Fréttablaðið - 14.06.2018, Side 66

Fréttablaðið - 14.06.2018, Side 66
Ekki hafa allir alvöru reynslu af VAR. Meirihluti dómara hefur ekki prófað þetta á stóra sviðinu. Það er ekki það sama að prófa þetta í æfingabúðum og í alvöru leikjum. Dómarar eða myndbandsaðstoðardómarar (VARs) geta kallað eftir því að atvik verði skoðuð aftur Myndbandsaðstoðardómgæsla á HM Myndbandsaðstoðardómgæslan (VAR) á að hjálpa dómurum að taka réttar ákvarðanir. Kerfið var inn- leitt í flestar af stærstu deildum Evrópu og prófað í ensku bikarkeppninni tímabilið 2017-18. VAR er hægt að nota við fernar aðstæður 1 Mark: Kanna hvort dæma eigi mark af vegna brots í aðdraganda þess. 3 Rautt spjald: Ganga úr skugga um að ákvörðun um að reka mann út af hafi verið rétt. 2 Vítaspyrna: Fullvissa sig um að rétt ákvörðun hafi verið tekin um að dæma víti eða ekki. 4 Mannavillt: Hægt er að nota VAR til að sjá hvort réttum manni hafi verið refsað ef dómarinn er í vafa. 1 Dómari bendir VARs á að ákvörðun eða atvik skuli skoðað aftur, eða öfugt. 3 Dómari með-tekur upp- lýsingarnar og tekur viðeigandi ákvörðun. 2 VARs skoða atvik á mynd- bandi og greina dómaranum frá því hvað það sýnir í gegnum sam- skiptabúnað. EÐA Dómari ákveður að skoða atvik á skjá á hliðarlínunni áður en hann tekur við- eigandi ákvörðun. Dómari tekur lokaákvörðun sem VARs geta ekki haggað Myndbandsdómgæslan svokallaða, eða VAR, verður notuð á Heims- meistaramótinu í Rússlandi. Dómarar á vellinum njóta þá aðstoðar dómara sem fylgist með leiknum á myndbandi. Mynd- bandsdómgæslan var fyrst notuð fyrir tveimur árum og er nú notuð í efstu deild í Þýskalandi, Ítalíu, Bandaríkjunum og Ástralíu. Mynd- bandsdómgæslan var einnig notuð í Álfukeppninni í Rússlandi síðasta sumar með misjöfnum árangri. „Þetta hefur bara verið prófað af FIFA í Álfukeppninni og sú reynsla var ekki góð. Maður hefði kannski viljað fá meiri reynslu á þetta áður en þetta fór á stóra sviðið. Þarna koma saman dómarar úr öllum áttum. Enskukunnáttan er fín en ekki móðurmál þeirra flestra. Það gætu komið upp tungumálaörðug- leikar eins og í Álfukeppninni,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, fyrr- verandi milliríkjadómari, um VAR. „Það þarf að koma á betra vinnu- lagi við þetta. Þetta má ekki taka of langan tíma, því það er þegar verið að berjast við tafir í leiknum. Þetta má ekki hægja of mikið á leiknum.“ Dómararnir á HM hafa ekki allir reynslu af notkun VAR Dómararnir sem munu dæma á HM eru sumir hverjir blautir á bak við eyrun þegar kemur að því að nota VAR við dómgæslu. Myndbandsdómgæslan hefur verið notuð í nokkrum vináttu- landsleikjum að undanförnu en reynsla þeirra sem dæma á HM af VAR er mismikil. „Ekki hafa allir alvöru reynslu af VAR. Meirihluti dómara hefur ekki prófað þetta á stóra sviðinu. Það er ekki það sama að prófa þetta í æfingabúðum og í alvöru leikjum. Mögulega er verið að taka þetta inn of snemma og HM 2022 í Katar hefði verið betri vettvangur,“ segir Gunnar Jarl. Dómararnir á HM eru 35 talsins og koma frá 34 löndum. Banda- ríkin eru eina landið sem á fleiri en tvo dómara á HM. Aðstoðardómar- arnir eru 63 og myndbandsdómar- arnir 13. Þeir verða staðsettir í Moskvu. Einn aðalmyndbands- dómari verður á hverjum leik og honum til aðstoðar verða þrír aðstoðarmyndbandsdómarar. Níu af myndbandsdómurunum 13 koma frá Evrópu, þrír frá Suður- Ameríku og einn frá Asíu. „Það hefði verið best ef allir hefðu fengið nokkra leiki með myndbandsdómgæslunni fyrir HM. Einn leikur er ekki nóg. Það er líka kúnst að vera myndbandsdóm- ari. Þeir eru sérvaldir og eiga að búa yfir mikilli þekkingu. Vonandi gengur þetta smurt og skemmir ekki fyrir,“ segir Gunnar Jarl. Njóttu þess að fara í sund / sjósund Verndaðu eyrun með Ear Band-It Ultra eyrnaböndum og eyrnatöppum Hannað af háls- nef- og eyrnalæknum Fyrirbyggjandi vörn gegn eyrnabólgu og nauðsynlegt fyrir þá sem eru með rör í eyrum eða viðkvæm eyru. Til í þremur stærðum. S - frá 1. til 3. ára M - frá 4. til 9 ára L - frá 10 ára og eldri ( fullorðnir ) Fæst í apótekum, Sundlaug Kópavogs, Útilíf, Heimkaup og barnavöruverslunum. Pakkinn inniheldur bæði eyrnatappa og eyrnaband. Thomas Müller, framherji þýska liðsins, er sá leikmaður sem skorað hefur mest í sögu keppninnar af þeim leikmönnum sem mæta til leiks að þessu sinni. Müller hefur alls skorað tíu mörk í þeim tveimur keppnum sem hann hefur tekið þátt í, en hann fór fyrst á HM árið 2010 og varð svo heimsmeist- ari með Þjóðverjum árið 2014. Miroslav Klose sem nú er í þjálfarateymi þýska liðsins er markahæsti leikmaður í sögu keppninnar með 16 mörk, hinn brasilíski Ronaldo kemur næstur með 15 mörk í þremur keppnum. Klose skoraði mörkin sín 16 í fjórum keppnum, en hann tapaði úrslitaleik með Þjóðverjum gegn Ronaldo og félögum hans hjá Brasilíu árið 2002. Klose lék svo með liðinu árin 2006 og 2010 og lauk keppni á heimsmeistaramótinu með því að verða heimsmeistari árið 2014 eftir sigur á Argentínu í úrslitaleik. Nafni Müllers og landi hans, Gerd, er svo í þriðja sæti á téðum lista með 14 mörk. Gerd Müller skoraði mörkin sín 14 í tveimur keppnum, en hann hreppti bronsverðlaun með Vestur-Þjóðverjum árið 1970 og varð svo heimsmeistari með liðinu árið 1979. Thomas Müller hefur skorað mest leikmanna sem verða á HM Knattspyrnuáhugamenn munu kynnast fjölmörgum nýjum and- litum á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Daniel Arzani, leikmaður Ástr- alíu, er yngsti leikmaðurinn sem er á leiðinni á Heimsmeistara- mótið, en hann verður nítján ára, fimm mánaða og tíu daga gamall þegar mótið hefst. Hann er fimmtán dögum eldri en Kylian Mbappé, framherji franska liðsins. Achraf Hakimi kemur næstur á listanum, en hann verður nítján ára, sjö mánaða og tíu daga gamall þegar opunarleikur mótsins fer fram. Hakimi sem er frá Marokkó fæddist sjö dögum fyrr en Francis Uzoho, leikmaður Nígeríu sem etur kappi við Íslendinga í Rúss- landi. Trent Alexander-Arnold er svo í fimmta sæti á listanum, en nítján ár, átta mánuðir og sjö dagar verða liðnir frá fæðingu hans þegar mótinu verður sparkað af stað með leik Rússa og Sádí- Arabíu. Yngstu leikmennirnir á HM að þessu sinni verða rúmlega 19 ára 38 KYNNINGARBLAÐ 1 4 . j ú N í 2 0 1 8 F I M MT U DAG U RÁfRAM ísLAND 1 4 -0 6 -2 0 1 8 0 5 :1 8 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 0 2 1 -9 8 6 8 2 0 2 1 -9 7 2 C 2 0 2 1 -9 5 F 0 2 0 2 1 -9 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 1 3 _ 6 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.