Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Dag einn verður kominn tími á Miele. Meðhöndlaðu leirtauið þitt á besta mögulega hátt sem völ er á. Treystu Miele uppþvottavélum, sem innihalda upprunalegu 3D hnífaparaskúffuna, til verksins. Fyrir allt sem þér þykir virkilega vænt um. Miele. Immer Besser. Frítt þvottaefni í 1 ár* * Eirvík gefur frítt þvottaefni í töfluformi, 15x20 Miele UltraTabs Multi. Gildir frá 01.05.2018 – 30.04.2019 og er ársnotkun miðuð við 300 þvotta á ári. miele.com Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Notkun snertilausra greiðslukorta hefur verið að ryðja sér til rúms á Ís- landi sem og annars staðar. Örgjörvi kortsins á þá þráðlaus samskipti við posa til greiðslu. Morgunblaðið hafði samband við Borgun og Valitor til að kanna öryggi slíkra korta og hættu á kortasvikum. „Með snertilausum kortum má versla fyrir upphæð að hámarki kr. 5.000 án snertingar og PIN-númers, eða þar til samanlögðu hámarki er náð, kr. 10.500, en þá þarf að slá inn PIN-númer. Það lágmarkar það tjón sem gæti orðið vegna snertilausnar- innar við að kortinu sé stolið,“ segir Daníel Máni Jónsson, deildarstjóri öryggis- og gæðamála hjá Valitor, sem vill þó leggja áherslu á að glötuð kort séu tilkynnt án tafar. Hann segir það útbreidda flökku- sögu að nauðsynlegt sé að geyma snertilaus kort í sérstökum veskjum er eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að lesa upplýsingar af örgjörvanum. Örgjörvi og PIN-númer hjálpa Daníel Máni staðfesti að á Íslandi væri notast við svokallaða EMV- örgjörva ásamt PIN-númeri, en þeir eru í notkun í Evrópu og Bandaríkja- menn hafa einnig tekið þá í notkun. Verulega hafi dregið úr kortasvikum eftir að þeir komust í notkun í stað segulrandar og undirskriftar. Valitor hafi ekki fengið nein skjal- fest dæmi, hvorki hérlendis né er- lendis, um svik með snertilausn á meðan kortið sé í vörslu korthafa. Margra ára reynsla af notkun snerti- lausra korta í löndunum í kring sýni að öryggi þeirra sé óumdeilt og ekki sé um það að ræða að hægt sé að skima kort með tækjum til að stela nothæfum kortaupplýsingum af ör- gjörvanum. „Á síðustu árum hafa komið upp mál, aðallega erlendis, þar sem óprúttnir aðilar reyna að komast yfir greiðslukortaupplýsingar í hrað- bönkum eða bensínsjálfsölum. Afrit- unarbúnaði er þá komið fyrir í korta- raufinni, annars vegar til að lesa segulröndina og hins vegar eru sett- ar upp örmyndavélar til að ná mynd- um af innslætti PIN-númera,“ segir Daníel Máni, en slík tilfelli séu nán- ast óþekkt hérlendis. Þá væri hægt að nota upplýsingarnar sem nást með þessari aðferð í löndum sem not- ast ekki við EMV-örgjörva og PIN- númer til að svíkja peninga út á kortið. „Óprúttnir aðilar geta komist yfir kortanúmer fólks með ýmsum hætti, t.d. í gegnum sviksamlegar tölvu- póstsendingar til korthafa, innbrot í gagnabanka seljenda eða beint af kortinu. Ekki er alltaf ljóst með hvaða hætti það hefur verið gert þeg- ar kortnúmer eru misnotuð,“ segir Margrét Lárusdóttir, deildarstjóri endurkrafna hjá Borgun. Hún segir að vegna þessa hafi kortafélögin boðið upp á þjónustu sem nefnist einu nafni 3D Secure (inniheldur m.a. SecureCode hjá MasterCard og Verified by Visa hjá Visa) í kortaviðskiptum á netinu. Netviðskipti með 3D Secure „Það er erfitt að misnota kort á netinu ef kaupin fara fram með 3D Secure, þar sem korthafi þarf að staðfesta kaupin með PIN-númeri sem sent er í síma korthafa. Sífellt fleiri kortaútgefendur og -seljendur krefjast 3D Secure-staðfestingar þegar kaup fara fram,“ segir Mar- grét. Með örgjörvavæðingunni sé skimun á undanhaldi, því að lesa þurfi segulröndina við skimun. Eftir að flest afgreiðslutæki á Íslandi voru örgjörvavædd hafi Borgun ekki vitn- eskju um skimunarmál hérlendis. Útgefendur korta hafi bent kort- höfum á að gefa kortnúmerin sín ekki upp við þriðja aðila í tölvupósti. Bankar biðji aldrei um kortanúmer í tölvupósti eða í síma. Málmveski gera ekkert gagn  Flökkusaga um skimun greiðslukortaörgjörva  Hraðbankar, síma- eða netviðskipti gætu verið varasamari Morgunblaðið/ÞÖK Hraðbanki Kortaskimun er þekkt erlendis en sjaldgæf hérlendis. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ljóst er orðið að ekki verða gerðar breytingar í sumar á lögum um greiðslu löggæslukostnaðar vegna bæjarhátíða og krafna um tækifæris- leyfi vegna útihátíða og viðburða eins og útlit var fyrir í vor. Að mati Sam- bands íslenskra sveitarfélaga eru uppi áform um að halda a.m.k. 56 bæjarhátíðir í sumar og eru íþrótta- viðburðir þá ekki meðtaldir. Frumvarp til breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp- unarráðherra og voru frumvarpsdrög birt á samráðsgátt stjórnvalda í mars sl. til kynningar og umsagna. Stóð til að frumvarpið kæmi fram á Alþingi í vor. Fleiri þurfi að fá tækifærisleyfi og taka þátt í löggæslukostnaði Frumvarpsdrögin fela í sér að fleiri viðburðir, skemmtanir og útihátíðir muni þurfa að afla sér tækifærisleyfis en krafist er í dag og að heimilt verði að krefja fleiri aðila um greiðslu kostnaðar við löggæslu sem fram til þessa hafa verið undanþegnir lög- gæslukostnaði s.s. bæjarhátíðir, íþróttaviðburðir, skóladansleikir og tjaldsamkomur. Samband ísl. sveitarfélaga mót- mælti þessum áformum í umsögn við frumvarpsdrögin. Skv. upplýsingum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins verður ákvæðum um löggæslukostnað á bæj- arhátíðum ekki breytt fyrir sumarið heldur verður málið sett í nánari skoðun í ráðuneytinu í samráði við dómsmálaráðuneytið. Fram kemur í kostnaðarumsögn hag- og upplýsingasviðs Sambands ísl. sveitarfélaga að lauslega áætlað megi búast við að yfir 266 þúsund gestir muni sækja bæjarhátíðir á Ís- landi á árinu. Með fyrirhugaðri laga- breytingu þurfi að sækja um tæki- færisleyfi vegna þeirra og greiða 10 þús. kr. samkvæmt gjaldskrá. Í umfjöllun um löggæslukostn- aðinn kemur fram að ef lagður er til grundvallar umframkostnaður vegna löggæslu á Mærudögum á Húsavík, þ.e. 228,5 kr. á hvern gest, megi gera ráð fyrir að umframkostnaður vegna löggæslu við bæjarhátíðir sveitarfé- laga á öllu landinu yrði tæplega 61 milljón kr. á ári ef frumvarpsdrögin yrðu að lögum. Samkvæmt núgildandi lögum þarf að sækja um tækifærisleyfi ef við- burður er haldinn í atvinnuskyni og kallar á aukna löggæslu. Þetta hefur valdið miklum deilum þar sem ágreiningur hefur verið um hvort bæjarhátíðir skuli teljast haldnar í at- vinnuskyni eða ekki og margar stjórnsýslukærur verið lagðar fram vegna þessa. 2016 kærði Norðurþing ákvörðun lögreglustjórans á Norður- landi eystra að sækja þyrfti um tæki- færisleyfi vegna Mærudaga og var sveitarfélagið krafið um þátttöku í löggæslukostnaði. Svipað mál kom upp vegna Síldarævintýris á Siglu- firði en í báðum tilvikum féll úrskurð- ur ráðuneytisins sveitarfélögunum í vil. Í frumvarpsdrögunum eru hins vegar bæjarhátíðir og íþrótta- viðburðir nú taldir upp með öðrum sem þurfi að sækja um tækifærisleyfi og þar af leiðandi þyrftu sveitarfélög og aðrir sem að þessum hátíðum standa að sækja um tækifærisleyfi og greiða umframkostnað vegna lög- gæslu ef breytingin eins og hún var sett fram í frumvarpsdrögunum yrði lögfest. Tekið er fram í greinargerð að samfélagið hafi breyst á seinustu árum, rétt sé að endurmeta fyrir- komulagið núna og víkka út þá við- burði sem falla undir ákvæðið sem gerir kröfu um tækifærisleyfi vegna viðburða. Umframkostnaður vegna Ljósa- nætur gæti numið 7 millj. Á minnisblaði hag- og upplýs- ingasviðs er m.a. bent á að Reykja- nesbær hefur hingað til ekki þurft að greiða löggæslukostnað vegna Ljósa- næturhátíðarinnar. Ljósanótt sé með stærri bæjarhátíðum landsins og gestir hennar áætlaðir um 30 þúsund á sl. ári. Ef gengið sé út frá sömu for- sendum og lögreglustjórinn á Norð- urlandi eystra lagði til grundvallar megi áætla að raunverulegur um- framkostnaður vegna löggæslu við Ljósanótt sem félli þá á sveitarfélagið geti numið tæpum sjö milljónum. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Ljósanótt Gestir taldir um 30 þús. Kröfum um tækifæris- leyfi ekki breytt í sumar  Sett í nánari skoðun í ráðuneytinu  56 bæjarhátíðir í ár Mosfellsbær varð bankalaus bær 10. maí síðastliðinn þegar útibúi Arion banka var lokað. Breytingar eru fyr- irhugaðar á útibúaneti bankans en frekari áhersla verður lögð á staf- rænar lausnir. Sameining útibúsins í Mosfellsbæ og Höfðaútibús bank- ans, Bíldshöfða 20, er liður í þeim breytingum. Alhliða hraðþjónustu- banki verður þó í bænum þar sem hægt verður að leggja inn, taka út og millifæra peninga, að því er kemur fram á vefnum Mosfellingur.is. Mosfellsbær er sjöunda stærsta sveitarfélag landsins og þar búa um 10.000 manns. Mikill vöxtur er í bæj- arfélaginu en íbúum þar hefur fjölg- að um 57% á síðustu tíu árum. Í til- kynningu frá Íbúðalánasjóði kom fram að íbúðum fjölgaði mest í Mos- fellsbæ á landsvísu árið 2017. Íbúar í Mosfellsbæ eru margir hverjir ósáttir við breytinguna. Sig- urður Kristjánsson, sem situr í stjórn Framsóknarfélags Mosfells- bæjar, tjáir sig um málið á vefnum Mosfellingur.is. Hann bendir á að bankaleysið komi sérstaklega illa við eldra fólk og segir breytinguna ekki gerða með hagsmuni viðskiptavina fyrir augum. Sigurður segir lokun útibús Arion banka í bænum „ein- faldlega mistök sem erfitt er að út- skýra“. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, tekur í sama streng og Sigurður: „Það leggst náttúrlega aldrei vel í okkur þegar svona þjón- usta flyst úr bænum,“ segir hann. Haraldur segir málið þó ekki heyra undir sveitarfélagið og kveðst ekki vita hvort það geti beitt sér fyrir því að annað bankaútibú verði opnað í Mosfellsbæ. ragnhildur@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Arion Ýmsar breytingar eru fyrirhugaðar á útibúaneti bankans. Útibúum í Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ verður lokað. Enginn banki eftir  Síðasta bankaútibúinu hefur verið lokað í Mosfellsbæ  Íbúar ósáttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.