Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
TRÉSMÍÐAVÉLARNAR
FÁST Í BRYNJU
Hefill HMS 850
hefilbreidd 210 mm
54.870
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Ný
vefverslun
brynja.is
L
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Bandsög
Basa 1
kr. 45.115
Slípiband
BTS 800
kr. 38.490
Fréttablaðið birti í gær fréttum lítið en sérkennilegt mál.
Búið var að taka niður auglýs-ingamynd af Degi B. Egg-
ertssyni af húsvegg á horni
Miklubrautar og
Lönguhlíðar.
Einu mesta um-
ferðarhorni
landsins.
KosningastjóriDags sagði í
viðtali við blaðið:
„Eigandi hússins
bauð okkur þetta auglýsingapláss
án endurgjalds. Hann var fyrsti
fótboltaþjálfari Dags (það er eins
og verið sé að ræða um Eið
Smára, innsk. Stst.) og gamall
stuðningsmaður úr Árbænum.
Plássið fékkst án endurgjalds
fyrir fjórum árum og aftur nú.“
Þetta er eitthvert óhrjálegastahorn bæjarins á einhverjum
fjölfarnasta stað hennar. Þarna
eru samkvæmt fréttinni leigðar
út ósamþykktar íbúðir.
Borgarstjórinn hefur sam-kvæmt fréttinni nauðaþekkt
til málsins lengi. En samt hefur
ekkert gerst.
Það fer því vel á því að auglýsaDag þarna. Hann var þar að
lofa „Miklubraut í stokk“.
Rétti upp hönd þeir sem haldaað Miklabraut verði komin í
stokk eftir fjögur ár hvernig sem
kosningar fara. Rétti upp hönd
sem trúa því að Dagur verði
stokkinn burt áður en stokkurinn
kemur. Rétti upp hönd þeir sem
trúa því að Dagur muni þá segj-
ast hafa meint eldspýtnastokk og
það komi fram á leynilegu glæru-
sjói.
Dagur B.
Eggertsson
Auglýsing í stokk
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 22.5., kl. 18.00
Reykjavík 8 rigning
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 10 alskýjað
Nuuk 2 skýjað
Þórshöfn 9 léttskýjað
Ósló 23 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 22 heiðskírt
Lúxemborg 19 þrumuveður
Brussel 19 þrumuveður
Dublin 14 skýjað
Glasgow 15 skýjað
London 21 heiðskírt
París 20 þrumuveður
Amsterdam 20 skúrir
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 24 heiðskírt
Vín 23 heiðskírt
Moskva 19 heiðskírt
Algarve 20 léttskýjað
Madríd 21 skúrir
Barcelona 21 þrumuveður
Mallorca 22 léttskýjað
Róm 20 rigning
Aþena 24 léttskýjað
Winnipeg 22 léttskýjað
Montreal 20 alskýjað
New York 17 rigning
Chicago 14 þoka
Orlando 26 rigning
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
23. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:47 23:03
ÍSAFJÖRÐUR 3:19 23:41
SIGLUFJÖRÐUR 3:01 23:25
DJÚPIVOGUR 3:09 22:40
24 sóttu um embætti forstjóra Vega-
gerðarinnar. Skipað er í embættið til
fimm ára og tekur skipunin gildi 1. júlí.
Þriggja manna nefnd fer yfir hæfni
umsækjendanna.
Þau sem sækja um eru Ásrún
Rudolfsdóttir forstöðumaður, Berg-
þóra Þorkelsdóttir, fyrrv. forstjóri,
Bjarki Einarsson sjómaður, Bjarni Ó.
Halldórsson ráðgjafi, Einar Pálsson
kennari, Guðmundur V. Guðmundsson
forstöðumaður, Hannes A. Hannes-
son, fyrrv. framkvæmdastjóri, Ingunn
Loftsdóttir verkefnastjóri, Kristín
Einarsdóttir sviðsstjóri, Kristín L.
Árnadóttir forstjóri, Lilja G. Karls-
dóttir framkvæmdastjóri, Magnús R.
Rafnsson lektor, Magnús V. Jóhanns-
son framkvæmdastjóri, Ottó V. Wint-
her sérfræðingur, Ólafur K. Guð-
mundsson tæknistjóri, Ólöf
Kristjánsdóttir fagstjóri, Óskar Ö.
Jónsson forstöðumaður, Ragnheiður I.
Þórarinsdóttir forstöðumaður, Róbert
Ragnarsson ráðgjafi, Runólfur
Ágústsson framkvæmdastjóri, Sess-
elja Traustadóttir framkvæmdastýra,
Sigurður Áss Grétarsson
framkvæmdastjóri, Steindór Stein-
dórsson þjónustufulltrúi og Þorsteinn
Egilsson svæðisstjóri.
24 vilja
stýra Vega-
gerðinni
Þriggja manna
nefnd metur umsóknir
Flest bendir til að mikil eftirspurn
verði eftir íbúðum hjá Bjargi íbúða-
félagi en opið hefur verið fyrir
skráningu á biðlista eftir íbúðum í
eina viku eða frá 15. maí. Í gær-
morgun höfðu á fjórða hundrað
manns skráð sig á biðlistann.
Félaginu, sem stofnað var að
frumkvæði ASÍ og BSRB, er ætlað
að bjóða tekjulágum einstaklingum
og fjölskyldum aðgengi að öruggu
íbúðarhúsnæði í langtímaleigu og er
reiknað með afhendingu fyrstu
íbúða í júní á næsta ári. Fram-
kvæmdir eru þegar komnar í gang
við hátt í 240 íbúðir í Grafarvogi og
Úlfarsárdal og mikil uppbygging er í
undirbúningi eða fyrirhuguð víðar í
borginni, á Akureyri, Akranesi,
Sandgerði og Þorlákshöfn. Í sein-
ustu viku var undirritað samkomu-
lag þar sem Reykjavíkurborg veitti
Bjargi vilyrði fyrir lóð í Skerjafirði
vegna byggingar allt að 100 íbúða.
Að sögn Selmu Unnsteinsdóttur,
verkefnastjóra hjá félaginu, hafa
fleiri sveitarfélög sýnt áhuga á upp-
byggingu til að mæta eftirspurn víð-
ar á landsbyggðinni.
Fleiri sveitarfélög banka upp á
Þær skráningar á biðlista sem
berast fyrir 31. júlí fara í pott og
verður þeim sem þá hafa skráð sig
raðað tilviljanakennt í númeraröð
með útdrætti en þeim sem skrá sig á
biðlista eftir það verður raðað upp í
þeirri röð sem umsóknirnar berast.
,,Fljótlega eftir það förum við að
bjóða upp á úthlutun þegar fer að
styttast í afhendingar,“ segir Selma
og á von á að íbúðir sem verið er að
reisa við Móaveg í Spönginni í Graf-
arvogi komi fyrstar til úthlutunar.
Fullgildir félagar aðildarfélaga
ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað
við úthlutun koma til greina við út-
hlutun íbúða. omfr@mbl.is
Á fjórða hundrað hafa þegar skráð sig
Skráningar á biðlista hjá Bjargi íbúðafélagi benda til mikillar eftirspurnar