Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 13SJÓNARHÓLL BÓKIN Óhætt er að segja að John Doerr sé naskur fjárfestir. Hann byrjaði ferilinn sem verkfræðingur og sölu- maður hjá Intel en færði sig yfir til vogunarsjóðsins Klei- ner Perkins Caufield & Byers árið 1980 og tók þar þátt í að fjár- magna og koma á legg mörgum af farsælustu tæknifyrirtækjum heims, s.s. Amazon, Google og Symantec. Svo vel hefur Doerr gengið að í dag er hann í sæti nr. 222 á lista Forbes yfir rík- asta fólk í heiminum og auðæfi hans metin á liðlega 7,8 milljarða dala. Doerr sendi á dögunum frá sér nýja bók, sem hefur rokið upp met- sölulistana vestanhafs. Þar fer hann í saumana á stjórnunar- og stefnu- mótunaraðferð sem hefur reynst vel hjá þeim fyrirtækjum sem Doerr hefur fjárfest í, þar á meðal hjá Google. Bókin heitir Measure What Matters: How Google, Bono and the Gates Foundation Rock the World with OKRs. Doerr lærði að beita OKRs- aðferðinni (e. Objectives and Key Results) hjá Intel þegar Andy Grove stýrði fyr- irtækinu. Grove er upphafsmaður OKRs-aðferðafræð- innar, en það var Doerr sem sá til þess að um það bil fimmtíu sprotar í Kísildal og annars staðar tileinkuðu sér OKRs-vinnubrögð með góðum árangri. Í grunninn gengur OKRs út á að auð- velda stjórnendum að taka erfiðar ákvarðanir um hvernig forgangs- raða skal verkefnum, sjá það hratt og vel hvað gengur upp og hvað ekki og vita hvenær á að hætta til- raunum sem ekki virka. Til þess að geta þetta þarf, eins og titill bók- arinnar gefur til kynna, að mæla það sem máli skiptir og hafa fersk og áreiðanleg gögn til að nota við ákvarðanatökuna. ai@mbl.is Doerr segir frá aðferð sem hefur reynst vel Í febrúar síðastliðnum skipaði fjármála- og efna-hagsráðherra starfshóp sem ætlað var að vinna aðhvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármála- kerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar. Í sáttmálanum segir m.a. að leið- arljósin í vinnu við hvítbókina skuli vera aukið traust á íslenskum fjármálamarkaði, aukið gagnsæi og fjár- málastöðugleiki. Þá segir að unnið verði að frekari skilvirkni í fjármálakerfinu með það að leiðarljósi að lækka kostnað neytenda. Þessar áherslur eru vissulega góðra gjalda verðar en þó er mikilvægt að hafa í huga að undanfarin ár hafa átt sér stað gríðarmiklar umbætur á regluverki fjármálamarkaða í Evrópu. Tilgangur þessara um- bóta hefur fyrst og fremst verið að bæta úr þeim vanköntum sem komu í ljós við fjármálakreppuna ár- ið 2008. Ber þar helst að nefna þær kröfur sem innleiddar voru með Basel III staðlinum svokall- aða þar sem kröfur um gæði eig- in fjár og eiginfjárhlutföll voru hertar ásamt því sem nýjum áhættumælikvörðum er varða vogunarhlutfall, lausafjárhlutfall og hlutfall stöðugrar fjármögn- unar var komið á. Basel III staðallinn hefur nú þegar verið innleiddur í íslenskan rétt og koma reglurnar helst fram í lögum nr. 96/2016, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki. Þar sem Ísland er aðili að hinum sameiginlega evr- ópska fjármálamarkaði, og tekur því upp reglur ESB er varða fjármálafyrirtæki, þá hlýtur það að vera markmið að ekki séu útbúnar séríslenskar reglur sem skerða samkeppnishæfni innlendra fjármálafyrir- tækja. Það er því óskandi að hvítbók um fjármála- kerfið muni leiða til þess að regluverk fjármálafyrir- tækja verði gert minna íþyngjandi í stað þess að settar verði fleiri séríslenskar íþyngjandi reglur sem munu óhjákvæmilega hækka kostnað neytenda. Nú þegar eru slíkar reglur í lögum í formi skattlagn- ingar sem einungis er lögð á herðar fjármálafyrir- tækja en þar er um að ræða bankaskatt, fjársýslu- skatt og sérstakan fjársýsluskatt. Sá skattur sem er þungbærastur fyrir íslenska neytendur og fyrirtæki er bankaskatturinn sem lagð- ur hefur verið á skuldir fjármálafyrirtæka frá árinu 2010. Þá var skatthlutfallið reyndar 0,041% af skuld- um en árið 2013 hækkaði skatthlutfallið í 0,376% og hefur það haldist óbreytt síðan. Það gefur augaleið að skattlagning af þessu tagi leiðir til beinnar hækk- unar á vaxtastigi í landinu. Þar sem vaxtastig á verð- tryggðum lánum bankanna er almennt í kringum 4%, en í kringum 6% á óverðtryggðum lánum, þá tekur bankaskatturinn til sín drjúgan hluta af vaxta- greiðslum. Bankaskatturinn skerðir jafnframt sam- keppnisstöðu innlendra fjármálafyrirtækja þar sem stærri fyrirtæki hafa aðgengi að erlendu láns- fjármagni hjá aðilum sem þurfa ekki að greiða bankaskatt. Þá leggst bankaskatturinn ekki á útlán lífeyrissjóða sem orðnir eru stórtækir á íbúða- lánamarkaði en gera þó almennt kröfu um lægra veð- hlutfall en bankarnir. Banka- skatturinn leggst þar með þyngst á eignaminni kaup- endur íbúðarhúsnæðis ásamt minni fyrirtækjum. Eitt af meginverkefnum hins evrópska fjármálakerfis er að tryggja samræmi í regluverki á hinu evrópska efnahags- svæði. Samt sem áður hefur töluvert misræmi skap- ast á milli EES-ríkjanna þriggja á innri markaðnum og ESB-ríkja þar sem oft verða miklar tafir á því að reglur verði teknar inn í EES-samninginn. Eitt stærsta verkefnið hér á landi, sem og í öðrum EES- ríkjum, er því að tryggja að innleiðing samræmds regluverks gangi hraðar fyrir sig svo öll fjármála- fyrirtæki innri markaðar Evrópu sitji við sama borð. Þrátt fyrir að það sé yfirleitt jákvætt að fara í end- urbætur á lagaumhverfinu hér á landi verður að tryggja að slík vinna snúist ekki upp í andhverfu sína. Nú þegar hallar á innlend fjármálafyrirtæki vegna séríslenskra íþyngjandi reglna og langt er í land þar til lagaumhverfi fjármálafyrirtækja verður að fullu samræmt innri markaði Evrópu. Helstu áherslur þegar kemur að breytingum á regluverki fjármálafyrirtækja hljóta því að vera að tryggja inn- leiðingu hinna samevrópsku reglna og afnám þeirra séríslensku reglna sem eru til þess að hækka vaxta- stig og auka kostnað neytenda. Hvítbók um fjármálakerfið LÖGFRÆÐI Ari Guðjónsson lögmaður og yfirlögfræðingur Icelandair Group ” Bankaskatturinn leggst þar með þyngst á eignaminni kaupendur íbúðarhúsnæðis ásamt minni fyrirtækjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.