Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
✝ Guðrún Krist-ín Sigurjóns-
dóttir fæddist í
Gullbringum í
Mosfellsdal 9. sept-
ember 1920. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir
5. maí 2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Sig-
urjón Símonarson
og Hólmfríður
Halldórsdóttir. Guðrún var elst
af sex systkinum. Þau eru Hall-
borg, Kristján, Sigurður, Símon
Sveinn og Jórunn Anna. Þau eru
Ingibergur Jón Oddur, f. 1945, d.
1947. 3) Valdimar Ingibergur, f.
1950. 4) Elísabet Guðrún, f. 1957,
var gift Jóhanni Rúnari Kjærbo.
Börn þeirra eru Guðný Björg,
Þórunn Kristín, Bryndís Jenný
og Eydís Sjöfn. Barnabarnabörn
Guðrúnar eru 16 og barnabarna-
barnabörn eru sex.
Guðrún og Þórarinn bjuggu
að Njarðargötu 27 fyrstu bú-
skaparárin. Árið 1959 fluttu þau
að Gnoðarvogi 28 þar sem þau
bjuggu alla tíð. Guðrún starfaði
um árabil við ræstingar á Gull-
fossi og við þjónustustörf í Leik-
húskjallaranum. Hún vann við
verslunarstörf í Sólheimabúðinni
og síðan í mörg ár í Vogue þar til
hún fór á eftirlaun.
Útför Guðrúnar fer fram frá
kirkju Óháða safnaðarins við Há-
teigsveg í Reykjavík í dag, 23.
maí 2018, kl. 14.
öll látin nema Jórunn
Anna.
Guðrún giftist
Þórarni Jónssyni, f.
25. október 1917, d.
15. maí 1987, for-
eldrar hans voru Jón
Oddur Jónsson og
Ingibjörg Gilsdóttir.
Börn Guðrúnar og
Þórarins eru: 1)
Hólmfríður, f. 1942,
gift Jóni Þóri Jó-
hannessyni. Börn Hólmfríðar eru
Þórarinn, Steindór Kristinn, Sig-
urjón, Guðrún Kristín og stúlka
sem lést stuttu eftir fæðingu. 2)
Elsku amma.
Sorgin er vissulega ráðandi í
hjarta mínu á þessari stundu og
tárin renna niður vanga minn
þegar ég sest niður til að skrifa
nokkur kveðjuorð til þín. Þó get
ég ekki varist því að brosa af og
til út í annað og jafnvel skella upp
úr þegar minningarnar um þig
koma upp í hugann ein af annarri.
Flestar minningarnar eru frá
heimili ykkar afa. Litla íbúðin í
Gnoðarvogi var miðpunktur fjöl-
skyldunnar og mitt annað æsku-
heimili. Þangað komum við
systkinin margoft með mömmu
og gistum í lengri eða skemmri
tíma þegar við bjuggum undir
Eyjafjöllum. Þar var oft þröng á
þingi, en alltaf nóg pláss. Ég
gerði mér ekki grein fyrir því þá,
en geri það nú, að heimilislífið í
Gnoðarvogi var um margt sér-
stakt og á undan sinni samtíð því
þar ríkti jafnrétti. Þið afi tókuð
jafnan þátt í heimilishaldinu, vor-
uð jafningjar og báruð jafna
ábyrgð. Hélduð heimili sem
byggðist á ást, kærleika og jafn-
rétti. Ég veit ekki hvers vegna
þetta varð svona á ykkar heimili
því þetta var svo sannarlega ekki
algilt á þessum tíma. Að mínu
mati er þessi fyrirmynd sem þið
afi sýnduð okkur eitt það mikil-
vægasta veganesti sem þið gáfuð
okkur, afkomendum ykkar, út í
lífið.
Fyrsta minningin sem kemur
upp í huga mér er þó af allt öðr-
um toga, sprottin af minni eigin
afbrýðisemi og tilkomin vegna
þess að afi kallaði Tóta bróður
alltaf nafna sinn. Einhvern veg-
inn fannst mér eins og verið væri
að gera upp á milli okkar bræðr-
anna með þessari saklausu nafn-
gift og ég gat ekki leynt sárind-
um mínum. En þú, amma, kunnir
alveg rétta svarið, þú sagðir ein-
faldlega: „Elsku Steindór minn,
þú getur bara verið nafni minn.
Þú heitir Steindór Kristinn og ég
Guðrún Kristín.“ Þetta var rétti
plásturinn á sárið og ég var sátt-
ur við að vera nafni þinn.
Elsku amma, þú varst einstak-
lega skemmtileg kona. Ég man
eitt sinn að við vorum í sumarbú-
stað með fjölskyldunni og við
Ingi frændi lentum í partýi með
kunningjum hans. Ekki þótti
okkur þetta partý nógu fjörugt,
en ég hafði lausnina á reiðum
höndum og sagði: „Ég sæki hana
ömmu“ og að sjálfsögðu gjör-
breyttist partýið eftir að þú
mættir þangað. En þú varst ekki
bara skemmtileg heldur einnig
ákaflega glæsileg, alltaf vel til
höfð og smekklega klædd. Fyrir
nokkrum árum lentir þú inni á
sjúkrahúsi og þegar ég heimsótti
þig þangað hafðir þú litlar
áhyggjur af ástæðu þess en varst
hins vegar fegin því að hafa ný-
lega farið í litun og plokkun. Auð-
vitað ekki hægt að láta sjá sig á
sjúkrahúsinu ótilhafða.
Elsku amma.
Þótt söknuðurinn sé mikill hjá
fjölskyldunni þá vitum við að
langþráðir endurfundir ykkar afa
hafa verið dásamlegir. Nú þegar
ég lít út um gluggann minn sé ég
að þótt þungbúið hafi verið í
kvöld þegar ég byrjaði að skrifa
þessar línur er kvöldið aftur orðið
fagurt.
Ég læt hér að lokum fylgja
með ljóð sem ég gaf þér fyrir
nokkrum árum.
Rósin mun fölna þótt rauð sé í kvöld
í rökkrinu dagsbirtan dvín.
En aldrei mun þverra um ár eða öld
yndisleg fegurðin þín.
(Steindór Kristinn Ívarsson)
Takk fyrir allar dásamlegu
minningarnar.
Þinn nafni,
Steindór Kristinn.
Elsku amma Dídí,
Það var erfitt að kveðja þig,
þrátt fyrir að þetta hafi verið
tímabært og að líf þitt undir það
síðasta hafi ekki átt við partýp-
inna eins og þig. Það geta ekki
margir stært sig af því, á fertugs-
aldri, að eiga langömmu. Ég gat
það og í þokkabót átti ég bestu,
skemmtilegustu og glæsilegustu
langömmuna.
Það var alltaf gott að koma til
þín í Gnoðarvoginn en dýrmæt-
astur er mér tíminn sem ég átti
með þér á menntaskólaárunum.
Það var yndislegt að geta labbað
til þín í hléum þar sem þú tókst á
móti mér með heitu súkkulaði og
grilluðu brauði. Við spjölluðum
saman um daginn og veginn og
stundum lagði ég mig í svarta leð-
ursófanum en þú passaðir að
vekja mig í tíma til að mæta aftur
í skólann. Þessi svarti leðursófi
varð síðan að rúminu mínu í stúd-
entsprófunum. Ég gat ekki hugs-
að mér betri stað til að læra undir
prófin en í Gnoðarvoginum hjá
þér og Inga frænda. Þið hugsuð-
uð svo vel um mig og ég vona að
þú vitir, elsku amma, hversu
þakklát ég er fyrir þig og tímann
okkar saman.
Nú ertu aftur komin í fangið á
Tóta afa, þar sem þú átt heima.
Ég kveð þig með söknuði en ylja
mér við fallegu minningarnar þar
til við hittumst á ný.
Þín,
Íris.
Elsku amma okkar hefur nú
kvatt eftir langt og gott líf.
Við minnumst ömmu Dídíar
sem lífsglaðrar og skemmtilegrar
konu sem var alltaf gaman að
vera í kringum. Hún var mikill
húmoristi og félagsvera, hún var
líka hlý og góð, rétt eins og ömm-
ur eiga að vera. Hún var alltaf fín,
með vel lagað hár og smekklega
förðuð, hvort sem hún var í
krumpugallanum á ferð um land-
ið á níunda áratugnum eða í fín-
um kjól í veislu í Gnoðarvoginum.
Hún var líka afbragðs sauma-
kona og saumaði nokkra fallega
þjóðbúninga á okkur afkomend-
urna sem okkur þykir mjög vænt
um.
Það var alltaf gaman að fara til
ömmu í Gnoðarvoginn. Alltaf var
boðið upp á eitthvað gott með
kaffinu. Hún var iðulega með
snúða og vínarbrauð á boðstólum
og hjá henni var eini staðurinn
sem við fengum að drekka kók,
sem okkur fannst algjör munað-
ur. Stundum þegar gott var veð-
ur gengum við með henni út í
Glæsibæ og komum að sjálfsögðu
við í bakaríinu. Hún spilaði oft við
okkur og var Rummikub í uppá-
haldi.
Amma var mjög veisluglöð,
hún mætti fyrst í veislur og fór
síðust úr þeim og hélt stuðinu
uppi allan tímann. Á hverju ári
voru haldnar dýrindis afmælis-
veislur í Gnoðarvoginum með alls
konar kræsingum, rjómatertum
og brauðréttum. Þessar tíðu
veislur gerðu það að verkum að
við stórfjölskyldan hittumst oft
og eru fjölskylduböndin sterk,
rétt eins og amma vildi hafa það.
Sem betur fer erfðu margir af-
komenda hennar veislugleðina og
munum við halda áfram að
styrkja fjölskyldutengslin.
Það var mjög gaman að fara í
ferðalög með ömmu, hvort sem
það var bústaðarferð þar sem
legið var í heita pottinum og spil-
að Uno og Rummikub, eða utan-
landsferðir þar sem amma gaf
engum eftir í fjörinu. Alltaf hélt
amma stuðinu uppi og var mikið
hlegið, enda amma algjör húm-
oristi og prakkari. Þegar við eldri
systurnar, Guðný og Þórunn,
vorum litlar fór amma með okkur
fjölskyldunni í ferð til Hollands.
Amma hafði ekki hjólað síðan
hún var unglingur en hún lét það
ekki stoppa sig og hjólaði um allt
með okkur þrátt fyrir að vera að
nálgast sjötugt. Hún hafði engu
gleymt. Við barnabörnin og
barnabarnabörnin kepptumst við
að fá að koma með í afmælisferð-
irnar hennar ömmu þegar hún
var 80 ára til London og 85 ára til
Kaupmannahafnar, en aldur
hennar sagði ekkert til um henn-
ar innri lífskraft og gleði. Við sem
komum með í þessar ferðir minn-
umst þeirra sem skemmtilegustu
ferða.
Allir sem þekktu ömmu Dídí
eru ríkari fyrir vikið, hún gaf
okkur svo mikið af ást, kærleik
og gleði. Við systurnar erum
óendanlega þakklátar fyrir allar
stundirnar sem við áttum með
henni og allar minningarnar sem
við munum ávallt varðveita.
Guðný Björg, Þórunn
Kristín, Bryndís Jenný og
Eydís Sjöfn.
Guðrún Kristín Sigurjónsdótt-
ir, eða Dídí eins og hún var jafnan
nefnd, kvaddi jarðlífið 5. maí.
Kynni okkar Dídíar hófust
skömmu eftir miðbik síðustu ald-
ar, þegar fjölskylda mín fluttist
að Gnoðavogi 28 í Reykjavík.
Okkar íbúð var á fjórðu hæð. Við
vorum svo lánsöm að í íbúðina á
móti fluttu heiðurshjónin Dídí og
Tóti (Þórarinn lést 15. maí 1987)
og börn þeirra þrjú; Fríða
(Hólmfríður), (Valdemar) Ingi og
Elsa (Elísabet Guðrún). Það var
okkur mikið happ. Yndislegri ná-
granna er vart hægt að hugsa
sér. Vogahverfið í Reykjavík var
þá í vexti. Reykjavíkurborg hafði
reist fimm fjölbýlishús handa
þeim sem efnalega áttu undir
högg að sækja, þrír stigagangar í
hverju. Börn frumbýlinganna
urðu haustið 1958 að sækja skóla
í Langholtsskóla. Vogaskóli var
enn ekki fullbúinn. Eins og gefur
að skilja var þetta fyrir tíma leik-
skóla, sjónvarps, tölvu og snjall-
tækja. Börnin léku sér saman af
sjálfsdáðum og hinir fullorðnu
hittust og réðu ráðum sínum.
Vogarnir voru þá ævintýraland
sprækum krökkum og bílastæðið
fyrir utan húsið var tilvalinn leik-
völlur fyrir krakkaskarann. Í
þessu umhverfi þróaðist sérstæð
menning, sem umfram allt ein-
kenndist af nánum kynnum bæði
fullorðinna og barna. Íbúar stiga-
gangsins urðu eins og stórfjöl-
skylda. Börn einna foreldra urðu
börn allra foreldra. Einkum voru
mæðurnar atkvæðamiklar, enda
störfuðu þær að langmestu leyti
innan veggja heimilisins. Upplýs-
ingar um hagi fjölskyldnanna
bárust daglega á milli, þegar þær
skruppu í kaffi hver til annarrar
eða „fengu sér tíu“ eins og það
hét, stytting fyrir „tíu dropa,“
sem iðulega merkti fleytifullan
kaffibolla, tvo eða fleiri. Hugtakið
móðir var einfalt í huga ungs pilts
á þeim tíma. Móðir veitti um-
hyggju, var til staðar og eldaði
góðan mat. Þessa eiginleika hafði
Dídí í ríkum mæli til að bera.
Þegar svo bar undir hljóp hún í
skarðið fyrir eigin mömmu, leið-
beindi og huggaði af hlýju hjarta
og sýndi ástúð með mildilegt bros
á vör. Þegar ég var svangur saddi
hún hungur mitt. Minnisstæðast-
ar eru fiskibollur Dídíar, „dauðu
bollurnar“ sem hún kallaði svo.
Þær voru einstakt gómyndi.
Sjaldan eldaði hún þessar lyst-
ugu bollur handa eigin fjölskyldu
án þess að færa mér hrokaðan
disk af góðmetinu. Bernskuminn-
ingin um heiðurskonuna Dídí hef-
ur fylgt mér alla ævi. Og aldrei
legg ég svo fiskibollur mér til
munns, að ég beri þær ekki sam-
an við bollurnar Dídíar. Minning-
in um hana er fjársjóður sem
stöðugt minnir mig á, hversu
mikilvægt það er barni að hljóta
kærleiksríkt atlæti. Ég orna mér
enn við minninguna um mannvin-
inn Dídí, eins og systir mín orðaði
það svo hnitmiðað. Ég er hepp-
inn. Ég er þakklátur. Megi Dídí
hvíla í friði.
Arnar Sverrisson.
Guðrún Kristín
Sigurjónsdóttir
Helga Áslaug
Þórarinsdóttir hef-
ur lagt upp í sitt
síðasta ferðalag
eða kannski bara
lokið þessu langa og mikla
ferðalagi sem kallast líf hér á
jörðu.
Helga frænka, eins og við
systkinabörnin, okkar börn og
barnabörn höfum alltaf kallað
hana, átti langt og gefandi líf
þar sem hún hámarkaði það að
upplifa og njóta sinna áhuga-
mála.
Hennar helstu og hjartans
áhugamál voru að sjálfsögðu
þjóðdansar og þjóðbúningar á
vettvangi Þjóðdansafélags
Reykjavíkur þar sem hún sinnti
af miklum dugnaði og áhuga
danskennslu, endurvakningu og
auknum skilningi á þjóðbún-
ingamenningu og að efla kynni
almennings á íslenskum þjóð-
búningum með uppbyggingu
þjóðbúninga félagsins og að
annast búningaþjónustu þesss.
Þessi hennar hjartans áhugi
Helga Áslaug
Þórarinsdóttir
✝ Helga ÁslaugÞórarinsdóttir
var fædd 14. júlí
1927. Hún lést 23.
apríl 2018. Helga
var jarðsungin 15.
maí 2018.
entist henni til
æviloka.
Helga naut þess
að ferðast bæði
innanlands og er-
lendis, hafði
ferðast um allt Ís-
land – oft – og víl-
aði ekki fyrir sér
að skjótast í ferða-
lag þegar tækifæri
gafst og voru
berjatúrar á haust-
in góð dæmi um það og ekki
skipti máli hvort þar lágu undir
Vestfirðir eða Norðurland
eystra, ekkert of langt í burtu
fyrir gott ferðalag. Utanlands-
ferðir heilluðu ekki síður og í
tilfellum Helgu frænku voru
það ekki borgarferðir eða
klassískar sólarlandaferðir sem
heilluðu heldur voru það æv-
intýraferðir og sókn í að kynn-
ast framandi löndum og menn-
ingarheimum. Íran, Kína,
Nepal, Jemen, Nýja Sjáland, og
svo mætti lengi telja, voru með-
al þeirra margra tuga landa
sem Helga náði að heimsækja á
sinni löngu ferðaævi. Ferða-
áhuginn innan fjölskyldunnar
er ekki einskorðaður við Helgu
frænku en enginn okkar ætt-
ingjanna kemst með tærnar
þar sem Helga var með hælana
í þeim efnum.
Ferðavettvangur Helgu var
frá unglingsárum á vegum Far-
fuglahreyfingarinnar og voru
ferðalög með Farfuglum stór
hluti af hennar lífi og ferða-
venjum. Þessi alþjóðlegi ferða-
vettvangur varð eflaust til þess
að áhugi hennar, skilningur og
virðing fyrir framandi menn-
ingarheimum var eins mikill og
djúpstæður og raun bar vitni.
Atvinnuvettvangur Helgu
frænku fór saman við áhugamál
hennar en hún starfaði sem
handavinnukennari til margra
áratuga. Nálægð mín við
frænku mína var meiri en
flestra minna frændsyskina að
því leyti að hún var handa-
vinnukennari í Öldutúnsskóla
sem var barna- og gagnfræða-
skólinn minn. Það eru ótalmörg
ungmenni í Hafnarfirði sem
þekkja „Helgu handó“ frá sinni
skólagöngu og muna að þar var
handavinnan kennd með mikilli
virðingu og metnaði fyrir hand-
verkinu.
Yfir 90 ára lífshlaup Helgu
var að ég best veit nákvæmlega
það sem hún vildi og naut best,
að gera það sem hún vildi þeg-
ar hún vildi og helga líf sitt og
tíma sínum helstu áhugamál-
um, handverki, ferðalögum og
menningarfjölbreytni.
Ég kveð Helgu frænku með
þakklæti og virðingu fyrir góð
kynni alla ævi.
Ingi Þór Þorgrímsson.
Það er erfitt að ætla sér að
kveðja Helgu Þórarinsdóttur í
stuttri grein, eins fjölhæfa
konu og hún var. Kynni okkar
ná aftur til ársins 1972 en þá
vorum við báðar starfandi
handavinnukennarar í Hafnar-
firði. Helga var metnaðarfull í
störfum sínum og lagði mikla
áherslu á að nemendurnir
lærðu réttu handtökin. Hún
bætti stöðugt við sig menntun
bæði innan- og utanlands í
handverki, tungumálum, dansi
og fleiri greinum.
Helga var meðlimur í mörg-
um félögum en þau helstu eru
Farfugladeild Reykjavíkur,
Þjóðdansafélagið og Heimilis-
iðnaðarfélag Íslands. Hún vann
mikið fyrir þau öll og lagði t.d.
sitt af mörkum í þjóðbúninga-
saumi, kennslu í þjóðdönsum
og sauðskinnsskógerð.
Árið 1989, nánar tiltekið í
febrúar, fóru nokkrir handa-
vinnukennarar í námsferð til
Finnlands. Helga átti stóran
þátt í að gera ferðina ógleym-
anlega. Reynsla hennar af
ferðalögum til ólíkra staða kom
sér vel og ekki spillti fyrir að
hún gat pantað veitingar á
tungumáli gestgjafanna. Ef
finnskan var ekki notuð þá
ávarpaði hún ferðafélagana á
sænsku. Hún var landi og þjóð
til sóma með vasklegri fram-
göngu sinni svo eftir var tekið.
Helga bjargaði okkur í þungum
töskuburði með því að hóa í
vegfarendur eftir hjálp og feng-
um við þá aðstoð við burðinn.
Svona var Helga. Hún dó ekki
ráðalaus eins og sagt er.
Árið 2015 hófst verkefnið
„Söfnun skólahandavinnu í
textíl“ sem Sigrún Guðmunds-
dóttir stendur að ásamt und-
irritaðri. Þegar söfnunin byrj-
aði formlega kom aldrei annað
til greina en að tala fyrst við
Helgu og kanna hug hennar til
söfnunarinnar. Helga átti mikið
magn sýnishorna frá kennslu-
ferlinum, náminu og öllum
þeim námskeiðum sem hún
sótti.
Hún var mjög jákvæð og
vildi koma skólamunum sínum í
safnið, sem við erum þakklátar
fyrir. Munir hennar eru þeir
fyrstu sem skráðir voru. Við
nöfnurnar áttum líka afar nota-
legar stundir með henni í að
velja fyrir safnið. Þá miðlaði
hún til okkar þekkingu sinni á
menningu og sögu hinna ýmsu
landa og sýndi okkur handverk
frá ólíkum stöðum.
Þegar litið er yfir farinn veg
þá er sumt fólk eftirminnilegra
en annað. Helga er ein af þeim
sökum áhuga á svo mörgum
sviðum og góðra hæfileika sem
hún var gædd. Að lokum þakka
ég henni góð kynni og votta
ástvinum innilega samúð.
Sigrún Laufey
Baldvinsdóttir.
Helga frænka hefur nú kvatt
sína jarðvist og haldið á ókunna
slóð með bakpoka sinn og
göngustaf. Þetta verður síðasta
landið sem hún heimsækir að
sinni en hún hafði alla sína tíð
mikinn áhuga á því að ferðast
hvort sem var hérlendis eða er-
lendis og fór tvisvar hringinn í
kringum hnöttinn fyrir utan
allar aðrar ferðir til fjarlægra
landa sem við flest heimsækj-
um ekki. Í þessum ferðum sín-
um kom hún alltaf með eitthvað
handa systkinum sínum fjórum
sem nú eru öll fallin frá, systk-
inabörnunum sjö og mökum
þeirra svo og börnum okkar.
Án þess ég viti með vissu má
ætla að einhver yfirvigt hafi
verið í öllum þessum gjöfum.
Helga frænka fór á 90 ára af-
mæli sínu inn í Þórsmörk og
bauð með sér vinum og frænd-
fólki.
Þar var hennar kærasti stað-
ur hér á landi og þar vildi hún
eyða deginum. Helga bjó hjá
ömmu og afa á Haðarstíg 10,
Reykjavík fram á fullorðinsár
en flutti síðan í Breiðholtið eft-
ir fráfall þeirra en síðan á
Hrafnistu í Hafnarfirði þegar
heilsu hennar hrakaði. Það
aftraði henni hins vegar ekki
frá að fara í berjamó norður í
land til frændfólks okkar en
það var fastur liður á haustin
að tína ber. Fór ég sem barn
nokkrar ferðir með henni og
mömmu í berjamó og fannst
henni nokkuð til mín koma að
ég borðaði ekki berin heldur
tíndi þau í fötuna. Að borða
berin beint uppí sig var sóun á
tímanum að hennar mati. Mun-
ir þeir sem Helga frænka gaf
mér í jólagjöf eru enn uppi í
hillu og verða þar áfram með
minningum um hana.
Þinn systursonur,
Helgi Gunnarsson.