Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 23

Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Ágæti ráðherra og formaður Samfylk- ingar. Í marsmánuði 2018 átti sér stað umræða í lokuðum hóp á Facebook um nafn- greinda feður sem ekki fá að umgangast börn sín og forsvars- menn svokallaðra feðrahreyfinga. Í hópnum voru 2.500 manns, þar af ýmsir stjórn- málamenn, embættismenn, fræði- menn og áhrifamenn í samfélaginu. Stjórnandi hópsins hvatti meðlimi til að grafast fyrir um slúður og rógburð um nafngreinda þolendur tálmunar og reyndar forsvarsmenn allra feðrahreyfinga á Íslandi, í því skyni að skapa áfelli eða mannorðs- missi og til að gera út af við það sem þær kalla „tálmunarmýtu“. Varaformaður Samfylkingar, Heiða Björg Hilmisdóttir, sem jafnframt er annar maður á framboðslista Samfylkingar til borg- arstjórnarkosninga, líkar við færsluna og segist hafa grennslast fyrir um nafngreinda menn á netinu, í því skyni að safna óhróðri og rógi um umrædda menn. Ber hér að nefna að Heiða Björg er jafnframt formaður ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar. Um er að ræða skipu- lagða aðför gegn nafn- greindum umgengisfor- eldrum og forsvarsmönnum feðrahreyfinga. Á öðrum þræði eiga sér stað al- varlegar og óprenthæfar ærumeið- ingar í garð strangheiðarlegs for- svarsmanns samtaka sem berjast fyrir foreldrajafnrétti. Halla Gunn- arsdóttir, frambjóðandi fyrir Vinstri græna fyrir síðustu alþingiskosn- ingar, og núverandi ráðgjafi for- sætisráðherra í jafnréttismálum, líkar við færsluna, og þakkar þeim sem létu orðin falla fyrir „að taka slaginn“. Ég vil beina þeirri spurningu til formanns Samfylkingarinnar hvort Heiða Björg, varaformaður flokks- ins, hafi gengið þannig fram í um- boði Samfylkingar og hvort viðhorf hennar og framganga endurspegli afstöðu flokksins til málefna um- gengnisforeldra sem tálmuð er um- gengni. Að sama skapi beini ég þeirri spurningu til forsætisráðherra hvort ráðgjafi hennar í jafnrétt- ismálum, Halla Gunnarsdóttir, hafi gengið þannig fram í umboði henn- ar eða Vinstri grænna. Opið bréf til forsætisráðherra og formanns Samfylkingar Eftir Gunnar Kristin Þórðarson Gunnar Kristinn Þórðarson » Tóku Heiða Björg Hilmisdóttir og Halla Gunnarsdóttir þátt í skipulagðri aðför gegn feðrahreyfingum í umboði sinna flokka? Höfundur er formaður Karlalistans og oddviti flokksins í Reykjavík. gunnar@karlalistinn.is Á fundi hjá Reykja- víkurborg á árinu 2015 var fjallað um fasteign- ina Óðinsgötu 8B, verslun – kjallara. Sótt var um leyfi til að breyta íbúðarhúsnæði í smávöruverslun með matvæli og útbúa nýj- an inngang á vest- urgafl, sbr. fyrirspurn BN049818 (jákv.), í kjallara húss á lóð nr. 8b við Óðins- götu. Útskrift úr gerðabók embætt- isafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 13. nóvember 2015 fylgdi er- indinu ásamt umsögn skipulagsfull- trúa dags. 12. nóvember 2015. Lagt var fram bréf væntanlegs rekstr- araðila dags. 27.10. 2015, bréf arki- tekts dags. 4.11. 2015 þar sem farið var fram á undanþágu á kröfum um „aðgengi fyrir alla“ í kjallara og umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 26.11. 2015. Erindið var sam- þykkt. Eitt aðalmarkmið laga um mann- virki nr. 160/2010 er að tryggja að- gengi fyrir alla. Orðið aðgengi kemur tíu sinnum fyrir í lögunum. Mér er ekki ljóst hve- nær hægt er að slá af þessum kröfum. En RÚV getur áreiðanlega fundið út úr því. Eigandi og íbúi í hús- inu Óðinsgötu 8B með undanþágunni á kröf- um um „aðgengi fyrir alla“ er Dagur B. Egg- ertsson læknir, alnafni borgarstjórans í Reykjavík. Spurn- ingin er þessi: Um hvað snýst und- anþágan eiginlega? Óðinsgata 8B Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson »Eigandi og íbúi í Óð- insgötu 8B með und- anþágunni á kröfum um „aðgengi fyrir alla“ er Dagur B. Eggertsson læknir, alnafni borgar- stjórans í Reykjavík. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Ég las með athygli Staksteinapistil Morg- unblaðsins frá laug- ardeginum 5. maí sl., en þar er komið inn á kenningar Karls Marx og hörmungar þær, sem af þeim leiddi fyrir al- menning í Rússlandi og síðar Sovétríkjunum. Sagan og afleiðingarnar eru aldeilis ekki til fyr- irmyndar nema síður sé og leyfi ég mér að vitna hér aðeins í pistilinn. „Afleiðingarnar eru allsstaðar þær sömu, fátækt og gríðarleg misskipt- ing, kúgun og margvísleg mannfyr- irlitning. Á heildina litið er talið að um eða yfir 100 milljónir manna hafi látist í hungursneyð og ofbeldi í nafni Kommúnismans eða Sósíalism- ans.“ Þetta er ófögur lýsing en það virð- ist ekki þurfa kenningar Karls Marx til t.d. hér á Íslandi. Hér er fjár- málaráðherra sem búinn er að ein- oka fjármálaráðuneytið um árabil og framangreind lýsing gæti átt vel við. Hér er ég ekki að tala um milljónir því við erum auðvitað ekki svo mörg, en erum um 350 þúsund og þar af u.þ.b. 10% ellilífeyr- isþegar sem lifa við sult, seyru og ofbeldi, eru nánast á horrim- inni. Deyja jafnvel af illum aðbúnaði og taka jafnvel líf sitt. Dæmi eru um eina kókdós og maltflösku í ísskápn- um. Þetta er fólkið sem unnið hefur hörð- um höndum allt sitt líf, jafnvel 60-70 ár, borgað sína skatta og skyldur og í mörgum tilfellum haldið þessu þjóðfélagi gangandi. Góður kunningi minn, ellilífeyr- isþegi, segist vera með, sem ein- staklingur, tæpar 250 þús. kr. á mánuði og af því færi rúmur helm- ingur í húsaleigu og þá væru eftir 120 þús. kr. til að lifa af mánuðinn. Það er matur, lyf, reka 15 ára gaml- an bíl og ýmsar aðrar nauðsynjar, „en ég nota bílinn orðið sjaldan því ekki er til fyrir bensíni,“ sagði sá gamli. „Ég lifi því orðið í algjörri ein- angrun því ég á ekki peninga til að koma innan um annað fólk,“ bætti hann við. Ljót er sagan og rifjaðist upp fyrir mér lestur Staksteinapistilsins og einnig hversu lélegir eru meðreið- arsveinar fjármálaráðherra á Al- þingi að láta svona hluti viðgangast. Nýtt dæmi er hvernig fjármála- ráðherra tekur sanngjörnum kröf- um ljósmæðra og neitar um eðlileg- ar launahækkanir og er ég nokkuð viss um að konur úr ljósmæðrastétt hafa tekið á móti flestu þessu liði, sem á Alþingi situr. En þá er sagan ekki öll því vafalaust hefur þurft að skeina og skipta um bleiur á króg- unum, fæða þá og klæða, sem nú er fullorðið fólk á Alþingi. Og í hlut hverra skyldi það nú hafa komið, nema ellilífeyrisþeganna sem nú lepja dauðann úr skel? Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Hvor er verri eða betri? Eftir Hjörleif Hallgríms Hjörleifur Hallgríms »Hvor er verri eða betri Karl Marx eða Bjarni Benediktsson? Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Öryggi er mál sem snertir okkur öll og þegar fólki finnst það ekki öruggt á sínu eigin heimili þá er verið að gera eitt- hvað rangt, talsverð ólga hefur verið með- al bæjarbúa og víðar um land og því þarf að breyta. Það er mjög al- gengt að íbúar skrái niður bílnúmer á ókunnugum bíl- um sem hafa verið að hringsóla um hverfið og svo hafa margir sett upp öryggismyndavélar og þjófavarnarkerfi í húsin sín út af hræðslu og öryggisleysi. Af hverju þurfa almennir borgarar að vera hræddir um öryggi sitt og af hverju er ekkert gert í þessum málum? Íbúar eiga ekki að þurfa að koma heim úr vinnunni hrædd- ir um að einhver ókunnugur sé búinn að vaða inn á skítugum skónum og ræna verðmætum þeirra og börn eiga ekki að þurfa að vera hrædd við að koma heim eftir skóla með þann hugs- unarhátt að einhver óboðinn gest- ur sé hugsanlega inni á heimilinu þeirra. Bæjarstjórnin í Garðabæ er nýbúin að samþykkja að setja upp 11 nýjar myndavélar í bænum en hvernig á það að hjálpa ef þessi glæpagengi koma labbandi og fara síðan svo bara heim í strætó? Það hefur verið rætt í ein- stökum hverfum að íbúar þeirra taki sig saman og greiði fyrir sýnilega öryggisgæslu fyrir hverf- ið sitt. Sú spurning vaknar að ef lögreglan telur sig ekki geta verið sýnilegri í Garðabæ að Garðabær stofni nýtt svið innan bæjarins sem sinni ör- yggismálum þar. Hvernig má það vera að fyrirtæki eins og IKEA geti haft örygg- isgæslu allan sóla- hringinn til að passa eina strágeit um jólahátíðina en Garða- bær geti ekki tryggt öryggi íbúa sinna? Tímar hafa breyst, fólk getur ekki lengur skilið eftir ólæstar íbúðir og bíla og koma þarf með lausnir sem virka. Íbúar Garðabæjar gera þá kröfu um lífsgæði að eignir þeirra og fjölskyldunnar séu óhultar, íbúar eiga ekki að þurfa að hafa áhyggj- ur af því að eignunum þeirra verði stolið, jafnvel um hábjartan dag. Setjum öryggið á oddinn í bænum okkar Eftir Þorstein Ara Hallgrímsson Þorsteinn Ari Hallgrímsson » Íbúar gera þá kröfu um lífsgæði að eign- ir þeirra séu óhultar og ekki þurfi að hafa áhyggjur af því að eign- um sé stolið, jafnvel um hábjartan dag! Höfundur situr í 10. sæti á lista Mið- flokksins í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.