Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 38

Fréttablaðið - 14.06.2018, Síða 38
Á hverj- um leikstað erum við með fjög- urra manna sveit frá okkur sem mætir á undan liðinu á leikstaði og verður til aðstoðar, hvort sem um ræðir fjölskyldur leikmanna eða almenna stuðnings- menn lands- liðsins. Ragnheiður Tryggvadóttir heida@frettabladid.is Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is Opið alla virka daga 10–18 | Laugardaga 11–16 LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA Bók sem börnin vilja • VIÐTÖL VI Ð LEIKMENN • STIGATÖF LUR • ÆFINGAR • LEIÐ ÍSLAN DS Á HM Fræðandi og skemmtileg bók sem fótboltaaðdáendur munu gleyma sér yfir! Undirbúningurinn hófst í raun áður en við unnum sæti á HM. Það er komið eitt og hálft ár síðan við völdum okkur hótel. Þegar tryggt var að liðið færi út fór allt á fullt. Eitt af því fyrsta sem við gerðum var að ráða inn fleira starfsfólk til að halda utan um skipulagið allt. Svo hófst vinnan og verkefnin hafa verið tekin fyrir eitt af öðru,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og fararstjóri íslenska landsliðsins í Rússlandi, en hún gaf sér nokkrar mínútur í spjall áður en hópurinn lagði af stað til Rússlands á laugar- daginn. Þá var undirbúningurinn á loka- sprettinum og óteljandi handtök og margra mánaða vinna að skila sér. „Því er ekki að neita að þetta er mun flóknara verkefni en þegar liðið fór á EM í Frakklandi. Megin skipulagningin fer fram á skrifstofunni og þar erum við með fjölmiðladeild, landsliðsdeild og miðadeild. Þetta er tíu manna hópur sem heldur utan um papp- írshlið mála og nagar blýantana. Svo kemur fjöldi fólks að öðrum þáttum sem tengjast liðinu sjálfu eins og þjálfarar, sjúkraþjálfarar og margir fleiri. Farnar voru tvær ferðir þvers og kruss um Rússland til að skoða hótel og eftir að það var klárt hafa tvær vettvangsferðir verið farnar. Þá fór hópur út um daginn á undan landsliðinu sjálfu til að undirbúa komu þess út,“ segir Klara. Samstarfið við rússneska kollega hafi gengið vel. „Við óskuðum eftir ákveðinni uppfærslu á hótelinu og brugðist var vel við öllum okkar kröfum. Við erum með langa tékklista og tékklista yfir tékklistana og þeim boxum sem eftir á að tikka í fækkar hratt. Þetta er allt að smella. Helsta vandamálið sem við þurftum að kljást við var að fá nógu gott þráð- laust net. En gott netsamband er nauðsynlegt, bæði fyrir liðsmenn og þjálfara og alla sem að þessu standa,“ segir Klara. Ekki væsi því um íslenska lands- liðið og passað verði vel upp á góðan mat og drykk. „Nú fara tveir kokkar með okkur út sem er breyting frá því á EM. Við verðum með okkar eigin eldhús og fáum aðstöðu á hótelinu til þess. Kokkarnir kaupa inn og sjá alfarið um að elda ofan í liðið. Að vissu leyti er þetta hagkvæmara og auð- veldara fyrir okkur, að stjórna því hvað við fáum. Í Rússlandi er ekk- ert að hráefninu en matreiðslan er kannski önnur. En við verðum með þaulreynda kokka með okkur. Leikmenn borða oft og þurfa mikla og góða næringu,“ segir Klara. Hópurinn heldur þó ekki einungis utan um mál landsliðsins heldur þjónustar fjölskyldur leik- manna og aðstoðar einnig stuðn- ingsmenn liðsins. „Á hverjum leikstað erum við með fjögurra manna sveit frá okkur sem mætir á undan liðinu á leikstaði og verður til aðstoðar, hvort sem um ræðir fjölskyldur leikmanna eða almenna stuðn- ingsmenn landsliðsins. Þá verður okkar besta manneskja í miðamál- um úti allan tímann til taks,“ segir Klara. Greinilega er því vel búið um hnútana enda segir hún engan taugatitring að finna í undirbún- ingshópnum. „Ég hef ekki miklar áhyggjur af nokkrum hlut. Við erum mjög vel undirbúin og skipulögð og mjög vel mönnuð. Við erum líka með góðan stuðning af skrifstofunni heima meðan á keppni stendur. Auðvitað mun eitthvað koma upp og örugglega á eftir að koma í ljós að eitthvað gleymdist en við erum reiðubúin að bregðast við öllu sem kemur upp þegar það kemur.“ Ekki áhyggjur af nokkrum hlut Undirbúningur þátttöku Íslands í Heimsmeistaramótinu í fótbolta 2018 hefur staðið yfir í tæp tvö ár. Klara Bjart- marz, framkvæmdastjóri KSÍ, er fararstjóri liðsins. Stuðningsmenn íslenska landsliðsins voru mættir á fyrstu æfingu liðsins í Rússlandi. MYND/EYÞÓR 10 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÁFRAM ÍSLAND 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -E C 5 8 2 0 2 1 -E B 1 C 2 0 2 1 -E 9 E 0 2 0 2 1 -E 8 A 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.