Fréttablaðið - 14.06.2018, Page 84
Dans – mynDlist
atómstjarna
HHHHH
Höfundar: Sveinbjörg Þórhalls-
dóttir, Steinunn Ketilsdóttir og Jóní
Jónsdóttir
Útlit: Eva Signý Berger ásamt höf-
undum.
Hljóðheimur: Áskell Harðarson
Listamenn/Flytjendur: Anna
Kolfinna Kuran, Diana Rut Kristins-
dóttir, Erla Rut Mathiesen, Ingvar
E. Sigurðsson, Saga Sigurðardóttir
Sigrún Guðmundsdóttir, Sigurður
Andrean Sigurgeirsson og Védís
Kjartansdóttir.
E itt af því sem listamenn gera er að skapa upp-lifun í tíma og rúmi sem við áhorfendur þiggjum til að upplifa eitthvað nýtt. Í myndlistinni er
hið hefðbundna form þannig að
njótandanum er boðið að mæta
kyrrstæðri list í rými sem aðeins
vaknar til lífsins við það að hann
gengur um og skoðar það sem fyrir
augun ber. Á hefðbundinni dans-
sýningu er njótandanum boðið að
sitja kyrr úti í sal á meðan listin birt-
ist honum á hreyfingu á sviðinu. Í
fyrra tilfellinu er þögnin allsráðandi
en í því seinna heldur tónlistin utan
um áhorfendur þar sem þeir sitja í
myrkrinu og örvar skynjun þeirra á
því sem fyrir augu ber.
Á sýningunni Atómstjarna sem
frumsýnd var í nýuppgerðum
Ásmundarsal föstudaginn 8. júní
2018, sem hluti af Listahátíð Reykja-
víkur, renna myndlistin og dansinn
saman í eitt. Áhorfendum er boðið
að ganga um allt húsið til að berja
augum kyrrstæða myndlist, stuttar
danssenur og vídeóverk í faðmi fag-
urs arkitektúrs. Sterkur hljóðheimur
fyllir húsið og heldur utan um ferða-
langa. Í hverju rými ber eitthvað
nýtt fyrir augu; liti og ljós, líkama á
hreyfingu og forvitnilegar krukkur
sem við fyrstu sýn virðast innihalda
skrautlega líkamsparta í formalíni.
Til viðbótar því að hvert rými
hafði sinn eigin stíl þá var framvinda
í því sem gerðist. Það fór eftir því
hvaða leið var farin í gegnum rýmin
hvað þar var að sjá. Hljóðheimurinn
var þó alltaf samur sama hvar í hús-
inu maður var staddur.
Verkið fór fram í öllu húsinu og í
garðinum fyrir utan. Um þetta svæði
gátu áhorfendur gengið á eigin for-
sendum og valið sína leið í gegnum
salina. Það að fá að hreyfa sig um
rýmið, stoppa stutt eða lengi, sitja
eða standa, fylgja hópnum eður ei,
gaf aðra og ríkari upplifun af dans-
brotunum heldur en ef þau hefðu
farið fram á hefðbundnu sviði. Að
ganga um myndlistarsýningu með
tónlist eða hljóðheim í kringum
sig gaf líka sterkari stemningu en
þegar gengið er um sýningar í þögn.
Það var ljúft að rölta um vistarverur
safnsins, staldra við á mismunandi
stöðum og njóta þess sem fram fór.
Á undanförnum árum hefur gjörn-
ingaform sem þetta orðið algengara.
Það hefur þó ekki mikið verið notað
í dansinum hér á landi og gaman
var að sjá Sveinbjörgu og Steinunni
fara inn á þessar lendur. Nándin við
listamennina/flytjendurna var mikil
enda deildu flytjendur og njótendur
rými án sýnilegra hindrana. Það þarf
reynslu og styrk til að sýna í svo mik-
illi nálægð við áhorfendur, ekki síst
þegar nekt er þáttur í flutningnum.
Listamennirnir réðu vel við það.
Fyrsta klukkutíma verksins gekk
maður um ganga fullur lotningar. Í
hverju rými mætti manni mannvera
eða mannverur í hægum og seiðandi
hreyfingum eða falleg vídeó verk.
Stemningin var lágstemmd og seið-
andi, tónlistin slakandi og allt sem
gert var vakti notalegheit. Sumt, eins
og samspil Sigrúnar Guðmundsdótt-
ur og Ingvars Sigurðssonar í kaffi-
stofunni og garðinum, kallaði fram
smá kökk í hálsinn og hellirinn þar
sem barnshafandi líkami hafði búið
sér hvílu hafði slík áhrif að mann
langaði helst að skríða þangað inn
og kúra.
Útlit rýmisins og búningarnir
höfðu líka róandi áhrif. Litirnir í
búningunum voru hlýir en sýnend-
urnir klæddust dröppuðum heil-
göllum og voru með rósrauðleitar
fléttur og grænleitar grímur fyrir
andlitunum. Gallarnir lágu þétt að
líkömunum svo að línurnar sáust
vel. Allar hreyfingar voru mjúkar og
hægar. Samspil listgreinanna mynd-
listar, dans og tónlistar var áreynslu-
laust. Verkið myndaði eina fallega
heild fyrir notendur að ferðast um,
undrast og njóta.
Eftir að hafa skoðað alla króka
og kima (að ég hélt) var undirrituð
leidd niður í kjallaraherbergi þar
sem var að finna myndbandsverk
öllu háværara og ágengara en annað
sem á undan var gengið. Þegar hún
kom þaðan aftur hafði stemningin
í húsinu breyst. Tónlistin var orðin
taktfastari og háværari. Verið var
að skipta um myndbönd í kaffistof-
unni og setja litsterk og óræð mynd-
listarverk þar sem áður höfðu verið
kyrrlát myndbandsverk sem sýndu
listamennina/flytjendurna í húsinu
á meðan enn var verið að gera það
upp. Það var sterk sjón að sjá ljós-
klædda eða nakta líkama liggja eða
sitja í steinsteypubrotunum. Verur
í hvítum netsamfestingum sem
verið höfðu á sveimi um rýmið í
fyrri hluta verksins tóku nú smám
saman yfir eftir að hafa lokkað
áhorfendur með upp í bogasalinn.
Það var í fyrstu pirrandi að vera
rifin út úr kósíheitunum sem ein-
kennt höfðu svæðið til þessa þó að
það væri líka hressandi að fá meiri
kraft. Forvitnin var þó strax vakin
því að hvítklæddu netaverurnar
voru að brasa eitthvað skemmti-
legt. Í bogasalnum var boðið upp
á hefðbundnari listdansupplifun.
Listamennirnir/flytjendurnir tóku
sitt pláss í rýminu og áhorfendur
komu sér fyrir þar. Þessi partur, eins
og annað í verkinu, var vel gerður
og áhugaverður á að horfa.
Sesselja G. Magnúsdóttir
niðurstaða Atómstjarna var
eins og fallegur skógarlundur sem
gott er að ganga um og njóta.
Skógarlundur sem gaman væri að
ganga um aftur því þó að hann yrði
kunnuglegur byði hann líka upp á
eitthvað nýtt að sjá og heyra.
Að rölta um og njóta
Stemningin var lágstemmd og seiðandi, tónlistin slakandi og allt sem gert var vakti upp notalegheit, segir í dómnum. FréttabLaðið/SteFán
Bækur
konan í glugganum
HHHHH
Höfundur: a.J. Finn
Þýðandi: Friðrika Benónýsdóttir
Útgefandi: JPV 2018
457 bls.
Konan í glugganum, fyrsta skáldsaga A.J. Finn, var seld til fjörutíu landa áður en
hún kom út á frummálinu. Ekki
kemur á óvart að til standi að gera
kvikmynd eftir bókinni því í henni
er að finna efnivið í spennumynd í
anda Alfreds Hitchcock. Í bókinni
er ítrekað vísað í gamlar klassískar
kvikmyndir, þar á meðal rúman
tug mynda eftir hinn gamla og
snjalla meistara. Söguþráðurinn er
einnig í anda Rear Window, einnar
frægustu myndar Hitchcocks. Þar
var James Stewart fastur í hjólastól
í íbúð sinni og hafði lítið við að iðja
annað en að fylgjast með fólkinu í
næsta húsi í gegnum sjónauka, en
hér er mætt til leiks Anna Fox sem
hefur ekki farið út úr húsi í tæpt
ár, en hún þjáist af víðáttufælni.
Hún dundar sér við að fylgjast með
nágrönnum sínum út um glugg-
ana milli þess sem hún horfir á
gamlar svarthvítar kvikmyndir og
étur pillur og skolar þeim niður
með rauðvíni. Sú mixtúra er síst til
þess fallin að viðhalda einbeitingu
hennar og efla rökrétta hugsun.
Eitt kvöld heyrir Anna óp og þýtur
út í glugga. Hún verður vitni að
óhuggulegu atviki. Mun einhver
trúa henni?
Allt þetta er ágætis efni í glæpa-
sögu, en líkt og svo margar sögur
þessarar tegundar, sem hafa streymt
á markað undanfarin misseri, er
Konan í glugganum alltof löng. Hún
er 457 blaðsíður og þegar lesandinn
er búinn að lesa einn þriðja bókar-
innar hefur lítið sem ekkert gerst.
Það væri auðvelt fyrir lesandann að
gefast upp fyrir þessu tíðindaleysi en
honum skal ráðlagt að halda áfram
því verkið hrekkur skyndilega í gang
og spennan tekur völdin. Meðfram
spennunni fær lesandinn síðan skýr-
ingu á því hvað veldur því að Anna
hefur ekki treyst sér út fyrir hússins
dyr svo lengi.
Konan í glugganum hefði orðið
mun betri bók ef höfundur hefði haft
hana styttri og snarpari. Hinar fjöl-
mörgu vísanir í noir-kvikmyndirnar
ættu að gleðja alla aðdáendur slíkra
mynda, en fara líklega að mestu fram
hjá þeim sem ekki þekkja til þeirra.
Aðalpersónan Anna er vel sköpuð
persóna en höfundurinn gerir sig
sekan um full miklar endurtekningar
þegar kemur að því að lýsa daglegu
lífi hennar. Afhjúpunin á hinum
seka kemur síðan á óvart, sem er
alltaf plús í bókum eins og þessum.
Mínusinn er hins vegar hversu lengi
sagan er að hrökkva í gang.
Kolbrún bergþórsdóttir
niðurstaða: Glæpasaga sem er
allt of lengi að komast í gang, en
verður síðan ansi spennandi.
Syndir nágranna
Allt
þettA er
ágætis efni í
glæpAsögu, en
líkt og svo
mArgAr sögur
þessArAr tegund-
Ar, sem hAfA
streymt á mArk-
Að undAnfArin
misseri, er konAn
í gluggAnum
Alltof löng.
sumt, eins og
sAmspil sigrúnAr
guðmundsdóttur og
ingvArs sigurðssonAr í
kAffistofunni og gArðinum,
kAllAði frAm smá kökk í
hálsinn.
1 4 . J ú n í 2 0 1 8 F i m m t u D a G u r32 m e n n i n G ∙ F r É t t a B l a ð i ð
1
4
-0
6
-2
0
1
8
0
5
:1
8
F
B
0
9
6
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
0
2
1
-A
2
4
8
2
0
2
1
-A
1
0
C
2
0
2
1
-9
F
D
0
2
0
2
1
-9
E
9
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
9
6
s
_
1
3
_
6
_
2
0
1
8
C
M
Y
K