Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018FRÉTTIR ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Kapphlaupið um að þróa nýjar og betri rafhlöður snýst ekki bara um að gera það auðveldara að hlaða rafmagnsbíla og aka þeim lengra á hverri hleðslu. Þessir tveir þættir eru bara lítill hluti af stærri mynd, þar sem tekist er á um hvernig samstarfi og samkeppni iðnfyr- irtækja verður háttað. Aðalatriðið er hvar í heiminum ein verðmæt- asta framleiðslugrein heims, bíla- iðnaðurinn, verður staðsett. Rafmagnsbílarnir eru á leiðinni. Nú þegar eru 2,5 milljónir slíkra bíla í notkun um allan heim. Alþjóðaorkumálastofnunin spáir því að árið 2025 verði talan komin upp í 40 til 70 milljónir bíla, og að fjölgun rafbíla verði drifin áfram af blöndu af æ strangari reglum um bíla með sprengihreyfilsmótor og lækkandi rafhlöðuverði. Kína er með forystuna Bandaríska fyrirtækið Tesla fær mesta athygli fjölmiðla, bæði fyrir vel hannaða bíla og vegna fjárhags- vandræða félagsins, en á heimsvísu er það greinilega Kína sem leiðir markaðinn því þar má finna þrjá af hverjum fjórum rafmagnsbílum í heiminum. Sú sérstaða sem stjórnvöld í Peking hafa, sem er að geta fyr- irskipað hvers konar bíla ökumenn eiga að nota, þýðir að þar í landi gæti rafbílaflotinn vaxið gríðarlega á næstu tíu árum. Frakkland og Bretland hafa gælt við að rafvæða alla nýja bíla fyrir árið 2040 en hugsanlegt er að Kína krefjist þess að allir nýir smáir og meðalstórir fólksbílar verði rafdrifnir ekki seinna en 2030. Það myndi hjálpa til að auka loftgæði í kínverskum borgum og bæta orkuöryggi lands- ins, sem hefur farið þverrandi vegna stóraukins innflutnings á ol- íu. Rafbílarafhlöður eru smíðaðar í risaverksmiðjum. Kína og Japan hafa tekið forystuna og meira að segja rafhlöðuframleiðsla Tesla reiðir sig á tækni frá japanska fyr- irtækinu Panasonic. Rafhlöðuverk- smiðjurnar þurfa að vera nálægt þeim stöðum þar sem rafbílarnir eru smíðaðir og núna er kapphlaup farið af stað um hvar risaverksmiðj- urnar sem þjónusta þennan ört vax- andi markað verða staðsettar. Það hvaða staðir verða fyrir valinu mun móta landfræðilega dreifingu bíl- iðnaðarins á komandi áratugum. Fullnægja eftirspurn neytenda Fólk innan bílageirans er mis- hrifið af því að skipta úr bensíni yfir í rafmagn en þetta er ekki grein sem lætur tilfinningarnar flækjast fyrir sér. Allir stóru bíla- framleiðendurnir hafa byrjað að smíða bíla fyrir tiltekna geira raf- bílamarkaðarins. Þeir einbeita sér að þeim efnahagslegu þáttum sem snúa að því að fullnægja eftirspurn kröfuharðra neytenda í Evrópu og Norður-Ameríku sem vilja bíla sem eru auðveldir í notkun, fallegir, kraftmiklir og á sanngjörnu verði. Þeir munu nota kínverska og jap- anska tækni til að smíða rafhlöð- urnar því það væri of dýrt að reyna að þróa nýja tækni frá grunni. Ekki liggur enn ljóst fyrir hvar bílarnir verða smíðaðir, og mun það ráðast að stóru leyti af því hvar raf- hlöðurnar verða framleiddar; þessi tvö stig í framleiðslukeðjunni verða líkast til ekki langt frá hvoru öðru. Viðskiptaleg rök hníga að því að framleiðslan fari fram á stöðum þar sem eftirspurnin er mikil og þar sem hagfellt regluverk skapar hvata fyrir neytendur að færa sig frá sprengihreyfilsbílum yfir í raf- magnið. Þá þarf líka vel menntað vinnuafl. Eins og Tesla hefur upp- götvað er framleiðsla rafmagnsbíla allt annað en einföld. Einnig verður landnæði að vera á lausu; risaverk- smiðjur þurfa yfirleitt lóð sem spannar gífurlegt landsvæði, með viðbótarplássi til að stækka og greiðan aðgang að mjög góðum flutningsleiðum. En kannski er mikilvægast af öllu að stutt sé frá rafhlöðuverk- smiðjunni í næstu rannsóknar- miðstöð. Það skiptir sköpum að hafa djúp- an skilning á tækninni til að geta hannað rafræna aflrás og stýrikerfi fyrir rafmagnsbíla og hleðslu- stöðvar, og einnig hannað tenging- arnar á milli þeirra og rafmagns- dreifikerfisins. Það eru ekki mörg lönd sem full- nægja síðastnefnda skilyrðinu. Að frátöldum Bandaríkjunum og Kína eru helstu valkostirnir Þýskaland, Bretland og hugsanlega Frakkland. Japan og Indland munu reyna að keppa við Kína á Asíumarkaði. Eftir því sem rafmagnsbílar ná meiri vinsældum á markaðnum mun framleiðsla á rafhlöðum aukast og byrjað verður að nota þær ann- ars staðar í samgöngukerfinu og hjá orkufyrirtækjum, svo sem í raf- magnsdreifikerfinu. Lykiliðnaður 21. aldarinnar Útlit er fyrir að rafhlöður verði einn mikilvægasti iðnaður 21. aldar- innar þar sem handfylli af litlum fyrirtækjum fæst við að leysa þær tæknilegu áskoranir sem tengjast þessari frumframleiðsluvöru. Fjöldi starfa mun verða til í kringum að- fangakeðju rafhlöðuframleiðslu. Vegna stærðarhagkvæmni er sennilegt að risaverksmiðjur muni aðeins rísa á nokkrum stöðum, og það hvar þær verða mun ráðast af samblandi opinberrar stefnu og framtaks einkaaðila. Landslag rafhlöðuiðnaðarins er enn í mótun. Bandaríkjunum og öðrum löndum gæti þótt nauðsyn- legt að þróa eigin rafhlöðutækni til að aftra því að Asía nái yfirburða- stöðu á markaðinum. Mögulega eru bresk stjórnvöld of upptekin af Brexit til að geta lagt drög að langtímastefnu sem myndi skapa markaðinn, útvega mannauð- inn, landnæðið og þær breytingar á regluverki sem þarf til að laða að fjárfesta. Og Þýskaland er hugsan- lega ekki tilbúið að sætta sig við að ný tækni skuli vera að koma í stað sprengihreyfilsins, sem menn eins og Karl Benz og Gottlieb Daimler áttu þátt í að þróa. Mikið er í húfi því á komandi ára- tugum verður fjárfest fyrir marga milljarða í greininni, og tugir þús- unda nýrra starfa fyrir faglært vinnuafl munu verða til. Orkumark- aðurinn breytist hratt og það er til mikils að vinna fyrir þau lönd sem geta tryggt sér sess í hjarta raf- hlöðumarkaðarins. Þau lönd sem tekst það ekki hætta á að iðn- aður þeirra missi mikinn þrótt. Samkeppnishæfnin mun ráðast af rafhlöðunum Eftir Nick Butler Til mikils er að vinna fyrir þau lönd sem tekst að tryggja sér sess í rafhlöðu- framleiðslu á heimsvísu en þau lönd sem tekst það ekki eiga á hættu að iðn- aður þeirra missi með tímanum mikinn þrótt. AFP BYD E-SEED hugmyndarafbíllinn var kynntur á bílasýningunni í Peking í síðasta mánuði, en í Kína má finna þrjá af hverjum fjórum rafmagnsbílum í heiminum. HEYRNARSTÖ‹INKringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is exton™ heyrnartækin opna nýjar leiðir í samskiptum g auka lífsgæðin. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu g fáðu heyrnartæki lánuð til reynslu. Við hjálpum þér að bæta lífsgæðin R o o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.