Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 14.06.2018, Blaðsíða 60
Hannes Þór Hall- dórsson lék sinn fyrsta landsleik 27 ára gamall og hefur ekki gefið öðrum markmönnum færi á að hrifsa af sér markmannsstöðuna síðan hann lék þann leik. Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Finndu okkur á Nú styttist í HM! Opið 17. júní! 32 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . J Ú N Í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÁFRAM ÍSLAND Hannes Þór Halldórsson lék sinn fyrsta A-landsleik í septemberbyrjun árið 2011, en hann var þá 27 ára gamall og átti engan leik að baki fyrir yngri landslið Íslands. Hannes Þór var þá leikmaður KR, en hann hafði gengið til liðs við félagið fyrir keppnistímabilið 2011 og varð tvöfaldur meistari með KR á sínu fyrsta tímabili með Vesturbæjar- liðinu. Hannes Þór var verðlaunaður fyrir frammistöðu sína með KR með sæti í landsliðinu og hefur hann ekki litið til baka síðan. Ef litið er hins vegar til baka á leik- mannsferil hans má furðu sæta að þessi geðþekki kvikmynda- leikstjóri sé á leiðinni til Moskvu að koma í veg fyrir það að Lionel Messi, einn besti leikmaður knatt- spyrnusögunnar, komi boltanum í netmöskva íslenska liðsins á stærsta sviði knattspyrnunnar. Framan af ferlinum glímdi þessi uppaldi Leiknismaður við erfið axlarmeiðsli sem gerðu honum erfitt um vik og komu í veg fyrir að hann kæmist í hæstu hæðir með feril sinn. Þegar Hannes Þór var um tvítugt gekk honum illa að brjóta sér leið inn í uppeldisfélag sitt, Leikni, og leitaði því á önnur mið. Fræg er sagan af því að Númi, sem þá lék í þriðju og neðstu deild íslenskrar knattspyrnu, taldi sig ekki hafa not fyrir íslenska lands- liðsmarkvörðinn sem leit við á æfingu hjá liðinu haustið 2004. Tröppugangur hefur hins vegar verið á ferli hans síðan þá og kemst hann í hæstu tröppu þegar hann mátar sig við bestu knatt- spyrnumenn heims á stærsta sviði knattspyrnunnar næstu vikurnar. Hannes Þór spilaði með Aftur- eldingu í 2. deildinni, Stjörnunni í 1. deildinni, Fram í efstu deild og varð svo tvisvar Íslandsmeistari og jafn oft bikarmeistari með KR. Þá hefur Hannes leikið erlendis með norsku liðunum Brann, Sandnes Ulf og Bodø Glimt, hol- lenska liðinu NEC og danska liðinu Fékk ekki samning hjá Núma en mætir nú Messi Hannes Þór Halldórsson er skýrt dæmi þess að knattspyrnumenn eigi að stefna hátt og aldrei að gefast upp. Hannes Þór var kominn á botninn þegar hann spyrnti við fótum og klifraði hærra og hærra upp metorðastigann. Nú er hann kominn á hátindinn sem er sjálft heimsmeistaramótið. Hannes Þór Halldórsson ræðir málin við Heimi Hallgrímsson á æfingu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Kabardinka í Rússlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Hannes Þór æfir undir stjórn Guðmundar Hreiðarssonar, markmannsþjálfara íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Randers þar sem hann leikur þessa stundina. Hann hefur leikið 49 landsleiki, farið í átta liða úrslit á Evrópumóti og tekst nú á við stærstu áskorun sína á ferlinum, að verja skot frá bestu leikmönnum heims með augu heimsins á sér. Hannes á Guðmundi Hreiðars- syni, markmannsþjálfara íslenska liðsins, mikið að þakka, en þeir unnu saman hjá KR á sínum tíma og tók hann stórstígum framförum undir handleiðslu Guðmundar. Hannes var vissulega öflugur mark- maður en hafði sína vankanta. Spyrnutækni, úthlaup og ákvörð- unartaka Hannesar bötnuðu til mikilla muna eftir að Guðmundur komst með puttana í hann. Þá jókst trúin á eigin hæfileika og andlegur styrkur hans einnig umtalsvert á tíma hans hjá KR og síðar með íslenska landsliðinu. Öskubuskuævintýri vekja jafnan gleði og eftirtekt og það má með sanni segja að Hannes sé að skrifa enn einn kafla í ævintýri sitt sem náði lægsta punkti á æfingu með Núma á Tungubakkavelli í Mos- fellssveit og nær nú hápunkti þegar hann röltir út á Spartak-leikvang- inn við hlið Messi og meðreiðar- sveina hans á laugardaginn. 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 2 1 -F 1 4 8 2 0 2 1 -F 0 0 C 2 0 2 1 -E E D 0 2 0 2 1 -E D 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.