Fréttablaðið - 14.06.2018, Side 44

Fréttablaðið - 14.06.2018, Side 44
Hér til vinstri má sjá Guðmund Benediktsson í leik með U-21 árs landsliðinu og að ofan má sjá Kristbjörgu Ingadóttur við þjálfun. Albert Guðmundsson Guðmundur Benediktsson og Kristbjörg Ingadóttir Albert Guðmundsson er af íslensk- um fótboltaaðalsættum. Faðir hans, Guðmundur Benediktsson, lék tíu landsleiki á árunum 1994 til 2001 og skoraði tvö mörk. Móðir Alberts, Kristbjörg Ingadóttir, lék fjóra landsleiki 1996, árið áður en Albert fæddist. Faðir hennar, Ingi Björn Albertsson, lék 15 lands- leiki og skoraði tvö mörk. Faðir hans, Albert Guðmundsson, var fyrsti atvinnumaður Íslands, lék fyrsta landsleik Íslendinga 1946 og skoraði tvö fyrstu mörk íslenska landsliðsins. Albert eldri lék alls sex landsleiki og skoraði tvö mörk. Eplið féll ei langt frá eikinni Fjórir leikmenn í íslenska HM-hópnum eiga foreldra sem hafa spilað fyrir íslenskt A-landslið. Hér að neðan má sjá hvaða fjórir leikmenn þetta eru og afrek foreldra þeirra tíunduð í stuttu máli. Rúnar Alex Rúnarsson Rúnar Kristinsson Markvörðurinn Rúnar Alex er sonur Rúnars Kristinssonar, eins besta fótboltamanns sem Ísland hefur átt. Rúnar lék 104 lands- leiki á árunum 1987 til 2004 og skoraði þrjú mörk. Hann er eini íslenski fót- boltamaðurinn sem hefur leikið 100 landsleiki eða fleiri. Rúnar lék með KR, Örgryte, Lilleström og Lokeren á löngum og far- sælum ferli. Hann stýrði KR á árunum 2010-14 og Rúnar Alex steig sín fyrstu skref í meistaraflokki undir stjórn föður síns. Rúnar tók aftur við KR síðasta haust eftir að hafa þjálfað Lille- ström og Lokeren. Hólmar Örn Eyjólfsson Eyjólfur Sverrisson Varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyj- ólfsson er sonur Eyjólfs Sverrisson- ar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og -þjálfara. Eyjólfur lék 66 landsleiki á árunum 1990 til 2001 og skoraði tíu mörk, þar á meðal frægt mark á móti heimsmeisturum Frakka á Stade de France. Eyjólfur lék með Tindastóli, Stuttgart, Besiktas og Hertha Berlin. Hann varð bæði þýskur og tyrkneskur meistari og lék í Meistaradeild Evrópu. Eyj- ólfur stýrði A-landsliðinu 2006-07 en hefur þjálfað U-21 árs landsliðið síðan 2009 og kom því á EM 2011. Hólmar lék undir stjórn föður síns í U-21 árs landsliðinu. Birkir Bjarnason Bjarni Sveinbjörnsson Birkir Bjarnason er sonur Bjarna Sveinbjörnssonar sem lék lengst af með Þór á Akureyri. Bjarni var skæður framherji og var næst- markahæsti leikmaður efstu deildar 1992 og 1994. Hann spilaði einnig eitt tímabil með ÍBV og eitt með Dalvík. Bjarni lék einn lands- leik, gegn Færeyjum 1985. Birkir hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu á undanförnum árum. Hann hefur leikið 67 landsleiki og skorað níu mörk. Birkir hefur leikið með Aston Villa síðan í árs- byrjun 2017. Bjarni Sveinbjörnsson á æfingu með Þór, en hann var afar drjúgur fyrir liðið. Eyjólfur Sverrisson fær ráðleggingar frá Guðjóni Þórðarsyni í landsleik. Amínósýrur, Rósepli, Cactus extract, öflug blanda af B-vítamínum og Magnesíum. Virkar vel gegn þynnku 2 töflur fyrir fyrsta drykk 2 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum og heilsuhillum verslana www.artasan.is Morgundagurinn verður betri með After Party Náttúruleg lausn við timburmönnum 16 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÁFRAM ÍSLAND 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 0 2 1 -F B 2 8 2 0 2 1 -F 9 E C 2 0 2 1 -F 8 B 0 2 0 2 1 -F 7 7 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.