Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) EIM -4,70% 192,5 ORIGO +3,72% 22,3 S&P 500 NASDAQ +0,13% 7.363,733 +0,13% 2.716,44 +0,08% 7.785,08 FTSE 100 NIKKEI 225 24.11.‘17 24.11.‘1723.5.‘18 23.5.‘18 1.900 752.500 2.132,0 2.248,1 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 78,87 -1,05% 22.689,74 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 55 63,86 „Það er erfitt að alhæfa einungis út frá þessum tölum en ég held að á heildina litið getum við verið nokkuð sátt,“ segir Helga Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, um niðurstöður Ferða- mannapúlsins fyrir aprílmánuð. Þrátt fyrir talsverða fjölgun ferða- manna síðustu 12 mánuði sýna niður- stöður að ánægja erlendra ferða- manna sem sækja Ísland heim stendur í stað og er nú 83,6 stig af 100 mögulegum. Í apríl var ánægjan mest meðal Þjóðverja en lægst meðal Íra, sem iðulega hafa mælst lægstir í mælingum Ferðamannapúlsins. Fram kemur þegar horft er í undirþætti Ferðamannapúlsins að óánægja vegna verðlags hérlendis hefur aukist. Helga segir að hækkun verðlags sé áhyggjuefni fyrir ferða- þjónustuna enda dragi hún úr sam- keppnishæfni landsins og ánægju þeirra sem hingað koma. Minni ánægja undanfarin ár „Ánægja hefur aukist í fjórum af þessum fimm undirþáttum. Hækkun verðlags heldur aftur af aukinni ánægju fólks hvað varðar Íslands- heimsóknina, sem er auðvitað ekki jákvætt. Þetta er sá flokkur sem hef- ur helst verið að draga okkur niður,“ segir Helga en bætir við að einnig sé hægt að lesa margt jákvætt úr niður- stöðunum. „Það hefur aldrei verið ódýrt að koma til Íslands. Hins vegar verðum við að vanda okkur þannig að verð og gæði haldist í hendur. Við sjáum m.a. í þessum undirþáttum að við erum mjög góðir gestgjafar og fólk er al- mennt ánægt þegar það heldur af landi brott. Að skora í kringum 80-90 stig er vel viðunandi og við getum verið sátt við það,“ segir Helga. Undanfarin ár hefur Ferðamanna- púlsinn lækkað talsvert milli ára, en í fyrra lækkaði hann um rúmlega tvö stig milli sumarsins 2017 og 2016. Að- spurð segir Helga að ákveðið mynst- ur hafi verið að myndast undanfarin ár. „Skorið hefur verið að lækka und- anfarin ár og eins og ég sagði áður vegur hækkun verðlags þar þyngst. Það er ekki gott að mynstrið sé niður á við en svo virðist sem það sé að hægja á þessu og aðrir þættir vegi upp á móti hækkun verðlags,“ segir Helga. Kortavelta dregst saman Hærra verðlag og styrkingar krónunnar undanfarin misseri hafa leitt til þess að erlend greiðslukorta- velta hér á landi hefur lækkað um 17% síðustu 12 mánuði. Helga segir að mikilvægt sé að rýna gögn sem þessi vel og skoða m.a. neyslu og ánægju ferðamanna sem sækja landið heim með tilliti til þjóðernis. „Neyslumynstur eftir þjóðerni er mjög mismunandi og það þarf að skoða það betur. Þá bregðast þjóðir með mismunandi hætti við verðlags- breytingum, en það er auðvitað áhyggjuefni að þjóðir eins og Banda- ríkin hafi verið að skila verri tölum, enda eru miklir vaxtarmöguleikar þar. Þetta þarf því að skoða í stærra samhengi,“ segir Helga, sem er þó bjartsýn á áframhaldandi vinsældir Íslands sem áfangastaðs. „Við eigum þetta stórkostlega land, erum góðir gestgjafar og upp- fyllum væntingar flestra ferða- manna. Ég tel því að bjartir tímar séu fram undan í íslenskri ferðaþjón- ustu,“ segir Helga. Lítil breyting á ánægju ferðamanna Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Nýjustu mælingar á ánægju erlendra ferða- manna sýna að hún er enn mikil þrátt fyrir talsverða fjölgun ferðamanna hér- lendis undanfarin ár. Morgunblaðið/Eggert Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamannapúlsinum eru erlendir ferðalangar sem sækja Ísland heim almennt ánægðir með dvöl sína hér á landi. HÁTÆKNI Kviðdómur í Delaware-ríki í Banda- ríkjunum hefur komist að þeirri nið- urstöðu að bandaríska stórfyrirtækið Natus Inc. hafi viljandi brotið gegn skráðu einkaleyfi Nox Medical í Bandaríkjunum á hönnun lífmerkja- nema sem notaður er við svefnrann- sóknir. „Þessi barátta hefur kostað okkur hundruð milljóna króna og er líklega eitt stærsta hugverkaréttarmál sem íslenskt fyrirtæki hefur háð,“ segir Pétur Már Halldórsson, forstjóri Nox Medical. Natus Inc. er skráð á bandarískan hlutabréfamarkað og veltir rúmlega 50 milljörðum króna á ári. Nox Medi- cal er íslenskt hátæknifyrirtæki sem þróar, framleiðir og selur lækn- ingatæki til greininga svefntruflana. Hjá fyrirtækinu starfa um 50 manns á Íslandi og er félagið með allar tekjur sínar af erlendum mörkuðum. Tekjur þess námu um tveimur millj- örðum króna á síðasta ári Þetta er í þriðja sinn sem Nox Medical hefur betur gegn Natus, en áður höfðu Einkaleyfastofa Evrópu og Einkaleyfastofa Bandaríkjanna staðfest einkaleyfi Nox Medical á líf- merkjanemanum. Fyrirtækið hyggst nú höfða mál gegn Natus til að fá lög- fræðikostnað vegna málsins greiddan. Nox Medical vinnur stórt einkaleyfismál Morgunblaðið/Styrmir Kári Pétur segir þetta eitt stærsta hug- verkaréttarmál íslensks fyrirtækis. FASTEIGNAÞRÓUN „Það er fyrst og fremst samráðs- leysi sem lóðarhafar eru ósáttir við,“ segir Friðjón Sigurðarson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Reitum fasteignafélagi. Félagið sendi, ásamt níu öðrum lóðarhöfum í Skeifunni, bréf til Reykjavíkur- borgar fyrr á þessu ári þar sem komið var á framfæri athugasemd- um vegna rammaskipulags borgar- innar á svæðinu. „Það má ekki mis- skilja það þannig að lóðarhafar séu mótfallnir nýju skipulagi. Það er hins vegar þannig að slíkt skipulag verður að okkar mati að byggjast á ítarlegri skoðun á eðli núverandi starfsemi og rekstrar á svæðinu,“ segir Friðjón sem kveðst, ásamt öðrum lóðarhöfum, margsinnis hafa reynt að koma athugasemdunum á framfæri við Reykjavíkurborg án árangurs. Í rammaskipulagi Reykjavíkur- borgar fyrir Skeifusvæðið, sem samþykkt var í fyrra, kemur fram að ráðgert sé að núverandi byggingarmagn á svæðinu verði tvöfaldað, þar af verði reistar 750 íbúðir auk annarra bygginga. aronthordur@mbl.is Mótmæla rammaskipu- lagi á Skeifusvæðinu Teikning/Kanon arkitektar Rammaskipulag fyrir Skeifusvæðið var samþykkt seint á síðasta ári. Með hækkandi sól, hækkar hitinn! Xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundumog styrkleikum. EFNAHAGSMÁL Ísland fellur niður um fjögur sæti í úttekt IMD-viðskiptaháskólans á samkeppnishæfni þjóða og situr í 24. sæti á nýjum lista sem kynntur verð- ur í dag, eða sama sæti og árið 2015. Úttektin, sem hefur verið fram- kvæmd í 30 ár, samanstendur af rúmlega 300 undirþáttum og er ein sú umfangsmesta í heimi. Í efnahagslegri frammistöðu fell- ur Ísland um átján sæti, niður í það 57. en minni hagvöxtur árið 2017 og sterkt gengi krónunnar skýrir það að miklu leyti. Skilvirkni hins opin- bera minnkar einnig milli ára og fer Ísland úr áttunda sæti niður í það sextánda á því sviði, á meðan skil- virkni atvinnulífsins batnar milli ára. Þar fer Ísland upp um fimm sæti og situr í því sautjánda. Bandaríkin samkeppnishæfust Bandaríkin stökkva upp um þrjú sæti og fara upp í það fyrsta eftir ár kröftugs hagvaxtar, og taka þar sæt- ið af Hong Kong sem er nú í öðru sæti. Singapúr er í þriðja sæti og þar á eftir koma Holland og Sviss. Mongólía og Venesúela reka lestina í 62. og 63. sæti listans. Bandaríkin mælast í fyrsta sæti yfir efnahagslegan árangur annars vegar og hins vegar fyrir innviði landsins. Hong Kong tekur hins veg- ar fyrsta sætið bæði fyrir skilvirkni hins opinbera og atvinnulífsins. Ísland að dragast aftur úr Danmörk er samkeppnishæfast norrænu landanna, fer upp um eitt sæti og situr í því sjötta. Noregur og Svíþjóð eru ekki langt undan í sæt- um átta og níu. Þessi þrjú lönd eiga það sameiginlegt að sýna sterka frammistöðu í heildarframleiðslu einkageirans og stjórnun þess. Finn- land fellur um eitt sæti, niður í það sextánda. Ísland hefur því dregist töluvert aftur úr hinum norrænu löndunum í samkeppnishæfni, sam- kvæmt þessum lista. steingrimur@mbl.is Ísland fellur á samkeppnislista IMD Morgunblaðið/Ómar Ísland situr í 24. sæti lista yfir sam- keppnishæfni samkvæmt IMD.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.