Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Björn Björnsson Sæfari Trillan var hífð á land á Sauðárkróki í gær. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Flaki Sæfara, bátsins sem sökk á laugardag við Ingveldarstaðahólma í Skagafirði, var komið á land á Sauð- árkróki í gær. Tveimur mönnum var bjargað og munaði litlu að verr færi. „Þetta er lífsreynsla sem menn óska þess ekki að lenda í. Ég get ekki lýst því hversu snúin hún er á meðan þetta stendur yfir,“ segir Ás- grímur Gísli Ásgrímsson, sem var á bátnum ásamt tengdasyni sínum. Hann segir að skammur tími hafi lið- ið þar til hjálp barst, um þrjátíu mín- útur. „Við gátum verið inni í bátnum í u.þ.b. tuttugu af þessum þrjátíu mínútum. Í tíu mínútur stóðum við frammi á stefninu. Það fór svo sem ágætlega um okkur,“ segir hann. „Það fyrsta sem ég gerði var að segja tengdasyninum að fara í galla. Ég fór síðan sjálfur í galla þegar ég var búinn að fullvissa mig um að hjálp væri á leiðinni. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki bjargað bátnum. Þetta var þá bara spurning um hvernig við gætum notað bátinn og aðstæður til að verja okkur sem best,“ bætir Ásgrímur við. Hann vill koma á framfæri mikl- um þökkum til björgunarsveitar- mannanna fyrir björgunina. „Ég vil koma miklu þakklæti til þeirra, þeir eiga það svo sannarlega skilið. Ég held ég nái aldrei í höndina á þeim öllum,“ segir Ásgrímur. Björgunin mikil mildi  Færir björgunar- sveit miklar þakkir FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Nýjar glæsilegar sumarvörur • Bolir • Kjólar • Túnikur • Stuttbuxur • Kvartbuxur • Leggings • Jakkar • Vesti • Peysur Vinsælu bómullar- og velúrgallarnir til í mörgum litum og í stærðum S-4XL Verið velkomin Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reykjavíkurborg samþykkir ekki að Kjósarhreppur fái að fara í gegnum land borgarinnar á Kjalarnesi til að sækja ljósið fyrir ljósleiðarakerfi sveitarinnar. Andstaða borgarinnar er við það að 10 til 15 jarðeigendur á leiðinni, allir innan borgarmarkanna, fái að tengjast ljósleiðara Kjósar- innar. Málið er í klemmu þar sem vit- að er að jarðeigendur munu ekki hleypa ljósleiðaranum í gegnum land sitt nema þeir fái tengingu. Leiðarljós, sem er í eigu Kjósar- hrepps, hefur látið leggja ljósleiðara- rör heim á alla þá bæi og sumar- bústaði sem tengst hafa hitaveitu í hitaveituvæðingu sveitarinnar. Stefnt var að því að blása ljósleiðara í rörin sl. haust en dráttur varð á því vegna þess að efnið í ljósleiðarann fékkst ekki frá framleiðanda á umsömdum tíma. Ljósleiðarinn kom í febrúar. Þá kom upp önnur hindrun sem ekki hef- ur tekist að yfirstíga, að sögn Guð- nýjar G. Ívarsdóttur, sveitarstjóra Kjósarhrepps. „Auðveldasta leiðin er að sækja ljósið að Fólkvangi á Kjal- arnesi. Þá þarf að fara í gegnum land Reykjavíkurborgar á Kjalarnesi og land í einkaeigu, um 12 kílómetra leið upp í Kiðafell. Á þeirri leið býr fólk sem er nánast netlaust og við fáum ekki að fara í gegnum land þess nema bjóða tengingar,“ segir Guðný. Vilja ekki minnka verkefni sitt Það er venja sveitarfélaga í því átaki við lagningu ljósleiðara í dreif- býli landsins sem nú stendur yfir að bjóða ekki tengingar í öðrum sveit- arfélögum nema með samþykki við- komandi sveitarstjórnar. Kjósar- hreppur er reiðubúinn að bjóða þessum íbúum tengingu á sama verði og íbúum sveitarfélagsins. Reykja- víkurborg hefur ekki samþykkt þetta. Borgin hefur verið að undirbúa út- boð á lagningu ljósleiðara í dreifbýli Reykjavíkurborgar og er tregða við að kljúfa þessa tilteknu bæjaröð frá heildarverkefninu. Guðný bendir á að þónokkur tími geti liðið þar til þetta heildarverkefni komist til fram- kvæmda hjá Reykjavíkurborg. Á meðan þurfi íbúar og sumargestir í Kjósinni að bíða með tilbúið ljósleið- arakerfi sem ekki fæst tengt en með lélegt eða ekkert netsamband og gsm-síma og lélegt sjónvarpsmerki. „Við stjórnendur sveitarfélagsins fáum gagnrýni fyrir þessa stöðu. Við stóðum hins vegar í þeirri trú að það væri sjálfsagt mál að fara þarna nið- ureftir og leyfa íbúum á leiðinni að njóta þess,“ segir Guðný. Kjósarhreppur á ekki marga aðra möguleika í stöðunni. Ekki er talið öruggt að ljósleiðari sem Hvalfjarð- arsveit hefur lagt geti annað þeirri viðbót sem Kjósin er. Borgin neitar að leyfa Kjós- verjum að sækja ljósið  Kjósarhreppur fær ekki að bjóða nokkrum bændum á Kjalarnesi að tengjast Í geymslu Leiðarinn í ljósleiðarakerfi Kjósverja er kominn til landsins og í geymslu. Búið er að leggja rör heim á alla bæi og í fjölda sumarhúsa. Þegar leyfi fæst verður gengið í lokahönnun kerfisins og ljósinu blásið í rörin. Starfsmenn Kjósarhrepps hafa átt í samskiptum við embættismenn Reykjavíkurborgar vegna þeirrar stöðu sem upp er komin og vandræða Kjósarhrepps með að ljúka ljósleiðaraverkefni sínu. Borgin hefur ekki svarað síðasta bréfi hreppsins. Guðný segir að málið sé orðið pólitískt og þurfi að fara fyrir borgarráð í Reykjavík. Þá sé ekki að vita hvernig næsta borgarstjórn taki á málinu. Kjósarhreppur og Reykjavíkurborg eiga í samskiptum á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem borgin er langstærsta sveitarfélagið en Kjósarhreppur langminnsta. Hún segist hafa náð að setja Dag B. Eggertsson borgarstjóra inn í málið en ekki náð sam- bandi við hann að undanförnu til að spyrjast fyrir um niðurstöðuna. Kjósarhreppur hefur sjálfstæðar skoðanir á ýmsum verkefnum sem snerta bæði sveitarfélögin. Guðný telur ekki að önnur mál blandist inn í þann ágreining sem uppi er um ljósleiðarana. Borgarstjóri svarar ekki ERFIÐ STAÐA Guðný G. Ívarsdóttir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að íbúar muni ekki bera beinan kostnað af djúpgámum til sorphirðu við heimili þeirra. Djúpgámum er komið fyrir í jörðu í steyptum kassa utan við íbúðarhús. Gámarnir eru tæmdir af sérstökum sorphirðubílum með krana. Í frétt RÚV á laugardag kom fram að íbúar miðborgarinnar og grónari hverfa gætu þurft að greiða meira en aðrir fyrir djúpgáma og að borgin liti svo á að kaup og rekstur þeirra ættu að vera á höndum íbúa. Dagur segir að fréttaflutning hafi mátt skilja þannig að til stæði að þröngva djúpgámum upp á íbúa og að sumir þyrftu að bera meiri kostn- að en aðrir. „Byggingaraðilar á viss- um reitum hafa farið þessa leið á sumum nýbyggingarsvæðum af því að þeir telja það hagkvæma lausn,“ segir hann. Á einum stað í borginni kanni borgin þó möguleika á því að koma fyrir djúpgámum, á Haðarstíg. „Haðarstígurinn er eini tilraunar- staðurinn sem ég veit um og þar stendur ekki til að senda íbúum aðra reikninga en hefðbundin sorphirðu- gjöld. Fyrir utan nýbyggingar hefur þetta aðeins komið til skoðunar á Haðarstíg. Endurnýjun á honum stendur til og íbúarnir vildu láta skoða þetta. Í því sambandi er ekki verið að tala um að íbúarnir borgi tuttugu milljónir eins og kemur fram í fréttinni hjá RÚV. Það væri full- komlega óraunhæft,“ segir Dagur. Hann segir að ekki standi til að hirða sorp með djúpgámum annars staðar á borgarsvæðinu og að það sé í raun óraunhæft í ljósi þess að ómögulegt sé að koma þeim fyrir í mörgum hverfum borgarinnar. Íbúar greiði ekki fyrir djúpgámana  Til skoðunar á einum stað að ósk íbúa Morgunblaðið/Hari Sorp Gámar eru stundum taldir hagkvæmari en hefðbundnar leiðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.