Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 11

Kiwanisfréttir - 01.12.2002, Blaðsíða 11
11 um allt er varðaði myntslátt- una og allir fengu „silf- ur“mynt sem slegin var á staðnum. Því næst var gengið um sali hallarinnar undir leiðsögn tékkneskrar stúlku og nú kom það sér vel að hafa Silviu sem túlk. Nú var aðeins eitt eftir. Þeir allra voguðustu ætluðu að fara ofan í gömlu silfurnnámuna. Var nú aftur farið upp að bú- stað eiganda silfurnámunnar en bústaður hans er nú orðið safn um námugröftinn og námumennina. Þar voru menn fræddir um námu- mennina, vinnuaðstöðu þeirra og líf í námunum. Þeim sem höfðu innilokun- arkend eða voru veikir fyrir hjarta var ráðlagt að fara ekki niður. Skrýddist nú hóp- urinn sérstökum hvítum bún- ingum eins og námumenn höfðu klæðst við vinnu sína. Allir fengu einnig skriðljós í hönd. Nú var farið djúpt nið- ur í iðrur jarðar. Þegar niður var komið voru allir látnir kveikja á sínu skriðljósi. Var nú lagt af stað í einfaldri röð í þröngum og lágum göngun- um. Allir þurftu að ganga bognir og stundum keng- bognir og göngin voru það þröng að þeir þykkustu þurftu að troðast. Á nokkrum stöðum voru útskot þar sem námumenn höfðu grafið að- eins út. Á einu svona útskoti stansaði leiðsögumaðurinn og lét alla slökkva á ljósun- um. Var hann með litla týru, nokkurskonar kolu en það voru ljósin sem hver námu- maður vann við. Var það ör- lítil týra sem aðeins lýsti smá blett af svæðinu sem maður- inn vann á. Því næst slökkti hann á týrunni og þá varð það algjöra myrkur sem hugsast gat. Það var ánægð- ur og fróðari hópur sem kom að lokum út í sólskinið. Nú var áliðið dags og var nú ekið aftur til Prag. Silviu var þökk- uð samfylgdina og fræðsluna og leyst út með gjöfum. Nokkrir voru þreyttir eftir ferðina en þeir sprækustu tók sporvagninn niður í gömlu borg (Malá Strana) og fundu þar „kósí“ veitingastað þar sem menn nutu góðra veitinga við glaum og gleði. Miðvikudagur notaður í að ráfa um Gömlu borgina (Staré Mésto), niður á Gamla borgartorgið þar sem Tý- kirkjan er, svo og barrokk- kirkja heilags Nikolausar og steinklukkan og þar sem allt umhverfið er eitt augna- konfekt. Ráfað yfir á og um Václavské-torgið sem er meira sem breiðgata en torg, kíkt í verslanir og verslað, aðallega kristal. Þannig leið sá dagur, en um kvöldi hélt hópurinn hópinn og klæddi sig uppá og borðaði „dinner“ á flottu veitingahúsi við Vá- clavské-torgið. Til gamans má geta þess að panta þurfti borðin á veitingarhúsinu með dags fyrirvara og einnig setja tryggingu með peningum um að við myndum mæta. Fimmtudagsmorgun, rútan mætt, út á flugvöll með allan hópinn, sæll, fróður og þreyttur hópur flýgur heim, Setbergsferð á enda. Aage. Komið úr iðrum jarðar. Þegar núverandi fræðslu- nefnd fór að undirbúa fræðslu embættismanna þessa starfsárás lá fyrir ósk klúbba að fræðsla yrði höfð í tengslum við Umdæmisþing en ekki að vori eins og verið hafði undanfarin ár og var það því von manna að mæt- ing til fræðslu yrði því betri og fræðsla mundi því skila sér eins og til er ætlast En það var nú aldeilis ekki því að mínu mati var mæting al- gjörlega óviðunandi og tals- vert umhugsunar verð en mæting frá 43 klúbbum var 26 forsetar 19 ritarar og 16 fé- hirðar og dæmi nú hver fyrir sig því ég spyr hvar voru allir hinir? Því þegar kiwanisfé- lagi hefur ákveðið að taka að sér embætti í klúbbi ætti hann að íhuga vel hverjar skyldur hans eru. Það vita allir sem að hafa gegnt emb- ættum klúbba að það er mikli ábyrgð og ákveðnar skyldur sem við berum gagnvart klúbbnum okkar sem emb- ættismenn og okkur ber að bera virðingu fyrir. Það geng- ur ekki að hugsa sem svo að þetta reddist einhvern vegin því það kemur alltaf mjög harkalega niður á klúbbnum. Ef við viljum sjá klúbbinn okkar starfa vel ætti það að vera metnaður okkar að und- irbúa okkur vel fyrir starfsár- ið með því að mæta í þá fræðslu sem í boði er og vera óhrædd að leita okkur að- stoðar því auðvitað er okkur mislagið að rækja þau ýmsu verkefni sem embættinu okk- ar fylgir. Þá er það líka starf Svæðisstjóranna að fylgjast með að klúbbar starfi ötul- lega og uppfylli skyldur sínar sem kiwanisklúbbur. Miðað við mætingu á síðustu fræðslu er enn verið að velta fyrir sér spurningum eins og t.d. Hvernig eigum við að hafa fræðsluna? Á að færa fræðsluna inn á svæðisráðs- stefnurnar? Hvernig vilja fé- lagar að fræðslu verði komið til verðandi embættismanna? Til að fá einhverjar hugmynd- ir um það hvað félagar í hreyfingunni vilja varðandi fyrirkomulag á fræðslu hefur fræðslunefnd ákveðið að senda út bréf til allra klúbba með spurningum varðandi fræðsluna og vonumst við til að forsetar í samvinnu við alla félaga í klúbbnum svari þessu og sendi fræðslunefnd fyrir áramót. Þá er hægt að vinna úr þessum svörum og koma þannig til móts við vilja ykkar í þessum málum. Að lokum vil ég minna klúbba á að senda stefnumótun klúb- bana til Umdæmisritara og að starf fræðslunefndar er einnig að koma til fundar hjá ykkur með fræðsluefni og bið ég ykkur að hafa sam- band við nefndina hvað það varðar. Bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár f.h. fræðslunefndar Ingibjörg Gunnarsdóttir Viljum sjá klúbbana starfa vel Frá Fræðslunefnd:

x

Kiwanisfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kiwanisfréttir
https://timarit.is/publication/1265

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.