Morgunblaðið - 23.05.2018, Qupperneq 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is
Frábært
verð á glerjum
Einfókus gler
Verð frá kr. 16.900,-
Margskipt gler
Verð frá kr. 41.900,-
Vanni umgjörð
kr. 27.900,-
Vanni umgjarðir eru
hágæða ítölsk hönnun.
Handsmíði fagmanna
með áratuga kunnáttu
og þekkingu.
Samband íslenskra
myndlistarmanna,
SÍM, er regnhlíf-
arsamtök sem sam-
anstanda af Mynd-
höggvarafélagi
Reykjavíkur, Leir-
listafélaginu, Íslenskri
grafík, Myndlist-
arfélaginu, Félagi ís-
lenskra samtíma-
ljósmyndara,
Textílfélaginu og einstaklings-
félögum. Félagar í SÍM eru að
verða átta hundruð og er það
stærsta félag skapandi listamanna
á Íslandi.
Þrátt fyrir að það sé stærsta fé-
lag listamanna, þá hefur ekki tek-
ist að fá stjórnvöld til að leggja
fram ásættanlegt framlag til
myndlistarmanna miðað við önnur
félög listamanna. Til dæmis fá
tónlistarmenn og rithöfundar 90%
hærra framlag til að kynna sína
listgrein en myndlistarmenn.
Þessi staða er óásættanleg með
öllu og segir okkur að starf mynd-
listarmanna er ekki metið að verð-
leikum. Þennan ójöfnuð milli list-
greina verða stjórnvöld að
leiðrétta. Það verður að hafa hug-
fast að ábyrgðin á núverandi stöðu
er fyrst og fremst myndlist-
armanna og SÍM.
Stjórn og formaður SÍM eru
ekki lengur fær um að starfa að
sérverkefnum með fullum árangri,
nema að „valdeflingu“ verði komið
á hjá einstökum aðildarfélögum
innan SÍM. Þessi ákveðna breyt-
ing yrði til þess að virkja þekk-
ingu, tengsl, útfærslumöguleika og
samvinnu til að koma beinum og
óbeinum skilaboðum áleiðis og til
að koma í veg fyrir niðurbrot inn-
viða menningarinnar.
Á næsta ári verða framlög til
menningarmála skorin niður um
tæpan hálfan milljarð. Þessi
menningarstefna breikkar bilið
milli þeirra sem hafa aðgang,
þekkingu, tíma og fjárráð til að
njóta menningarafurða og þeirra
sem ekki hafa þennan aðgang. Það
sem verður í boði fyrir þær stétt-
ir, sem ekki hafa aðgang að menn-
ingu, er neysla og afþreying, sem
býður upp á meiri
firringu, hlutgervingu
og niðurlægingu.
Þessi nýja menning-
arstefna festir í sessi
„elítisma“ og gerir
stéttaskiptingu sýni-
legri.
Verkefni SÍM hafa
byggst á að lagfæra
og þá um leið að
stuðla að uppbygg-
ingu á innviðum
myndlistar. Hér má
sjá heimasíðu með heildarmynd af
öllum þáttum innviða myndlistar
(https://heildarmyndin.blogspot.is)
á Íslandi. Verkefnið Borgum
myndlistarmönnum hafði forgang
á síðustu árum, með þeim árangri
að það verður ekki aftur snúið.
Reykjavíkurborg hefur verið í for-
ystu með því að leggja fram auka-
fjárveitingu til Listasafns Reykja-
víkur til að hægt sé að borga
myndlistarmönnum (https://
vidborgummyndlistarmonn-
um.info). Listasafn Íslands, höf-
uðsafn myndlistar á Íslandi, hefur
ekki fengið neina fjárveitingu til
að borga myndlistarmönnum og að
ég tali nú ekki um að stofnunin
sem slík er undirmönnuð, fjársvelt
og hefur ekki burði til að sinna
rannsóknum og vera með tegund
af sýningarhaldi í samræmi við þá
safnaþróun sem á sér stað í heim-
inum.
Þegar síðari heimsstyrjöld var í
hámarki þurfti Winston Churchill
að verja fjárlög sem gerðu ráð
fyrir auknu fé til lista. „Hvernig
geturðu lagt þetta til þegar þjóðin
stendur andspænis slíkri skelf-
ingu?“ Churchill svaraði: „Ég geri
það, herra minn, til að minna okk-
ur á til hvers við erum að berj-
ast.“
SÍM á tímamótum
Eftir Steingrím
Eyfjörð
Steingrímur Eyfjörð
» Churchill svaraði:
„Ég geri það, herra
minn, til að minna okkur
á til hvers við erum að
berjast.“
Höfundur er myndlistarmaður.
endless@this.is
Hljómsveitin Aero-
smith varð á sínum
tíma fræg að endem-
um. Sagan segir að
samningar sveit-
arinnar við tónleika-
haldara hafi kveðið svo
á að fimm eintök af
blaðinu Wall Street
Journal skyldu vera til
taks baksviðs fyrir
hverja tónleika. Þá átti
að vera búið að lita öll „o“ í blaðinu
með grænum penna. Þetta voru þó
engir stjörnustælar, heldur var ver-
ið að kanna hvort samningar hefðu
verið lesnir, ákvæðum þeirra full-
nægt og hljómsveitinni óhætt að
stíga á svið. Já, gott er að geta lesið
sér til gagns, ekki síst þegar um
flókna samninga er að ræða. Það á
við um flest mál.
Sá samningur sem skólastjórar
og sveitarstjórnarmenn þurfa að
lesa vandlega er Aðalnámskrá
grunnskóla, „samningur þjóð-
arinnar við sjálfa sig um mennta-
mál“ eins og þar stendur. Hún er
„sá rammi sem mótast hefur í anda
gildandi laga, reglugerða og al-
þjóðasamninga“. Þar er starfs-
rammi stjórnenda markaður. Þar er
réttur nemenda skýrður. Allir eiga
rétt á námi við hæfi, bæði bóklegu
námi, verk- og listnámi. Skylt er að
sjá nemendum fyrir viðeigandi
námstækifærum, hvernig sem á
stendur. Þó ákvæði séu í nám-
skránni um sjálfstæði skóla, mega
stjórnendur ekki fara á skjön við
þennan rétt nemenda, því rétturinn
er þeirra allra. Stjórnendur, háir
eða lágir, sem ekki skilja þetta, hafa
ekki lesið Aðalnámskrána sér til
gagns.
Fögur fyrirheit en
framkvæmd í skötulíki
Hver fylgist svo með því að þessi
ákvæði séu virt? Eftirlitið er í hönd-
um viðkomandi fagráðuneytis og
sveitarfélaganna sjálfra, sem er
merkilegt fyrirkomulag. Þá sér
sami aðili bæði um framkvæmd og
eftirlit. Þannig getur
borgin t.d. haft eftirlit
með sjálfri sér. Það
gefur augaleið að það
er glatað kerfi. Mætti
ég t.d. sjálfur hafa eft-
irlit með því, hvort ég
borgi fyrir dýrustu
bílastæðin í mið-
bænum? Auðvitað
ekki.
Hvernig skilgreinir
námskráin hlutverk
kennara? Jú, þeim ber
að útfæra á faglegan
hátt það sem þar stendur, enda „búi
þeir yfir sérfræðilegri starfs-
menntun“. Drög að menntastefnu
Reykjavíkurborgar bæta um betur:
Kennarar eiga að vera „framsækið
fagfólk“. Gott er að allir ættu kost á
námi við hæfi, bóklegu námi, verk-
eða listnámi hjá framsæknu fagfólki
og farið væri eftir þessu. Að sjálf-
sögðu eru ákvæði í námskrá sem
lúta að síðastnefndu greinunum.
Þar eru heilar 11 bls. um listgrein-
arnar tónmennt, myndmennt, dans
og leiklist. Hvernig skyldi svo fram-
kvæmdinni vera háttað? Í stuttu
máli fer afar lítið fyrir dansi og leik-
list og borgin virðist vinna mark-
visst að því að útrýma tónmennt úr
grunnskólum. A.m.k. er hún að
mestu hætt að auglýsa eftir tón-
menntarkennurum. Yfirmaður
grunnskólasviðs telur tónmenntar-
kennara ekki með í viðtölum um
kennaraskort í Reykjavík. Gott
dæmi um það hvernig borgin kemst
upp með að sópa skítnum undir
teppið. Aldrei virðist fjölmiðlum
detta í hug að sannreyna orð sviðs-
stjórans.
Gengisfelling listgreina
Sagt er að miðaldakirkjan hafi
skilgreint almenna menntun út frá
eigin þörfum. Framkvæmd og eft-
irlit hafi verið í höndum sama aðila.
Það þótti vissara. Það finnst líka
þeim sem stjórna skólamálum hjá
borginni. Enda víða pottur brotinn.
Tökum dæmi: Í stað þess að auglýsa
eftir tónmenntarkennurum eru
gerðir samningar við fyrirtæki úti í
bæ sem útvegar mannskap til að
fylla upp í tónmenntartíma til mála-
mynda án þess að hirða um ákvæði
námskrár eða uppfylla kröfur um
menntun kennara. Þetta fyrir-
komulag sparar ýmis vinnutengd
gjöld. Sá sparnaður er á kostnað
barnanna en getur skapað fjárhags-
legt svigrúm fyrir gæluverkefni
skólastjóra. Því verður ekki á móti
mælt. Hér vakna ýmsar spurningar.
Af hverju er þetta látið viðgangast?
Er verið að bola listgreinunum út úr
almennu menntuninni og inn í frí-
stundirnar? Taka þær af fram-
sæknu fagfólki og færa í hendur
lausráðnum leiðbeinendum? Auglýs-
ingar frá Skóla- og frístundaráði
benda stundum til þess að svo sé.
Boðar þetta einhverjar breytingar á
menntastefnu borgarinnar? Á að
gengisfella þann hluta skyldunáms-
ins sem lýtur að listum? Hvaða
námsgrein á þá að gengisfella næst?
Fær einhver skólastjóri að ráða því?
Eða lýsir þetta vanhæfi þeirra sem
eftirlitið eiga að annast, vegna þess
að þeir eru undir sama þaki og þeir
sem stjórna framkvæmdinni og
rekstrinum? Er kunningsskapurinn
í litlu Reykjavík stundum of náinn
við þá sem á að hafa eftirlit með?
Mig grunar að svo sé. Væri ekki
best að borgin losaði sig við þetta
eftirlitshlutverk og fæli það mennta-
og menningarmálaráðuneytinu? Við
það sparaðist fé sem nýta mætti úti
í skólunum. Hlutlaust eftirlit yrði
tryggt með því að ákvæðum laga,
reglugerða og aðalnámskrár yrði
fylgt og réttur nemenda virtur.
Staðið yrði við samning þjóðarinnar
við sjálfa sig um menntamál.
Listgreinar og samningur
þjóðarinnar um menntamál
Eftir Pétur Hafþór
Jónsson » Færi ekki best á því
að borgin afsalaði
sér eftirliti með eigin
grunnskólum og fæli
það mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytinu?
Pétur Hafþór Jónsson
Höfundur er fyrrverandi tónmennt-
arkennari í Austurbæjarskólanum.
peturhafthor@icloud.com
Á fundi borg-
arstjórnar 20. mars sl.
óskaði ég eftir því að
Dagur B. Eggertsson
borgarstjóri upplýsti
um launakostnað
Reykjavíkurborgar
vegna þeirra fulltrúa
stjórnmálaflokka sem
hafa setið í ráðum og
nefndum á vegum
borgarinnar á kjör-
tímabilinu. Spurningin er skýr og því
á að vera auðvelt að svara henni.
Svörin hefðu hins vegar leitt í ljós að
kostnaður borgarinnar vegna fulltrú-
anna er verulegur og að í hópi fulltrú-
anna eru fjölmargir vinir borgar-
stjóra.
Gæðingar í húsi borgarstjóra
Nú hafa verið haldnir fjórir borg-
arstjórnarfundir án þess að borgar-
stjóri hafi svarað fyrirspurn minni.
Lesendur blaðsins þurfa ekki að
velkjast í vafa um ástæðu þagnar-
innar. Það hentar ekki borgarstjóra
að svara fyrir kosningar.
Þeir eru nefnilega ófáir
gæðingarnir sem borg-
arstjóri hefur á húsi.
Nýir vendir
sópa best
Kostnaður við stjórn-
sýslu borgarinnar hefur
blásið út á kjörtíma-
bilinu. Það er ekki
ókeypis að stofna á
fjórða hundrað ráð og
nefndir til að móta
stefnu borgarinnar. Sí-
fellt fellur til meiri kostnaður vegna
bitlinganna. Veljum fulltrúa Borg-
arinnar okkar – Reykjavíkur til að
taka til í rekstri borgarinnar. Veljum
X-O í kosningunum 26. maí nk.
Burt með bruðlið
Eftir Sveinbjörgu
B. Sveinbjörns-
dóttur
Höfundur er borgarfulltrúi og oddviti
Borgarinnar okkar – Reykjavíkur.
sveinbjorgbs@reykjavik.is
Sveinbjörg B.
Sveinbjörnsdóttir
»Kostnaður við
stjórnsýslu borg-
arinnar hefur blásið
út á kjörtímabilinu.
Allt um sjávarútveg