Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Vonandi get ég komið mér upp
góðri aðstöðu, fengið að keppa á góð-
um hestum og ég mun einnig reyna
að koma mér upp samböndum er-
lendis til að geta kennt þar,“ segir
Klara Sveinbjörnsdóttir, hesta-
stúlka úr Borgarfirði, sem fékk af-
hent helstu verðlaun útskriftarnema
í reiðmennsku og reiðkennslu á ár-
legri reiðsýningu Hólanema um
helgina.
Reiðsýningin er hápunktur loka-
dagskrár hjá BS-nemum í þriggja
ára námi í reiðmennsku og reið-
kennslu en þeir hafa lokið öllum sín-
um prófum og bíða formlegrar
brautskráningar frá Háskólanum á
Hólum í byrjun næsta mánaðar.
Í lok sýningar færði Siguroddur
Pétursson, varaformaður Félags
tamningamanna, nemana í einkenn-
isjakka tamningamanna en hann er
blár með rauðum kraga.
Klara fékk viðurkenningu fyrir
bestan árangur í lokaprófi í reið-
mennsku og einnig verðlaunagripinn
Morgunblaðshnakkinn, sem veittur
er fyrir bestan heildarárangur í öll-
um reiðmennskugreinum í náminu.
Skemmtilegt og fræðandi
„Þetta hefur verið stefnan frá því
ég man eftir mér,“ segir Klara þegar
hún er spurð hvort hún hafi lengi
haft hug á að útskrifast sem reið-
kennari. Hún hefur verið í hesta-
mennsku frá því hún var barn.
„Pabbi hefur mikinn áhuga á hestum
og mamma hefur líka tekið þátt í
þessu áhugamáli með okkur. Svo á
ég líka vinkonu sem er í hesta-
mennsku, Sigrúnu Rós Helgadóttur
frá Mið-Fossum, en hún útskrifaðist
með mér. Ég var mikið heima hjá
henni,“ segir Klara. Sjálf hefur hún
keppt á landsmótum hestamanna frá
því hún var tólf ára. Foreldrar Klöru
eru Sveinbjörn Eyjólfsson og Inga
Vildís Bjarnadóttir á Hvannatúni á
Hvanneyri.
Námið á Hólum er bæði skemmti-
legt og fræðandi, að sögn Klöru. Á
fyrsta árinu er grunnurinn lagður,
hvernig á að sitja hest og þess hátt-
ar. Á öðru árinu er frumtamning,
kennt hvernig eigi að temja trippi. Á
þriðja árinu er reiðkennsla og þjálf-
un á tömdum hestum fyrirferðar-
mest, kennt hvernig á að undirbúa
hesta fyrir keppni og kynbótasýn-
ingu.
Byggja sig upp að nýju
Klara segir að nemendur verði
eiginlega að gleyma öllu sem þeir
kunna fyrir og byggja sig upp að
nýju. Það kalli á mikla sjálfsskoðun
sem reyni mjög á nemendur. Ekki
geti allir aðlagast nýjum vinnu-
brögðum og hætti námi. „Þegar
maður er farinn frá Hólum getur
maður síðan valið það sem maður vill
nota og hvað ekki,“ segir Klara. Hún
tekur fram að góð reynsla sé að fara
í gegnum þetta nám, reiðkennar-
arnir séu góðir og hún geti mælt
með þessu námi við hvern sem er.
Langar til að kenna erlendis
Klara Sveinbjörnsdóttir sópaði að sér
verðlaunum í reiðkennaranámi á Hólum
Fjölskyldan Klara á hestinum með foreldrum sínum, Sveinbirni Eyjólfssyni og Ingu Vildísi Bjarnadóttur. Svein-
björn heldur á Morgunblaðshnakknum og Vildís á verðlaunum Félags tamningamanna.
GÓÐ HEYRN
GLÆÐIR SAMSKIPTI!
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess
að þau þekkja tal betur en önnur tæki.
Tæknin sem
þekkir tal
Nýju ReSound LiNX 3D
eru framúrskarandi heyrnartæki
ReSound LiNX3