Fréttablaðið - 14.06.2018, Side 6
Efnahagsmál „Því hefur verið
haldið fram of lengi af fylgis-
mönnum nýklassískrar hagfræði
og nýfrjálshyggju að laun séu fyrst
og fremst kostnaður og að launa-
hækkanir séu hættulegar. Hættan
felst aftur á móti í lágum launum
því þau leiða til lítillar eftirspurnar.“
Þetta segir breski hagfræðingurinn
Özlem Onaran sem er prófessor við
Greenwich-háskóla í London. Hún
hélt erindi á vegum Eflingar á dög-
unum en yfirskrift fundarins var
„Hagþróun á forsendum jöfnuðar
og hlutverk verkalýðsfélaga“.
Onaran bendir á að hlutfall
launa af landsframleiðslu hafi farið
minnkandi á heimsvísu undanfarin
ár, einnig á Íslandi. Afleiðing þess sé
aukinn ójöfnuður og óstöðugt efna-
hagskerfi. „Við höfum áhyggjur af
þessari þróun út frá sjónarmiðum
um sanngirni. Það er hægt að snúa
þróuninni við og rannsóknir okkar
leiða í ljós að með því að auka hlut
launa af landsframleiðslu aukum
við kaupmátt heimila.“
Onaran segir þann hugsunarhátt
skiljanlegan að hækkun launakostn-
aðar leiði til minni hagnaðar og
fjárfestinga. Það sé hins vegar rangt
þar sem aukin neysla þýði meiri við-
skipti sem aftur hvetji til aukinna
fjárfestinga og aukins hagvaxtar.
Onaran leggur mikla áherslu á að
það þurfi að hækka laun hinna lægst
launuðu, sérstaklega í þjónustu-
störfum. „Hækkun launa í þjónustu-
störfum er fjárfesting í félagslegum
innviðum. Stjórnvöldum hættir til
að líta frekar til innviða eins og sam-
göngukerfisins en það er líka mikil-
vægt að fjárfesta í fólki.“ Hún segir
þetta líka tækifæri til að ráðast gegn
kynbundnum launamun og minni
atvinnuþátttöku kvenna.
„Verkalýðsfélögin gegna síðan
lykilhlutverki í því að minna stjórn-
völd á að þau eigi að hugsa um
heildarmyndina sem hagnaðar-
drifin fyrirtæki gera kannski ekki.
Verkalýðsfélögin eiga að gera kröfur
um hærri laun, ekki bara á grund-
velli sanngirnissjónarmiða, heldur
líka á grundvelli þess að það leiði til
efnahagslegs stöðugleika.“
Aðspurð segir Onaran að þrátt
fyrir valdamikla andstæðinga séu
þessar hugmyndir sífellt að komast
meira í umræðuna. Það sé að gerast
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna,
G20 og OECD. Jafnvel Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn leggi áherslu á
opinberar fjárfestingar í innviðum,
sérstaklega á tímum lágra vaxta.
„Ég held að takmarkanir núverandi
kerfis séu öllum augljósar en breyt-
ingarnar þurfa að gerast á vettvangi
stjórnmálanna.“
Hún segist bjartsýn á að breyt-
ingar séu í nánd. „Ég hef talað fyrir
breytingum á stefnumótun í efna-
hagsmálum og hef séð að fólk í
Bretlandi hefur misst trú á nýfrjáls-
hyggjuna. Ef þú gefur fólki valkost
sem þjónar hagsmunum þess betur
mun það fylkja liði á bak við hann.
Þrátt fyrir allt það neikvæða sem
við heyrum, til dæmis um Brexit,
eru jákvæðar breytingar líka að eiga
sér stað. Við finnum fyrir auknum
stuðningi við breyttar áherslur í
efnahagsmálunum.“
sighvatur@frettabladid.is
stjórnmál Samstarfssáttmáli Sam-
fylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG
sem undirritaðar var við Breið-
holtslaug á þriðjudaginn er mun
lengri og ítarlegri en sá sem meiri-
hlutinn sem tók við 2014 gerði með
sér. Umhverfismál, jafnréttismál,
lýðræði, þjónusta borgarinnar,
húsnæðismál og Borgarlína verða
meginatriði hjá nýjum meirihluta.
Fulltrúar minnihlutans telja sátt-
málann óskýran og loðinn.
Pawel Bartoszek, nýkjörinn
borgarfulltrúi Viðreisnar, segist
mjög sáttur við þær auknu áherslur
á atvinnumálin sem birtast í þessum
sáttmála.
„Sérstakur kafli er um atvinnu-
mál, við lögðum áherslu á lækkun
fasteignaskatts fyrir kosningar, sem
nú verður að veruleika á kjörtíma-
bilinu. Við viljum gera borgina sam-
keppnishæfari.“
Líf Magneudóttir, oddviti
Vinstri grænna, segir að þegar
fjórir flokkar koma saman séu
allir með sínar áherslur og enginn
fái allt. Vinstri græn lögðu mikla
áherslu á velferðarmálin, mennta-
og umhverfismálin sem nú verði
gert hærra undir höfði en áður.
„Ég er gríðarlega sátt við að áherslur
Vinstri grænna um að hækka laun
kvennastétta, eyða sárri fátækt og
móta kjarastefnu náðu fram að
ganga. Þá erum við líka að létta
fjárhagslegar byrðar á fjölskyldum
barna.“
Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi
og oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík, segir sáttamálann vera
um óbreytt ástand og boðar öflugt
aðhald í minnihluta. „Ég er búinn að
renna í gegnum samninginn. Þar er
ekki mikið af skýrum markmiðum,
þetta er frekar loðið og virðist eiga
Ítarlegri sáttmáli en gerður var
eftir kosningarnar árið 2014
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri smellti mynd af Líf Magneudóttur, fráfarandi forseta borgarstjórnar, og Dóru Björt
Guðjónsdóttur, verðandi forseta borgarstjórnar, þegar nýi meirihlutinn var kynntur. FréttaBLaðið/anton Brink
Þetta má finna í sáttmálanum
n Frá og með ára-
mótum 2019 munu
barnafjölskyldur
einungis borga
námsgjald fyrir
eitt barn, þvert á
skólastig. Það þýðir
t.d. að námsgjöld
verða gjaldfrjáls
fyrir annað barn.
Áður var veittur
75% afsláttur fyrir
annað barn.
n Lækka á fasteigna-
skatta á atvinnu-
húsnæði úr 1,65% í
1,60% fyrir lok kjör-
tímabilsins. Fast-
eignamat atvinnu-
húsnæðis fyrir árið
2019 hækkar um
16,6% í Reykjavík.
Miðað við þessi
áform meirihlutans
myndu fasteigna-
gjöld á atvinnuhús-
næði hækka um
13% í stað 16,6%.
n Meirihlutinn hyggst
fjölga félagslegum
íbúðum um 500
á kjörtímabilinu,
áætluð þörf fyrir
fjölgun félagslegra
íbúða samkvæmt
Reykjavíkurborg
er 625 íbúðir á
tímabilinu 2015
til 2034. Fjöldi fé-
lagslegra almennra
leiguíbúða í eigu
Félagsbústaða er
1.975.
n Tryggja á rekstrar-
öryggi flugvallarins
meðan unnið er
að undirbúningi
nýs flugvallar.
Aðalskipulagi
Vatnsmýrarinnar
verður breytt og
lokun flugvallarins
seinkað þegar
samningar hafa
náðst við ríkið um
borgarlínu sem
styður við nauð-
synlega uppbygg-
ingu á Ártúns-
höfða, í Elliðavogi,
á Keldum og í
Keldnaholti.
n Helstu ráðum
Reykjavíkurborgar
fækkar úr 7 í 6.
n Laugavegurinn
verður göngugata
allt árið.
n Fjölga á sértækum
búsetuúrræðum
um að minnsta
kosti 100.
að gerast á næsta kjörtímabili frekar
en þessu. Það er ýmislegt sem á að
taka gildi annaðhvort í lok kjör-
tímabils eða samhliða einhverju
sem ekki er í hendi.“
Sanna Magdalena Mörtudóttir,
oddviti Sósíalistaflokks Íslands í
Reykjavík, telur samninginn mikil
vonbrigði og finnst þetta ekki einu
sinni vera brauðmolar til hinna
verst settu.
„Við sjáum að það er ekkert í
þessum sáttmála í líkingu við það
sem kosningabaráttan snerist um,
500 félagslegar íbúðir eru allt of
lítið þegar nánast helmingi fleiri
eru á biðlista. Það er allt of mikið
talað um að stefna að einhverju,
allt of fá atriði sem hægt er að leggja
almennilega mat á.“ – tg
Borgarfulltrúi Sósíalista-
flokksins segir sáttmála
meirihlutans í Reykjavík
ekki vera í líkingu við
það sem lofað var í kosn-
ingabaráttunni. Nýkjör-
inn borgarfulltrúi Við-
reisnar segist ánægður
með sérstakan kafla sem
fjallar um atvinnumál.
Það er ýmislegt sem
á að taka gildi
annaðhvort í lok kjörtíma-
bils eða samhliða einhverju
sem ekki er í hendi.
Eyþór Arnalds borgarfulltrúi
Verkalýðsfélögin
gegna síðan lykil-
hlutverki í því að minna
stjórnvöld á að þau eigi að
hugsa um heildarmyndina.
1 Hand tekinn af lög reglu og
sér sveit fyrir utan
Garð heima
2 Tuttugu mánuðir fyrir nauðgun á
Þjóðhátíð
3 Ó missandi öpp fyrir HM-fara í
Rúss landi
4 Áfengiskaup og fimm milljónir í
lögfræðinga í apríl
og maí
5 Sextíu ríkis stofnanir
hafa greitt
dráttarvexti á árinu
Mest lesið
Segir hættuna felast í lágum launum en ekki launahækkunum
Hagfræðiprófessorinn Özlem onaran segir að efnahagslífinu stafi hætta af
lágum launum. Hærri laun leiði til aukins kaupmáttar og eftirspurnar. Hún
segir sérstaklega mikilvægt að hækka lægstu laun. FréttaBLaðið/SiGtrYGGUr ari
stjórnsýsla Tolli Morthens list-
málari hefur verið skipaður formað-
ur starfshóps um bættar félagslegar
aðstæður einstaklinga sem lokið
hafa afplánun í fangelsi. Félagsmála-
ráðherra skipaði í hópinn.
Aðrir fulltrúar í hópnum voru til-
nefndir af ráðuneytum, Sambandi
íslenskra sveitarfélaga, Afstöðu,
félagi fanga, Fangelsismálastofn-
unar og Vinnumálastofnunar. – aá
Tolli skipaður
formaður
1 4 . j ú n í 2 0 1 8 f I m m t U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð
1
4
-0
6
-2
0
1
8
0
5
:1
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
0
2
1
-B
6
0
8
2
0
2
1
-B
4
C
C
2
0
2
1
-B
3
9
0
2
0
2
1
-B
2
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K