Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 2

Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta, 70 x 100 cm Verð 12.500 kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Skammt frá stíflunni í Elliðaárdalnum synti Svanhildur stolt með fjóra unga sér við hlið, en nýklaktir ungar álfta, gæsa og æðarfugls hafa víða sést síðustu daga. Þó svo að tíðarfarið hafi verið heldur leiðin- legt sunnanlands og vestan síðustu daga er ekki líklegt að það valdi álftaungviðinu á myndinni erfiðleikum og votviðrasamur maímánuður hefur tæpast haft umtals- verð áhrif á fuglavarp enn sem komið er. Álftin er að mestu farfugl og dvelja íslenskar álftir flestar á Bretlandseyjum yfir vetrarmánuðina en hluti þeirra hefur vetursetu á Íslandi, aðallega á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Mývatni. Álftin er með fyrstu farfuglum til landsins á vorin. Þær fyrstu hafa oft sést á Suðausturlandi í lok febrúar, en meðalkomutími þeirra er 4. mars. Síðustu farfuglarnir eru hins vegar að lenda á landinu þessa dagana, en venju samkvæmt kemur þórshani þeirra síð- astur; meðalkomudagur er 23. maí. Nokkru fyrr á ferðinni er náfrændi hans, óðinshaninn, og er meðalkomudagur hans talinn vera 8. maí. Komutími farfugla hef- ur í mörgum tilvikum færst fram um nokkra daga á síðustu árum. Síðustu farfuglarnir að koma til landsins en þórshani er þeirra síðastur Svanhildur stolt með ungana sína Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Sú krafa er ekki gerð til borgarfull- trúa í reglum borgarinnar um hags- munaskráningu að þeir geti hags- muna sinna og tekna í tengslum við útleigu fasteigna. Misjafnt er milli borgarfulltrúa hvernig þessari skráningu er háttað, en sumir þeirra nefna af sjálfsdáðum hvort þeir hafi leigutekjur. Borgarfulltrúum er gert að til- kynna sérstaklega um fasteignir sín- ar sem þeir hafi ekki til nota fyrir sig og fjölskyldu sína. Ekki er gerð krafa um að upplýsingar um útleigu þessara fasteigna séu tilteknar undir þessum sama lið. Þó nefna sumir borgarfulltrúar að fasteignirnar leigi þær út. Dagur B. Eggertsson, Samfylk- ingu, leigir kjallara í eigin fasteign til herrafataverslunarinnar Sturlu og getur útleigunnar. Hjálmar Sveins- son, Samfylkingu, getur sumarhúss í Stykkishólmi og útleigu þess yfir vetrartímann. Kristín Soffía Jóns- dóttir, Samfylkingu, getur fasteign- ar en þar býr hún þó sjálf og hefur engan hluta hennar til útleigu. Sjálfsagt að skrá hagsmunina S. Björn Blöndal, Bjartri framtíð, getur eignar við Laugaveg 141 en ekki er tekið fram að leigutekjur séu af eigninni. Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, getur húss við Bræðraborgarstíg 22, en hún leigir báðar hæðir hússins út. Þess er ekki getið í hagsmunaskráningunni. Aðrir borgarfulltrúar geta engra fasteigna undir þessum lið. Í samtali við Morgunblaðið segir Líf að húseignin við Bræðraborgar- stíg sé í tímabundinni langtímaleigu en hún muni sjálf flytjast í húsið þeg- ar fram líði stundir. Reiknar hún með að húsið verði til leigu tíma- bundið á meðan breytingar á því verði útfærðar af arkitekt. Festi Líf kaup á efri hæðinni síðasta haust en átti þá neðri fyrir. Hún segir að tekjur af neðri hæð- inni, um 90 fermetrum, séu 180 þús- und krónur á mánuði og tekjur af efri hæðinni, um 113 fermetrum, séu 260 þúsund krónur á mánuði. Líf segir að leigan sé undir meðalverði á markaði. „Ég hef alltaf passað að halda þessu í lágmarki og aldrei haft sérstakar tekjur af þessu. Bara þannig þetta standi undir sér,“ segir hún. Aðspurð segir hún sjálfsagt að fram komi í skráningunni upplýsing- ar um leigutekjur. S. Björn Blöndal segir að hann eigi eina eign við Laugaveg sem hafi að jafnaði verið í útleigu. „Það hafa verið stúdentar í henni og síðasta sumar leigði ég hana til ferðamanna í tíu daga eða svo. Nú er í íbúðinni heiðvirður leikskólakennari,“ segir hann. Björn kveðst ekki hafa miklar tekjur af eigninni. Aðspurður segir hann að ákjósanlegt sé að upplýs- ingar um tekjur af leigusölu séu til- teknar í hagsmunaskráningunni. Honum þyki þó ólíklegt að hann muni breyta sinni skráningu enda láti hann af störfum við lok kjörtíma- bilsins. Ekki skylt að skrá leigutekjur Morgunblaðið/Ófeigur Ráðhús Sumir borgarfulltrúar gefa sjálfir upp að þeir leigi út fasteignir.  Hagsmunaskráning borgarfulltrúa gerir ekki ráð fyrir skráningu tekna af útleigu fasteigna þeirra  Fjórir hafa aðrar fasteignir en eigin íbúðir í leigu  Sumir borgarfulltrúar geta leiguíbúðanna Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Hart var tekist á um sölu á fast- eignunum Fannborg 2, 4 og 6, sem áður hýstu bæjarskrifstofur Kópa- vogsbæjar, á bæjarstjórnarfundi í gær. Umræður um söluna stóðu yfir í tæplega tvær og hálfa klukkustund með nokkrum fundarhléum. Minnihluti bæjarstjórnar Kópa- vogs lagði fram tillögu um að fresta sölunni þar sem einungis fjórir dag- ar væru fram að kosningum og taldi eðlilegt að ný bæjarstjórn sem funda mun 20. júní tæki ákvörðun um söluna og skipulag á Fann- borgarreitnum. Meirihlutinn taldi allar forsendur fyrir því að afgreiða kaupsamning- inn á síðasta fundi núverandi bæjarstjórnar og taldi jafnframt að ef af afgreiðslunni yrði ekki gæti það skapað skaðabótaskyldu gagn- vart kaupendum. En meirihluti bæjarráðs hafði áður samþykkt að taka tilboði Stólpa ehf. sem hljóðaði upp á einn milljarð og fimmtíu milljónir króna. Bókanir meiri- og minnihluta gengu á víxl en svo fór að lokum að salan á Fannborg 2, 4 og 6 var sam- þykkt með sjö atkvæðum meirihlut- ans gegn fjórum atkvæðum minni- hlutans. Afgreiðsla kaupsamnings og áætlun um uppbyggingu á Fann- borgarreitnum var sömuleiðis sam- þykkt með sjö atkvæðum gegn fjór- um atkvæðum minnihlutans. Bæjaskrifstofur Kópavogs eru nú til húsa að Digranesvegi 1. Átakafundur í Kópavogi vegna sölu á Fannborg 2, 4 og 6  Vildu fresta afgreiðslu  Meirihlutinn samþykkti söluna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kópavogur Bæjarskrifstofurnar eru nú til húsa við Digranesveg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.