Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Mikið hefur nú verið rætt og ritað um Reykjavíkurflugvöll, sem og um framtíð vallarins. Meðal ann- ars hafa komið fram hugmyndir um að leggja niður þennan flugvöll, til þess að byggja hús á vallar- svæðinu. Þess í stað hafa verið settar fram hugmyndir um, að gera nýjan flug- völl á nýjum stað. Flugvöllur á nýjum stað Hafa ýmsir staðir verið nefndir, en sá staður sem oftast hefur verið nefndur er Hvassahraun sunnan við Hafnarfjörð. Kostnaður við að gera þann flugvöll, hefur verið áætlaður um 200 milljarðar króna. Þá er óljóst hversu langan tíma það tæki að gera völlinn, ásamt með afgreiðslubygg- ingum, eldsneytisgeymum fyrir bensín og þotueldsneyti, og fleiru, ásamt með góðum vegi frá Hafnar- firði. Lítill dugur til framkvæmda Reykjanesbrautin sunnan Hafn- arfjarðar er mjór vegur á 4-5 km kafla. Í 20 ár hefur staðið til að breikka veginn og gera hann með fjórum akreinum. Fyrir 12 árum var búið að hanna þennan veg. Þá var einnig búið var að samþykkja þetta, bæði af Hafnarfjarðarbæ og ríkinu. En nú eftir 20 ár hefur ekkert ver- ið unnið við þennan veg. Miðað við þennan framkvæmdahraða, þá tæki 100 ár að gera völl í Hvassahrauni. Það má vera ljóst, að eitthvert annað úrræði hlýtur að vera til, sem er betra en það, að fleygja heilum, ágætum og verðmætum flug- velli, út í hafsauga. Veðurskilyrði við Reykjavíkurflugvöll eru þekkt, og hafa reynst þokkalega hag- stæð. Þá má einnig segja, að alls kyns byggingar, – sem fyr- irhugað var að reisa á flugvallar- svæðinu, – er auðveldlega hægt að byggja víðs vegar annarsstaðar, en flugvöll er ekki hægt að gera, nema þar sem allar aðstæður eru við hæfi og viðráðanlegar. Tillaga um flugvöll til framtíðar Því eins, þá set ég hér með fram, hugmyndir mínar um endurbætur á núverandi Reykjavíkurflugvelli með það fyrir augum að hann verði not- aður áfram, um ókomna tíð. En til þess þarf að gera vissar endurbætur á vellinum, til þess að hann geti tekið við stærri og þyngri flugvélum. Þessar endurbætur fel- ast í því að gera nýja flugbraut með brautarstefnu 04-22, – það er að brautin stefni í norðaustur- suðvestur. Norðurendi brautarinnar er hugsaður frá miðju núverandi flugbrauta en suðurendi nær rétt inn á Bessastaðanes. Lengd þess- arar nýju brautar yrði 2.300 metrar, eða 7.500 fet. Þá er hægt að lengja suðurenda brautarinnar um 300 metra til viðbótar. Lausnin er fólgin í þverun Skerjafjarðar Til þess að leggja þessa braut þá þarf að gera grjótfyllingu yfir Skerjafjörðinn frá núverandi flug- velli yfir á Bessastaðanesið. Fjörð- urinn er þarna grunnur, eða aðeins fáeinir metrar á dýpt, og er því til- tölulega auðvelt að þvera hann. Uppfyllingin þarf að vera nægilega breið fyrir bæði flugbrautina, sem og fyrir akstursbraut fyrir flugvélar með fram flugbrautinni, vestan meg- in. Þá þarf að vera brú á uppfylling- unni. Brúin þarf að vera nægilega há, svo að undir hana komist smá- bátar, strandveiðibátar og skútur með fellimastri, – í það minnsta á fjörunni. Á Bessastaðanesinu er gott land- rými. Þar er hægt að gera flughlað og byggingu með mörgum af- greiðslubásum fyrir farþegaþotur, sem og að byggja flugskýli og fleira. Leggja þarf nýjan veg Þá þarf að sjálfsögu að endurbæta vegakerfið. Gera þarf nýjan veg með tengingu frá Reykjanesbrautinni, rétt norðan Hafnafjarðar, þvert yfir Lambhúsatjörnina að flughlaðinu. Þá þarf einnig veg í framhaldi af þessum vegi, með fyllingu yfir í Kópavoginn, og í framhaldi af þessu þá þarf vegfyllingu yfir Fossvoginn, ásamt með vegtengingu við Miklu- brautina. Meiri endurbætur má gera. Til viðbótar við þessa nýju flugbraut, þá má endurbæta völlinn enn betur með því að lengja austur-vestur brautina með uppfyllingu vestur í Skerjafjörðinn, og setja Suðurgöt- una í stokk. Kostir hinnar nýju flugbrautar Þessi nýja flugbraut, – sem sjá má á meðfylgjandi teikningu, – kostar auðvitað mikla peninga. En miðað við áætlaðan kostnað við gerð flug- vallar í Hvassahrauni, þá myndi ég áætla að fyrsti áfangi þessarar nýju flugbrautar, – það er, þverun Skerjafjarðar, – myndi kosta á bilinu frá 25-45 milljarða króna. En þessi nýja flugbraut getur tekið við nokkru af umferðinni um Keflavík- urflugvöll og létt þar með nokkru af álaginu á þeim flugvelli. Sennilega má gera ráð fyrir að nýja brautin geti annað um 5-15 farþegaþotum á degi hverjum og má skipuleggja þær ferðir sem betur hentaði að af- greiða frá Reykjavík fremur en frá Keflavík. Þá mun þessi nýja braut einnig gera Reykjavíkurflugvöll að varaflugvelli fyrir umferð um Kefla- víkurflugvöll, í vissum veðurskil- yrðum. Hin endanlega lausn Á heildina litið, þá tel ég að hin nýja flugbraut muni gjörbreyta til batnaðar allri flugumferð um Ísland og stórbæti alla þjónustu við ferða- menn. Það er von mín og trú, að þessi hugmynd um nýja flugbraut, 04-22, með þverun yfir Skerjafjörðinn, geti verið niðurstaða sem flestir geti sætt sig við, og jafnframt bundið enda á allar deilur um framtíð Reykjavíkurflugvllar. Reykjavíkurflugvöllur og framtíð hans Eftir Tryggva Helgason Tryggvi Helgason » Á heildina litið, þá tel ég að hin nýja flug- braut muni gjörbreyta til batnaðar allri flug- umferð um Ísland og stórbæti alla þjónustu við ferðamenn. Höfundur er fv. flugmaður. Rök hafa verið færð fyrir því að góðir skólar og vel menntaðir þjóðfélagsþegnar séu helsti fjársjóður hverrar þjóðar. Hins vegar er skil- greining á menntun í marg- breytilegum tækniheimi nú- tímans með öðrum hætti en hjá fyrri kynslóðum. Í nýút- kominni skýrslu OECD (2018) um kennarastarfið kemur fram að skólar í dag þurfi að takast á við önnur og flóknari verkefni en áður. Búa þarf nemendur undir örar samfélags- breytingar, veita þarf þjálfun fyrir störf sem enn eru ekki til, byggja upp færni til að takast á við vandamál sem enn hafa ekki komið upp og tryggja að þeir séu í stakk búnir til þess að mæta tækni framtíð- arinnar. Enn fremur þurfa skólar að undirbúa nemendur fyrir líf og störf í síbreytilegri veröld, kenna þeim að meta að verðleikum ólík viðhorf og lífsskoðanir. Félagsleg og til- finningaleg færni, samkennd, siðferði og skilningur á sjónarmiðum annarra öðlast aukið vægi í fjölbreyttum heimi. Í skýrslu OECD kemur einnig fram að árangur menntunar geti ekki lengur snúist aðallega um að miðla og endurtaka núverandi þekk- ingu heldur frekar að nýta það sem við þekkjum á skapandi hátt og í samstarfi við aðra. Kennarar og menntun þeirra er sá þáttur sem mest áhrif hefur á gæði skólastarfs. Því hefur verið haldið fram að forskot Finna og finnska skólakerfisins felist fyrst og fremst í færum kennurum. Kennarar njóta virðingar og eru mikils metnir í finnsku samfélagi. Afar mikill áhugi er á kennaranámi og mikil samkeppni er um að komast í námið. Kennarastarfið er eftirsótt og er fagmennska kennara viðurkennd. Þeir hafa töluvert faglegt sjálfstæði og sjálfræði í starfi sínu. Finnsk kennaramenntun er rannsóknamiðuð og grundvall- ast á fræðilegri þekkingu, starfsþjálfun og rannsóknum á kennslu. Endurbætur á kenn- aranámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands á undan- förnum árum eru byggðar á þessum hugmyndum. Háskól- inn leggur metnað sinn í að mennta afburða kennara sem eru færir um að takast á við þær miklu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir í sam- félaginu á næstu árum og ára- tugum. Átakinu „Hafðu áhrif“, sem Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir, er ætlað að vekja athygli þjóðarinnar á kennarastarfinu; hversu áhugavert og skemmtilegt það er og hversu mikil áhrif kennarar hafa á einstaklinga og samfélag. Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa al- menningi kost á að vekja athygli á eft- irminnilegum kennurum. Á vefsíðu átaks- ins gefst fólki frábært tækifæri til að tilnefna góða kennara og færa rök fyrir til- nefningunni. Í framhaldinu mun Háskóli Íslands veita nokkrum framúrskarandi kennurum viðurkenningu í Hátíðasal Há- skóla Íslands þann 6. júní nk. Ég hvet landsmenn til að taka þátt í þessu átaki með okkur, kalla fram eigin- leika sem prýða góða kennara og heiðra þá sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þeirra Kennarar hafa áhrif til framtíðar Eftir Jóhönnu Einarsdóttur Jóhanna Einarsdóttir Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. joein@hi.is »Með þessu átaki viljum við kalla fram það jákvæða við kennarastarfið og gefa almenningi kost á að vekja athygli á eftir- minnilegum kennurum. Þegar þú stígur þín fyrstu spor út frá öruggu heimili for- eldra þinna inn í þína eigin fram- tíð, með eða án maka, hugsar þú til þess með kvíða eða til- hlökkun? Við sjáum flest fyrir okkur öruggt húsaskjól, jafnvel með maka og börnum. Flest okkar verða fyrir áfalli þegar kemur að því að leigja eða kaupa húsnæði. Kaldur raunveruleikinn er skelfi- legur. Launin eru svo lág og íbúða- og leiguverð svimandi hátt að það er enginn möguleiki fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref út í lífið að leigja eða kaupa húsnæði nema eiga góðan bakhjarl. Þetta gerir það að verkum að fólk fyllist vonleysi og vanmætti. Það sér ekki fram á neina örugga framtíð sem það getur búið sér með reisn og stolti. Gleðin og hamingjan með fjölskyldunni hverfur að mestu leyti vegna áhyggna, þreytu og óöryggis. Stundum eru af- leiðingarnar þunglyndi og kvíðaröskun, sem eru ekki óalgeng hér á landi og skyldi engan undra miðað við það sem þjóðinni er boðið upp á. Það gerir það að verkum að margir ungir foreldrar búa enn í foreldrahúsum því þeir hafa ekki fjármagn til að kaupa eða leigja húsnæði og sjá ekki fram á annað en basl, óöryggi og fjárhagsáhyggjur. Hvað þurfum við að gera til að breyta þessu? Við hjá Íslensku þjóðfylkingunni stefnum á að taka upp aftur verkamannabú- staðakerfið sem gerir öllum kleift að eignast sitt eigið örugga húsnæði eða leigja á viðráð- anlegu verði. Það er deginum ljósara að við þurfum að gera meira en það. Það þarf að huga að mörgu til þess að hægt sé að lifa mannsæm- andi lífi. Það þurfa jú öll börn að borða og enginn vill horfa upp á barn sitja svangt hjá og fá engan mat. Slík staða hefur komið allt of oft upp, því er nauðsynlegt að skólamatur sé ókeypis í grunnskólum. Hversu oft hefur maður ekki hlustað á þegar talað er um að tómstundir séu svo dýrar að for- eldrar hafi ekki efni á að bjóða börnunum sínum að sækja þau áhugamál sem þau vilja stunda með sínum skólafélögum eða vin- um. Mismunun er eitt af því versta sem börn verða fyrir. Því er nauðsynlegt að tómstundir/ íþróttir heyri undir skólakerfið svo öll börn geti átt möguleika á að sinna áhugamálum sínum samhliða námi, hvort sem þau eru sótt utan svæðis skólanna eða ekki. Söngur, dans, sund, hljóðfæri, hand- og fótbolti, fimleikar svo eitthvað sé nefnt. Frítt í strætó fyrir skólafólk, þannig tryggj- um við að allir komist ferða sinna og við minnkum bílamengun. Öll grunnskólanámsgögn, þ.m.t. stílabækur og þess háttar, eiga grunnskólar að útvega nemendum að kostnaðarlausu. Eini kostnaður foreldra ætti að vera skólataska undir náms- gögn barnanna. Við þurfum að endurvekja gæsluvellina og hafa gjaldfría gæsluvelli fyrir heimavinnandi húsmæður. Fyrir heimavinnandi húsmæður er nauðsynlegt að geta sinnt ýmsum málum án barnanna. Með gæsluvöllum sem hafa opið frá 9:30-12 og 13-16 er hægt að tryggja félagslegan þroska barnanna þar sem þau læra að deila, leika sér saman, sýna samhygð og læra samvinnu. Eftir Hjördísi D. Bech Ásgeirsdóttur » Við hjá Íslensku þjóð- fylkingunni stefnum á að taka verkamannabústaða- kerfið upp aftur. Hjördís D. Bech Ásgeirsdóttir Höfundur skipar 2. sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík. Fjölskyldufólk vill öruggt húsaskjól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.