Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018VIÐTAL Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar Árið 2003 stóð Gaute Høgh á tíma- mótum í sínu lífi. Hann hafði selt fjórðungs hlut sinn í markaðs- og fyrirtækinu Kunde & Co., sem er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á Norðurlöndum. Í samningi hans við fyrirtækið var honum meinað að starfa á þessu sviði næstu þrjú árin og af þeim sökum gafst honum gott rými til þess að hugsa og vanda næstu skref. Niðurstaðan af þeim vangaveltum var sú að hann stofnaði ráðgjafar- fyrirtækið CO/PLUS. Hann hefur frá þeim tíma starfað með mörgum heimsþekktum vörumerkjum. Má þar nefna fyrirtæki á borð við Dan- one, Mærsk, Lego, Novo Nordisk og Statoil. Önnur hafa orðið þekkt á sínu sviði í kjölfar samstarfsins við CO/PLUS og má þar nefna fyrirtæki á borð við Kanzi og Qua. „Ég ákvað að byggja fyrirtækið upp með öðrum hætti en hefðbundin ráðgjafarfyrirtæki á okkar sviði. McKinsey er í ráðgjöf á sviði við- skipta og rekstrar og er stærst á sínu sviði en við á hinum ásnum höf- um auglýsingastofur á sviði mark- aðs- og auglýsingamála. Ég ákvað að staðsetja okkur þarna mitt á milli. Við sameinum í raun þessi svið og okkar markmið er að tryggja fyrir- tækjum þann vöxt sem þau sækjast eftir.“ Hann segir að með því að staðsetja sig mitt á milli tveggja sviða sem lengst af hafi skilgreint sig á ólíkum mörkuðum verði til tækifæri. Þannig sé CO/PLUS mitt á milli þeirra fyr- irtækja sem skilgreini sig sem skap- andi og þeirra sem gefi sig út fyrir hefðbundnari og jarðbundnari við- skiptaráðgjöf. Í dag starfa um 33 manns hjá CO+ og má svo sannar- lega segja að fyrirtækið sé alþjóð- legt, þar sem þjóðernin eru tíu tals- ins. Tækifærin leynast víða Gaute segir að stundum sjái fyrir- tækin einfaldlega ekki þá möguleika sem þau standi frammi fyrir og að þá þurfi að leiða þeim fyrir sjónir hvað sé mögulegt. „Það er í raun ótrúlegt hvað hægt er að gera með uppbyggingu vöru- merkja. Það er hægt að alþjóðavæða fyrirtæki sem fram til þessa hafa að- eins starfað á litlum, afmörkuðum mörkuðum. Þetta höfum við séð ítrekað í starfi okkar en það á reynd- ar einnig við um stærri fyrirtæki sem þurfa á vexti að halda.“ Eitt af þekktari vörumerkjum sem Gaute og samstarfsfólk hans hafa unnið með er lúxusmerkið Bang & Olufsen. „Þegar við fórum að vinna með því fyrirtæki fyrir hálfum áratug var það í ákveðnum vanda. Vöxturinn var lít- ill og sérleyfishafar að sölunni hjá því voru margir hverjir fremur slappir. Við áttuðum okkur á því í gegnum vinnuna fyrir Bang & Olufsen að það þyrfti að koma vörunum víðar, m.a. inn í verslanirnar þar sem verið er að selja Apple-vörur. Til þess að ná til unga fólksins þurfti einnig að koma fram með ódýrari vörur en venjan var með B&O. Það varð til þess að við hönnuðum B&O PLAY.“ Núna, fimm árum eftir að sam- starfið hófst, stendur vörumerkið undir 40% tekna fyrirtækisins. „Það er ótrúlegur árangur en sýn- ir að ný hugsun og það að hugsa út fyrir kassann getur skilað gríðar- legum árangri, jafnvel fyrir fyrirtæki sem byggja á heimsþekktum vöru- merkjum.“ Ná til yngri viðskiptavina Gaute segir að oft snúist verkefnið um að koma öflugum vörumerkjum nær yngri neytendum. Það standi oft stórum, rótgrónum fyrirtækjum fyr- ir þrifum að hasla sér völl á slíkum markaði þar sem ný fyrirtæki ná oft miklum árangri. „Þetta skiptir öllu máli fyrir fyrir- tækin. Þetta sáum við til dæmis í vinnunni með farsímafyrirtækinu 3 Oister. Þetta er vörumerki sem byggir á lágu verði og áskrift og þarna náði rótgróið fyrirtæki, 3 Mobile, að koma sér inn á nýjan markað. 3 Oister er með 340 þúsund viðskiptavini núna!“ Gaute segir að CO/PLUS hafi mörg verkfæri í farteskinu til að hjálpa fyrirtækjum. Þannig séu við- fangsefnin í grófum dráttum þrenns konar. Hægt sé að hjálpa fyrir- tækjum að byggja upp ný vörumerki alveg frá grunni, þá sé einnig hægt að breyta vörumerkjum þannig að þau virki betur á markaði og sæki inn á nýja markaði og að auki sé hægt að vinna með góð vörumerki þannig að þau sæki þau tækifæri sem til staðar séu. „Ég segi oft þegar ég byrja að vinna með fyrirtækjum að það sé mikilvægt að dreyma stórt. En það skilar í raun engu nema maður hafi viljann til þess að framkvæma stórt og stíga stóru skrefin sem nauðsyn- leg eru til þess að geta vaxið. Stóru skrefin felast oft í því að nýta hráefn- ið með nýjum hætti á grundvelli ferskrar hugsunar.“ Hækkuðu verðið og ruddu sér braut á markaðnum Gaute tekur dæmi af fyrirtæki sem leitaði til CO/PLAY og selur epli. Þar á bæ áttu menn erfitt með að finna leiðir til að skera sig úr á markaðnum og búa til eitthvað eftir- sóknarvert. Á markaðnum voru örfá- ir mjög stórir leikendur og gríðar- legur fjöldi minni fyrirtækja sem öll voru í raun að selja sömu vöruna. „Við horfðum á vöruna sem fyrir- tækið var að selja og við sáum eins og flestir bara epli, ósköp venjulegt epli. En þarna lágu tækifæri með því að byggja upp sérstakt vörumerki. Við tókum ákvörðun um að gera nokkuð sem gengur þvert á við- teknar venjur. Við vildum vinna nýja markaði og selja meira. Við ákváðum að hækka verðið og gengum langt. Rúmlega tvöfölduðum það. Og þá spyr fólk: en ef þú ætlar að koma þér fyrir á markaðnum, þarftu þá ekki að lækka verðið, komast undir keppi- nautana?“ Gaute segir að svarið komi á óvart. Til að koma vörumerki fyrir á mark- Vaxtartækifærin liggja víða Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslensk fyrirtæki þurfa að sækja tækifærin til vaxtar á er- lenda markaði. Þau hafa magnaða sögu að segja sem þau geta nýtt miklu betur en nú. Þetta segir Gaute Høgh, stofnandi ráðgjafarfyrirtækisins CO/PLUS í Danmörku. Á síðustu árum hefur hann veitt mörgum íslenskum fyrir- tækjum ráð sem dugað hafa vel þegar komið hefur að því að hasla sér völl á stóra sviðinu. 31. maí næstkomandi verður Gaute Høgh staddur hér á landi og mun þá flytja fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík sem ber yfirskriftina „Strengthen and grow your business through branding“. Þar mun hann ögra við- teknum kenningum í markaðsfræðunum og fjalla um reynslu sína af sam- starfi við fjölda öflugra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum, en eins hér á landi og í Danmörku. Á fundinum mun hann einnig fjalla um hvernig CO/PLUS sérhæfir sig í skapandi markaðsráðgjöf þar sem sérþekking þess á sviði sköpunar og stefnumótunar fær notið sín til fulls. Hann mun taka fjölda dæma af fyrirtækjum sem tekist hefur að endurhugsa vöruframboð sitt og þróa ný viðskiptatækifæri á þeim grunni. Meðal þess sem Gaute mun koma inn á er sú sannfæring hans að fyrir- tæki leggi í dag allt of mikla áherslu á að koma starfsemi sinni á stafrænt form. Hann segir að það geti ekki orðið þungamiðja starfseminnar. „Öll fyrirtæki þurfa að huga að þessum þætti en fyrirtækin standa ekki og falla með auglýsingum á samfélagsmiðlum. Ég held að menn hafi gengið allt of langt í þeim efnum og látið eins og það sé upphaf og endir alls. Fyrirtæki sem falla í þessa gryfju eru ekki að einblína á það sem mestu skiptir, sem er söluvaran og vörumerkið. Þar liggja hin raunveru- legu tækifæri.“ Morgunblaðið býður til fundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.