Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 23.05.2018, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 ✝ Gunnar Eg-ilson fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 6. maí 2018. Foreldrar hans voru Snæfríð Jó- hanna Davíðs- dóttir Egilson, f. 27. janúar 1915, d. 18. apríl 2001, og Þorsteinn Egilson, f. 2. mars 1913, d. 2. september 1983. Systkini Gunnars eru Dóra Eg- ilson, f. 24. apríl 1938, Guðrún Egilson, f. 14. júlí 1945, Davíð Egilson, f. 11. maí 1950, og Snæ- fríður Þóra Egilson, f. 13. októ- ber 1956. Eftirlifandi eiginkonu sinni, Auði Birnu Kjartansdótt- ur Egilson, f. 19. febrúar 1933, kvæntist Gunnar 10. ágúst 1957 og börn þeirra eru: a) Þorsteinn Egilson, f. 3. júní 1958. Börn hans og Önnu Sofiu Rappich, f. 10. nóvember 1964, eru Jakob Atli Þorsteinsson, f. 18. mars 1997, og Sara Þorsteinsdóttir, f. 7. desember 1998. b) Bryndís Egilson, f. 5. júlí 1961, gift Stef- áni Scheving Árnasyni, f. 31. ágúst 1959. Börn þeirra eru Arna Stefánsdóttir, f. 20. desem- ber 1980, og Árni Stefánsson, f. Stefánsson, f. 6. júní 1992. e) Agla Egilson, f. 25. febrúar 1972, gift Jónasi Kristjánssyni, f. 22. október 1972. Þeirra börn eru Auður Anna, f. 6. janúar 1999 og Kristján Elí, f. 14. nóv- ember 2004. Sonur Öglu úr fyrra sambandi er Egill Örn Gunnarsson, f. 3. nóvember 1992. Gunnar lagði stund á útvarps- virkjanám og hóf að því loknu vinnu hjá Flugmálastjórn þar sem hann síðan starfaði alla tíð, fyrst sem útvarps- og radíóvirki en síðar sem flugumferðarstjóri, á Egilsstöðum 1960-1981 og á Akureyri 1981-1999 þar sem hann vann við flugumferðar- stjórn. Gunnar kynntist reiðhestum ungur að árum og stundaði hestamennsku, bæði á Egils- stöðum og Akureyri, en um vor- ið 1990 rætist draumur hans um aðsetur í sveit þegar hjónin flytjast að Grund í Eyjafirði þar sem hann bjó til dauðadags. Gunnar var virkur í félags- málum, byrjaði snemma í Rót- arýhreyfingunni og sinnti þó nokkuð félagsmálum í hesta- mennsku, hjá Freyfaxa á Héraði á meðan hann bjó þar og síðar hjá Funa í Eyjafjarðarsveit. Gunnar var vinamargur og vin- sæll. Útför Gunnars Egilson fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 23. maí 2018, kl. 13.30. 12. september 1983. Arna er gift Filipp- usi Sigurðssyni, f. 17. maí 1977 og þeirra börn eru Sig- urður Ægir, f. 19. júlí 2009, Hrafnhild- ur Freyja, f. 24. des- ember 2013 og Haf- þór Brynjar, f. 7. september 2016. Árni er kvæntur Helgu Kristínu Helgadóttur, f. 18. maí 1982, og þeirra dætur eru Agla Karítas, f. 21. febrúar 2008, og Salka Bryndís, f. 16. febrúar 2017. Synir Helgu úr fyrra sambandi eru Tristan Ingi Gunnarsson, f. 13. maí 2002, og Alexander Helgi Gunnarsson, f. 11. ágúst 2003. c) Kjartan Steinarr Eg- ilson, f. 26. júlí 1964. Börn hans og fyrrverandi eiginkonu, Svövu Kristínar Egilson, f. 24. desember 1966, eru Íris Ósk Eg- ilson, f. 29. janúar 1988, og Magnús Freyr Egilson, f. 22. desember 1992. Unnusti Írisar er Christian Gyldmark, f. 16. apríl 1987. d) Snæfríð Egilson, f. 18. júlí 1966, gift Ivan Falck- Petersen, f. 30. nóvember 1962, og þeirra dóttir er Ivalu Birna Falck-Petersen, f. 12. júlí 1994. Unnusti Ivalu er Þórir Steinn Austur á Héraði þar sem ég ólst upp var mikil sagnahefð, sög- ur af mönnum og málleysingjum spunnust af minnsta, og stundum engu, tilefni. Í mínum huga voru mestu sagnameistararnir Pétur á Egilsstöðum og Jón á Ketilsstöð- um. Pabbi var á tuttugasta og fjórða aldursári þegar hann flyt- ur austur. Sem unglingur var hann í sveit hjá húnvetnskum höfðingjum og var þess vegna kannski enn opnari og móttæki- legri fyrir því umhverfi sem mætti honum á Héraði. Þar rætt- ist bernskudraumur hans um hesta og samhliða rann hann sem silki inn í félagsskap hestamanna þar sem leiftrandi gleði og skop- skyn á mannlíf líðandi stundar voru ráðandi. Og, það var mikið sungið. Mín túlkun er sú að á þessum árum hafi þróazt með honum það mikla dálæti á skemmtisögum sem hann naut þess að heyra og segja. Pabbi var kannski ekki höfundur margra þessara sagna en hann var óvenju næmur á hið spaugilega í viðbrögðum og fari samferða- manna sinna. En, hvernig og hvenær kynn- ist maður föður sínum. Sem barn flæktist ég mikið með honum í viðgerðarferðir hingað og þang- að, mest upp á Fjarðarheiði og út í Breiðavað. Sem unglingur datt ég inn í hestamennsku með hon- um einmitt á þeim tíma sem hann hafði mikil afrekshross undir höndum, fór að aðstoða hann við tamningar á hrossum frá Óla á Urriðavatni og Pétri á Egilsstöð- um og þar var ákveðnum tening- um kastað. Ég var kominn með bullandi hestadellu: Urriðavatns- reið, Ketilsstaðareið, Fljótsdals- reið, páskareið voru stórfengleg- ir viðburðir og ég átti mína eigin Húseyjarreið. En ekki sízt, pabbi átti Gust og ég fékk að temja Glóa. Ég var heldur ekki gamall þegar það fór að renna upp fyrir mér hvernig fölskvalaus gleði og einlægt viðmót hans höfðu mikil áhrif og gjarna var hann hrókur mikils fagnaðar án þess þó að gera kröfu um aðalhlutverk. Árið 1981 neyddust foreldrar mínir til þess að flytjast frá Eg- ilsstöðum og úr varð að þau sett- ust að á Akureyri. Í kringum hestamennsku föður míns hafði snemma mótazt sá draumur að setjast að í sveit og úr varð á vor- dögum 1990 að við fluttum á Grund. Þrátt fyrir að áform okk- ar og draumar um hrossarækt hafi lítið gengið eftir, þá höfum við átt yndislegt líf hér í þessari fallegu og frjósömu sveit. Eftir að pabbi komst á eftirlaun snerist líf hans mikið um að búa, vera bóndi. Hann var góður að heyja og góður að fóðra, vélavinna gékk með ágætum en smíðavinna gékk verr og rafsuður hans eru afleit- ar. Mannlífið hins vegar, í kring- um fjölskyldu og vini, er síðan það ríkidæmi föður míns sem mest og lengst verður minnst. Þegar kemur að kveðjustund sem þessari er margt sem leitar á hugann. Þótt pabbi hafi kvatt okkur upp úr þurru og við slegin þungu höggi þá breiðist sorgin ótrúlega fljótt út í gleði og þakk- læti fyrir að hafa átt hann að, lit- ríkan og skemmtilegan, og það yljar minninguna að vita til þess að fyrir síðustu gönguna er hann búinn bæði tóbaki og Grundar- vatni. Pabbi bjó sannarlega yfir nokkrum hæfileikum sem nægt hefðu til markverðrar listsköpun- ar en hann skilaði svo sem ekki af sér nema einu listaverki sem er hans eigin ævi. Þorsteinn. Gunnar bróðir minn og frum- burður fjölskyldunnar fæddist 1936. Milli okkar voru 14 ár sem er í sjálfu sér ekki langur tími, en um leið skildi að haf og himinn. Ísland umturnaðist á þessu árabili. Gunnar var fæddur í kreppu þegar atvinnumöguleikar voru ekki miklir, forn samfélags- gerð ríkti, atvinnuhættir voru nánast þeir sömu og höfðu verið um aldir og Ísland var útnári undir dönskum kóngi. Fjórtán árum síðar hafði heimsstyrjöld gert okkur rík, rekið okkur inn í nútímann og Ísland var orðið lýð- veldi. Gunnar drakk þessa um- byltingu í sig. Glaðsinna, fé- lagslyndur og mjög vinmargur. Hann fór ungur í sveit og lífið þar heillaði hann gjörsamlega. Eftir nám í útvarpsvirkjun fór hann til starfa hjá Flugmálastofnun á Egilsstöðum lengst af sem flug- umferðarstjóri og eftir það var ekki aftur snúið. Ólíkt nafna sínum á Hlíðar- enda sem sneri aftur heim sótti Gunnar ásamt Auði sinni að heiman og út ísveitina, fyrst til Egilsstaða, þá á Akureyri og loks á Grund í Eyjafirði. Fjölskyldan stækkaði: Þorsteinn, Bryndís, Kjartan, Snæfríð og Agla, allt öfl- ugir einstaklingar sem hafa fund- ið sér farveg í lífinu. Afkomenda- hópurinn er orðinn stór og var Gunnar ákaflega hreykinn af honum. Samhliða stækkaði einn- ig vinahópurinn svo um munaði. Gestagangurinn var oft nánast yfirgengilegur og mikið spjallað og sungið. Þetta hefði aldrei gengið nema fyrir Auði sem and- stætt Hallgerði léði Gunnari sín- um fúslega alla sína loka á hans bogastrengi. Gunnar var sem segull á fólk en þrátt fyrir glaðværðina bjó með honum alvarlegur undirtónn þess sem hefur margt reynt og staðið á hárri fjallsegg með bratt- ar hlíðar á báðar hliðar. Gunnar var næmur á fólk og sá hvernig því leið. Það er fáum gefið – og aðeins þeim sem hafa djúpa sam- kennd. Gunnar var flestum kost- um búinn – en mest var þó mann- gæskan. Hann var það sem kallað var fyrir austan á sinni tíð „afbragðsmaður“. Davíð Egilson. Við mörkum ólík spor á ævi- göngunni og skiljum eftir ólíkar minningar fyrir þá sem lifa. Það er með djúpri sorg og söknuði sem við kveðjum Gunnar frænda okkar og fyrr en okkur hefði grunað. En hans spor eru vel mörkuð. Hann skilur eftir stóra fjölskyldu og ríkulegar litríkar minningar. Gunnar var gleðigjafi og hann var mannvinur meiri en gengur og gerist. Þar sem hann var, þar var alltaf gaman. Og þar sem hann var, þar var alltaf bjart yfir. Með ljúfri framgöngu, hnyttnum sögum eða söng dró hann að sér athygli. Hann gaf ríkulega frá sér, fylgdist vel með og var stolt- ur af sínu fólki. Vini virtist hann eiga alls staðar. Gunnar var elstur systkina móður okkar og samskiptin voru alla tíð mjög náin. Iðulega dvöldu þau Auður á Laugarásveginum þegar þau áttu erindi í bæinn. Og það liðu sjaldan margir dagar án þess að móðir okkar og Gunnar töluðu saman. Ólíkt systkinum sínum var hann sveitamaður og unni sér best í sveitinni með vin- um sínum og hestunum. Fjöl- skylda, vinir og land voru hans ríkidæmi og hans sterku lífsgildi koma svo vel fram í laginu sem hann söng svo oft „en viltu muna að vináttan er verðmætust eðal- steina“. Við systkinin höfum margoft notið gestrisni Gunnars og Auðar og fengið að búa hjá þeim í skemmri og lengri tíma. Ást og væntumþykja einkenndi sam- band þeirra og þau voru höfðingj- ar heim að sækja. Við systkinin vorum svo sannarlega ekki þau einu sem nutu gestrisni þeirra hjóna því heimilið virtist líka vera öllum vinum opið. Þegar móður okkar ofbauð eitt sinn veislugleð- in og sagði byrst við bróður sinn „Þetta er ekki hægt Gunnar, það er ekki hægt að bjóða Auði upp á þetta, að fylla húsið af gestum og án þess að nokkur komi og að- stoði hana. Ekki vildi ég vera gift þér!“ brosti Gunnar blítt til syst- ur sinnar og sagði kankvís: „Dóra mín, mér þykir alveg ógurlega vænt um þig, en ég vildi nú ekki heldur vera giftur þér þannig að þetta er allt í lagi!“ Það eru einungis fáir mánuðir síðan Gunnar, ásamt yngri frændum og frænkum, gekk hægum skrefum með kistu föður okkar út úr Dómkirkjunni. Þar kvaddi hann kæran vin og það voru þung spor fyrir alla. Mörg- um fannst það óraunhæft að Gunnar gæti borið kistuna enda átti hann erfitt um gang vegna mjaðmaaðgerðar og hafði P-kort- ið sem heimilar að leggja bíl í stæði fatlaðra. En það sást ekki í kirkjunni, Gunnar hélt taktinn á við unglingana og bætti við eftir gönguna að við hin yngri gætum alveg fengið að nýta kortið hans ef þannig bæri við! Það er ekki langt síðan við ræddum við Gunnar um lífið og tilveruna án þess að okkur grun- aði að kallið kæmi svo snemma. Það er sárt að njóta ekki oftar ná- vistar hans, heyra ekki oftar söngvana, hlátrasköllin og allar sögurnar, en við erum þakklát fyrir yndislegar minningar sem munu lifa. Egill, Karl og Snæfríð Þorsteins. Glaður og reifur skyli gumna hver unz sinn bíður bana. (Úr Hávamálum) Þessi spekiorð Hávamála koma fyrst í hug þegar rifjaðar eru upp ógleymanlegar stundir með Gunnari Egilson um áratuga skeið. Við snöggt og óvænt fráfall hans er öllum, sem stóðu honum nær, harmur í huga og söknuður í brjósti. Gunnar átti sér margar hliðar og allar góðar. Fyrir það fyrsta var hann síkátur og með afbrigðum hlýr og aðlaðandi. Fagnaði gestum sínum vel og sparaði ekkert við þá. Og um leið var hann aufúsugestur hvar sem hann kom og hvers manns hug- ljúfi. Á mannamótum, hvort sem var tveggja manna eða upp í stórt hundrað og þaðan af meira, var hann ókrýndur leiðtogi og hrókur alls fagnaðar með því að bresta í söng við hvert tækifæri. Gjarnan var byrjað á ,,Ef væri ég söngv- ari, syngi ég ljóð.“ Og með lagni kennarans kom hann flestum, þó mislagvissir væru, af stað í söngnum og þegar hann taldi óhætt hóf hann að radda sönginn með sínum hætti þannig að allt small saman. Það var nánast öruggt að samkvæmi sem naut nærveru Gunnars var vel heppn- að. Hann var mjög vinmargur því allir sem honum kynntust hænd- ust að honum og vildu og hans vinir vera. Alla vináttu ræktaði hann með afbrigðum vel og til þess var síminn óspart notaður þegar vík var á milli vina. Ábyrgðarstörf við stjórnun flug- umferðar, fyrst á Egilsstöðum og svo á Akureyri, fórust honum vel úr hendi og misfellulaust. Um miðjan aldur rættist langþráður draumur hans og bóndinn á Grund sat sitt sæluríki með til- heyrandi stússi og verkefnum. Hrossin áttu hug hans allan, fóðrun og tamningar að vetrinum, löng ferðalög á sumrin í góðra vina hópi um land allt. Frá Hornafirði í austri og í kring- um Drangajökul í vestri og allt þar á milli, norðan og sunnan jökla. Hann ræktaði sjálfur reið- hrossin sín og hafði dálæti á hornfirskum hrossum sem hann kynntist fyrst austur á Héraði. Og nokkrar kindur voru líka nauðsynlegur búsmali á Grund. Gunnar var virkur í félagsmálum og lagði ávallt gott til. Honum voru þjóðmálin hugleikin og dró taum þeirra sem minna mega sín, var jafnaðarmaður af gamla skól- anum og gaf sig hvergi ef á þurfti að halda. Honum lá gott orð til samferðafólks og sparaði stór- yrðin. Lagði áherslu á að jafna ágreining og ná sáttum þá sjald- an slíkt kom upp. Gunnar var mikill fjölskyldumaður og gæfu- maður að hafa sér við hlið Auði Birnu konu sína sem fylgdi hon- um gegnum þykkt og þunnt og hafði góða stjórn á hlutunum þegar á þurfti að halda. Börnin og barnabörnin eru lifandi sönn- un þess að lífshlaup þeirra hjóna hefur borið góðan ávöxt. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson) Þakklæti er efst í huga þeim sem hér kveður kæran vin og samúð með eftirlifendum. Guðmundur Birkir Þorkelsson. Við hittum Gunnar fyrst haustið 2001 þegar hann var á ferð í USA og Kanada með Birki vini sínum að heimsækja vini og kunningja á Íslands- hestabúgörðum og fórum með þeim á Royal Fair, árlega hesta- sýningu í Toronto. Báðir ætluðu þeir í hestaferð í kringum Drangajökul sumarið eftir með Þórði Halldórssyni í Laugarholti, Skjaldfannardal. Þetta hljómaði spennandi og við ákváðum því að slást í hópinn og fara líka með þeim aðra ferð strax á eftir, frá Grund til Húsavíkur. Þessi hópur náði afar vel saman og gekk fljót- lega undir nafninu Gundwater Group eða GWG. Næsta áratug- inn og gott betur ferðaðist tæpur tugur kvenna frá Kanada, Þýska- landi, Wales og fleiri löndum Evrópu á hverju ári með þeim fé- lögum um allt norður- og norð- austurland, Snæfellsnes, Dali og Vestfirði undir leiðsögn Gunnars og Birkis. Oft hófust ferðirnar á Grund og gestrisni Gunnars og Auðar var okkur dýrmæt. Á borðum voru kræsingar af öllu tagi og ógleymanleg veisluhöld og skemmtan fram á rauða nótt. Gunnar elskaði fjölskyldu sína og við fengum að kynnast flestum börnum hans og barnabörnum. Gunnar elskaði Ísland og ís- lenska hestinn. Við fengum að ríða mörgum hestum hans og þeir voru allir vel tamdir, aldeilis vel viljugir og runnu á dásamlegu tölti. Með mikilli lagni og næmni fyrir þörfum okkar leiddi hann okkur um alls konar torleiði og grónar götur Norðurlands og sá til þess að við kæmumst heilu og höldnu á náttstað á hverjum degi. Gunnar var afbragðsgóður söng- maður og leiddi okkur í söng hverja stund. Hann þýddi ljóðið ,,Yfir heiði háa“ á ensku okkur til skemmtunar og þá hét það ,,Fly- ing pace“ og var sungið af inn- lifun. Stundum urðu dagarnir á hestbaki verulega langir, fyrir kom að hrossin struku frá okkur, stundum þurfti að breyta ferða- áætluninni á síðustu stundu. Þá taldi Gunnar í okkur kjark og brosti sínu breiðasta. Við slíkar aðstæður gerði Gunnar góðlát- legt grín að vini sínum Birki sem á stundum var ekki skemmt. Gunnar átti fjölda vina, eins og t.d. Ármann, sem áttu það til að bregða sér með okkur bæjarleið til að segja til vegar eða bara taka þátt í gleðinni á kvöldin, syngja af mikilli snilld og segja sögur. Svo áttum við hauk í horni þegar farangur týndist í flugi því Gunnar hafði næg sambönd í flugheiminum til að bjarga því fljótt og vel. Gunnar var eðal- menni og öllum leið svo vel í ná- vist hans. Við söknum hans sárt og færum fjölskyldunni samúðar- kveðjur. Céline Pickard. Elsku drengurinn minn, gam- an að sjá þig, þú ert enn að stækka, sagði meistari Egilsen á Grund í upphafi okkar síðasta fundar. Það var alltaf geðbæt- andi að hitta þann gleðigjafa, sí- kátan. Brekkur síðustu ára breyttu þar engu um. Brosið var það sama; hlýjan og manngæsk- an. Af okkar samskiptum er mér minnisstæðust hestaferðin sem við fórum forðum, ásamt góðum völdum vinum. Þá var riðið allt frá Akureyri austur á Hérað og til baka aftur. Þetta var hátt í þriggja vikna ferð. Meistari Eg- ilsen var „leiðari“ ferðarinnar og hann skipulagi allt í þaula, rétt eins og flugumferðina við Akur- eyrarflugvöll. Áningarstaðir voru valdir af kostgæfni og séð til þess að hestar sem menn hefðu nóg að bíta, brenna – og drekka! Mig minnir að í ferðina hafi farið um fjörutíu lítrar af Grundarvatni. Auk þess var „leiðarinn“ alltaf með meinta „höfðingjadrykki“ í handraðanum, þegar gera þurfti vel við góða vini og beitarhólfa- eigendur sem sóttir voru heim. En þegar þeir höfðu kynnst Grundarvatninu vildu þeir ekki sjá annað! Erfiðasti áfanginn í ferðinni var úr Suðurárbotnum austur yf- ir hraun og eyðisanda allt í Drekagil. „Leiðarinn“ hafði ekið leiðina nokkrum dögum áður, þar sem hún er villugjörn og vatn takmarkað fyrir skepnur. Ekkert mátti út af bera með 50 hesta stóð. Allt gekk þetta smurt, þökk sé Egilsen. Hann átti ekki sök á óhappi mínu á fyrsta áningar- staðnum. Meintur góðhestur minn reis þá upp á afturfæturna um leið og ég hafði snarað mér í hnakkinn. Hann settist síðan á rassinn, þannig að ég hlunkaðist niður í hraungrýtið og sá ekki fram á annað en þessi stóri, þungi góðhestur kæmi veltandi yfir mig. Sá ég fram á endalok lífs og ferðar, en það voru harðir kostir, þar sem nær allt Grundarvatnið var ódrukkið! En mér tókst á ög- urstundu að víkja mér undan hrossinu, nema hvað það valt yfir annan lærlegginn. Félögum mín- um datt ekki annað í hug en ég væri mölbrotinn. Ég drattaðist þó á fætur og komst á bak með herkjum. Átti ekki annan kost í miðju Ódáðahrauni. Egilsen brosti sínu blíðasta þegar við loks náðum á áfangastað í Drekagili um kvöldið. – Elsku karlinn minn, þér er ekki fisjað saman, græðir lærbrot á einni dagleið með Skógargerðisþrjóskuna eina að vopni. Síðan hló hann dátt og lyfti glasi af Grundarvatni. Mér hefur aldrei þótt það eins gott og þá! Áfram hélt ferðin austur um og alla daga voru ævintýri, stundum erfiðleikar, en úr þeim var leyst með lipurð, lagni og gamansemi Egilsens. Magnús á Úlfsstöðum, sem nýlega er geng- inn, sá hestum okkar fyrir hvíld Gunnar Egilson HINSTA KVEÐJA Svo er því farið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Þetta erindi eftir Hann- es Pétursson endurspeglar tilfinningar mínar við and- lát ástkærs bróður, Gunn- ars Egilson. Blessuð sé minning hans. Guðrún Egilson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.