Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 3

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 3
3 Eru jólin að koma? sagði blessað barnið þegar ekið var fram hjá Kringlunni um miðj- an nóvember. Þar blöstu við ljósaskreytingar sem hefðu talist fyrirboði um endalok tímanna í gamla daga. Froststjörnur og ljósa- fossar lýstu upp skammdeg- ismyrkrið. Í útvarpinu heyrðist frá því sagt að fjórði hver Íslendingur berjist við þunglyndi einhverntíma á ævinni. Ætli kunni að vera eitt- hvert samhengi á milli þess- ara fyrirbæra? Er það mögu- legt að hvort virki á móti öðru: Leitin að ljósinu í myrkrinu og vaxandi þung- lyndi meðal þeirra sem best eru „upplýst“ í veröldinni? Það er svo margt sem virðist stangast á hjá okkur sem erum svo lánsöm að geta leift mat og hent lítt slitn- um klæðum. Við leggjum okkur fram í vinnunni, við reynum að vera virkir þátt- takendur í félagslífinu og höf- um svo mörgu að sinna heimafyrir. Og senn koma jólin og þau eru best hátíða og ljós í vetrarmyrkinu. Þau teljum við verði að halda svo vel að þau nái tilætluðum árangri. Allir eiga að vera glaðir, engu, né engum má gleyma. Heimilið verður að vera hreint og prýtt, jólaseríur úti, skraut inni og gjafir handa öllum. Og svo eru svona margir þunglyndir, í fýlu eða jafnvel vímu. Einu sinni var því þannig varið að aðventan var fasta, enda kölluð lengst sögunnar jólafasta. Þá gerðu menn allt annað en að berast á og hamast. Fólkið hafði um þann tíma hljótt um sig og grúfði sig ofan í verkin sín, lét aðra óráreitta og hvarf svolítið inn í sig. Kannski var það að leita að jólunum í eig- in barmi og lét svo jólahaldið spretta upp af þeirri gleði sem það fann þar yfir tilefni þeirra. Í jötu hjartans fann fólkið lítið barn. Það var barnið í því sjálfu og barn vona þess. Eitthvað sem sagði fólkinu að allt væri í lagi, allt færi vel. Það væri bara að treysta Guði, ekki að óttast að neitt fari endanlega illa. Þannig glæddi blessað fólkið sem ekki hafði lyfjabúrin að ganga í lífsvon sína, kjark og traust. Kannski er það al- mennur misskilningur okkar að það megi gera með raf- ljósum, jólaskreytingum, mat, klæðum og gjöfum. Gamla fólkið mundi líklega segja að það væru rangt. Nei, allt umstangið á að vera túlkun innri tilfinningar, ekki eitthvað sem á að fram- kalla góða líðan, heldur túlka gleði sem maður fann fyrst í hjarta sínu. Það er eitthvað sem segir mér af langri reynslu að rétt- ast væri að hafa á hið gamla lag: Finna fyrst þá gleði sem barn vonanna veitir eftir leit hið innra með manni og veita hana síðan öðrum. Það er sú tímasetning ein sem ákvarðar komu jóla að hafa fundið barnið í jötunni og séð himininn blika í ljóma augna þess. Við erum fædd með þessa jötu í hjartanu, þetta pláss sem aðeins sá getur fyllt sem á óendanlegan kærleika, Guð. Hann kemur, koma hans bregst ekki og honum sé lof að þá erum við flest viðbúin og fús á að opna hon- um dyr húss og hjarta þegar jólin ganga í garð. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson. Aðventa og jól STYRKTARSJÓÐUR Kiwanishreyfingarinnar Ísland - Færeyjar Ávallt úrval af Kiwanisvörum til á lagernum Hafið samband! Munið gull og silfur stjörnurnar og styrktarsjóðsmerkin Sigurður / SveinnSími 5883244 • Fax 5883246 isspor@mi.is

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.