Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 20

Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Víða myndastumferð-arteppur á höfuðborgarsvæð- inu og er ástandið í Reykjavík sýnu verst. Ástæðan fyr- ir þessum teppum eru flöskuhálsar sem gera að verkum að þegar umferð er mest stendur allt fast og ekki stendur tíminn í stað á meðan. Samtök iðnaðarins hafa nú gert greiningu á ástandinu og áætla að dag hvern sé 15 þúsund klukkustundum eytt í umferð- artafir á höfuðborgarsvæðinu. Á ári sitji hver höfuðborgarbúi um 25 klukkustundir fastur í um- ferð. Ástandið hefur versnað veru- lega á undanförnum árum og kemur fram að höfuðborgarbúar hafi aldrei sólundað jafn miklum tíma í umferðartafir og í fyrra. Það met mun þó tæplega lifa ár- ið. Til marks um versnandi ástand er í greiningunni vitnað í skýrslu Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga þar sem fram kemur að þeir sem eigi leið úr Grafarvogi í vinnu miðsvæðis í Reykjavík verði nú að sætta sig við 40% lengri ferðatíma en árið 2012. Núverandi meirihluti í Reykjavík vill að borgarbúar fari ferða sinna gangandi, á hjóli eða í strætó. Það er í sjálfu sér góðra gjalda vert. Þó keyrir um þverbak þegar reynt er að þvinga borgarbúa úr bílnum í þetta hegðunarmynstur með því að valda honum sem mestum óþægindum vogi hann sér að fara um akandi. Almenningur lætur sér þó ekki segjast og heldur áfram að sitja fastur í umferð í bílum sínum, kannski vegna þess að þrátt fyrir óþæg- indin sé bíllinn enn fýsilegri kostur en almenningssam- göngur hjá fjöl- skyldum, sem þurfa að halda mörgum boltum á lofti í einu. Fyrir sex árum gerðu Vegagerðin og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu samkomulag um tíu ára tilraunaverkefni um að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ætlunin var að tvöfalda hlutdeild al- menningssamgangna á höfuð- borgarsvæðinu, lækka sam- göngukostnað heimila og samfélagsins og stuðla að sam- drætti í losun gróðurhúsa- lofttegunda. Með þessu átti meðal annars að skapa for- sendur til að fresta stórum fram- kvæmdum í samgöngumann- virkjum. Nú er samningstíminn rúm- lega hálfnaður. Ekki er nóg með að ekkert gangi að ná markmið- unum; þegar horft er á heild- armyndina hefur ástandið versnað. Stórum samgöngumann- virkjum hefur vissulega verið frestað og má þar nefna að mis- læg gatnamót á mótum Reykja- nesvegar og Bústaðavegar voru tekin út af áætlun þótt komin væri fjárveiting til framkvæmd- arinnar. Forsendurnar til að fresta þessum mannvirkjum mynd- uðust hins vegar aldrei. Þess vegna sitja borgarbúar fastir í umferðinni sem aldrei fyrr. Kostnaðurinn af þessum töf- um verður seint metinn. Þær bitna á almenningi og fyr- irtækjum. Þær valda auknum út- blæstri og mengun. Og það hefði hæglega verið hægt að draga úr þessum töfum ef raunsæi hefði ráðið för í skipulagsmálum í stað óskhyggju – eða væri ef til vill nær að segja forræðishyggju? Ákvörðun borgar- meirihlutans um að bregðast ekki við aukinni umferð hef- ur reynst afdrifarík} Farartálmar og flöskuhálsar Engum kom áóvart að írönsk stjórnvöld tækju illa í skilyrðin tólf sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, kynnti fyrir því að Íran gæti komist hjá efnahags- þvingunum. Skilyrðin þurftu ekki heldur að koma á óvart. Pompeo sagði að Íran þyrfti að hætta alfarið öllu kjarnorkubrölti og veita eftirlitsmönnum fullan aðgang til að hægt væri að ganga úr skugga um að þessu skilyrði væri fylgt. Íran þyrfti líka að hætta til- raunum með flaugar sem gætu borið kjarnorkuvopn. Þá þyrfti Íran að hætta hernaðar- aðgerðum í nágrannaríkjunum, einkum Sýrlandi, og hætta stuðningi við upp- reisnar- og hryðju- verkamenn, til dæmis í Líbanon og Jemen. Enn fremur yrði Íran að sleppa bandarískum föngum, sem og föngum bandamanna þeirra. Þá ætti Íran að hætta að hóta árás- um á Ísrael og hætta að láta skjóta flaugum inn í Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin. Nokkur fleiri atriði voru nefnd, öll álíka sjálfsögð. Íran hefur lengi hegðað sér með óábyrgum hætti, ýtt undir ófrið í nágrannaríkjunum og valdið ógn og skelfingu víðar. Þess vegna þurftu skilyrðin sem bandaríski utanríkisráðherrann kynnti ekki að koma á óvart. En viðbrögð sumra utan Írans gerðu það. Mikilvægt er að draga úr hættunni sem Íran veldur} Sjálfsögð skilyrði Þ að er mikið til í því sem sagt er að „almenn skynsemi er ekki eins al- menn og maður skyldi ætla“. Það á ekki síst við í stjórnmálum, meðal annars á sveitarstjórnarstiginu þar sem maður hefði haldið að jarðsambandið ætti að vera sæmilegt. Það þarf meiri skynsemi í pólitíkina. Lykillinn er sá að sveitarstjórnarmenn meti viðfangsefni sín út frá staðreyndum, leiti skyn- samlegustu lausnarinnar í hverju tilviki og framkvæmi í samræmi við það. Þetta kann að virðast einfalt en hefur ekki verið það í reynd. Kosningabarátta er of oft keyrð á ímyndar- vinnu með hjálp auglýsingastofa en að kosn- ingum loknum heldur kerfið áfram að stjórna án tillits til niðurstöðu kosninga eða aðstæðna að öðru leyti. Á höfuðborgarsvæðinu blasa við ljóslifandi dæmi. Í Reykjavík heldur borgarstjórinn nánast daglegar glærusýningar í aðdraganda kosninga með tölvugerðum myndum (sýndarveruleika) um hvað sé í vændum á næsta kjörtímabili. En þegar nýju kjörtímabilin byrja verða glærurnar ekki að veruleika. Þær bíða þess bara að verða uppfærðar fyrir næstu kosningabaráttu. Líklega er fátt eins lýsandi fyrir sýndarveruleika í kosn- ingum eins og áform um svokallaða borgarlínu. Þetta mun vera meginstefnumál núverandi borgarstjóra og forsenda hinna skýjaborganna sem boðaðar eru í glærusýningum. Borgarlínan á víst að leysa samgöngu- og húsnæðisvanda höfuðborgarsvæðisins. Þetta á að gerast með því að taka tvær akreinar af fjölförnustu stofnbrautum borgarinnar. Auk þess á að byggja meðfram vegunum svo enn fleiri eigi leið til og frá þeim stöðum þar sem umferðar- teppurnar eru mestar. Þetta er svo kynnt sem leið til að draga úr umferðarvandanum. Skoði menn forsendur þeirra sem tala fyrir þessari „lausn“ kemur þó fram að bílaumferð muni ekki minnka þegar borgarlínan verður komin til sögunnar. Hún muni aukast! Hvernig mun það þá gagnast að þrengja að umferðinni, að því marki að á köflum verði bara ein akrein fyrir bíla í hvora átt á Kringlumýrarbraut og Miklubraut? Þessu er ekki svarað. Allt skyn- samt fólk getur þó séð í hendi sér að það að þrengja að umferðinni þar sem álagið er mest muni auka teppurnar sem þá hafa áhrif langt út í hliðargötur. Svo bætist það við að öll um- ferð á að stöðvast skyndilega þegar borgar- línustrætó nálgast og samstilling umferðar- ljósa verður ómöguleg. Það að menn komist upp með að reka kosn- ingabaráttu sem snýst um að til standi að leysa umferðar- vanda með því að þrengja að umferðinni, með gífurlega dýrri ófjármagnaðri framkvæmd, segir sína sögu um vanda stjórnmálanna. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna, svo sem áformin um byggingu nýs Landspítala á umferð- areyju við Hringbraut með þeim rökum að það sé hag- kvæmt að nýta húsin sem hafa verið í fréttum árum saman vegna myglu og rakaskemmda, frekar en að byggja nýtt á besta stað. Kjósendur geta treyst því að frambjóðendur Miðflokks- ins muni ekki bjóða upp á annað en skynsamlegar og út- hugsaðar lausnir sem þeir ætla sér að standa við. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Pistill Almenn skynsemi? Höfundur er formaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Margt af því sem bættistvið í safnkost Náttúru-fræðistofnunar Íslandsá síðasta ári þarf lítið rými en annað er mjög plássfrekt. Aðeins fáeinar öskjur þurfti til að varðveita nokkur hundruð smásjár- gler sem árlega bætast í safnið vegna vöktunar á frjókornum í lofti. Rann- sóknaborun sem gerð var í Surtsey árið 2017 skilaði hins vegar bor- kjarna sem var staflað á tugi vörubretta. Frá þessu er greint í pistli Guð- mundar Guð- mundssonar, starfandi for- stjóra Náttúru- fræðistofnunar, í ársskýrslu fyrir árið 2017 þar sem hann fjallar m.a. um söfn og rann- sóknir. Safnkostur Náttúrufræði- stofnunar er fyrst og fremst byggður upp vegna vísindarannsókna á nátt- úru Íslands. Það er eðli allra slíkra safna að stækka stöðugt með hverju ári og í fyrra voru til dæmis yfir 6.000 nýjar skráningar færðar í gagna- grunna stofnunarinnar um safnkost- inn. Mjög sjaldgæfir gripir „Öllum slíkum vexti verður að stjórna vandlega, því húsnæði er af skornum skammti og er dýrt í rekstri. Þegar ný aðföng berast í safnið er hugað að því að varðveita þá gripi og sýni sem fylla í þekkingar- eyður í safnkostinum. Þegar að því kemur að handbær eintök endur- spegla með viðunandi hætti skil- greind rannsóknamarkmið, t.d. breytileika tegundar og útbreiðslu, þá telst nóg komið og frekari söfnun er hætt,“ segir í pistlinum. Stofnunin varðveitir nú milljónir eintaka eða sýna af nær öllum þekkt- um íslenskum tegundum lífvera, steingervinga, bergs og steinda. Markmiðið er að safnkosturinn end- urspegli breytileika lífverutegunda og staðfesti landfræðilega útbreiðslu þeirra. Steingervingasafn stofnunar- innar inniheldur plöntu- og dýra- steingervinga sem spanna 15 millj- ónir ára af jarðsögu Íslands og það veitir sýn á breytingar í tegunda- samsetningu lífríkisins í gegnum jarðsöguna, breytileika tegunda í misgömlum jarðmyndunum og þróun þeirra. Steinasafn Náttúrufræði- stofnunar er viðmiðunarsafn allra þekktra íslenskra steinda- og berg- tegunda úr mismunandi jarðmynd- unum og er mikilvægur grunnur fyrir rannsóknir í steinda- og bergfræði, á einstökum steindum, steindahópum, bergtegundum og bergröðum. Ýmsir gripir í fórum stofnunar- innar eru mjög sjaldgæfir og finnast jafnvel ekki lengur í íslenskri nátt- úru. Oft reynist ógerlegt eða allt of kostnaðarsamt að afla nýrra sam- bærilegra sýna og þá leita fræðimenn í vísindasöfnin, sem verða þá upp- spretta þekkingar um íslenska nátt- úru sem annars væri glötuð. Safngripir frá frumherjunum Í fórum Náttúrufræðistofnunar eru ýmsir safngripir frá frumherjum íslenskra náttúrufræða. Má þar nefna skel sem Eggert Ólafsson safnaði ár- ið 1755 og bergsýni Jónasar Hall- grímssonar frá árunum 1839-1841, auk gripa frá Benedikt Gröndal, Bjarna Sæmundssyni, Stefáni Stef- ánssyni, Helga Jónssyni og fleiri merkum náttúrufræðingum. NÍ varðveitir milljón- ir eintaka eða sýna Morgunblaðið/Ómar Á skeri við Hafnarfjörð Skarfar eru algengastir í Breiðafirði og Faxaflóa. Guðmundur Guðmundsson Undir lok síðustu aldar tók Náttúrufræðistofnun að sér að varðveita til langframa umtals- vert magn af borkjörnum sem fallið höfðu til hjá stærstu rannsókna- og framkvæmdaað- ilum, svo sem Orkustofnun, Landsvirkjun og Vegagerð rík- isins. Borkjarnasafnið er nú varð- veitt í 990 fermetra húsi á Breiðdalsvík. Rekstur bor- kjarnasafnsins er í nánu sam- starfi við Breiðdalssetur, sem sinnir menningarsögu og jarð- fræði héraðsins og byggir að hluta á arfleifð dr. George P.L. Walker, sem kortlagði stóran hluta austfirska jarðlaga- staflans árin 1954–1965. Gróf- lega áætlað er heildarþyngd safnsins um 326 tonn og samanlögð lengd kjarnanna er kringum 67 kílómetrar. Að- staða til rannsókna verður brátt tilbúin á Breiðdalsvík. 326 tonn og 67 kílómetrar BORKJARNAR GEYMDIR Á BREIÐDALSVÍK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.