Morgunblaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 37
DÆGRADVÖL 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018
--- ALLT A EINUM STAD �
HÓT E L R E K S T U R
Komdu og skoðaðu úrvalið í
glæsilegri verslun að Hátúni 6a
Hágæða rúmföt,
handklæði
og fallegar
hönnunarvörur
fyrir heimilið
Eigum úrval
af
sængurvera
settum
Percale ofin
– Micro bóm
ull,
egypskri og
indverskri bó
mull
Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ert að undirbúa indælan og
streitulausan dag. Mundu að engin mann-
eskja er annars eign. Heimspekilegar vanga-
veltur og trú annarra vekur undrun þína.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú átt í innri baráttu og veist varla í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Þú getur stólað
á vin að vera of seinn, pirra þig og vera
dónalegur á sinn einstaka máta.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Gættu tungu þinnar því hverju orði
fylgir ábyrgð og töluð orð verða ekki aftur
tekin. Fólk á sömu línu elskar að heyra nýj-
ustu furðukenningarnar þínar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Einhver reynir að gera þér lífið leitt
svo nú reynir verulega á þolinmæðina. Vertu
sanngjarn við aðra og sinntu starfinu af
kostgæfni og einkamálunum utan þess.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Áhugi þinn á einhverju máli getur leitt
til þess að þú samþykkir eitthvað sem þú
átt eftir að sjá eftir. Ekkert er þess virði að
fórna því heilsu sinni og lífi.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert vanur því að hlutirnir gerist
hratt og hættir því til að halda að það sem
gerist hægt sé varla þess virði. Skuldbind-
ingar hverfa þó ekki eins og fyrir töfra.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú skalt eftir fremsta megni reyna að
forðast að eyða peningum í munaðarvörur í
dag. Ef þú kaupir húsbúnað verður hann
bæði endingargóður og hagnýtur.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú ert svo heillandi núna að þú
gætir fengið fólk til að gera allt það fyrir þig
sem þú nennir ekki að gera. Leyfðu þér að
geisla með raunverulega gleði í hjarta.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Í hverjum hópi leynist úrtölu-
maður og þú situr einmitt uppi með þannig
manneskju í dag. Samræður við maka þinn
gætu leitt til þess að hann tæki til hendinni.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er eðlilegt að gera áætlanir
fram í tímann, þótt enginn geti séð framtíð-
ina nákvæmlega fyrir. Láttu það ekki valda
þér vonbrigðum, heldur vera þér lærdómur.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þér gengur flest í haginn í dag.
Það skiptir þig miklu máli að sannfæra ein-
hvern um eitthvað í dag. Einfaldar ráðstaf-
anir eins og að gefa eða bara brosa bæta
geð.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Í stað þess að ákveða að sætta þig
bæði við gott og vont skaltu bæta þetta
vonda. Leyfðu svo sköpunarþránni að fá út-
rás – það bæði gleður og hjálpar þér áfram.
Segir hér enn af Gvendi,“ segirSigurlín Hermannsdóttir á Leir
en í gær birtist hér í Vísnahorni
limra eftir hana um „Gvend á Eyr-
inni“. „Að hirða (um) fé,“ heldur
hún áfram og svo kemur limran
með skemmtilegum orðaleik:
‘Féhirðir’ kallast hann Finnur
sem í fasteignabankanum vinnur
en ‘fjárhirðir’ Gvendur
sem í fjárhús er sendur.
Auðnan þeim ólíkt mjög spinnur.
Hjörtur Benediktsson Hvera-
gerði sendi mér þessa limru í tilefni
konungslegs brúðkaups:
Hún er svo voldug og vegan
í vígsluna tókst henn’að rek’ann.
Nú Harrý og Heimir
hjartað sitt geymir
í höllinni hjá henni Meghan.
Hörður Þorleifsson sendi mér
línu á sunnudag með þeim orðum að
skerpla byrjaði í gær, en að íslensku
misseristali er skerpla annar mán-
uður sumars, hefst laugardaginn í
5. viku sumars (19.-25. maí). Hann
sendi mér þessar vísur af því tilefni:
Vordagar okkur af fögnuði fylla
þó fjarlægir sýnist í skammdegis tíð.
Flestallir þeir sem fyrrum leið illa
fagna nú vori í ergi og gríð.
Árstíðir fjórar þær fjölbreytni valda,
finnst okkur vorið hið besta af þeim.
Úr skammdegismyrkrinu skulum við
halda
og skerpluna taka svo höndum tveim.
Er sumarið nálgast þá sælu í kroppinn
sólin oss gefur með hita og ljós.
Úr vorhreti yfirleitt erum við sloppin,
einstaka dagurinn fær ekki hrós.
Ingólfur Ómar sagði veðrið með
skásta móti á mánudag:
Fínu veðri fagna má
farið er að hlýna.
Alltaf finnst mér sælt að sjá
sól í heiði skína.
En á hvítasunnudag lá ekki jafn-
vel á veðurguðunum. Pétur Stef-
ánsson orti:
Trén þau sveiflast tvist og bast.
Tryllir veðrið sæinn.
Það er mjög í hviðum hvasst
á hvítasunnudaginn.
Jón Thoroddsen orti:
Sagði guð við söfnuðinn
sem á jörðu undi:
allt er gott nema andskotinn
og hann Björn í Lundi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Konunglegt
brúðkaup á skerplu
„EINN DAGINN VERÐUR ALLT ÞETTA ÞITT
– ÁSAMT FLESTUM HÚSVERKUNUM.“
„HEFURÐU SÉÐ SOKKABUXURNAR MÍNAR
EINHVERS STAÐAR?“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lynda stórkostlega
vel við foreldra hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG VIL LIFA
Í NÚINU
SVO LENGI SEM NÚIÐ
INNIHELDUR PÍTSU
HRÓLFUR, Á ÉG AÐ SMYRJA
FYRIR ÞIG SAMLOKU Í
NESTI?
NEI TAKK! ÉG GERÐI
MÍNA EIGIN!
ER ÞETTA NOKKUÐ
ÍS-SAMLOKA?
KANNSKI
Víkverji horfir þegar þetta erskrifað út um gluggann og
rigningin hellist niður úr gráum
himni. Hitinn er á milli sex og átta
gráður svo ekki má miklu muna að
snjói og suðaustan hvassviðri eða
stormur mun geisa fram á kvöld.
Víkverji myndi svo sem ekki kippa
sér upp við þetta veður ef komið
væri haust, en finnst þetta fullmikið
af því góða í upphafi sumars. Ekki
síst af því að veðrið hefur verið í
þessum ham undanfarna daga, ef
ekki vikur. Slydda, rigning og hagl-
él og hitinn nær vart að slaga í
tveggja stafa tölu.
x x x
Í fyrirsögnum er talað um vetrar-færð í sumarbyrjun á fjallvegum
og fylgir í fréttum að vegfarendur
geti ekki vænst sama viðbúnaðar
hjá Vegagerðinni við að halda veg-
um færum og að vetrarlagi þar sem
allri venjubundinni vetrarþjónustu
hennar sé lokið.
x x x
Á skólaárum Víkverja var þaðþannig í minningunni að sól
skein alltaf í heiði þegar hann var í
prófum í maí. Fyrir vikið var sér-
lega erfitt að einbeita sér að próf-
lestri og var Víkverji sannfærður
um að skrifa mætti sólardagana á
hrekkvísi veðurguðanna.
x x x
Nú er veðrið þannig að það liggurvið að Víkverji óski sér þess að
vera í prófum til að þurfa ekki að
fara út fyrir hússins dyr og hann er
sannfærður um að meðaleinkunnir
hljóti að vera hærri en ella þegar
svona viðrar í prófum.
x x x
Kunningi Víkverja var eitt sinnbúsettur í Danmörku. Hann
sagði að þegar kæmu rigningarvor
hækkaði verð á sólarlandaferðum
upp úr öllu valdi og samt seldust
þær upp. Ef vorið væri sólríkt
mætti hins vegar komast út um all-
ar trissur fyrir slikk. Víkverji veltir
fyrir sér hvort sömu lögmál gildi
hér á landi. Þá ætti að vera gós-
entíð fyrir þá sem selja sólar-
landaferðir.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn er góður, miskunn hans var-
ir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til
kyns.
(Sálm: 100.5)