Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018FÓLK Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími: 588 1000 | netsofnun.is Við bjóðum upp á hentugar og infaldar fjáröflunarleiðir fyrir élagasamtök og einstaklinga. þróttafélög • starfsmannafélög • k emendafélög • saumaklúbbar • o. Kíktu á www.netsöfnun.is og kynntu þér möguleikana. e f í n órar fl. Fjáröflun Hin árlega vorráðstefna Reiknistofu bankanna, RB, var haldin fyrir skömmu í Hörpu undir yfirskriftinni: „Hver á að baka kök- una?“ Rætt var um þær breytingar sem eru í vændum í fjármálaþjónustu með innleiðingu nýrra greiðsluþjón- ustulaga innan EES, framþróun nýrra tæknilausna og þátttöku nýrra leik- enda á fjármálamarkaði. RB spyr hver eigi að baka kökuna Faith Reynolds fjármála- sérfræðingur fjallaði um reynslu Breta. Fundurinn fór fram í Silfurbergi í Hörpu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Friðrik Þór Snorrason, forstjóri RB, flutti erindi á vorráðstefnunni. Rohit Talwa, CEO Fast Future var á meðal ræðumanna. Bjarni Benediktsson, Lilja Björk Einarsdóttir, Friðrik Þór Snorrason og Stefán Sigurðsson tóku þátt í pallborðsumræðum. RÁÐSTEFNA SPROTAR Íslenska tæknifyrirtækið Námfús hefur þróað hugbúnaðarkerfi fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er kerfið nýlega komið í notkun við skóla á nokkrum stöðum í Norður-Evrópu: „Það sem kom okkur á óvart er að erlendis notast skólar við mörg aðskilin kerfi fyrir ólíka þætti skólastarfsins en Nám- fús býður upp á að gera allt með einu kerfi,“ segir Skúli Thoraren- sen. „Skólar vilja hafa rekstur tölvukerfa einfaldan og það að hafa allt í einni lausn opnar mikil markaðstækifæri.“ Námfús hefur verið í þróun í nærri áratug og er kerfið í notkun víða í íslenska skólakerfinu. Í vik- unni kom út ný útgáfa af því sem fullnægir nýjum reglum Evrópu- sambandins um gagnaöryggi (GDPR) ásamt því að vera búin fjölmörgum nýjungum og endur- bótum. Ástundun, próf og samskipti Með kerfinu geta skólastjórn- endur, kennarar, nemendur og foreldrar haldið enn betur utan um námið. Námfús hjálpar t.d. kennurum við að skipuleggja námsefnið, setja fyrir heimavinnu, skrá ástundun og vitnisburð. „Skólastjórnandinn hefur yfirsýn yfir allt skólastarfið og kerfið nýt- ist vel fyrir samskipti á milli skóla og heimilis. Námfús er einnig með framúrskarandi prófakerfi og spurningabanka þar sem kennarar geta deilt spurningum og verk- efnum sín á milli,“ útskýrir Skúli. Skúli hefur lengi haft mikinn áhuga á að nota tölvutæknina til að bæta skólastarf. Árið 2000 stofnaði hann ásamt tveimur öðr- um fyrirtækið Skólavefinn til að gefa út námsefni á netinu. Þegar hann hætti störfum þar stofnaði hann Námfús með það fyrir aug- um að þróa hugbúnað sem myndi ýta undir einstaklingsmiðað nám. Með nýrri aðalnámskrá breyttist námsmat í skólum þar sem meta á nemendur eftir hæfni: „Hæfni- miðað námsmat fléttast inn í allt Námfús-kerfið og ég held að okk- ur hafi bæði tekist að auðvelda kennurum að meta hæfni nemenda sem og foreldrum að fylgjast með námsframvindunni,“ segir Skúli. Stórt stökk út í heim Í dag eru fjórir forritarar að vinna að þróun kerfisins ásamt starfsfólki í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Þýskalandi sem fæst við kynningarstörf. „Nýverið bættist okkur mikilvægur liðsauki þegar Jón Gnarr, fyrrverandi borgar- stjóri, gekk til liðs við fyrirtækið. Jón hefur alla tíð haft mikinn áhuga á að breyta skólakerfinu og gera það einstaklingsmiðaðra og varð heillaður af því hvernig Nám- fús vinnur að því.“ Til þessa hefur tekist að fjár- magna reksturinn með sölu innan- lands og með framlagi stofnanda, en Skúli, sem á fyrirtækið með Hauki Má Böðvarssyni, vonast til að fljótlega muni fjárfestar leggja rekstrinum lið og styðja við útrás Námfús á erlendum mörkuðum. Skúli segir að allt frá stofnun hafi fyrirtækið stefnt að því að fara utan með kerfið. Skólar í Sví- þjóð, Noregi og Þýskalandi eru farnir að nota kerfið og mikill áhugi er hjá Finnum sem hann segir almennt þykja í fremstu röð í skólamálum. Skúli segir að Skandinavía henti vel sem mark- aðssvæði fyrir Námfús þar sem námsmat þar er svipað og á Ís- landi. Þýskaland er hins vegar skemmra á veg komið í að nota hugbúnaðarkerfi í skólum og í því felast mikil tækifæri, enda eru yfirvöld þar í sérstöku átaki til að bæta úr því. Skúli segir líklegt að fyrirtækið sæki síðar á aðra mark- aði og að Námfús finni nú þegar fyrir áhuga hjá þeim skólastjórn- endum sem þeir hafa sýnt kerfið í Bandaríkjunum. Kerfið er í dag aðgengilegt á íslensku, ensku, þýsku, finnsku, sænsku, dönsku og norsku. „Við teljum vera gríðarleg tæki- færi fyrir Námfús erlendis og er- um sannfærðir um að við getum keppt við ráðandi aðila á mark- aðinum.“ Ljósmynd / Birgir Ísleifur Gunnarsson „Skólar vilja hafa rekstur tölvukerfa einfaldan og það að hafa allt í einni lausn opnar mikil markaðstækifæri,“ segir Skúli Thorarensen. Til Evrópu með skólahugbúnað Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Námfús hefur fengið góðar viðtökur hjá skólum erlend- is og standa vonir til að fá fjárfesta að borðinu til að fyrirtækið ráði betur við útrásina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.