Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 38

Morgunblaðið - 23.05.2018, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 2018 Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is Hindberjajógúrt Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt Styrkjum úr Menningarsjóði Gunn- arsstofnunar var úthlutað í þriðja sinn sl. laugardag og fór athöfnin fram á Skriðuklaustri. Í máli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, sem viðstaddur var úthlutunina, kom fram að ríkisstjórn Íslands hefði sam- þykkt að auka stofnfé sjóðsins með 16,5 milljóna króna framlagi, sem þýddi að rúmar 60 milljónir króna væru í sjóðnum til ávöxtunar. Helgi Gíslason, formaður sjóðs- stjórnar, sagði að í ljósi viðbótar- framlags ríkisins hefði sjóðsstjórn ákveðið að hafa 1,5 milljónir króna til úthlutunar í ár. Metnaðarfullar um- sóknir hefðu borist og alls verið sótt um 6,7 milljónir króna. Stjórnin ákvað að veita sex verkefnum styrki. Hæsta styrkinn hlutu Sigurjón Pét- ursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir til ljósmyndaverkefnis um Svartfugl, skáldsögu Gunnars um morðin á Sjö- undá, en þau hafa áður unnið verkefni út frá Aðventu. Næsthæsta styrkinn, 300 þúsund krónur, fengu Berta Dröfn Ómarsdóttir og Þorvaldur Daði Kristjánsson til flutnings og vinnustofu á Austurlandi vegna óp- erunnar Raven’s Kiss. Þrjú verkefni fengu 200 þúsund króna styrk og eitt 150 þúsund krónur. Ljósmynd/SBG Úthlutun Efri röð f.v.: Helgi Gíslason, formaður sjóðsstjórnar, Sigurjón Pétursson, Sigríður Sigmundsdóttir stjórnarmaður, Bjarni Þór Haraldsson og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Fremri röð f.v.: Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Ólafía Herborg Jóhannsdóttir og Ívar Andri Bjarnason. Sex styrkir og aukið fé Þeir tíu sem enn sitja í Sænsku aka- demíunni (SA) hyggjast velja inn fjóra nýja meðlimi fyrir maílok. Þetta hefur sænska dagblaðið Expressen eftir Göran Malm- qvist. Í seinasta mánuði hættu alls sex meðlimir vegna ósættis um hvernig tekið var á málefnum Jean-Claude Arnault, en áður höfðu tveir með- limir dregið sig út úr störfum SA. Frá stofnun SA 1786 hefur þurft 12 atkvæði sitjandi meðlima til að taka allar meiriháttar ákvarðanir, s.s. að velja inn nýja meðlimi og verðlaunahafa. Fyrr í mánuðinum breytti Karl XVI. Gústaf Svíakon- ungur og verndari SA stofnsátt- mála SA með konunglegri til- skipun. Breytingin felur m.a. í sér að meðlimir geta nú hætt, en áður voru þeir skipaðir til æviloka. Í fréttatilkynningu frá SA kemur fram að Lotta Lotass, Kerstin Ek- man, Sara Stridsberg og Klas Ös- tergren hafi formlega óskað eftir því að yfirgefa SA til frambúðar og það eru stólar þeirra sem ætlunin er að fylla fyrir mánaðamótin næstu. SA fundar ávallt á fimmtu- dögum og því aðeins tveir fundir til stefnu. Sara Danius, Katarina Fros- tenson, Peter Englund og Kjell Espmark hafa dregið sig út úr störfum SA, en ekki óskað form- lega eftir því að hætta. Anders Ols- son, starfandi ritari SA, segist binda vonir við að þau snúi aftur til starfa. „Við þurfum hæfan lögfræðing og rithöfunda,“ segir Malmqvist, en samkvæmt sænskum fjölmiðlum er búið að setja saman lista yfir tíu einstaklinga sem koma til greina. Þeirra á meðal eru rithöfundarnir Lars Nóren, Lena Andersson, Malte Persson, Jerker Virdborg og Ellen Mattson. Að sögn Kristinu Lugn þurfa meðlimir að vera vel máli farnir bæði í ræðu og riti. „Helst að kunna fleiri erlend mál en ensku. Tilbúin að fórna tíma sínum á kostnað eigin skapandi starfa,“ hef- ur Sydsvenskan eftir Lugn. „Það er augljóst að SA þarf að breyta starfsháttum sínum. Krísan sem SA hefur gengið í gegnum er mjög alvarleg,“ segir Olsson. silja@mbl.is Hyggjast skipa nýja meðlimi fyrir maílok Anders Olsson Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Íslensk ástarljóð á vorkvöldi er yfirskrift tónleika sem Hamra- hlíðarkórinn heldur í Ásmundar- safni við Sigtún í kvöld, miðviku- dag, kl. 20 undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. „Ég hef þekkt Þorgerði í langan tíma og ber mikla virðingu fyrir henni og hennar frábæra starfi. Þegar hún kallar hlýðir maður því kalli,“ segir Páll Valsson rithöf- undur, sem þekkir Þorgerði bæði sem stjórnanda og samkennara, en á menntaskólaárum sínum söng hann með kórnum og síðar kenndi hann íslensku við Menntaskólann við Hamrahlíð. „Við gerðum sams konar pró- gramm árið 2007 um Jónas Hall- grímsson sem tókst ljómandi vel,“ rifjar Páll upp, en á tónleikum kvöldsins mun hann kynna skáldin og ljóðin, sem eru frá ólíkum tím- um, allt frá 14. öld fram til okkar daga. Tónlistin við ljóðin er öll ís- lensk, þjóðlög og tónsmíðar. Snýst um að tjá hið ósegjanlega „Þarna eru skáld eins og Jónas Hallgrímsson, Bjarni Thorarensen, Stefán Ólafsson, Steinn Steinarr, Davíð Stefánsson, Páll Vídalín og Halldór Laxness, þannig að það er af heilmiklu að taka. Svo eru þetta stórkostlega falleg lög eftir tónskáld á borð við Atla Heimi Sveinsson, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Pál Ísólfsson, Snorra Sigfús Birgisson og Hjálmar Ragnarsson. Þetta verður mikil unaðsstund þar sem ástin svífur yfir vötnum.“ Páll þekkir ljóðformið vel enda hefur hann í gegnum tíðina ritstýrt mögum ljóðasöfnum og skrifað um ljóðskáld. „Þegar best lætur slær ekkert út ljóðformið. Ég held að öll skáld dreymi um að yrkja ljóð, enda er þetta hið fullkomna form til að tjá tilfinningar.“ Spurður hvers vegna ljóðaformið henti vel til að tjá ástina bendir Páll á að ástin, jafnt og aðrar tilfinningar, sé abstrakt rétt eins og ljóðið. „Ástin er, eins og aðrar tilfinningar, ekki rökleg held- ur abstrakt. Sama gildir um ljóðið. Í raun má segja að þetta snúist um að segja hið ósegjanlega og þar hefur ljóðið ákveðna yfirburði eða for- skot.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ás- mundarsafni eru tónleikarnir liður í hátíðarhöldum safnsins í tilefni þess að 125 ár eru liðin frá fæðingu Ás- mundar Sveinssonar myndhöggv- ara. „Þetta eru mögnuð salarkynni og ég ímynda mér að list Ásmundar auki á dulúðina og stemninguna á tónleikunum,“ segir Páll. Þess má að lokum geta að aðgangur að tón- leikunum er ókeypis. „Þetta verður mikil unaðsstund“  Hamrahlíðarkórinn syngur íslensk ástarljóð á vorkvöldi í Ásmundarsafni  125 ár liðin frá fæðingu Ásmundar Hæfileikafólk Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur í kvöld. Páll Valsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.