Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 6

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 6
Kiwanisklúbburinn Helga- fell var stofnaður 1967, stofn- fundurinn var haldinn í mat- stofunni í Drífanda 28. sept- ember það ár, sem telst af- mælisdagur Helgafells. Kiwanisklúbburinn Helgafell átti því 35 ára afmæli þann 28. september s.l. Stofnfélagarn- ir voru 28 talsins og eru 9 þeirra enn starfandi í klúbbn- um. Í dag eru félagarnir 74 talsins. Allt frá stofnun klúbbsins hefur hann lagt líknarmálum lið og á s.l. árum einnig öryggismálum til lands og sjávar. Í þessu sambandi má nefna margar gjafir til stofnanna í Vestmannaeyjum, svo sem sjúkrahússins, Hraunbúða, Sambýlisins o.fl. Fyrstu gangbrautarljósin í bænum voru gefin af klúbbn- um, öryggishnappar sem hringja á lögreglustöð voru settir upp við höfnina og ekki má gleyma því framtaki að gefa og dreifa brunavarna- teppum í hvert hús í Vest- mannaeyjum fyrir nokkrum árum, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þessara tímamóta ákvað félagsfundur í Kiwanis- klúbbnum Helgafelli snemma á þessu ári að á starfsárinu sem nú er að ljúka væri varið um 3,5 milljónum króna til ör- yggis- og líknarmála eða sem svarar 100 þúsund krónum fyrir hvert starfsár. Fyrr á starfsárinu hefur öll- um börnum í 1. bekk grunn- skólanna verið gefinn reið- hjólahjálmur, en það er árleg- ur viðburður, Heilbrigðis- stofnunni var færður styrkur ásamt öðrum líknarfélögum í bænum til kaupa á svæfinga- tæki auk fleirri styrkja til ein- staklinga og félagasamtaka svo eitthvað sé nefnt. Í dag er nokkrum stofnun- um, félögum og félagasam- tökum afhentir styrkir til tækjakaupa auk 2ja nætur- sjónauka sem verða afhentir til notkunar í björgunar- og lóðsbátum í Þorlákshöfn og Höfn í Hornafirði. Þau félög og stofnanir sem nú um ræðir eru: Heilbrigðisstofnunin Vest- mannaeyjum sem fær styrk til kaupa á hjartatæki. Björgunarfélagi Vest- mannaeyja er færður styrkur til kaupa á tækjum og búnaði. Slökkviliði Vestmannaeyja er færður styrkur til kaupa á öryggisbúnaði. Hafnarsjóði Vestmannaeyja er afhentur nætursjónauki til notkunar í Lóðsinum auk styrks til frekari tækjakaupa í Lóðsinn. Sambýlið við Vestmanna- braut, Meðferðarheimilið Bú- hamri og Dvalrheimilið Hraunbúðir fá allar styrki til tækjakaupa. Með þessum framlögum hefur markmiði starfsársins, að afhenda einstaklingum, fé- lögum og félagasamtökum 3.500.000 krónur verið náð. Vestmannaeyjum í októ- ber 2002, Kiwanisklúbbur- inn Helgafell. 6 Valdimar Jörgensson um- dæmisstjóri er fæddur í Reykjavík 30. desember 1943. Að loknu gagnfræðaprófi hóf hann nám í bifvélavirkj- un, fljótlega að því loknu hóf hann störf í varahlutaverslun hjá Ford umboðinu, en star- far nú hjá Heklu í varahluta- deild. Eiginkona Valdimars er Arndís Jónsdóttir lyfjatækn- ir. Hún starfar hjá Lyfjaveri. Börn þeirra eru Jörgen stöðvarstjóri hjá Slökkvilið- inu, hans kona er Björg Vals- dóttir kennari og eiga þau tvö börn Viktor Þór og Valdísi. Jórunn ritari á skrifstofu há- skólarektors, hennar maður er Sigurður Freysson raf- magnsverkfræðingur, Jórunn á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi Ásgeir, Arndísi og Sig- urð. Gunnar stoðtækjasmið- ur hans kona er Lára Krist- jánsdóttir hárgreiðslukona þeirra sonur er Arnar, auk þess sem þau áttu Jón Pétur sem andaðist 6 ára gamall. Þau Valdimar og Arndís hafa verið virk í félagsmálum frá því á unglingsárunum voru bæði virk í skátahreyf- ingunni, auk þess sem Valdi- mar hefur verið formaður í starfsmannafélagi hjá Fordumboðinu og Arndís for- maður Lyfjatæknifélags Ís- lands. Valdimar hefur verið félagi í Jörfa frá 1986, hann hefur gegnt þar nær öllum embætt- um og verið í flestum nefnd- um klúbbsins, forseti 1991- 1992, í fræðslunefnd um- dæmisins 1996-1997, svæðis- stjóri Eddusvæðis 1998-1999, í K - dagsnefnd 2001. Kynning á umdæmisstjóra Kiwanisklúbburinn Helgafell Ágætu Kiwanisfélagar Nú þegar nýtt starfsár er framundan hjá okkur sem og öðrum klúbbum get ég ekki annað en glaðst yfir frábærri fundarsókn í okkar klúbbi, Höfða í byrjun starfsárs. Fjár- öflun og styrkveitingar eru í undirbúningi, flugeldagámur á leið til landsins, en sala flug- elda um áramót er okkar aðal fjáröflun, reyndar sú eina, og vil ég nota tækifærið og þakka þeim fjölmörgu kiwan- isfélögum og vinum, fyrir þann stuðning sem okkur hlotnast við flugeldakaup ykkar. En flugeldar okkar verða seldir að Stóhöfða 24 110 Reykjavík fyrir áramótin. Við Höfðafélagar óskum ykk- ur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi nýs árs, góðar stundir. Kær Kveðja Jón Kjartan Sigurfinns- son, forseti Höfða Fréttir frá Höfða

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.