Morgunblaðið - 24.05.2018, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MAÍ 2018 7VIÐTAL
aðnum og auka tekjurnar verður að
hækka verðið.
„Til hvers leiddi þetta í þessu til-
viki? Fyrirtækið sem í hlut á nefnist
Kanzi og er heimsþekkt á sínu sviði.
Salan er miklu meiri og virði fyrir-
tækisins einnig.“
Og Gaute segir að taka megi dæmi
frá Íslandi í þessu tilliti sem staðfesti
að þessi aðferð við að brjóta undir sig
nýja markaði virki.
„Við höfum unnið með Orf líf-
tækni. Þeir selja frábærar húðvörur
undir vörumerkinu Bioeffect. Þar
var tekin ákvörðun, samhliða því að
vörumerkið var tekið í gegn, að
hækka verð vörunnar þegar Bio-
effect var sett á markað á Íslandi
2015 til þess að gæta samræmis við
erlenda markaði. Flestir hefðu talið
það algjört brjálæði. En salan jókst
til muna.“
Íslenska sagan er góð
Eins og áður sagði hafa Gaute og
samstarfsfólk hans unnið með nokkr-
um íslenskum fyrirtækjum á síðustu
árum. Þar má nefna MS, Ora, Lýsi,
TM og fleiri. Hann segir að þessi
fyrirtæki hafi öll sótt ný tækifæri á
síðustu árum.
„Það hefur t.d. verið merkileg
reynsla að vinna með TM. Það er
rótgróið tryggingafélag á íslenska
markaðnum og á slíkum markaði
getur verið erfitt að marka sér sér-
stöðu. Stjórnendunum og starfsfólk-
inu hefur hins vegar tekist að styrkja
vörumerkið og skapa því sérstöðu.“
En Gaute hefur einnig starfað með
fyrirtækjum sem eru að sækja inn á
nýja markaði, með klassíska vöru.
„Þetta höfum við gert með Ora.
Þar hefur fyrirtæki sem stofnað var
1952 og hefur gríðarlega sterka
stöðu á íslenskum markaði fundið
leið til að koma sér inn á erlenda
markaði með hágæðavörur. Það er
hins vegar ekki gert undir því nafni
heldur Iceland’s Finest og þar er
unnið með tilbúna rétti, m.a. sjáv-
arfang sem er í heimsklassa og
margt af öðru því sem fyrirtækið
hefur þróað á síðustu áratugum.“
Gaute segir að þarna sé fyrirtæki
að sækja inn á markaði með vöru
sem eigi erindi svo miklu víðar en á
Íslandi og að vaxtartækifærin séu
gríðarleg.
„En þarna erum við líka að nýta
okkur söguna sem Ísland hefur að
segja. Íslendingar geta gert svo
miklu betur í þeim efnum en nú er.
Þið eruð með einstakt land og nátt-
úru en saga þjóðarinnar er einnig
mögnuð. Árangurinn sem þið hafið
náð á síðustu árum í karla- og
kvennaíþróttum er hreint lygilegur
og fólk hefur áhuga á þessari sögu.
Hún nýtist til þess að selja frábærar
vörur og það hafa þessi fyrirtæki
sannað.“
fyrir íslensk fyrirtæki
hjhjkhjhjkjkjkh
Gaute
”
Þið eruð með einstakt land og
náttúru en saga þjóðarinnar er
einnig mögnuð. Árangurinn sem
þið hafið náð á síðustu árum í
karla- og kvennaíþróttum er hreint
lygilegur og fólk hefur áhuga á
þessari sögu. Hún nýtist til þess
að selja frábærar vörur og það
hafa þessi fyrirtæki sannað.
Loftkæling
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
og varmadælur
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA