Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 9VIÐTAL
bönkum, fjarskiptum, sjávarútvegi, fram-
leiðslu og þjónustu af ýmsu tagi, svo ein-
hverjir geirar séu nefndir. Þetta kallar á aðra
hugsun. Áður hugsuðu stjórnendur um upp-
lýsingatækni til að spara peninga, en í dag
snýst hún um að ná betri árangri, minnka
sóun, auka framleiðni o.s.frv. Það kallar á að
fyrirtæki eigi samstarfsaðila eins og okkur,
sem virkilega leggja sig fram við að finna
þær lausnir sem henta hverju sinni, sníða að
þörfum viðskiptavina og sjá um rekstur
þeirra. Þessi upplýsingatækniþjónustumark-
aður hefur vaxið mikið síðustu ár, og hlutverk
hans er orðið mikilvægara en það hefur nokk-
urn tímann verið. Upplýsingatækni er orðinn
kjarninn í samkeppnisforskotinu sem fyrir-
tæki vilja ná.“
Sænsk fyrirmynd
Gestur tekur undir þetta og segir þessa
þjónustu vera það sem knýi áfram tekjuvöxt
félagsins, bæði hér heima og erlendis. Fyrir-
tækin feli Advania allsherjarumsýslu tækni-
málanna, og geti þannig einbeitt sér að eigin
rekstri. „Líklega erum við lengst komin með
þetta í Svíþjóð, en samstarf milli félaga innan
samstæðunnar hefur verið mikið og mikil
þekking hefur færst milli svæða. Þannig læra
félögin hvert af öðru og ná betri árangri fyrir
vikið. Annars er markaðurinn í Skandinavíu
töluvert á undan Íslandi hvað þetta verðar.
Þar eru fyrirtæki búin að reka sig á ýmsar
hindranir og læra af þeim. Svíarnir eru mjög
reyndir á þessu sviði, vita hvernig á að stilla
upp samstarfssamningum við fyrirtæki og
stofnanir svo allir sjái hag í nánu samstarfi.
Við höfum svo fært þekkinguna heim til Ís-
lands og árangurinn hefur ekki látið á sér
standa,“ segir Gestur.
Miðað við þrettán milljarða tekjur Advania
á Íslandi og hraðan vöxt er ekki úr vegi að
spyrja hvort samkeppnin sé einhver að ráði
hér á landi. „Já, hér er hörð samkeppni, bæði
um viðskiptavini og vinnuafl,“ segir Ægir
Már. „Við höfum vaxið af því að við erum
breitt fyrirtæki, sem býður upp á margs kon-
ar lausnir. Á öllum sviðum keppa margir um
viðskiptavini og starfsfólk og verðnæmi á
markaðnum er mikið. Þá má ekki gleyma því
að í dag er samkeppnin líka alþjóðleg. Það er
löngu liðin tíð að viðskiptavinir leiti eingöngu
beint til íslenskra fyrirtækja. Í stærri og
flóknari verkefnum leita þeir oft til erlendra
aðila, og í smærri verkefnum geta þeir stund-
um sjálfir fundið skýjalausnir. Þessi bransi er
engan veginn bundinn af landamærum eða
tungumálum,“ segir Ægir.
Spurður nánar um hvernig er að stýra upp-
lýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum í
dag segir Gestur sömu lögmálin gilda alls
staðar. Að þekkja viðskiptavininn vel og ná að
hjálpa honum að skapa verðmæti. „Þess
vegna er starfsemin í móðurfélaginu mjög lítil
og telur fjóra starfsmenn. Ákvarðanatakan og
valdið verður að vera í löndunum sjálfum og
nálægt viðskiptavininum.“
Gestur segist njóta þeirra forréttinda að
vera með gríðarlega öflugt stjórnendateymi í
hverju landi. „Stjórnendateymið hér á Íslandi
hefur til dæmis náð frábærum árangri á erf-
iðum markaði. Það er ekki sjálfgefið að vera í
þeirri stöðu sem Advania er í á íslenska
markaðnum, hvað þá að ná að vaxa og auka
arðsemi á sama tíma.“
Hann segir sama stjórnskipulag vera við
lýði á öllum starfssvæðum Advania, sem sé
skilvirkt og gott. Hans hlutverk sé því fyrst
og fremst að samræma stefnur og aðgerðir
milli landa og sjá til þess að þekking flæði á
milli þeirra. „Það er mitt hlutverk að horfa
fram á við, koma auga á vaxtartækifæri og
skoða þau í samstarfi við stjórn og stjórn-
endur í hverju landi fyrir sig. Við búum vel
að því að hafa í stjórninni fólk sem starfað
hefur í upplýsingatæknigeiranum. Það skiptir
gríðarlegu miklu máli,“ segir Gestur.
Stjórn félagsins er skipuð þeim Thomas
Ivarson sem er formaður, Bengt Engström,
Katrínu Olgu Jóhannesdóttur og Birgittu
Stymne Göransson.
Advania er 12 mismunandi félög
„Grunnurinn að velgengni Advania byggist
á góðum innri vexti og strategískum kaupum
á fyrirtækjum sem falla vel að okkar stefnu
og menningu. Á því sviði njótum við góðs af
mikilli reynslu og þekkingu og alls hafa í dag
verið sameinuð undir nafni Advania 12 upp-
lýsingatæknifélög.“ Aðspurður segir Gestur
að við skoðun á félögum til kaups sé horft til
þeirrar kunnáttu og sérfræðiþekkingar sem
búi í viðkomandi félagi. „Það er til dæmis
mikil eftirspurn eftir sérfræðiþekkingu í upp-
lýsingaöryggi. Þá er einnig alltaf þörf á góðu
starfsfólki og færum stjórnendum. Við erum
ekki að kaupa veltu eða viðskiptavild þegar
við kaupum félög heldur þekkingu, samlegð
og reynslu. Árangurinn sannar það að við höf-
um verið að velja réttu félögin.“
Ég spyr Gest nánar um hvernig fyrirtækið
komi til með að vaxa á næstu árum. Hann
segir að félagið eigi að vera eitt norrænt fyr-
irtæki, og vera nægilega stórt í hverju landi
til að hafa breiddina til að geta boðið upp á
þessa alþjónustu í upplýsingatækni sem hjálp-
ar viðskiptavinum að ná samkeppnisforskoti.
„Þú þarft að ná upp í ákveðna stærð til að
geta þjónustað á breiddina. Það er það sem
kallar á stækkun á hverjum markaði. Í dag
erum við komin á þann stað á Íslandi og í
Svíþjóð, en ekki í hinum löndunum.“
Hann segir að það sé yfirlýst stefna félags-
ins að bjóða upp á sömu þjónustu alls staðar
á Norðurlöndunum. „En hvernig það spilast
út í tímaásnum er erfitt að segja. Þú vilt frek-
ar sleppa því að kaupa en að kaupa vitlaust.“
Advania hefur lýst því yfir að félagið sé
rekið eins og það væri skráð á hlutabréfa-
markað. Í raun er félagið tilbúið til skrán-
ingar, þegar og ef eigendur ákveða að fara þá
leið.
Af orðum Gests má ráða að eigendur fé-
lagsins séu ekkert að flýta sér í þeim efnum.
Félagið vaxi góðum innri vexti og framlegð og
tekjur vaxi sömuleiðis ár frá ári. En fari svo
að félagið verði skráð verði það eingöngu á
sænska markaðnum. „Í heimi engra gjaldeyr-
ishafta er óþarfi að skrá fyrirtækið bæði í
Svíþjóð og á Íslandi. Við munum hins vegar
sinna fjárfestum á Íslandi vel ef af þessu
verður, kynna fyrir þeim félagið okkar og
bjóða þeim að vera með.“
Breytingar til langs tíma vanmetnar
Upplýsingatæknin er á ferð og flugi að
vanda og ótal tækifæri út um allt að sögn
þeirra Ægis og Gests. „Maður ofmetur gjarn-
an breytingarnar sem verða á næstu tveimur
árum, en vanmetur breytingarnar sem verða
á næstu 10 árum. Til skemmri tíma breytist
minna en til lengri tíma breytist meira.“
Meðal þeirra tækifæra sem þeir Gestur og
Ægir sjá er þróun í sjálfsafgreiðslu í versl-
unum, sem er rétt að byrja á Íslandi, en er
langt komin í nágrannalöndunum. Þá séu ófá
handtökin eftir í að stytta rafræna ferla bæði
í atvinnulífinu og í stjórnsýslu hins opinbera.
Þar sé mikið verk óunnið, en Advania sé
tilbúið til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum
á þeirri vegferð.
”
Það er ekki sjálfgefið að
vera í þeirri stöðu sem
Advania er í á íslenska
markaðnum, hvað þá að
ná að vaxa og auka arð-
semi á sama tíma.
„Það var töluverður tekjuvöxtur á síðasta ári, og það er ánægjulegt að á fyrsta ársfjórðungi
2018 er tekjuvöxturinn 23% miðað við sama tímabil í fyrra. Það er gríðarlega ánægjulegt að
sjá að við erum bæði að auka tekjur og arðsemi. Við höfum þurft að fjölga verulega fólki
vegna þessa. Það starfa um 50 fleiri hjá Advania á Íslandi núna en á sama tíma á síðasta ári.
Sú fjölgun er til dæmis svipuð og starfsmannafjöldi í sæmilega stóru íslensku hugbún-
aðarfyrirtæki,“ segir Ægir. „Það er góður gangur hjá okkur og mikið að gera.“
Spurður um álit á stöðunni í íslensku atvinnulífi nú um stundir segist Ægir einkum hafa
áhyggjur af launaþróun. „Okkar langstærsti kostnaðarliður eru laun, og ef það er órói á
vinnumarkaði getur það haft gríðarleg áhrif á okkur. Við þráum bara stöðugleika. Hins vegar
sjáum við mikil tækifæri á íslenska markaðnum og lítum björtum augum á árið fram undan.“
Tekjur samstæðunnar jukust um 60%
Tekjur samstæðunnar, AdvaniaAB, jukust einnig mikið á síðasta ári, eða um 60% úr 21
milljarði íslenskra króna árið 2016 í 35 milljarða árið 2017. EBITDA-rekstrarhagnaður félags-
ins jókst um 59% úr jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna árið 2016 í ríflega þrjá
milljarða króna árið 2017.
„2017 var ár mikils árangurs. Við náðum að vaxa á Íslandi en á sama tíma auka framlegð og
markaðshlutdeild. Í Noregi beindum við sjónum í auknum mæli að Microsoft 365-skýjalausn-
inni, jukum söluna og snerum tapi í hagnað. Í Svíþjóð, okkar stærsta markaði, héldum við
áfram að vaxa og auka arðsemi,“ segir Gestur að lokum.
50 manns hafa bæst við hjá Advania á Íslandi á einu ári
Morgunblaðið/Valli
„Í heimi engra gjaldeyrishafta er óþarfi að skrá
fyrirtækið bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Við mun-
um hins vegar sinna fjárfestum á Íslandi vel ef
af þessu verður, kynna fyrir þeim félagið okkar
og bjóða þeim að vera með,“ segir Gestur.
ór og nógu lítil