Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 21

Morgunblaðið - 15.05.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. MAÍ 2018 ✝ Helga ÁslaugÞórarinsdóttir var fædd í Reykja- vík 14. júlí 1927. Hún lést mánudag- inn 23. apríl 2018. Hún var dóttir hjónanna Ingi- bjargar Guðmunds- dóttur húsmóður, f. 4.1. 1900, d. 20.6. 1989, og eigin- manns hennar, Þórarins Magnússonar skó- smiðs, f. 29.3. 1895, d. 18.3. 1982. Systkini Helgu voru Guðmundur isútvarpinu og Sjúkratrygg- ingum Íslands en fór síðan í Kennaraskólann og útskrifaðist sem handavinnukennari 1963. Þá hóf hún störf í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði og vann þar í 25 ár en kenndi samhliða námi í Kvennaskólanum og síðar svo í Hagaskóla. Helga var virkur fé- lagi í Þjóðdansafélaginu og kenndi þar dans í áratugi. Helga starfaði einnig mikið í Farfugl- um, Heimilisiðnaðarfélaginu o.fl. félagasamtökum. Hún hafði unun af ferðalögum, hvort sem var innanlands, í Þórsmörk eða berjamó fyrir norðan, eða utan, og hafði farið til 48 landa og tvisvar kringum hnöttinn. Helga var ógift og barnlaus. Helga Áslaug verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í dag, 15. maí 2018, klukkan 15. íþróttakennari, f. 24.3. 1924, d. 29.11. 1996, Magnús, smiður og síðar sviðsstjóri Þjóðleik- hússins, f. 4.1. 1926, d. 11.6. 1996, Guð- björg Ólína ritari, f. 30.11. 1929, d. 13.7. 2016, og Þuríður Þórarinsdóttir hús- móðir, f. 10.3. 1932, d. 26.7. 2017. Helga útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1945 og fór þá að vinna hjá Rík- Helga frænka kvaddi sátt síð- ust af systkinum sínum og búin að eiga góða og viðburðaríka ævi. Hún var vel lesin, mikið sigld og virk kona. Miðað við konur af hennar kynslóð hafði hún ferðast óvenjumikið bæði innan og utan- lands og tekið þátt í ótal ráð- stefnum, þingum, námskeiðum og hverju því sem hennar fjöl- breyttu áhugamál tengdust. Hún var ákveðin kona, ekki allra, en vinamörg og lét ekkert stoppa sig í því sem hún hafði ákveðið að gera sem kristallaðist í að fara á níræðisafmælinu sínu í Þórsmörk og smala í fulla rútu af fólki af því að hún var ekki búin að kveðja mörkina og Slyppugilið. Hún samsamaði sig ekki við sína kyn- slóð, taldi sig eiga meira sameig- inlegt með fólki í kringum fer- tugt. Það var þessi trú og lífskraftur sem kom henni alltaf aftur á lappirnar þó að hún fengi slag, mjaðmagrindarbrotnaði eða hvað það var. Hún var mikill Borgfirðingur þó að hún hefði al- ið manninn í Reykjavík fram yfir áttrætt og bar sterkar taugar til upprunasveitar fjölskyldunnar. Síðustu mánuðir og ár hafa verið henni erfið þar sem hún fann vanmátt sinn og að skrokk- urinn væri að eldast þó að hug- urinn héldist ferskur og var nú í lokin tilbúin að slaka á og gefa sig svefninum langa á vald. Megi hún hvíla í friði. Sigrún Björg Þorgrímsdóttir. Hún Helga okkar Þór hefur kvatt þetta líf. Hún átti langt og fjölbreytt líf. Helga var Farfugl í orðsins fyllstu merkingu. Hún var virkur félagi í Farfuglafélag- inu og ferðaðist mikið erlendis á þeirra vegum og tók þátt í mörg- um alþjóðlegum mótum. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykja- vík og skaraði fram úr í handa- vinnu. Hún fór að vinna hjá Trygg- ingastofnuninni og færði sig síð- an yfir til útvarpsins í Útvarps- húsið við Austurvöll. Þá fór hún í Kennaraskólann og gerðist síðan handavinnukennari. Hún var ein af stofnendum Þjóðdansafélags Reykjavíkur 1951. Hún fór strax í fyrsta sýn- ingarflokk félagsins enda góður dansari. Hún fylgdist vel með öllu sem fram fór í félaginu og tók þátt í sýningum og gerðist danskenn- ari. Hún fór með í flestar sýn- ingar erlendis. Þjóðdansafélagið tók þátt í samstarfi Norðurlanda um þjóðdansa, músík og búninga. Fyrsta ferð félagsins var á al- þjóðlegt mót í þjóðdönsum 1955. Helga var með í þeirri ferð. Næsta ferð var á Norðurlanda- mót í Osló 1963. Þá voru saum- aðir íslenskir þjóðbúningar á alla herrana og það voru saumaðir 6 faldbúningar og nokkrir upphlut- ir af eldri gerð (19. aldar) og Helga saumaði sinn faldbúning. Þetta var í fyrsta sinn sem eldri gerðir af íslenskum þjóðbúning- um (eftirgerðir) voru kynntar og vöktu þær mikla athygli. Eftir Norðurlandamótin 1966 og 1970 var farið í Evrópuferð og sýnt í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Austurríki og Ungverjalandi. Seinna var farið til fleiri Evrópu- landa. Meðan Þjóðdansafélagið var með árlegar vorsýningar kenndi Helga erlenda dansa og lagði sig fram um að hafa allt sem réttast. Hún fékk dansara til að taka þátt í samstarfi um gerð búninganna, því reynt var að dansa í búning- um frá viðkomandi landi, þannig njóta dansarnir sín best. Þegar sýndir voru dansar frá Panama og Suður-Ameríku þurfti oft að útbúa blómaskreytingar og kransa. Helga var óþreytandi í þessu öllu. Hún fór til Japans og þá voru sýndir japanskir dansar í japönskum búningum. Einn dans var frá Mexíkó, dansaður af átta herrum, allir þurftu að styðja sig við staf því þetta var öldungad- ans og allir í eins búningum. Helgu langaði að halda upp á 90 ára afmælið í Þórsmörk, hún fékk rútu og tókst að framkvæma það. Þetta var eftirminnileg ferð, þrátt fyrir rigningu. Það var punkturinn yfir i-ið að fá að vera með í þeirri ferð. Nú er skarð fyrir skildi á mörgum sviðum og við eigum eft- ir að sakna hennar. Blessuð sé minning hennar og við sem höf- um starfað með henni á ýmsum sviðum vottum aðstandendum dýpstu samúð. Dóra G. Jónsdóttir. Það eru orðin mörg ár síðan við Helga hittumst fyrst. Þátt- taka í dansi með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur leiddi okkur saman og síðar meir þegar hún gerðist handavinnukennari. Helga vann alla tíð mikið og óeigingjarnt starf fyrir Þjóðdansafélag Reykjavíkur. Hún var góður danskennari og listakona við að sauma íslenska búninga. Hún kunni ógrynni af erlendum þjóðdönsum og lagði sig mjög eftir að vita sem mest um íslensku vikivakana, vefara- dansinn og gömlu dansana svo eitthvað sé nefnt. Margvísleg tónlist þurfti að vera til svo hægt væri að kenna bæði börnum og fullorðnum erlendu dansana og ekki miklir peningar hjá Þjóð- dansafélaginu til að greiða hljóð- færaleikurum við danskennsluna, svo að við Helga tókum okkur til og söfnuðum erlendu þjóðlögun- um inn á segulbandsspólur, flokkuðum tónlistina eftir því hvort nota ætti spólurnar við barnakennslu eða fyrir fullorðna. Fleiri eftirmiðdaga sátum við á stofugólfinu heima hjá mér við þessa vinnu, sem var að sjálf- sögðu sjálfboðavinna sem gæti nýst hjá Þjóðdansafélaginu. Veturinn 1962–1963 fórum við að leggja leið okkar ásamt fleir- um á Þjóðminjasafnið þar sem Elsa Guðjónssen sá um gömlu ís- lensku búningana. Til stóð að við tækjum þátt í norrænu þjóð- dansamóti á vegum Þjóðdansafé- lagsins vorið 1963 og nú skyldu bæði herrar og dömur klæðast þjóðbúningum eins og þeir hefðu verið á 18. og 19. öld. Við fengum aðstoð frá Elsu til að skoða gömlu búningana, tókum upp snið og teiknuðum upp mynstur og í framhaldi af því fór Helga að knippla blúndur, spjald- vefa bönd, sauma blómstursaum og baldera. Hún varð snillingur í allri þessari gömlu handavinnu og síðan hefur hún gefið Þjóð- dansafélaginu kyrtilbúninga og fleiri búninga og búningshluta sem hún vann sjálf. Hún sá líka í mörg ár um viðhald og útleigu á búningum félagsins. Hún gat líka alltaf tekið fyrirvaralaust að sér að stjórna dansæfingum því að hún kunni dansana sem verið var að æfa hvort sem þeir voru ís- lenskir eða erlendir. Ef við Jón tókum að okkur smá danssýning- ar innan þeirra félaga sem við höfum unnið með, gátum við allt- af leitað til Helgu og hún kenndi okkur hvort sem það var fransk- ur menuett, grískir dansar eða sænski uxadansinn og auðvitað skaffaði hún okkur tónlistina líka. Þetta var ómetanlegt fyrir okkur að geta alltaf leitað til Helgu. Á áttunda áratug síðustu aldar fór Helga með okkur Jóni í eft- irminnilega gönguferð um Hornstrandafriðland. Við Jón vorum með börnin okkar 8 og 14 ára og vorum 6 fullorðin saman. Á þeim tíma voru bakpokarnir með grind og svefnpokarnir teppispokar, lítið um þurrmat og regngallarnir þungir, við vorum því með þungar byrðar. Þetta var vikuferð að mestu í þoku og rign- ingu, en Helga var reynd ferða- kona og var okkur mikill styrkur, alltaf í góðu skapi, þrekmikil og ráðagóð. Við höfum átt margar góðar stundir með Helgu bæði hérlend- is og erlendis til dæmis á norræn- um þjóðdansamótum og þökkum henni þær góðu stundir og ómet- anlega vináttu. Blessuð sé minning hennar, Matthildur Guðmundsdóttir. Helga Áslaug Þórarinsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar Elsku pabbi, tengdapabbi og afi okkar hefur nú kvatt okkur eftir erfið veikindi sl. ár. Hans er sárt saknað enda var hann ætíð ljúfur og góður félagi. Það var alltaf stutt í brosið og kímnina hjá honum enda var hann alls staðar vel liðinn þar sem hann vann og var í gegnum tíðina. Hann var alltaf þekktur sem mikill snyrtipinni og lagði mikið á sig til að hafa hlutina í röð og reglu. Það er ljúft að minnast þess að hann hafi upplifað draum sinn að eignast mótorhjólið sitt á sínum síðustu og bestu árum. Hann talaði mikið um hjólið sitt og naut þess að hjóla og pússa tryllitækið. Þar fyrir utan var golfið hon- um hugleikið og þar fann hann sig vel og átti góðar stundar í góðra vina hópi. Það er skrýtið að hugsa aftur í tímann og rifja upp allar góðar minningar sem við áttum saman. Þú varst alltaf greiðvikinn og til í að hjálpa börnunum þínum sem þú varst svo stoltur af. Það hrannast að sjálfsögðu upp góð- ar minningar um góðan og traustan mann sem nú hefur kvatt okkur. Maður yljar sér við þessar minningar með söknuði en gerir sér um leið grein fyrir að ekkert varir að eilífu og það er þess virði að njóta allra góðra stunda. Við áttum margar góðar stundir saman í sumarbústaðn- um sem var þér mjög kær og það var gaman að sjá brosið þitt þeg- ar við vorum að rifja upp um daginn þegar sundlaugin uppi í bústað var sett niður og við héld- um að þú og Guðmundur hefðuð orðið undir lauginni þegar hún féll niður í skurðinn. Þér leiddist nú aldrei að stríða örlítið og hlóst ávallt dátt þegar það gekk upp, enda stutt í húm- orinn og kímnina. Það var því mjög erfitt að horfa upp á þig svona veikan og missa þar með alla hæfni til að vera þú sjálfur eða eins og við þekktum þig áður. Undir niðri var alltaf stutt í brosið og auð- velt að fá þig til að hlæja og hafa gaman. Það er klárt í okkar huga að nú sért þú, elsku pabbi, tengda- pabbi og afi okkar, kominn á betri stað þar sem þú getur strítt pínulítið og notið þess að vera eins og þér leið best. Megi góður guð styrkja mömmu í sorg sinni og alla ást- vini. Læt fylgja ljóð sem ég samdi síðustu dagana sem við sátum hjá þér. Nú Drottinn leiðir þina hönd og drúpir höfði í blíðri bæn. Þú ferð nú brátt um draumalönd svífandi á englavæng. Við kveðjum þig með þökk í hjarta fyrir allt hið góða og blíða. Von í brjósti og minningin bjarta vakir milli stunda og stríða. Guð þig geymir með sorg í hjarta gætir þinna gæfuspora. Þú þráir hvíld og sól svo bjarta þú lífið kveður, þá fer að vora. Guðmundur Ásgeirsson, Birna Ívarsdóttir Sandholt og börn. Mig langar til þess að kveðja þig með nokkrum orðum, elsku tengdapabbi. Áttum við ófáar stundir saman og er ég afar þakklát fyrir þær. Mín fyrstu kynni af Geira voru í Tún- hvamminum, Geiri stóð í anddyr- inu og heilsaði mér, ég hugsaði: Rosalega lítur hann vel út, enda einkenndi snyrtimennskan hann um alla tíð. Sumarbústaðurinn var staður þar sem fjölskyldan varði mörgum stundum saman. Geiri kenndi mér að þrífa sund- laugina og vörðum við mörgum stundum út við sundlaugarpall og áttum góðar samræður. Geiri gat verið mjög hlýr og miðlað góðum ráðum ef eitthvað bjátaði á. Geiri var mikill húmoristi og gat nú hlegið mikið að stærðinni minni og banvæna heyrnar- leysinu mínu. Brosið þitt mun lifa ávallt með mér. Barnabörnin voru mjög hrifin af afa sínum enda var hann afar góður við þau. Þegar sjúkdómurinn herj- aði á Geira, þá óttaðist ég oft að hann myndi gleyma mér, en raunin varð ekki sú og það gladdi mig mikið. Geiri sýndi mér og mínu námi mikinn áhuga. Elsku Geiri, þú kenndir mér margt. Snyrtimennskuna og þitt einstaka jafnaðargeð tek ég al- veg til fyrirmyndar. Ég vil þakka þér fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar, minning um þig mun ávallt lifa í hjarta mínu. Laufey Guðmundsdóttir og fjölskylda. Kæri tengdafaðir. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar við hittumst fyrst í Tún- hvamminum haustið 2006. Þú tókst á móti mér opnum örmum, handtak þitt hraustlegt og vina- legt. Léttur, skemmtilegur, með húmorinn í lagi. Hélst með réttu liði í ensku knattspyrnunni. Verra með Fram. Áttir mótor- hjól, leðurvesti í mótorhjóla- klúbbi. Einstakur maður. Samverustundirnar urðu fjöl- margar og samræðurnar fjörleg- ar. Þú varst sögumaður góður, áttir margar sögur af prakkara- sögum þínum enda stríðnispúki mikill. Hlátur þinn smitandi, sást alltaf spaugilegu hliðarnar á málunum. Varst vel inni í öllum málum, misstir ekki af frétta- tíma og fylgdist vel með okkur öllum. Þú varst okkur ávallt hjálp- legur þegar við þurftum að út- rétta eitthvað. Alltaf bauðstu fram aðstoð og varst vinnusam- ur, til dæmis þegar við byggðum okkar hús á Hafravöllum. Það voru eftirminnilegar stundir og mikið hlegið. Þú varst hafsjór þekkingar og veittir góð ráð.Við getum seint þakkað alla þá að- stoð sem þú veittir okkur. Þú varst börnum okkar Hildar góður afi. Fylgdist vel með hvað þau væru að gera og varst dug- legur að spyrja þau spjörunum úr. Þau voru dugleg að heim- sækja þig, bæði í Túnhvamminn og á Ísafold. Þau eiga dýrmætar miningar um þig sem við munum varðveita í sameiningu. Elsku Vala, þú stóðst eins og klettur við hlið Ásgeirs í hans veikindum. Megi góður guð veita þér og fjölskyldunni allri styrk. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherj- ardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Þinn tengdasonur, Bjarni Friðrik Jóhannesson. Elsku afi okkar, takk fyrir all- ar góðu stundirnar saman og allt sem þú gafst okkur. Þú varst góður, hjálpsamur og skemmti- legur. Við söknum þín og elsk- um. Guð geymi þig og varðveiti. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku amma, við munum passa þig vel og umvefja þig ást og hlýju um ókomin ár. Þín afabörn, Valgerður Tinna, Þóra Margrét og Jóhannes Ásgeir. Elsku fallegi brosmildi frændi minn, Ásgeir. Sorgarfregn barst okkur nýlega, um andlát Geira. Þó svo að hann hafi átt við erfið veikindi að stríða um allnokkurt skeið kemur slík fregn einhvern- veginn manni að óvörum. Þó ekki hvað síst finnst mér Geiri hafa horfið í svefninn langa allt of ungur. Svo ég tali nú ekki um óréttlætið sem mér finnst fólgið í því að honum hrakaði stöðugt og veiktist svo illa sem raun bar vitni. Það sem ræður líklega hvað mestu um hamingju hvers manns er samferðafólkið. Hvort sem um er að ræða nánustu fjöl- skyldu, vini eða samferðafólk. Góð samskipti, glaðværð, vænt- umþykja og áhugi fyrir viðfangs- efnum hvers og eins eru dæmi um ákjósanlega eiginleika sem prýddu Geira. Ekki má gleyma brosinu sem var svo einlægt og sjarmerandi. Í þessu brosi var einhver ógleymanleg hlýja og væntumþykja sem virtust engin takmörk sett. Geiri var ávallt hress og kátur með einstakt jafnaðargeð sem hafði mótandi áhrif á alla sem hann umgekkst. Vala mín, börnum ykkar, barnabörnum og fjölskyldum ykkar sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Já þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Takk fyrir fallega góða brosið þitt og glettnina, Geiri minn. Selma Katrín Albertsdóttir Ljúfur og brosmildur. Hlýr og góður. Hvers manns hugljúfi. Heill og sannur. Þetta og svo margt annað prýddi hann Ásgeir Sumarliða- son, sem ávallt var nefndur Geiri, sem nú hefur kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi um- liðin ár. Eðliskostir hans Geira birtust í öllum hans orðum og gerðum. Hann var einfaldlega gegnheill sómamaður. Það er gott að vera í samskiptum við slíkt fólk. Það gerir umhverfi sitt, fólkið í kring, svo miklu betra. Þess vegna sóttist fólk eftir því að eiga hann að vini og geta glaðst og grátið með honum í samfélagi daganna. Börnin sem allt sjá og skilja, þau áttuðu sig líka á þess- um sannleika og sóttu í fé- lagsskap Geira og hann í þeirra. Barnvænn var hann svo eftir var tekið. Ég átti þess kost að eiga góð og regluleg samskipti við Geira í gegnum elskulega eiginkonu hans, Valgerði Guðmundsdóttur, Völu. Við Vala erum kærir vinir og gamlir samstarfsmenn úr Al- þýðuflokknum forðum daga. Það var oft stormasamt í hafnfirskri pólitík á árum áður og forystufólk þurfti að hafa sterk bein til að standast álag og storma. Það gerði Vala svo eftir var tekið; ávallt föst fyrir og ákveðin. En á sama hátt var svo gott fyrir hana að eiga athvarf í mjúkum og góðum Geira heima fyrir, sem allt vildi fyrir hana gera. Enda var þeirra hjónaband á kletti byggt og gagnkvæm virð- ing og væntumþykja til staðar. Hugur minn er ekki síst hjá Völu, minni góðu vinkonu, sem syrgir og saknar sárlega ástvin- ar í stað. Við hjónin verðum því miður erlendis, þegar Geiri verður kvaddur hinstu kveðju, en hugur okkar verður hjá eftirlifandi; Völu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum nákomn- um. Ásgeir Sumarliðason var drengur góður. Góður guð blessi minningu hans um ókomna tíð og líkni eftirlifendum. Guðmundur Árni Stefánsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.