Fréttablaðið - 12.07.2018, Síða 1

Fréttablaðið - 12.07.2018, Síða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 6 3 . t ö l u b l a ð 1 8 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 1 2 . j ú l Í 2 0 1 8 Fréttablaðið í dag sKOðun Gunnlaugur Stefánsson skrifar um laxeldi án heimilda. 18 spOrt Uppgjör á fyrri umferð Pepsi-deildar karla. 24 Menning Fiðludúettinn Bachelsi sem nálgast tónverk Bachs á nýjan hátt er með ókeypis tón- leika í Gerðarsafni í Kópavogi. 32 lÍFið Tónlistarfólk fær stundum nóg af starfinu enda er engin stimpil- klukka í lífi lista- mannsins. Þó gengur ekki alltaf vel að hætta og fólk hættir við að hætta. 42 FRÁBÆR FJÖLSKYLDUMYND FRÁ FRAMLEIÐENDUM SHREK CHARMING KOMIN Í BÍÓ KjaraMál Hluti forstöðumanna ríkisstofnana íhugar hvort rétt sé að stefna ríkinu vegna lokalauna- ákvörðunar kjararáðs. Gríðarleg óánægja ríkir innan Félags for- stöðumanna ríkisins (FFR) að sögn formanns þess. Í síðustu viku var síðasta launa- ákvörðun kjararáðs birt en stjórnvaldið var lagt niður um mánaðamótin. Þar voru laun 48 for- stöðumanna hækkuð á einu bretti og var vegin meðaltalshækkun tæp ellefu prósent. Menn fengu þó mismikið, sumir tæp tvö prósent en aðrir rúm tuttugu. Ekki er hægt að fullyrða nákvæmlega um allar breytingar þar sem kjararáð hafði í einhverjum tilvikum breytt launum einhverra á síðustu árum án þess að birta ákvörðun sína. „Við funduðum síðasta mánudag til að fara yfir stöðuna. Það er allstór hópur sem átti erindi hjá ráðinu sem ekki voru afgreidd,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála- stofnunar og formaður FFR. Gissur segir nákvæman fjölda óafgreiddra erinda ekki liggja fyrir en þau séu sennilega í kringum tíu. Einhverjum erindum var vísað frá kjararáði en öðrum var hreinlega ekki svarað. „Það er gífurleg óánægja í hópn- um og við vitum ekki alveg hvernig við eigum að koma henni frá okkur eða hver tekur við henni  eftir að ráðið var lagt niður,“ segir Gissur. Formaðurinn bendir á að í svana- söng kjararáðs hafi menn hlotið mismunandi afgreiðslu án þess að það hafi verið rökstutt á nokkurn hátt hverju það sætti. „Við vitum eiginlega ekki hvers konar afgreiðsla þetta var. Við höfum ekkert fengið í hendurnar nema ákvörðunina sem birt var, engan frekari rökstuðning. Ein- hverjir eru á mörkum þess að vilja stefna ríkinu eða fjármálaráðherra þar sem kjararáð hefur verið lagt niður. Menn eru að velta því fyrir sér hvernig sé best að snúa sér í því. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeðferð- arinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita,“ segir Gissur. Ekki liggur fyrir hvort af máls- höfðun verður og þá hvort FFR muni höfða það eða einstaklingar innan félagsins með stuðningi þess. „Það er gríðarlega mikil óánægja meðal manna og þá sérstaklega meðal þeirra sem enga afgreiðslu fengu eða báru skarðan hlut frá borði. Menn kunna ekki skýringu á þessum vinnubrögðum eða hvað þau eiga að fyrirstilla,“ segir Gissur. Drög að frumvarpi um nýtt launa- fyrirkomulag er nú til kynningar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar en það felur í sér að laun embættis- manna verði ýmist lögákveðin eða færð undir sérstaka deild fjármála- ráðuneytisins. – jóe Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslu- reglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. Það er sennilegast að einhver reyni að sækja bætur vegna málsmeð- ferðarinnar því háttsemi kjararáðs er brot á öllum stjórnsýsluaðferðum- og reglum sem stofnanirnar, sem við erum að stýra, þurfa að nota og beita. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumála stofnunar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sjást hér ræða saman á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brussel í gær. Íslensk starfssystir May, Katrín Jakobsdóttir, hlustar í bakgrunni. Háværar kröfur Trumps Bandaríkjaforseta hafa sett mark sitt á fund NATO. NORDICPHOTOS/GETTY plús sérblað l FólK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 KjaraMál „Tilboð okkar eins og það stendur er algjört lokatilboð og það mun standa,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninga- nefndar ljósmæðra. Óvíst er með framhald viðræðna ljósmæðra og ríkisins eftir að fundi hjá Ríkissáttasemjara lauk í gær án niðurstöðu og án þess að boðað yrði til nýs fundar. Kröfur ljósmæðra hljóða upp á heildarhækkun sem nemur 17 til 18 prósentum. Katrín segir mikinn einhug í ljósmæðrum en óttast að brotthvarf úr stéttinni verði ekki lagfært svo glatt. „Það hafa fjölmargar ljósmæður ráðið sig annað. Það gæti tekið fjöl- mörg ár að lagfæra skaðann. Eftir því sem tíminn líður þá slokknar eitthvað í manni viljinn til að fara aftur inn í kerfið.“ – sar / sjá síðu 4 Enginn afsláttur hjá ljósmæðrum hM 2018 Nú er ljóst að það verða Frakkland og Króatía sem leika til úrslita á Heimsmeistaramótinu í knatt- spyrnu karla. Króatía komst í úrslitaleikinn í fyrsta skipti í sögunni með sigri á Englandi í seinni undan- úrslitaleik mótsins í gærkvöldi. Kylian Mbappe hefur skinið skærast hjá franska liðinu, en þessi nítján ára gamli framherji hefur skorað þrjú mörk á mótinu til þessa og er markahæsti leik- maður liðsins ásamt Antoine Griez- mann. Luka Modric er hins vegar heilinn í króatíska liðinu og það eru fáar sóknir þar sem hann er ekki hluti af sóknaruppbyggingunni. Þessi 32 ára gamli miðvallarleikmaður bindur saman bæði varnar- og sóknarleik króatíska liðsins. Leikur liðanna fer fram á Luzhn iki-leikvanginum í Moskvu á sunnudaginn, en þar getur Frakk- land orðið heimsmeistari í annað sinn í sögunni. Króatía getur hins vegar skrifað sig á spjöld sögunnar með sigri. – hó Frakkar og Króatar í úrslit 1 2 -0 7 -2 0 1 8 0 4 :5 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 5 E -A 6 1 0 2 0 5 E -A 4 D 4 2 0 5 E -A 3 9 8 2 0 5 E -A 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 1 _ 7 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.