Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Traka 21 lyklaskápurinn skráir hver hefur lykla fyrirtækisins undir höndum hverju sinni. Skápurinn opnast og afhendir lykil aðeins þeim sem hefur leyfi til þess. Þetta sparar utanumhald og eykur öryggi. Lyklar tapast miklu síður og kostnaður vegna þess lækkar. Lyklaskápur sem alltaf veit betur Verð: 179.000 kr. Fundur var haldinn á vegum Samtaka tón- listarskólastjóra, STÍR, 2. maí sl. í Aust- urbæ undir yfirskrift- inni „Hver er framtíð tónlistarskóla í tónlist- arborginni Reykjavík?“ að viðstöddum borg- arstjóra, formanni skóla- og frístundaráðs ásamt Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðis- flokks, og öðrum fulltrúum helstu framboða sveitarstjórnarkosning- anna. Skýr leiðarstef voru í ræðum tón- listarskólastjóranna um hve óvið- unandi núverandi meirihluti í borg- inni undir forystu Dags B. Eggerts- sonar hefði staðið sig gagnvart tónlistarskólunum sl. áratug og virt- ist litlu skipta hvar borið var niður; skólum hefði verið gert erfitt að standa við launa- og húsnæðis- skuldbindingar árum saman vegna skertra framlaga frá Reykjavíkur- borg. Formaður STÍR og skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz benti á að húsaleiga hefði hækkað mikið milli mánaða og rekst- urinn bæri ekki svo um- fangsmiklar hækkanir. Aðstoðarskólastjóri Tónskóla Hörpunnar benti m.a. á að framlag borgarinnar til tónlist- arskóla væri með því minnsta m.v. íbúafjölda sem sveitarfélög legðu til tónlistarskóla- reksturs og engar regl- ur væru t.a.m. hjá borg- inni um hvenær barn fengi aðgang að tónlist- arnámi enda væru dæmi um að börn væru árum saman á biðlistum þar sem eftirspurn eftir að komast í tónlistarskóla væri mikil. Sjálfstæðisflokkurinn í borgar- stjórn hefur haft áhyggjur af því hvort jafnræðis sé gætt varðandi tónlistarnám barna milli hverfa og sendi nýlega fyrirspurn þess efnis á skóla- og frístundasvið. Svar sviðs- stjóra var að jafnræði ríkti ekki hvað varðar nýtingu tækifæra til tónlistar- náms. Það kom því ekki á óvart að skólastjóri Tónskóla Sigursveins, sem er stærsti tónlistarskólinn í Reykjavík með tæplega 600 nem- endur (aðrir skólar eru með u.þ.b. 50- 180 nemendur) og veitir umfangs- mikið tónlistarnám á öllum náms- stigum í mörgum hverfum, m.a. þeim hverfum þar sem er hvað lægst hlut- fall barna í tónlistarnámi, skyldi benda á á STÍR-fundinum að Tón- skólinn hefði sótt um fjárheimildir til að geta sinnt tónlistarkennslu í hverfunum með minnsta þátttöku en fengið neitun frá borginni – slíkt bæri vott um takmarkaðan vilja borgaryfirvalda til að auka jafnræði barna til tónlistarnáms. Aukinheldur benti skólastjóri Tónskóla Eddu Borg á að rík þörf væri á að stofn- aður yrði sjóður til að styrkja hæfi- leikaríka nemendur til að tryggja börnum jafnt aðgengi til tónlistar- náms óháð efnahag þar sem efna- hagsþröskuldar í tónlistarnámi væru staðreynd. Gagnrýni skólastjóranna á núver- andi meirihluta vék jafnframt að til- lögum starfshóps borgarstjóra frá 2017 um verkefnið „Tónlistarborgin Reykjavík“. Ekki væri deilt um vægi verkefnisins enda erfitt að vera ósammála eftirfarandi inngangstexta úr skjali starfshópsins: „Tónlistar- borgin Reykjavík einkennist af ríku og gróskumiklu tónlistarlífi með skýra ímynd sem laðar að íbúa, fyr- irtæki og ferðamenn.“ Þegar kemur hins vegar að helstu áherslum frá samráðsfundum starfshópsins varð- andi tónlistarmenntun og tónlistar- uppeldi er hvergi minnst á að efla tónlistarskóla borgarinnar til þess að veita fyrsta flokks tónlistarmenntun til framtíðar heldur er lagt til í fylgi- skjali 6.4.1. við tillögur starfshópsins að bregðast við löngum biðlistum með því að „vinna að framboði tón- listarnáms innan grunnskóla og frí- stundaheimila“. Neðar í sama skjali er minnst á áhyggjur af kennara- skorti á sviði tónlistar. Það kemur ekki á óvart að tónlist- arskólastjórarnir skyldu gagnrýna borgaryfirvöld á STÍR-fundinum fyrir að boða metnaðarfulla áætlun um „Tónlistarborgina Reykjavík“ án þess að gert væri ráð fyrir faglegri aðkomu hinna 18 tónlistarskóla sem þar starfa og að í sömu áætlun væri haldið fram í alvöru að leysa mætti kennaraskort á sviði tónlistar með tónlistarkennslu í grunnskólum og frístundaheimilum undir leiðsögn ófaglærðra leiðbeinenda þegar fjöldi háskólamenntaðra tónlistarmanna starfar við tónlistarskóla borgar- innar og á mestan heiður af því að hægt sé yfirleitt að láta sig dreyma um að Reykjavík verði „tónlistar- borg“ – nær væri að tala um „tónlist- arskólaborgina Reykjavík“. Í stuttu máli var samhljómur meðal tónlistar- skólastjóra um að borgaryfirvöld hefðu brugðist tónlistarskólunum á undanförnum áratug. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst breyta borginni til hins betra í mál- efnum tónlistarskólanna, vinna að heildstæðri framtíðarsýn í samráði við fagaðila á sviði tónlistarmennt- unar, tónlistarskólana, kennara, for- eldra og nemendur. Þannig verður Reykjavík tónlistarskólaborg til framtíðar. Eftir Nínu Margréti Grímsdóttur » Skýr leiðarstef voru í ræðum tónlistar- skólastjóranna um hve óviðunandi núverandi meirihluti í borginni undir forystu Dags B. Eggertssonar hefði stað- ið sig gagnvart tónlist- arskólunum sl. áratug Nína Margrét Grímsdóttir Höfundur er píanóleikari og deildar- stjóri framhaldsnáms við Tónskóla Sigursveins. Hún skipar 17. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgar- stjórnar. Tónlistarskólaborgin Reykjavík Á laugardaginn verður gengið til sveitarstjórnarkosn- inga um land allt. Þá er gott að líta í bak- sýnisspegilinn og sjá hvað hefur áunnist á kjörtímabilinu sem er að ljúka. Á Seltjarnarnesi hefur traust fjár- málastjórn sjálfstæð- ismanna um langt skeið verið for- senda fyrir því góða samfélagi sem þar er. Grunnrekstur Sel- tjarnarnesbæjar stendur með ágætum og skattheimta er lítil. Samanburðarkannanir á milli sveitarfélaga sýna að íbúar Seltjarnarness eru meðal þeirra ánægð- ustu á landinu með þjónustuna í bænum. Í nýlegri samantekt Samtaka atvinnulífs- ins um fjármál tólf stærstu sveitarfélaga landsins sker Sel- tjarnarnes sig úr samanburðinum ásamt Garðabæ og Akranesi hvað varðar sterka fjár- hagsstöðu. Þessi þrjú sveitarfélög eiga það sameiginlegt að hafa sterka eiginfjárstöðu og vera lítt skuldsett. Þau eiga það enn frem- ur sameiginlegt að Sjálfstæð- isflokkurinn er í meirihluta í bæj- arstjórn. Góður rekstur Seltjarnarnes- bæjar hefur skilað sér í minni skattheimtu á íbúa, en skatt- heimta á hvern íbúa er hlutfalls- lega minnst á Seltjarnarnesi af tólf stærstu sveitarfélögum lands- ins. Einungis 7,4% af tekjum íbúa Seltjarnarnesbæjar renna til bæj- arins samkvæmt fjárhagsáætlun yfirstandandi árs, en til sam- anburðar renna 10,9% tekna íbúa Reykjavíkurborgar til borgar- innar. Það munar um minna. Á sama tíma er þjónustustig við íbúa á Seltjarnarnesi hátt en bæj- arstjórn og starfsmenn bæjarins leggja sig fram við að hlusta eftir hvaða þjónusta skiptir bæjarbúa máli. Því til staðfestingar er Sel- tjarnarnesbær með hæsta ánægju- hlutfall íbúa með þjónustu bæj- arins heilt á litið af þeim nítján sveitarfélögum sem þjónustu- könnun Gallup meðal sveitarfélaga náði til á síðasta ári. Áfram þarf að ráðstafa fjár- munum af ábyrgð á Seltjarnar- nesi. Forgangsröðun verkefna í þágu lífsgæða íbúa er einkar brýn og leggja þarf um leið áherslu á traustan rekstur bæjarins. Þá er mikilvægt að viðhalda því svig- rúmi sem skapast hefur á liðnum árum og sinna áfram vel nauðsyn- legri fjárfestingu og viðhaldi. Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar undir forystu Sjálfstæðisflokks hefur lagt sig fram um að tryggja sem besta og hagkvæmasta þjón- ustu á sama tíma og álögum á bæjarbúa er haldið lágum. Fram- bjóðendur D-lista Sjálfstæðis- flokks á Seltjarnarnesi í sveitar- stjórnarkosningunum vilja vinna markvisst að því að svo megi verða áfram. Lítil skattheimta og hátt þjónustustig á Seltjarnarnesi Eftir Ragnhildi Jónsdóttur » Áfram þarf að ráð- stafa fjármunum af ábyrgð á Seltjarnarnesi. Ragnhildur Jónsdóttir Höfundur er hagfræðingur og skipar 5. sæti á lista Sjálfstæðis- flokksins á Seltjarnarnesi. Á sama tíma og lág- markslaun og bætur hækka upp í 300.000 krónur berast af því fréttir að ríkidæmið sé svo gífurlegt í Garða- bæ, áður hrepp, að bæjarfélagið telji sig hafa það mikið umleik- is að hægt sé að launa sínum æðsta embættis- manni með tíföldum tekjum þess er minnst hefur. Ekki nóg með það heldur skal hans næsti undirmaður, bæjarritari, hafa sjöföld lægstu laun. Samtals hafa þessir embættismenn um 50.000.000 króna á ári í laun og þá á heilu kjörtímabili um 239.000.000. Tveir embættismenn munu kosta tvö hundruð þrjátíu og níu milljónir á heilu kjörtímabili. Hreppstjórar fyrri ára hefðu líklega frekar kosið að hafa meira fé til upp- byggingar en að skammta sér ríflega. Í þessu samhengi er hjákátlegur sá texti er D-listi í Garðabæ sendir frá sér um að það skuli „tekið til skoð- unar“ að lækka álögur á greiðendur þeirra nauð- ungargjalda sem fast- eignagjöld og útsvar eru. Má þá ekki líka „taka til skoðunar“ að lækka laun kjörinna fulltrúa og æðstu stjórnenda bæj- arins? Réttara væri að halda í við sig í launa- greiðslum til kjörinna fulltrúa og æðstu stjórn- enda og leggja áherslu á að koma skuldum niður undir núll á einu til tveimur kjör- tímabilum í stað óhóflegra greiðslna til yfirmanna bæjarins. Tífaldur bæjarstjóri Eftir Steinþór Jónsson Steinþór Jónsson » Tveir embættismenn munu kosta tvö hundruð þrjátíu og níu milljónir á heilu kjörtímabili. Höfundur er íbúi í Garðabæ og atvinnurekandi. steinthorj@hotmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.