Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 4
GRÆJAN
Fólk sem þarf að
ferðast mikið vegna
vinnu sinnar reynir að
pakka sem minnstu og helst
að láta handfarangurinn duga.
En það má ekki setja hvað sem er
í handfarangurstöskuna, og t.d. illa
séð ef farþegar reyna að taka vasahníf
um borð, jafnvel þó að hann geti komið í
mjög góðar þarfir þegar lent er á áfangastað.
Jetsetter-vasahnífurinn frá Victorinox hefur
verið hannaður með þarfir viðskiptaferðalanga í huga.
Hann hefur að geyma agnarsmá
skæri, flöskuopnara og skrúfjárn,
en er ekki það voldugur að brjóti
gegn öryggisreglum flugfélag-
anna. Það sem meira er, þá er
vasahnífurinn búinn 16 GB minn-
islykli sem má nota til að geyma
afrit af skýrslum, myndum og öðrum
gögnum sem vinnan kallar á.
Skemmir heldur ekki fyrir
að vasahnífurinn er snotur, og
hlaut Red Dot-hönnunar-
verðlaunin fyrr á þessu ári. Verð-
ið er um 60 dalir hjá Amazon. ai@mbl.is
Vasaverkfæri í vinnuferðalagið
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Liðin eru rösklega sex ár frá því
Bauhaus nam land á Íslandi.
Verslunin hefur dafnað vel síðan
þá og m.a. notið góðs af uppsveiflu
í byggingariðnaði á undanförnum
árum.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Helsti vandinn er að laða að og
halda í gott starfsfólk til að byggja
upp öflugan vinnustað. Einnig höf-
um við glímt við krefjandi verkefni
á stækkandi byggingamarkaði og
unnið að því að bæta þjónustuna
og finna fleiri leiðir inn á mark-
aðinn. Þar fyrir utan eru ýmis mál
sem tengjast ytra og innra um-
hverfi sem stöðugt þarf að vera á
tánum yfir.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Í raun hefur engin ein persóna
haft bein áhrif á mig umfram aðra
en margt gott fólk hefur snert mig
á góðan hátt í gegnum tíðina. Það
má finna virkilega góðar fyrir-
myndir í öllum starfsstéttum.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég les á netinu töluvert af
greinum sem eiga við mína starfs-
stétt og annað viðskiptatengt efni
og reyni að fylgjast með þeirri
þróun sem á sér stað í smásölu-
heiminum.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég hef verið duglegur að hreyfa
mig undanfarið. Hleyp nokkuð
ásamt því að stunda léttar lyft-
ingar á lóðum. Hef einnig síðustu
tvo til þrjá mánuði verið duglegur
að mæta í spinningtíma, sem er
ótrúlega hressandi. Léttar göngur
eða hlaup yfir sumartíma eru farin
að vera ómissandi þáttur hjá mér.
Svo er einstaklega þægilegt að
setjast í pottinn og gufu úti í sund-
laug eftir góða æfingu og ná slök-
un.
Hvað myndirðu læra ef þú feng-
ir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ætli það væri ekki MBA-gráða,
til að fá dýpri þekkingu og kynnast
góðu fólki með sambærilegt
áhugasvið. Einnig hefur mér fund-
ist lögfræði núna seinustu árin
vera heillandi, þar sem margar
hliðar málanna þarf að taka til
skoðunar.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Síðustu tvö-þrjú árin hafa verið
tímabil mikilla umsvifa hjá ýmsum
atvinnugreinum hér á landi. Mikill
uppgangur í byggingariðnaði, sem
fylgdi þeirri lægð sem var á undan,
er vissulega mjög jákvæður en
iðnaðurinn á það oft til að vera
sveiflukenndur og sveiflur á mörk-
uðum geta verið erfiðar. Þeir
markaðir sem við berum okkur
oftast saman við hafa ekki þessar
miklu sveiflur. Íslenska krónan
spilar alltaf ákveðið hlutverk í
þessum sveiflum sem getur verið
bæði kostur og galli. Við verðum
aldrei laus við flökt en getum fund-
ið leiðir til að minnka sveiflurnar.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Með því að hitta og tala við vini,
kunningja og aðra aðila úr at-
vinnulífinu. Sjá hvað þeir eru í
raun að gera og með hvaða hætti
unnið er. Einnig með því að um-
gangast samstarfsfélagana og sjá
margar okkar hugmyndir verða að
veruleika.
SVIPMYND Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus
Getum fundið leiðir til
að minnka sveiflurnar
VÖRUHÖNNUN
Fátt er skemmtilegra en að spila
spennandi tölvuleik; plaffa niður
vonda karla, spana um á sportbíl eða
skylmast við riddara og skrímsli.
Verst að tölvuleikir eru ekki öllum
aðgengilegir, því stýripinnarnir eru
hannaðir fyrir fólk sem hefur tvær
hendur, tíu fingur og gott vald á fín-
hreyfingum. Þeir sem hafa skerta
hreyfigetu, eru að jafna sig eftir slys
eða hafa ekki sams konar útlimi og
annað fólk geta yfirleitt ekki notið
tölvuleikja til jafns við aðra.
Verkfræðingar Microsoft vildu
ekki sætta sig við þetta og hafa núna
svipt hulunni af nýrri gerð stýripinna
sem allir geta notað. Xbox Adaptive
Controller er voldugur stýripinni
með stórum tökkum og hægt að
tengja við hann alls kyns viðbótar-
takka og pinna í samræmi við þarfir
notandans. Má líka forrita takkana til
að gefa megi flóknar skipanir í leik
með einföldum snertingum.
Notandinn getur því spilað leiki
með annarri hendi, fótum, öxlum eða
höfuðhreyfingum og staðið jafnfætis
öllum öðrum í ævintýraheimi tölvu-
leikjanna.
Ekki aðeins er falleg hugsun að
baki stýripinnanum heldur er Micro-
soft með þessu að greiða leiðina fyrir
nýjan hóp tölvuleikjaunnenda og um
leið tryggja að þau okkar sem eru í
dag fullhraust að heilsu þurfa ekki að
gefa uppáhaldstölvuleikina upp á
bátinn ef sjúkdómar eða slys minnka
hjá okkur hreyfigetuna. ai@mbl.is
Núna munu allir geta
verið með í leiknum
Púsla má tökkum og pinnum saman til að hæfa getu notandans.
NÁM: Lauk stúdentsprófi 1997 frá Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti; verslunarstjórnunarnám frá Háskólanum á Bifröst 2004;
BS í viðskiptafræði 2013 frá Háskólanum á Bifröst.
STÖRF: Hef unnið við verslunarstörf frá unga aldri. Byrjaði sem
almennur starfsmaður hjá Hagkaupum fjórtán ára og vann þar
með skóla í mörg ár. Verslunarstjóri í 11-11 frá 1999-2004. Svo lá
leiðin í Intersport 2004-2008 sem verslunarstjóri, þá Byko 2008-
2014, einnig sem verslunarstjóri. Hóf störf hjá Bauhaus 2014.
ÁHUGAMÁL: Vil eyða góðum tíma með börnum, fjölskyldu og
vinum þegar tími gefst. Fylgist vel með nánast öllum íþróttum
og spila t.d. körfubolta reglulega yfir vetrartímann með félögun-
um. Að öðru leyti er hreyfing af ýmsu tagi og viðskipti áhugamál
sem er erfitt að slíta sig frá.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Er í sambandi með Hrefnu Haraldsdóttur
líffræðingi (MPM). Saman erum við með fjögur börn á aldrinum
átta til 16 ára.
HIN HLIÐIN
„Helsti vandinn er að laða að
og halda í gott starfsfólk til
að byggja upp öflugan
vinnustað,“ segir Ásgeir.