í faginu. Á gamals- aldri tók ég svo upp á því að fara í tveggja ára MBA-nám í stjórnun á ensku við Háskólann í Reykjavík. Ætli það hafi ekki verið grái fiðr- ingurinn. Ég vildi síður skipta um konu og held ég væri hálfkjána- legur á mótorhjóli svo ég skellti mér bara í krefjandi nám og sé ekki eftir því.“ Fjölskylda Eiginkona Pálma er Sigrún Thorlacius, f. 10.2. 1968, aðstoðar- forstöðukona í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Foreldrar hennar eru hjónin Ásdís Kristinsdóttir, f. 29.4. 1939, og Kristján Thorlacius, f. 30.10. 1941, búsett í Reykjavík. Dætur Pálma og Sigrúnar eru Hera, f. 1989, mannfræðingur; Auð- ur, f. 1997, stúdent; Kristín, f. 2002, og Áslaug, f. 2006. Systkini Pálma eru Kristján Jón- asson, f. 27.3. 1964, jarðfræðingur; Pétur Jónasson, f. 24.12. 1970, kerf- isfræðingur, og Halldóra Jónas- dóttir, f. 7.1. 1974, flugmaður. Foreldrar Pálma: Jónas Krist- jánsson, f. 5.2. 1940, fyrrv. ritstjóri Vísis, DB og DV, og Kristín Hall- dórsdóttir, f. 20.10. 1939, d. 14.7. 2016, alþingismaður, húsfreyja og starfsmaður Kvennalistans. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 • Gamli lykillinn virkar áfram • Vatns- og vindvarinn Verð: 39.990 kr. LYKILLINN ER Í SÍMANUM Lockitron Bolt gerir snjallsímann þinn að öruggum lykli til að opna fyrir fjölskyldu, vinum eða öðrum gestum þegar þér hentar og hvaðan sem er. Þægilegt og öruggt. Þú stjórnar lásnum og fylgist með umgengni í símanum. Hægt er til dæmis að opna fyrir börnunum eða iðnaðarmönnum tímabundið án þess að fara heim eða lána lykil. Lockitron Bolt snjalllásinn fæst í Vélum og verkfærum. Sölumenn okkar taka vel á móti þér. Grímur Thomsen fæddist áBessastöðum á Álftanesi15.5. 1820. Foreldrar hans voru Þorgrímur Tómasson, gull- smiður, ráðsmaður á Bessastöðum og alþingismaður, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja. Eiginkona Gríms var Jakobína Jónsdóttir en sonur Gríms og Magdalene Thoresen var Axel Peter Jensen, f. 1843. Grímur var ekki í Bessastaðaskóla en lærði hjá Árna Helgasyni prófasti í Görðum og biskupi og lauk hjá hon- um stúdentsprófum 1837. Hann hóf nám í lögfræði við Hafnarháskóla en snéri sér brátt að heimspeki og bók- menntum, lauk mag.art.-prófi 1845, með ritgerð um Byron lávarð. Það rit varð helsta kynning sem Danir fengu af Byron og var gerð að dokt- orsritgerð með konungsúrskurði 1854. Hann vakti einnig eftirtekt Dana á Johan Ludvig Runeberg og kenndi þeim að meta sinn helsta snilling á þeim tíma, H.C. Andersen. Grímur hlaut konungsstyrk til kynnisfarar um Evrópu árið 1846 og stóð sú ferð í tvö ár. Hann starfaði í danska utanríkismálaráðuneytinu 1848-66, var m.a. aðstoðarmaður sendiherra Dana í Brüssel og Lund- únum og síðast skrifstofustjóri. Hann flutti síðan heim, keypti Bessastaði og var bóndi frá 1868 til æviloka. Hann var ritstjóri Ísafoldar 1878-79, var alþingismaður Rang- æinga 1869-74, Gullbringu- og Kjós- arsýslu 1874-80, og Borgfirðinga 1880-92. Síðast en ekki síst var Grímur eitt helsta ljóðskáld þjóðarinnar á sínum tíma og ljóðaþýðandi. Ljóð hans hafa yfirleitt elst vel. Hann var laus við landlæga mærðina sem einkenndi um of síðrómantíkina, orti sjaldan undir fornum háttum sem þá var þó í tísku, en var formsnillingur, bjó yfir mögnuðum mannlýsingum og var hnitmiðaður í orðavali. Hann var mikill heimsmaður, höfðinglegur í fasi og klæðaburði, íhaldssamur, forn í hugsun, oft orðhvass og mein- hæðinn og varð aldrei orðafátt. Grímur lést 27.11. 1896. Merkir Íslendingar Grímur Thomsen 85 ára Helgi Theódór Andersen Steinn Guðmundsson Sveinn J. Sveinsson 80 ára Guðný Jensdóttir Herdís Guðrún van der Linden Sigurður S. Guðmundsson Sigurgeir Ólafsson Sverrir Ólafsson 75 ára Björn Bjarnason Grétar Vilhelmsson Gunnar Ellert Þórðarson Ingvar Sveinsson Sigrún Arngrímsdóttir Zylfije Zymeri Þórarinn Arnórsson 70 ára Gunnlaugur Björnsson Ingunn Jónsdóttir Jón Kristinn Stefánsson Kristín Ingadóttir Sigríður Guðmundsdóttir Teresa Chylinska 60 ára Brynjólfur Erlingsson Elsa Jóna Sveinsdóttir Guðríður Ágústsdóttir Hannes Halldórsson Ingibjörg J. Friðbertsdóttir Ingibjörg Ólafsdóttir Ingibjörg St. Sigurðardóttir Ingi Óskarsson Margrét Ingimarsdóttir Ólafur Árni Halldórsson Sigríður Erla Eyjólfsdóttir Stefán Halldór Kristvinsson Steindór Helgason Sveinn Þórisson 50 ára Aðalheiður Stefánsdóttir Andrzej Stanislaw Dziekan Guðborg Eyjólfsdóttir Guðríður Einarsdóttir Gunnar Óðinn Einarsson Hildur Björk Þóroddsdóttir Jónína Eyja Þórðardóttir Karel Heiðarsson Kári Vilhjálmsson Kristín S. Helgadóttir Marek Kazimierz Stawarz Oddur Þór Vilhelmsson Óskar Gísli Gylfason Sigurður Karlsson Valgeir Sigurjónsson 40 ára Daria Maria Hewelt Finnur Guðlaugsson Helga Kristín Skúladóttir Ingibjörg H. Ingadóttir Jón Ásgrímsson Peter Joseph Cassidy Pétur Ragnarsson Priscila Jaques Vieira Shijo Mathew Sigurpáll Davíð Eðvarðsson Unnar Vilhelm Karlsson Zanna Volkova 30 ára Auður Eir Guðnadóttir Bartlomiej Suszko Birna Ósk Sigurjónsdóttir Edda Rós Örnólfsdóttir Fjóla Hrund Björnsdóttir Gjergji Guraj Jón Steinar Jónsson Jón Steinar Ólafsson Julia Friederike Sciba Kamil Jan Lewandowski Krzysztof Gasiewski Lilja Rún Kristjánsdóttir Rúnar Kristjánsson Sundra Mae Amate Secong Sylwia Gabinska Til hamingju með daginn 30 ára Rúnar ólst upp á Selfossi, býr þar, var lengi keppnismaður í golfi og er pípulagningamaður. Maki: Guðfinna Jenný Þorsteinsdóttir, f. 1993, nemi í lögfræði við HÍ. Dóttir: Sara Björk, f. 2016. Foreldrar: Kristján Karl Pétursson, f. 1964, bif- vélavirki, nú búsettur í Kanada, og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, f. 1965, búsett í Kanada. Rúnar Kristjánsson 30 ára Jón Steinar ólst upp á Hellissandi, býr í Reykjavík og starfar hjá Smyril Line Cargo í Hafnarfirði. Maki: Kristfríður Rós Stefánsdóttir, f. 1995, flugfreyja að ljúka námi í íþrótta- og heilsufræði. Foreldrar: Ólafur Rögn- valdsson, f. 1954, útgerð- armaður á Rifi, búsettur á Hellissandi, og Hildur Gunnarsdóttir, f. 1956, stuðbolti á Hellissandi. Jón Steinar Ólafsson 30 ára Fjóla Hrund ólst upp á Hellu, er nú búsett í Garðabæ, lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands og er flug- freyja hjá WOW air. Maki: Kristján Jökull Sig- urðsson, f. 1987, forritari. Foreldrar: Björn Sigurðs- son, f. 1947, fyrrv. útibús- stjóri hjá Arion banka á Hellu, og Vilborg Sigurð- ardóttir, f. 1954, hús- freyja. Þau eru búsett á Hellu. Fjóla Hrund Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.