Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Það kætir Donald Trump Bandaríkja-
forseta þegar hlutabréfamarkaðinum
tekst að rjúfa nýja múra. En það er eitt
sem ráðgjafar hans hafa mögulega
gleymt að segja forsetanum og það er
hvaða félag hefur vaxið mest að mark-
aðsvirði síðan hann náði kjöri. Það er
Amazon, sem Trump virðist hafa meiri
óbeit á en nokkru öðru fyrirtæki.
Á þessu mikla hækkunarskeiði hafa tíst forseta Bandaríkjanna stund-
um haft neikvæð áhrif á gengi hlutabréfa í Amazon. En áhrifin hafa aldrei
varað lengi. Frá því í nóvember 2016 hefur Amazon tvöfaldast að stærð og
markaðsvirði félagsins aukist um meira en 380 milljarða dala – sem er
jafnvel meira en þau auðæfi sem Trump heldur fram að hann eigi. Forset-
inn er núna að „þrýsta“ á forstjóra bandarísku póstþjónustunnar að tvö-
falda gjaldið sem Amazon greiðir fyrir pakkasendingar, að því er Wash-
ington Post greinir frá. Fram til þessa hefur bandaríska póstþjónustan,
sem þarf að keppa við einkarekin vörusendingafyrirtæki, getað spyrnt við
fótunum.
Núna þegar kannanir sýna að 43% kjósenda segjast ánægð með Trump
þá er hæpið að hann geti unnið Amazon í vinsældakjöri, en samkvæmt
könnun Reputation Institute er bandaríski netverslunarrisinn með 10.
besta orðsporið af öllum bandarískum fyrirtækjum. Bandarískir neyt-
endur kunna að meta þjónustuna sem fyrirtækið veitir þeim. Í síðustu
viku áætluðu markaðsgreinendur hjá JP Morgan að þau fríðindi sem
fylgja því að vera í áskrift að Amazon Prime, sem kostar 119 dali á ári,
væru 785 dala virði þegar búið væri að leggja saman allt frá ókeypis póst-
sendingum yfir í að geta streymt kvikmyndum yfir netið. Fjárfestar álíta,
réttilega, að bræðisköst forsetans séu því ekki mikil ógn við fyrirtækið.
En hátt markaðsvirði félagsins leiðir athyglina að því, að jafnvel ef því
yrði skipt í tvennt (og með þeim stóra fyrirvara að það myndi ekki breyta
virði hvorrar einingar fyrir sig), þá væru þessar tvær minni útgáfur af
Amazon samt báðar í hópi tíu stærstu fyrirtækja heims. Vaxandi hópur
gagnrýnenda Amazon myndi einmitt vilja sjá fyrirtækinu skipt upp með
þessum hætti. Það er ekki rangt sem Trump hefur haldið fram, að vel-
gengni Amazon hafi verið reiðarslag fyrir hefðbundnar verslanir. Þótt
fyrirtækið hafi ekki sölsað undir sig nema lítið brot af smásölumark-
aðinum hefur það yfirburðastöðu í netverslun og sumir sérfræðingar í lög-
um um hringamyndun telja að tilefni sé til að grípa til aðgerða.
Það er kaldhæðnislegt, að telja verður ólíklegt að nokkuð muni gerast
með Trump við stjórnvölinn. Fyrir Amazon, rétt eins og hina tæknirisana,
er stærsta ógnin ekki núverandi forseti, heldur stjórnlyndir stjórnmála-
menn á vinstri vængnum, það er ef demókratar næðu meirihluta á
þingi og Elizabeth Warren kæmist í Hvíta húsið.
LEX
AFP
Amazon og Trump:
Pakki í óskilum
Það heyrist æ oftar sagt í Peking að
Liu He varaforseti landsins sé í
„versta starfi í Kína“.
Í mörg ár hefur hann unnið á bak
við tjöldin sem áhrifamesti efna-
hagsráðgjafi Xi Jinping Kínaforseta.
En nú stígur hann fram sem valda-
mikill embættismaður með ótal mál
á sinni könnu, þar á meðal viðskipta-
viðræður við Bandaríkin og Evrópu-
sambandið, regluverk fjármála-
markaðarins, peningastefnuna,
umbætur fyrirtækja í ríkiseigu og
stefnumótun í iðnaði.
Að kínverskum varaforseta sé fal-
ið að axla svona þungar byrðar hefur
ekki gerst síðan um miðjan 10. ára-
tuginn, þegar Zhu Rongji var seðla-
bankastjóri og á sama tíma í reynd
yfirmaður efnahagsmála í Kína.
Árangur í fyrstu prófraun
Í síðustu viku tókst Liu á við
stærstu prófraun sína til þessa, þeg-
ar hann fór fyrir sendinefnd til
Washington til að eiga í viðræðum
sem miða að því að forða viðskipta-
stríði á milli þjóðanna. Honum virð-
ist hafa tekist ætlunarverk sitt, því
Steven Mnuchin fjármálaráðherra
samþykkti að „slá viðskiptastríði á
frest“ í skiptum fyrir lítið meira en
loðið loforð frá teymi Liu um að
kaupa meira af vörum og þjónustu
frá Bandaríkjunum. Eitthvað sem
stjórnvöld í Kína hafa ávallt sagst
vera reiðubúin og viljug til að gera.
Liu og margir aðrir kínverskir
embættismenn hafa lengi haldið því
fram að það sé hagsmunum Kína
fyrir bestu að draga úr 337 milljarða
dala vöruskiptaafgangi gagnvart
Bandaríkjunum, í ljósi þess að í Kína
„fer neysluþörf vaxandi … og þörf er
á efnahagsþróun sem er af miklum
gæðum“.
Verkefni Liu felst nú í því að halda
friðinn á meðan tvö stærstu hagkerfi
heims reyna að komast að varanlegu
samkomulagi um ágreining hvað
varðar ójöfnuð í vöruviðskiptum,
gagnkvæmar hömlur á fjárfestingar
og iðnvæðingarstefnu stjórnvalda í
Peking. Takist það ekki gæti það
stefnt í voða möguleikum varaforset-
ans til að fylgja öðrum mikilvægum
málum eftir, svo sem
alþjóðavæðingu gjaldmiðils Kína,
renminbí, og umbótum hjá ríkis-
fyrirtækjum.
Kínverjar betur undirbúnir
Liu og Mnuchin eru í raun að tefla
mjög flókna skák, þar sem þættir
sem í fyrstu virðast ótengdir geta
haft áhrif á það hvað hvor aðili er
reiðubúinn til að semja um í viðræð-
unum. Enn sem komið er er útlit fyr-
ir að Kínverjarnir hafi verið betur
undirbúnir fyrir þennan leik.
Að sögn þriggja einstaklinga sem
þekkja til samningaviðræðnanna þá
neitaði Liu að svo mikið sem koma til
Washington, nema hann fengi full-
vissu um að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti myndi aflétta banni við
því að eitt af stærstu fjarskipta-
fyrirtækjum Kína fengi að kaupa
bandarískan tæknibúnað. ZTE, sem
er gefið að sök að hafa brotið gegn
sáttagerð vegna viðskipta fyrirtæk-
isins í Íran og Norður-Kóreu, getur
ekki haldið framleiðslu sinni áfram
fyrr en slakað hefur verið á banninu.
Þess í stað námu kínversk stjórn-
völd, í miðjum samningaviðræð-
unum í síðustu viku, úr gildi undir-
boðstolla sem þau lögðu nýverið á
dúrru-korn frá Bandaríkjunum, og
samþykktu samkeppnisúttekt á
kaupum Bain Capital á örflögufram-
leiðslu Toshiba fyrir 18 milljarða
dala.
En það er ósennilegt að kínversk
stjórnvöld muni veita frekari tilslak-
anir í viðskiptum eða á samningum
sem eru í pattstöðu, eins og vænt-
anleg kaup Qualcomm á hollenska
fyrirtækinu NXP fyrir 47 milljarða
dala, fyrr en búið er að ganga end-
anlega frá sakaruppgjöf forsetans
gagnvart ZTE. Og í ljósi þess
pólitíska bakslags sem varð í
Washington eftir yfirlýsingu
Trumps um að refsing ZTE myndi
leiða til þess að „of mörg störf í Kína
myndu hverfa“, þá gæti endanlegt
samkomulag um ZTE núna verið ut-
an seilingar. Ef dagar ZTE eru tald-
ir, þá gildir það sama um mögu-
leikann á samkomulagi um
viðvarandi frið í viðskiptum á milli
Bandaríkjanna og Kína.
Norður-Kórea lúrir á bak við
Norður-Kórea bætir svo nýrri
vídd við þessa fordæmislausu milli-
ríkjaskák, a.m.k. frá sjónarhorni Liu
og Mnuchin.
Þó svo að hvorugur þeirra sé lík-
legur til að nefna Norður-Kóreu í
tengslum við samningaviðræðurnar,
þá vofir það yfir viðræðunum að
Trump og Kim Jong Un, leiðtogi
Norður-Kóreu, munu funda hinn 12.
júní.
Þegar viðræður hófust á milli Liu
og Mnuchin síðastliðinn fimmtudag
gaf Trump í skyn að nýlegar hótanir
Norður-Kóreu um að draga sig út úr
leiðtogafundinum gætu verið vegna
þrýstings frá Xi á bak við tjöldin.
Hvort Kínaforseti beitti þrýstingi
eða ekki skiptir í raun ekki máli. Ef
Trump heldur að hann hafi gert það,
þá gætu Xi og Liu nýtt slíka ógn sér í
hag í verslunarviðræðunum.
Á fyrsta ári Trumps í embætti for-
seta virtist oft sem hann vildi koma á
traustu sambandi við Kína en fara í
stríð við Norður-Kóreu. Núna gæti
það orðið raunin að draumur
Trumps um að koma á sögulegu frið-
arsamkomulagi á Kóreuskaga hjálpi
Liu að koma í veg fyrir við-
skiptastríð á milli Bandaríkj-
anna og Kína.
Samningamaður Kína
stendur vel að vígi
Eftir Tom Mitchell í Peking
Liu He varaforseti hefur á
skömmum tíma öðlast
mikil völd í Kína og hann
leiðir nú samninga-
viðræður við Bandaríkja-
menn þar sem hann virðist
hafa ýmis tromp á hendi.
AFP
Liu He var kjörinn varaforseti í mars síðastliðnum og gegnir hann nú lykil-
hlutverki í samningaviðræðum Kínverja við Bandaríkin um viðskipti.